Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 21 50%afsláttur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 85 46 08 /2 00 2 HEILLANDI HEIM UR Reykjavík sími 580 0500 • Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Útsalan heldur áfram! Heimilisblómvöndur 499 kr. af öllum kaktusum og þykkblöðungum Mold 10l. 199 kr. MEISTARINN.IS ÍBÚÐALÁNASJÓÐI bárust rúm- lega 20% fleiri umsóknir í júlí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Fjöldi umsókna í júlí síðastliðnum var 954. Umsóknir hafa ekki áður verið fleiri í júlímánuði, en næst kemur júlímán- uður á árinu 2000 er fjöldi umsókna var 950. Tæplega 20% aukning varð í fjölda samþykktra afgreiðslna milli júlí í ár og í fyrra og aukningin í fjár- hæð samþykktra skuldabréfaskipta nam tæpum 22%. Frá þessu er greint í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlí 2002. Þar segir að aukning í fjölda umsókna, afgreiðslna og fjár- hæða komi nokkuð á óvart og sé meiri en vonir hafi staðið til. Sé litið til einstakra lánaflokka sést að dregið hefur úr lánum til ný- bygginga, til byggingaraðila og til endurbóta á notuðu íbúðarhúsnæði. Útlán til notaðs húsnæðis hafa hins vegar aukist. Íbúðalánasjóður gerir ráð fyrir því í endurskoðaðri áætlun að útgáfa húsbréfa verði um tveimur milljörð- um króna meiri á þessu ári en fjárlög segja til um. Hins vegar er gert ráð fyrir að útgáfa húsnæðisbréfa verði um 2,5 milljörðum króna lægri en áætlað var. Heildarvanskil viðskiptavina Íbúðalánasjóðs um síðustu mánaða- mót námu rúmlega 1,9 milljörðum króna, eða um 0,52% af heildarút- lánum. Þar af voru vanskil sem höfðu staðið í þrjá mánuði eða lengur um 1,2 milljarðar. Íbúðalánasjóður Aukning um- sókna kemur á óvart FLUGLEIÐAHÓTEL hafa verið valin sem ráðstefnustaður fyrir stóra alþjóðlega ráðstefnu á vegum alþjóðlegra samtaka í ferðaþjónustu sem kallast SITE-Society of Incen- tive & Travel Executives, en að því er segir í tilkynningu frá Flugleiða- hótelum eru samtökin ein þau virt- ustu sinnar tegundar í heiminum. Meðlimir samtakanna sérhæfa sig í skipulagningu á ráðstefnum og hvataferðum stórra fyrirtækjahópa. Ráðstefnan verður haldin í des- ember árið 2003 og hana munu sækja um 400 erlendir gestir, flestir hverjir áhrifamiklir aðilar sem geta haft mikil áhrif á til hvaða borga hvataferðahópum er beint, að því er segir í tilkynningu hótelanna. Hvataferð kallast það þegar fyr- irtæki býður starfsmönnum, um- boðsmönnum eða öðrum hagsmuna- aðilum fyrirtækis í ferð þar sem fyrirtækið er oft á tíðum að verð- launa fyrir vel unnin störf eða kynna gestum sínum fyrirtækið, nýja vöru- línu eða þjónustu. Í tilkynningu Flugleiðahótelanna kemur fram að samkepni milli fyr- irtækja og borga um að halda ráð- stefnuna sé jafnan mikil. „Þau áhrif sem Flugleiðahótelin eru fyrst og fremst að sækjast eftir er að kynna fyrir þátttakendum ráð- stefnunnar í Reykjavík borgina og landið sem ákvörðunarstað fyrir ráðstefnu- og fyrirtækjahópa. Ís- land á mikla möguleika á þessu sviði.“ Jafnframt segir að val samtak- anna sé mikil viðurkenning fyrir Hótel Esju og þær áherslubreyting- ar sem Flugleiðahótelin hafa verið að vinna að í tengslum við stækkun hótelsins, en í erlendu markaðs- starfi fyrirtækisins verður lögð stór- aukin áhersla á ráðstefnu- og hvata- ferðamarkaðinn. Flugleiðahótel halda stóra ráðstefnu um hvataferðir Hótel Esja kemur til með að líta svona út þegar ráðstefnan verður haldin. SAMTÖKIN Europe’s 500 hafa valið Opin kerfi hf. í hóp 500 framsækn- ustu fyrirtækja í Evrópu í annað sinn á tveimur árum. Valið var úr fyrir- tækjum í 15 Evrópusambandslönd- um auk Noregs, Íslands og Liechten- stein á grundvelli vaxtar, veltuaukningar, fjölgunar starfa, stærðar og fleira. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessi viðurkenning sé mjög jákvæð fyrir stjórn og starfsmenn Opinna kerfa og staðfesti að eftir árangri fyr- irtækisins sé tekið á erlendum vett- vangi. Þá segir að síðastliðna sex mánuði hafi vöxtur félagsins nær tvö- faldast miðað við sama tímabil í fyrra og tæpur helmingur tekna þess komi nú utan hefðbundins heimamarkaðar. Opin kerfi meðal 500 framsækn- ustu í Evrópu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.