Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 35 ÞAÐ hefur legið í loftinu að áformað sé að leggja niður Til- raunastöð Háskóla Ís- lands í meinafræði á Keldum, kljúfa hana í herðar niður og flytja annan bútinn í Vatns- mýrina en hinn eitt- hvað út í sveit. Það fer ekki á milli mála að það væri stórslys, ef af yrði, ekki bara menn- ingarsögulegt slys heldur einnig áfall fyr- ir líf- og læknavísindin í landinu og fyrir Há- skóla Íslands. Til- raunastöðin á Keldum er sú raunvís- indastofnun íslensk sem lengst hefur borið hróður landsins út í hinn stóra heim og sem nýtur mestrar al- þjóðlegrar virðingar. Sú virðing er sögulega tengd nafni Björns Sig- urðssonar, læknis og fyrsta for- stöðumanns Tilraunastöðvarinnar, sem árið 1954 setti fram kenningu um nýja gerð smitsjúkdóma, sem hann nefndi hæggenga sjúkdóma. Hún vakti alþjóðlega athygli og breytti hugmyndum lækna um ýmsa sjúkdóma sem áður var talið óhugs- andi að gætu verið smitandi. Þessi kenning Björns á Keldum hefur rat- að inn í kennslubækur í sýklafræði og læknisfræði og er enn í fullu gildi og má vafalaust telja hana mesta framlag Íslendings í læknavísindum. Kenningin spratt upp af rannsókn- um Björns á smitandi sauðfjársjúk- dómum sem bárust hingað til lands árið 1933 og ollu miklum búsifjum. Þeir voru reyndar kveikjan að því að Tilraunastöðin var stofnuð árið 1948 og var hlutverk hennar frá upphafi að rannsaka dýrasjúkdóma og þá einkum búfjársjúkdóma. Guðmund- ur Gíslason læknir og Páll Agnar Pálsson dýralæknir voru nánustu samstarfsmenn Björns um árabil við rannsóknir á þessum sauðfjársjúk- dómum og tel ég að á engan sé hall- að þótt fullyrt sé að Guðmundur Gíslason hafi átt mestan þátt í að mæðiveiki var endanlega útrýmt hér á landi. Það afrek hefur reyndar vakið verðuga athygli út um allan heim þar sem þessi sjúkdómur er landlægur og veldur miklum usla, en Ísland er eina landið þar sem hefur tekist að útrýma veikinni. Það er því að mínu mati ljóst hvers vegna það væri menningarsögulegt slys fyrir Íslendinga að leggja niður Tilrauna- stöðina á Keldum. Ætli Frökkum myndi nokk- urntíma detta í hug að leggja niður Pasteur- Institútið í París og innlima starfsemi þess í einhverja stærri heild í svokölluðu hagræð- ingarskyni? Ég held ekki. Hitt atriðið sem mælir gegn því að Til- raunastöðin á Keldum verði lögð niður í núverandi mynd eru þær rannsóknir sem þar eru stundaðar nú og þar sem mismun- andi svið líf- og læknisfræði mynda stærri heild. Þarna eru saman komnir sérfræðingar á sviði sjúk- dóma- og meinafræði, sníkjudýra- fræði, bakteríu- og veirufræði, ónæmisfræði, frumulíffræði og síð- ast en ekki síst sameindalíffræði og erfðafræði. Öll þessi sérsvið eru nauðsynleg til þess að sem bestur árangur náist í þeim rannsóknum sem unnið er að á Tilraunastöðinni, þ.e. rannsóknum á dýrasjúkdómum. Þjónusturannsóknir eiga líka stóru hlutverki að gegna sem órjúfanlegur hluti rannsóknastarfseminnar, því að grunnrannsóknir nærast á hag- nýtum vandamálum sem þjónustu- rannsóknirnar sinna. Tilraunastöðin á Keldum hefur átt því láni að fagna að þar hefur gegn- um tíðina starfað vel menntað og dugmikið starfsfólk. Eftir fráfall Björns Sigurðssonar var haldið áfram rannsóknum sem stóðust strangar alþjóðlegar gæðakröfur, fyrst undir forystu Páls Agnars Pálssonar yfirdýralæknis en síðar undir forystu læknanna Guðmundar Péturssonar og Guðmundar Georgssonar. Þannig tókst að við- halda alþjóðlegum orðstír Keldna. Jafnframt stækkaði Tilraunastöðin jafnt og þétt og rannsóknirnar urðu fjölbreyttari, en breiddin í sérfræði- þekkingunni og fjöldi vel menntaðra sérfræðinga hefur aldrei verið meiri en nú. Segja má að Tilraunastöðin hafi náð hinum „krítíska massa“ sem skiptir máli í rannsóknum. Að sundra þessum heildstæða massa nú væri hið mesta glapræði og erfitt að skilja hvaða tilgangi það ætti að þjóna, nema ef vera skyldi skamm- sýnum gróðasjónarmiðum, þ.e. að selja landið undir íbúðarbyggð. Hins vegar er hér ekki um svo gríðarlegt landflæmi að ræða að það ætti að ráða úrslitum. Gera verður ráð fyrir aukningu í starfsemi Tilraunastöðv- arinnar í framtíðinni en hana mætti leysa með því að byggja upp en ekki út. Þó þarf alltaf að gera ráð fyrir ákveðinni stærð lands undir hús til dýratilrauna, t.d. tilrauna á kindum. Benda má á að algengt er erlendis að rannsóknastöðvar séu umkringd- ar íbúðarbyggð. Þegar þær voru fyrst byggðar voru þær langt utan við borgarmörkin en lentu smám saman inni í borg þegar byggðin breiddist út. En engum datt í hug að leggja þær niður af þeim sökum til þess að einhver gæti grætt á landinu sem þær standa á. Fjarlægð Tilraunastöðvarinnar frá öðrum rannsóknastofnunum Há- skóla Íslands háir á engan hátt sam- vinnu þar á milli. Sjálfur hef ég átt ágætt samstarf við vísindamenn á Keldum alla tíð síðan ég fluttist heim frá Bandaríkjunum fyrir lið- lega 15 árum, en þar á bæ vex eng- um í augum nokkurra kílómetra fjarlægð milli staða. Svo vel vill til að nú er sestur í stól menntamálaráðherra landsins mað- ur sem hefur alþjóðlega sýn og skilning á eðli og gildi vísinda. Von- andi ber hann gæfu til þess að af- stýra því slysi sem vofir yfir Keld- um. Til varnar Keldum Halldór Þormar Raunvísindi Að mínu mati er ljóst, segir Halldór Þormar, að það væri menningar- sögulegt slys fyrir Íslendinga að leggja niður Tilraunastöðina á Keldum. Höfundur er fv. prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur á Keldum. NÚ ER að hefjast leiðtogafundur Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Suð- ur-Afríku, sem stendur í tíu daga, frá 26. ágúst til 4. september. Und- irbúningsfundir eru reyndar þegar hafnir og mikill fjöldi manns kominn til Jóhannesar- borgar til að sitja þá og fjölmarga viðburði, sem haldnir verða í tengslum við fundinn. Búist er við að fundur- inn verði fjölmennasta alheimsráðstefna sem haldin hefur verið. Fjölmargir þjóð- arleiðtogar sækja fundinn, en Davíð Oddsson forsætisráðherra fer fyrir sendinefnd Íslands. Í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda, alþingismenn og fulltrúar frá frjálsum félagasam- tökum og Reykjavíkurborg. Tölu- verður áhugi er á fundinum, eins og í ljós kom á fjölmennum kynningar- fundi sem stjórnvöld stóðu fyrir í júní sl. Fyrir fundinum liggja drög að yf- irlýsingu leiðtoga heims og áætlun um forgangsmál á sviði sjálfbærrar þróunar næsta áratuginn. Hér er ekki um að ræða jafn viðamiklar samþykktir og á Heimsráðstefnunni um umhverfi og þróun í Ríó árið 1992, en Jóhannesarborgarfundur- inn er haldinn af því tilefni að tíu ár eru liðin frá þeim tímamótafundi. Hvers vegna mætir þá slíkur fjöldi manns til Suður-Afríku? Svarið er að leiðsögnin frá Ríó er jafnvel mikil- vægari nú en áður og sjálfbær þróun er einfaldlega brýnasta verkefni mannkyns um þessar mundir. Vel- ferð mannkyns til framtíðar er í húfi. Þau mál sem verða í brennidepli í Jóhannesarborg eru Íslendingum að mörgu leyti fjarlæg, nema sem þátt- takendum í alþjóðasamfélaginu. Rætt verður um baráttuna gegn fá- tækt og hungri, hvernig tryggja megi aðgang að heilnæmu drykkjar- vatni og koma raforku til tveggja milljarða manna sem nú notast við eldivið, hálm og tað sem orkugjafa. Íbúum jarðar mun fjölga úr sex millj- örðum í rúma tíu milljarða á þessari öld, samkvæmt spám. Stöðugleiki heimsbyggðarinnar og friðarhorfur á 21. öldinni velta á því hvernig okkur tekst að búa í haginn fyrir vaxandi fólksfjölda á jörðinni. Sjálfbær þróun er hinn vandrataði meðalvegur sem við þurfum að finna til þess að bæta lífskjör vaxandi mannkyns án þess að fara yfir þolmörk náttúrunnar og auðlinda hennar, en það mundi sjálf- krafa fella lífskjör komandi kynslóða. Undirbúningur Íslands Íslensk stjórnvöld hafa sinnt und- irbúningi fyrir leiðtogafundinn í Jó- hannesarborg á tvennan hátt. Ann- ars vegar hafa fulltrúar stjórnvalda tekið þátt í undirbúningsfundum til að hafa áhrif á samþykktir fundarins. Hins vegar hefur verið unnið að stefnumörkun stjórnvalda um sjálf- bæra þróun hér heima fyrir. Í fljótu bragði virðist þetta tvennt eiga lítið skylt; umræðan á Íslandi um nýtingu orkulindanna eða loftmengun vegna umferðar, svo dæmi séu tekin, virðist býsna fjarlæg baráttunni fyrir mannsæmandi grundvallarlífskjör- um í þróunarríkjunum. Ef nánar er að gáð þá tengist vinna að sjálf- bærri þróun á Íslandi og á heimsvísu náið. Ís- lendingar finna eins og aðrir fyrir mengun sem berst með loft- og haf- straumum. Árangur Ís- lendinga á sviði nýting- ar endurnýjanlegrar orku eða sjálfbærrar nýtingar fiskistofna getur líka verið lær- dómsrík fyrir aðra. Á Ríó-ráðstefnunni hvöttu Íslendingar til aðgerða gegn mengun hafsins. Það átti sinn þátt í því að síð- ar var samþykkt alþjóðleg fram- kvæmdaáætlun gegn mengun hafs frá landi og alþjóðlegur samningur um takmörkun á losun þrávirkra líf- rænna efna. Ísland hefur minna afl til að beita sér á alþjóðavettvangi en stærri ríki, en reynslan sýnir að við eigum fullt erindi í heimsumræðuna um umhverfisvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda og getum haft áhrif. Velferð til framtíðar Nú fyrir skömmu samþykkti rík- isstjórnin nýja stefnumörkun Ís- lands um sjálfbæra þróun, sem hlotið hefur heitið „Velferð til framtíðar.“ Í henni er að finna sautján markmið, sem miðast að verndun umhverfis, skynsamlegri nýtingu auðlinda og eflingu velferðar Íslendinga. Stefnu- mörkunin var unnin í samvinnu sjö ráðuneyta og með samráði við sveit- arfélög, hagsmunasamtök og félaga- samtök. Tilgangurinn með stefnumörkun- inni er sá að skerpa sýn Íslendinga á það í hverju sjálfbær þróun felst og setja fram skýr markmið og viðmið fyrir umræðu komandi ára. Töluleg- ar vísbendingar um stöðu og þróun einstakra mála eru settar fram, sem munu auðvelda okkur að meta árang- ur. Stefnumörkunin er aðgengileg á heimasíðu stjórnarráðsins: http:// www.raduneyti.is. Stefnumörkun Íslands um sjálf- bæra þróun verður lögð fram til kynningar í Jóhannesarborg, en þar skiptir mestu máli að við leggjum þeim málum lið sem brenna á þeim stóra meirihluta jarðarbúa sem búa við langtum lakari lífskjör en við. Þar verður væntanlega mest að gagni að einbeita sér að þáttum þar sem við höfum mesta reynslu. Það er ljóst að á sviði sjávarútvegs erum við að mörgu leyti fyrirmynd annarra þjóða. Við höfum sýnt að það er hægt að byggja upp auð og velferð á nýt- ingu lifandi auðlinda hafsins og að sameina öflugan sjávarútveg og sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Mörg fátæk strand- og eyríki geta bætt hag sinn með því að byggja upp sjálf- bærar fiskveiðar. Íslendingar geta eflt stuðning sinn á þessu sviði, sem þegar er umtalsverður. Íslensk stjórnvöld hafa líka lagt áherslu á orkumál, þar sem við búum yfir ríkri þekkingu og miðlum henni til fátækari landa, m.a. með aðstoð Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa í undirbúningi leiðtogafundarins leit- að samstarfs við þau ríki sem vilja gera átak til þess að auka nýtingu endurnýjanlegrar orku í heiminum. Í Ríó var lagður grunnurinn að átaki til að efla sjálfbæra þróun á 21. öldinni. Leiðsögnin frá Ríó er í fullu gildi og ekki brýn þörf á að endur- skoða hana eða ráðast í gerð viða- mikilla nýrra alþjóðasamninga. Verkefnið sem blasir við í Jóhann- esarborg er fyrst og fremst að efla framkvæmd samþykkta sem gerðar hafa verið. Íslendingar hafa þar hlut- verki að gegna og munu taka fullan þátt í því starfi sem bíður á næstu ár- um við að efla velferð og umhverf- isvernd heima fyrir sem annars stað- ar. Hvað er í húfi í Jóhannesarborg? Siv Friðleifsdóttir Höfundur er umhverfisráðherra. Umhverfisráðstefna Sjálfbær þróun er vand- rataður meðalvegur sem við þurfum að finna, segir Siv Frið- leifsdóttir, til að bæta lífskjörin án þess að fara yfir þolmörk náttúrunn- ar og auðlinda hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.