Morgunblaðið - 24.08.2002, Side 37

Morgunblaðið - 24.08.2002, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 37 ✝ Guðrún Björg Ei-ríksdóttir (Búdda) fæddist á Eskifirði 24. ágúst 1949. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Neskaupstað 13. ágúst síðastliðinn. Hún var elsta barn hjónanna Oddnýjar Björgvinsdóttur, f. 3.3. 1929, d. 10.12. 1974, og Eiríks Ólafs- sonar, f. 31.6. 1924. Systkini hennar eru: Valborg Björgvins- dóttir sammæðra, Ólöf María, Björgvin, f. 15.2. 1954, d. 31.12. 1990, Helga Ólena, Árný og Lára Elísabet. Guðrún giftist 26.12. 1973 Friðrik Rós- mundssyni, f. 21.11. 1944. Börn þeirra eru: Þórunn Sif, f. 9.9. 1971, maki Jó- hann Hafþór Arnar- son, þau eiga Rós- mund Örn og Guðrúnu Örnu; Ei- ríkur Óli, f. 18.5. 1973, Oddný Svana, f. 28.8. 1978, og Frið- rik Karl, f. 2.11. 1984. Útför Guðrúnar Bjargar verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Hvað er hægt að segja á svona stundu? Það er ekki hægt að lýsa því hversu lífið er orðið tómlegt núna án þín. Ég á svo erfitt með að setja tilfinningar mínar á blað eftir þennan missi. Af hverju þú? Af hverju? Það er oft sagt að þeir bestu séu kallaðir til Guðs á undan hinum, og er það hverju orði sannara í þínu tilviki. Ef maður lítur til baka um farinn veg er svo margs að minnast. Ég gleymi aldrei þeim búðarferðum sem þú sendir mig í þegar ég var rétt far- inn að geta reimað skóna mína. Hversu oft strunsaði ég ekki út í búð til að versla, en kom til baka með fulla poka af nammi, því það sem ég átti að kaupa var ekki til og keypti ég þá bara nammi í staðinn. Svo það skipti sem að ég fékk steininn í haus- inn og ég kom labbandi heim ásamt Kidda E. eins og fílamaðurinn í framan. Bíllinn okkar var bilaður og við fengum Kidda „smíðakennara“ til að bruna með okkur yfir á spít- alann á Norðfirði þar sem ég var orð- inn eins og regnboginn í framan. Og þegar ég kom grátandi heim því að Sigga á Árbakka átti ekki tómatsósu sem þú baðst mig að fá lánaða. Alltaf gafstu þér tíma til að huga að mér hvenær sem var. Þegar ég átti erfitt varst þú til staðar og lést mér líða betur. Sama hvar maður var, alltaf gafstu þér tíma til að athuga hvort allt væri ekki í lagi hjá mér. Það er svo skrítið að skrifa þetta bréf vitandi að ég á aldrei eftir að geta leitað til þín aftur með mín vandamál. Maður gat alltaf leitað til þín með öll vandamál sem lágu á manni hverju sinni. Alltaf tókst þér að róa mig niður og hugsa jákvætt þegar mér leið illa. Það er ferlega ósanngjarnt að geta ekki leitað til þín lengur og fá þínar skoðanir á hlutunum. Það er erfitt að hugsa sér jólin án þín, elsku mamma mín. Heyrandi í þeytaranum þeytandi deigið á með- an Nat King Cole, Bing Crosby og Dean Martin skiptust á að syngja jólalögin í græjunum. Þú á fullu trallandi með og bakandi kökurnar sem við síðan stálumst til að éta jafn- óðum og þú bakaðir. Dagar eins og jólin og afmælisdagurinn minn eiga eftir að minna mig óendanlega á þig, mamma mín. Þú varst alltaf fyrsta manneskjan sem óskaði mér til ham- ingju með afmælið og gafst mér allt- af pakka þó svo að ég skammaði þig alltaf fyrir að kaupa handa mér pakka. Þú meira að segja mundir af- mælisdaginn minn núna í sumar þrátt fyrir þín erfiðu veikindi. Eftir allt sem þú gerðir fyrir mig um æv- ina fannst mér ótrúlega ósanngjarnt að horfa á þig ganga í gegnum þessi veikindi án þess að geta hjálpað þér. Ég veit að þú ert núna í góðum fé- lagsskap og þjáningum þínum er lok- ið. Ég á ekki orð til að lýsa því hversu sárt þín er saknað. Ég hefði ekki get- að hugsað mér betri mömmu en þig, elsku mamma mín. Svo lengi sem ég lifi mun ég minnast allra gleðistund- anna sem þú veittir okkur í þessi allt of fáu ár. Hvernig þér tókst alltaf að gera erfiða hluti auðvelda og að breyta áhyggjum mínum í bros var þér svo auðvelt. Takk fyrir öll ynd- islegu árin sem þú gafst okkur. Þín er virkilega sárt saknað, elsku mamma mín. Þinn elsti sonur, Eiríkur Óli. Nú, þegar komið er að kveðju- stund, elsku systir, fyllist hugur manns góðum og skemmtilegum minningum. Frá því að móðir okkar lést urðu okkar tengsl sterk og styrktust enn frekar þegar árin liðu. Alltaf leitaði ég til þín með öll mál stór sem smá. Þú varst svo hrein og bein og sagðir alltaf hvað þér bjó í brjósti. Þegar ég gekk með drenginn minn mátti ég ekki hafa áhyggjur af neinu. Þú og Friðrik mundu redda málunum. Þið ætluðu að koma mér á Norðfjörð og auðvitað varst þú við- stödd. Þegar ég, Einar og Hermann fluttum til Danmerkur komuð þið til okkar. Það var hátíð í þorpinu þá. Tjalddansleikur og tónlistin frá upp- hafsárum rokksins sem þú hélst svo mikið upp á. Þar fannst þér gaman og minntist ég þess oft. Síðan var brunað í heilmikinn blómagarð og ekki var hrifningin minni þegar þangað var komið. Þegar við svo fluttum aftur upp varst þú auðvitað fengin til að taka út íbúðina og veita ráð við uppröðunina á mubblunum. Ef þú sagðir að eitthvað væri ekki nógu gott var því breytt. Ef eitthvað bjátaði á, átti ég alltaf stoð hjá þér. Þú hughreystir mig og fannst góðu punktana. Í sauma- skapnum varstu líka stoð og stytta. Þú reddaðir málunum ef maður lenti í strand. Sagðir þá: „Við reddum þessu, ekki málið.“ Fyrir síðustu jól datt okkur í hug að fara á námskeið í trémálun og máluðum við þar jóla- svein með bamba og jólatré. Það var svo mikill spenningur að setja á hann jólaljósin löngu fyrir jól. Það eru ótal svipaðar minningar um gleðistundir okkar. Elsku systir, í dag er 53. afmæl- isdagur þinn og sárt að blómin sem keypt eru skulu vera í öðrum tilgangi en venjulega. Megi Guð vera með þér um ókomna framtíð. Þín systir Árný. Haustið 1974 þegar ég flutti til Eskifjarðar sem kennari varð mér oft starsýnt á unga, fallega konu sigla hraðbyri eftir götum bæjarins með barnavagn á undan sér. Ljóst og þykkt hárið féll í lokkum niður herðarnar eins og beljandi stórfljót. Þetta var Búdda, dóttir kaupmanns- hjónanna í Brynjólfshúsi, Oddnýjar og Eika, konan hans Frissa Rósa og Tótu, skipstjóra á Votaberginu. Seinna átti hún eftir að verða mág- kona mín og hann svili í hartnær tvo áratugi. Fljótlega hófust traust og ánægjuleg kynni við þau hjónin sem rofnuðu að vísu við landshornaflakk undirritaðs en þegar við hittumst á ný eftir langt hlé urðu jafnan fagna- fundir. Varla var hægt að hugsa sér sam- hentari hjón en Búddu og Frissa. Dugnaður konunnar virtist tak- markalaus. Samhliða stóru heimili gekk hún í öll störf með manni sínum og gilti þá einu hvort hún beitti, tók til kost fyrir Votabergið, meðan það var og hét, eða hjálpaði til við löndun aflans eftir happadrjúgan róður. Gaman var að heimsækja þau hjónin í Bleiksárhlíðinni; húsbónd- inn launkíminn og rólyndur en hús- freyjan gustmikil og glaðbeitt og stundum svo kjaftfor að grófustu karlmenn fóru hjá sér og fölnuðu! Búdda lét oft vaða á súðum en gam- anið var græskulítið og orðbragðið tæpitungulaust. Samband þeirra hjóna var líka aðdáunarvert. Þau voru svo ham- ingjusöm og einhuga um að standa saman í blíðu og stríðu gegnum súrt og sætt í þrjátíu ára hjónabandi. Ótal atvik streyma fram í minn- ingunni um Búddu. Á dimmu vetr- arkveldi fyrir aldarfjórðungi tókst henni næstum að hræða úr mér líf- tóruna á myrkvuðum ganginum í Framkaupstað þegar hún kom óvænt í heimsókn og hvíslaði nafn mitt draugalegum rómi í rökkrinu. Þá var nú tekið til fótanna svo sást undir iljarnar á manni. Systurnar hlógu eins og hross í marga mánuði og af og til næstu árin voru þær að reka upp hláturrokurnar þegar téð- an gjörning bar á góma. Mér er einnig í minni þegar við börnin mín urðum veðurteppt á Reyðarfirði eftir heimsókn til Búddu og Frissa. Þau brugðu skjótt við, sóttu okkur á jeppanum og brutust í blindhríð og skafrenningi yfir Hólmahálsinn. Búdda lét sig ekki muna um að ganga á undan og vísa veginn enda þekkti hún hann eins og fingurna á sér. Það var vasklega gert. Síðan vorum við trakteruð á bestu piparsteik norðan Alpafjalla sem frúin reiddi fram að hætti húss- ins. Þannig var Búdda; dugleg, raun- góð, hress og skemmtileg. Það var líka eftirminnilegt hversu mikla rækt hún lagði alla tíð við tengdaforeldra sína, ekki síst þegar aldur færðist yfir þau. Einnig föður sinn eftir að móðir hennar féll frá í blóma lífsins. Systrabörn Búddu nutu þess í ríkum mæli að eiga hana að. Börnin mín minnast hennar með söknuði og hlýju. Hún var svo hress og skemmtileg og átti svo auðvelt með að setja sig í spor unglinganna. Þar var ekki kynslóðabilið. Fyrir nokkrum árum kenndi hún sér þess meins sem lagði hana að velli. Þrátt fyrir magnaðan lífsvilja varð hún að játa sig sigraða eftir hetjulega baráttu. Það er vissulega dapurlegt og þyngra en tárum taki að sjá á bak konu á besta aldri í greipar dauðans. Ég votta Frissa og börnunum, Þórunni, Eika, Oddnýju og Frissa litla, mínar dýpstu sam- úðarkveðjur og einnig tengdasyni, barnabörnum, föður og systrum. Minningin um góða konu lifir í hjörtum okkar samferðamanna hennar uns þau hætta að slá. Meðan þögnin leikur á hörpu kvöldroðans og fjöllin speglast í bládýpi rökkurs, sem aldrei verður að nótt, siglir ástin yfir bárulausan sjó, bíður ung kona við þaragróna vík og hlustar eftir blaki af árum. Meðan æðarkollan sefur með höfuð undir væng, fer sól yfir höf – vekur máf og kríu – er enn hrundið báti úr vör, gripið hörðum höndum um hlumma. Árablöðin kyssa lygnan fjörð eins og hvítir vængir. Þá eru hlunnar dregnir undan flæði og beðið morguns og starfs, án þess að gengið sé til hvílu. (Jón úr Vör.) Mágkonu minni óska ég farsællar lendingar á strönd hinnar miklu móðu. Gunnar Finnsson. GUÐRÚN BJÖRG EIRÍKSDÓTTIR ✝ Sigurjón GeirssonSigurjónsson fæddist á Stöðvarfirði 16. febrúar 1930. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Geirsson og Oddný Jónasdóttir. Systkini Sigurjóns eru: samfeðra, Sigur- jóna, f. 1930, og sam- mæðra, Kjartan Guð- jónsson, f. 1931. Þorgerður Guðjóns- dóttir, f. 1934, og Oddur Guðjónsson, f. 1936. Fóst- ursystkini eru: Guðmundur Björnsson, f. 1930, d. 1981, og Hild- ur Þórlindsdóttir, f. 1927. Sigurjón giftist Ester Pálsdóttur frá Stöðv- arfirði 1958. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Eygló, f. 3. júní 1958, maki Rúnar V. Arnarson, f. 19. október 1956. Börn þeirra eru: Ester, f. 5. mars 1980, og Hólmar Örn, f. 10. desember 1981. 2) Björk, f. 20. maí 1959, var gift Erni Vilmundarsyni. Þau skildu. Börn þeirra eru: Sigurjón Geirs- son, f. 17. janúar 1984, og Árný Ösp, f. 3. apríl 1987. Sjö ára gamall fór Sigurjón í fóstur til hjónanna Björns Guðmundssonar og Þóreyjar Jóhanns- dóttur í Bakkagerði, Stöðvarfirði, þar sem hann ólst upp. Hann var á sjó sem ungur maður en snemma hóf hann eigin rekstur á vörubíl á Stöðvarfirði og stundaði það allt til ársins 2001. Hann var umboðsmaður ESSO á Stöðvarfirði í 37 ár áður en hann lét af störfum á síðasta ári. Sigur- jón bjó alla tíð í Bakkagerði á Stöðvarfirði. Útför Sigurjóns fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er með virðingu og söknuði sem ég minnist tengdaföður míns Sigurjóns Geirssonar Sigurjónsson- ar. Ég þekkti Sigurjón frá því ég var barn og bjó um tíma á neðri hæðinni í eldra Bakkagerðishúsinu á Stöðv- arfirði. Ég ólst upp að hluta til á Stöðvarfirði og hef ætíð talið mig Stöðfirðing og verið stoltur af. Seinna varð ég tengdasonur Sigur- jóns er ég giftist Eygló, dóttur hans. Öll kynni mín af Sigurjóni voru sér- lega góð og ánægjuleg. Ég og Eygló fluttum ung frá Stöðvarfirði og sett- umst að í Keflavík. Þó að fjarlægðin væri mikil vorum við alltaf í góðu sambandi við Sigurjón á Stöðvar- firði. Sérstaklega minnist ég þeirra góðu og hlýju móttakna sem við fengum í hvert skipti sem við kom- um í heimsókn og hvað honum fannst gaman að fá afabörnin til sín. Ég minnist Sigurjóns sem einstaks ljúfmennis og einhvers duglegasta manns sem ég hef þekkt. Það vita allir sem þekktu Sigurjón hversu vinnusamur og atorkusamur hann var. Honum féll nánast aldrei verk úr hendi og var eftirtektarvert hversu samviskusamlega og snyrti- lega hann vann öll verk. Sigurjón hafði mikið yndi af bú- skap og hafði sauðfé lengi vel sér til ánægju. Hann hafði mikið yndi af því að umgangast skepnur. Megnið af starfsævinni var Sigurjón vörubíl- stjóri á eigin bíl. Þá var hann um- boðsmaður ESSO á Stöðvarfirði í áratugi. Það er sannfæring mín að fáir hafi rækt umboðsstörf sín eins samviskusamlega og hann gerði. Sigurjón hafði mikinn áhuga á nátt- úru landsins og þá sérstaklega Aust- fjörðum. Einn var þó sá staður sem átti hug hans og hjarta. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um Stöðvarfjörð! Mér er það til efs að margir þekki Stöðvarfjörð betur en Sigurjón gerði. Hann þekkti nánast hverja þúfu og brekku í firðinum sínum. Ég minnist þess að í hans erfiðu veik- indum kom alltaf glampi í augun þegar minnst var á Stöðvarfjörð og hann lifnað allur við. Það er stórt skarð höggvið í lítið byggðarlag eins og Stöðvarfjörð þegar slíkur heið- ursmaður sem Sigurjón var fellur frá. Sigurjóns mun ég minnast sem eins mætasta manns sem ég hef kynnst og ég mun ætíð minnast hans. Ég vil að lokum votta samúð mína dætrum hans, barnabörnum og systkinum hans og Stöðfirðing- um öllum við fráfall hans. Sigurjón Geirsson Sigurjónsson, megi minning þín lengi lifa! Rúnar V. Arnarson. Þegar mér bárust fregnir af and- láti Sigurjóns vinar míns í Bakka- gerði sl. sunnudag fór hugurinn að reika. Ég sá hann fyrir mér sem ungling og minntist þess hve oft hann var fenginn til að tjónka við börn sem send voru til sumardvalar á Stöðv- arfjörð. Með þrautseigju sinni og þolinmæði tókst honum að hjálpa þeim að yfirstíga heimþrána og kynna þeim kosti litla fallega fjarð- arins okkar. Sigurjón var 14 ára þegar við Lilli, uppeldisbróðir hans, giftum okkur en þá þegar hafði hann, ungur drengurinn, kynnst bæði hamingju og mótlæti í lífinu. Mótlæti sem margan manninn hefði bugað, en styrkti hann og gerði hann að þeim manni sem við hin hér á Stöðvarfirði þekktum svo vel. Hann var raungóð- ur og allt fram til síðustu stundar var hann tilbúinn til að létta undir með mér og mínum. Þeir bræður viðhéldu fjárbúskap í Bakkagerði eftir að fósturfaðir þeirra féll frá. Lilli að nafninu til en Sigurjón í verki, enda hafði hann mikla unun af skepnunum. Eftir að búskapur lagðist af í Bakkagerði var Sigurjón alltaf tilbúinn að miðla þekkingu sinni og reynslu til sér yngri bænda og hjálpa þeim þegar þurfti. Hann Sigurjón var einstaklega nýtinn maður og fór vel með, enda kunni hann ekki að meta kæruleysi nútímamannsins. Þú eyðir ekki meiru en þú aflar, má segja að hafi verið kjörorð hans, enda hlífði hann sér ekki á nokkurn hátt til að nýta það sem landið gaf. Þegar fór að vora mátti sjá hann, yfirleitt með fyrstu mönnum, undirbúa kartöflu- garðinn fyrir sáningu og alltaf átti hann útsæði ef einhver hafði nú gleymt sér það vorið. Á haustin mátti sjá hann upp um allar brekkur í berjamó og þegar nær dró jólum fór hann til rjúpna. Eitt sinn missti hann fótanna og týndi gleraugunum og braut á sér handarbakið. Ekki var nú verið að kvarta eða leita til læknis, nei, hann hló að okkur hin- um sem reyndum að ráðskast með hann. Daglegt líf til sjós og lands á Stöðvarfirði var stór hluti af lífi hans og hann stór hluti af lífi okkar hinna. Sigurjón var glaðvær og spaug- samur maður en samt líka rólegur og yfirvegaður. Alltaf tókst honum að sjá jákvæðu hliðina á málunum. Þrátt fyrir erfið veikindi lét hann aldrei bilbug á sér finna og allt til síðasta dags veit ég að hann trúði því að morgundagurinn bæri eitt- hvað gott í skauti sínu. Ekki get ég minnst Sigurjóns án þess að geta þess hversu heitt hann unni Stöðvarfirði, enda var fátt sem gat þokað honum héðan. Í lok hverr- ar krabbameinsmeðferðar og þótt veikburða væri þráði hann að kom- ast heim. Hver getur láð honum að hafa viljað komast heim í fallega fjörðinn sinn og öðlast þar innri frið. Ég votta fjölskyldu hans, vinum og vandamönnum mína dýpstu sam- úð. Megi minningin um góðan dreng lifa. Rósalinda Helgadóttir Vengi. SIGURJÓN GEIRS- SON SIGURJÓNSSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.