Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
jóðlífið breytir um svip um þessar mundir,
þegar um 80 þúsund nemendur hefja vetr-
arstarf í grunnskólum, framhaldsskólum og
háskólum landsins. Mest er eftirvænting hjá
þeim, sem eru að stíga fyrstu spor sín í skól-
ann. Skiptir miklu, að frá fyrstu stundu finni nemendur
kröftum sínum viðnám og njóti sín sem best.
Fjöldi þeirra, sem stundar nám á þessum þremur
skólastigum, segir síður en svo alla söguna um þá, sem
munu afla sér meiri menntunar á komandi vetri. Má
ætla, að allt að helmingur þjóðarinnar, um 140 þúsund
manns, verji tíma sínum að einhverju leyti til skipulegs
náms, því að utan hinna hefðbundnu skóla er margt í
boði, sem nýtur trausts og vinsælda.
Skilningur á nauðsyn endurmenntunar og símennt-
unar er vaxandi og um land allt láta símenntunarmið-
stöðvar sífellt meira að sér kveða, en þar sameina laun-
þegar, atvinnurekendur, skólar og sveitarfélög krafta
sína til samstarfs í þágu menntunar og þjálfunar með
stuðningi ríkisins.
Þegar rýnt er í tölfræðilegar upplýsingar frá Hagstofu
Íslands um fjölda skólanema haustið 2001, sést að þeim
fjölgar á öllum skólastigum á milli ára en langmest á há-
skólastigi eða um 18,4% frá hausti árið 2000 og voru
12.422 við nám á háskólastigi hér haustið 2001. Þá segir
það sína sögu um þróun kennslu á háskólastigi, að þar
fjölgaði nemendum í fjarnámi um 40% á milli skóla-
áranna 2000 og 2001. Haustið 2001 voru alls 2.128 nem-
endur skráðir í fjarnám, sem var rúmlega 46% aukning
frá haustinu 2000. Haustið 2001 stunduðu 11% nemenda í
íslenskum háskólum fjarnám og rúm 5% nemenda í fjöl-
brautaskólum.
Nú í haust sýna bráðabirgðatölur um innritun í háskóla,
að nemendum þar fjölgar enn og eru 13.397. Athyglisvert
er að nemendum í Kennaraháskóla Íslands fjölgar úr
1.654 í 2.340 og í Háskólanum í Reykjavík úr 984 í 1.250.
x x x
Ný lög um háskóla tóku gildi 1. janúar 1998 og síðan
hefur orðið gjörbreyting á skipulagi og starfi háskólanna.
Í sumar fluttist Tækniskóli Íslands á háskólast
að Tækniháskóla Íslands og þar með lauk hinn
endurskipulagningu háskólastigsins, sem alme
skólalögin ákváðu. Á grundvelli þeirra fékkst h
að skapa einkareknum háskólum viðunandi sta
aðstæður og hafa þeir vaxið og dafnað ár frá ár
notið mikilla vinsælda meðal nemenda, en þess
eru Viðskiptaháskólinn Bifröst, Háskólinn í Re
Listaháskóli Íslands.
Hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með v
hinna nýju háskóla og hve mikil áhrif þeir hafa
um tíma haft á þróun háskólastigsins. Háskóli
með meira en 90 ára sögu að baki, flesta nemen
lega 7.500 á þessu hausti, prófessora og mestar
sóknir hefur að sjálfsögðu óumdeilt forskot me
skólanna. Nýju skólarnir hafa hins vegar minn
gamalgrónu stofnun á þau alkunnu sannindi, a
keppni má aldrei sofna á verðinum. Nemendur
tíma sinn vel til náms og fá góða þjónustu. Skó
fæla heldur engan frá einkareknu skólunum.
Starfsumhverfi háskóla hefur ekki aðeins ve
breytast hér á landi. Alþjóðavæðingin segir til
málum eins og annars staðar. Hvergi er alþjóð
samkeppni meiri en á sviði vísinda og rannsókn
sem skólar og stofnanir keppa um bestu starfs
nemendur af vaxandi þunga. Einstök ríki, eins
dæmis Ástralía, líta raunar á háskólarekstur s
þjóðlegt viðskiptatækifæri og höfða til nemend
allan.
Umræður um þróun háskólastigsins taka æ
af spurningum um það, hvort ríkisreknir háskó
lengdar staðist samkeppni við skóla, sem bygg
einkarekstri og afla sér tekna með skólagjöldu
beinlínis erfitt að ræða um þennan þátt skólast
um, þar sem skólagjöld hafa ekki tíðkast, því a
komast ekki að kjarna málsins fyrir tilfinninga
Hræðsla við umræður um málið á heimavelli b
hinni almennu alþjóðlegu þróun heldur getur e
leitt til stöðnunar í þróun ríkisrekinna skóla.
VETTVANGUR
Að læra meira og m
Eftir Björn Bjarnason
O
lía er ekki orkugjafi framtíðar-
innar. Að minnsta kosti ekki
hvað Vesturlönd varðar. Það er
óhjákvæmilegt að á næstu ára-
tugum verður henni skipt út
fyrir aðra orkugjafa í stöðugt auknum mæli.
Það sem mun knýja þá þróun áfram að skipt
verður um orkugjafa í iðnríkjunum er ekki
að olíulindir heimsins eru að klárast. Þær
eru ekki ótæmandi en það er töluvert eftir.
Ástæðan er ekki heldur hræðsla við gróður-
húsaáhrif og umhyggja fyrir umhverfinu. Þó
svo að nýr orkugjafi verði orðinn ríkjandi í
Bandaríkjunum, Evrópu og víðar um miðja
þessa öld mun líða miklu lengri tími þangað
til vetnissamfélagið nær til þriðja heimsins.
Bensínknúnar bifreiðar munu halda áfram
að bruna um götur Sao Paulo, Jakarta,
Shanghai og Kalkútta langt fram á öldina og
líklega þar til síðasti olíudropinn hefur verið
kreistur úr jörðu.
Nei, það sem gerir þessa þróun óhjá-
kvæmilega er sú breyting sem mun verða á
olíuframleiðslu á næstu áratugum.
Árið 2000 var heildarolíuframleiðsla í
heiminum um 77,4 milljón tunnur á dag
(mtd) sem er veruleg aukning frá árinu 1990
þegar framleiðslan nam 69,4 mtd. Sam-
kvæmt spám verður framleiðslan komin upp
í 98,4 mtd árið 2010 og 121,3 mtd árið 2020.
Olían er því ekkert að hverfa á næstunni.
Það sem skiptir hins vegar máli í þessu
sambandi er hvaðan olían kemur og hvert
hún fer.
Olíuframleiðsla í Bandaríkjunum og
Norðursjó nær hámarki á næstu 10-20 árum.
Brátt mun fara að draga úr henni. Bandarík-
in framleiddu 9,1 mtd af olíu árið 2000 og bú-
ist er við að sú tala fari upp í 10 mtd árið 2020
samkvæmt BP Statistical Review of World
Energy 2001. Framleiðsla annarra iðnríkja
nam 14,2 mtd árið 2000 og mun fara upp í
15,6 mtd árið 2020. Þegar hins vegar er litið
til Persaflóaríkjanna er staðan önnur. Þaðan
komu 21,7 mtd árið 2000 og sú tala á eftir að
hækka í 42,9 mtd fram til ársins 2020.
Talið er að 2⁄3 af ónýttum olíuforða ver-
aldar sé að finna í Mið-Austurlöndum og það
er ljóst að ríkin þar eru á nýjan leik að ná
þeirri yfirburðastöðu sem þau voru með í ol-
íuframleiðslu í byrjun áttunda áratugarins.
Spám um það hvert hlutfall þeirra í heims-
framleiðslu verður árið 2020 ber ekki öllum
saman. Það má þó gera ráð fyrir að það verði
á bilinu 54-67% allt eftir því hvaða forsendur
menn gefa sér.
Allt önnur mynd blasir hins vegar við þeg-
ar litið er til olíuneyslu í heiminum. Árið 2000
nam neysla Evrópuríkja 21,4% af heildar-
framleiðslunni og fór það hlutfall minnkandi.
Neysla Bandaríkjanna nam 25,6% og fór vax-
andi. Sem stendur er þörf Bandaríkjanna
19,8 mtd, hún verður að öllu öðru óbreyttu 22
mtd árið 2010 og 27 mtd árið 2020. Nú þegar
flytja Bandaríkin inn um helming allrar olíu
sem þau nota. Árið 2020 verður það hlutfall
komið upp í um 63%. Bandaríkin eru því að
verða háðari Mið-Austurlöndum og þá fyrst
og fremst Sádí-Arabíu en þau eru nú.
Mesta hættan felst ekki í því að OPEC-
ríkjunum takist að halda Vesturlöndum í
heljargreipum með olíuverðshækkunum líkt
og gerðist fyrir um þrjátíu árum. Olíuverð
ræðst á j
ríkjum ut
haft miki
Sádí-Arab
urlöndum
tvöfaldast
tekjur sta
því að ha
landa.Þei
tækni og n
fyrir upp
er.
Hættan
Mið-Aust
Hvað ger
völdin í S
konar kle
loka, það
ekki víst
Olían og öryggið
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
Fulltrúi sádí-arabíska olíufyrirtæki
ALVARLEGT ÁSTAND
Í HEILSUGÆSLU
Alvarlegt ástand er að skapast íheilsugæslu víða um landið. ÍHafnarfirði hafa allir heilsu-
gæslulæknar sagt upp frá 1. júní og í
Reykjanesbæ hafa allir heilsugæslu-
læknar sagt upp frá 1. maí. Í Morgun-
blaðinu í gær er haft eftir Þóri Kolbeins-
syni, formanni Félags íslenskra
heimilislækna, að skorts á heilsugæslu-
læknum verði nú alls staðar vart. Til við-
bótar við þá sem þegar hafa sagt upp
segir Þórir að fleiri læknar séu að fara í
löng frí og sú hætta sé ávallt fyrir hendi
að menn komi ekki til baka. Í Morgun-
blaðinu í gær er haft eftir Hallgrími
Magnússyni, heilsugæslulækni í Grund-
arfirði, að hann hafi sagt starfi sínu lausu
og hyggist halda til Noregs. Það sem hafi
fyllt mælinn hjá honum hafi verið þegar
heilbrigðisráðuneytið ákvað að gjald fyr-
ir tiltekin vottorð skyldu renna til heilsu-
gæslustöðva en ekki lækna. Með þeirri
ákvörðun hafi kaup heilsugæslulækna
verið lækkað um 10–20% án þess að við
þá hafi verið rætt. Gísli Auðunsson,
heilsugæslulæknir á Húsavík, segist
einnig hafa sagt upp starfi sínu af sömu
ástæðu.
Deila heilsugæslulækna og heilbrigð-
isráðuneytis snýst um hvort sérfræðing-
ar í heimilislækningum eigi að fá að
starfa samkvæmt gjaldskrársamningi
líkt og aðrir sérfræðingar. Þórir segir að
lítið hafi gerst í viðræðum upp á síðkast-
ið. „Við viljum alls ekki að heilsugæslu-
stöðvar verði lagðar niður en teljum að til
þess að það kerfi sem er í dag geti þrifist
þurfi að vera möguleikar fyrir sérfræð-
inga í heimilislækningum á að vinna bæði
á heilsugæslustöðvum og að þeir sem það
kjósa geti jafnframt unnið sem sjálfstæð-
ir sérfræðingar. Þannig skapist visst að-
hald fyrir ríkið þar sem við höfum verið
óánægðir með kjör okkar á heilsugæslu-
stöðvunum, bæði vinnuskilyrði og launa-
kjör,“ segir Þórir í Morgunblaðinu í gær.
Heilsugæslan skipar mikilvægan sess í
þjóðfélagi okkar og það er alvarlegt ef
deila milli lækna og ráðuneytis um kaup
og kjör verður til þess að grafa undan
henni. Nær væri að efla heilsugæsluna.
Athyglisverðar staðreyndir komu til
dæmis fram í viðtali við Rúnar Vilhjálms-
son, prófessor í heilsufélagsfræði við
hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands,
sem birtist í Morgunblaðinu 26. júní sl.
Hann benti á að kostnaður við heilbrigð-
iskerfið væri að aukast og sá kostnaður
lenti á heimilunum fyrst og fremst. Að
mati Rúnars má færa rök fyrir því að
áherslur við uppbyggingu þjónustustofn-
ana í heilbrigðiskerfinu hafi verið rang-
ar. Of mikil áhersla hafi verið á spít-
alarekstur en of lítil á heilsugæsluna.
Þau tengsl séu á milli heilsugæslu og
spítalareksturs að öflug heilsugæsla geti
dregið úr tilefnum til innlagna og þarf
með haldið kostnaði við dýru hátækni-
sjúkrahúsin niðri. Íslendingar reki veikt
heilsugæslukerfi en öflugt sjúkrahúsa-
kerfi.
Almenningur treystir í miklu mæli á
heilsugæsluna. Hún verður hins vegar að
standa undir nafni. Með því að virkja
hana enn frekar og efla er oft hægt að
tryggja að fólk fái ekki einungis bót
meina sinna með minni tilkostnaði heldur
einnig með minni fórnarkostnaði fyrir
sjúklingana sjálfa ef þeir greinast fyrr
með veikindi sín. Eftir því sem fólk er
veikara þegar það leitar til læknis verður
lækningin tímafrekari og erfiðari.
Það hlýtur að vera hægt að finna lausn
sem tryggir framgang heilsugæslunnar
en jafnframt að heimilislæknar njóti við-
unandi kjara. Þá lausn verður hins vegar
að finna áður en heimilislæknar á heilsu-
gæslustöðvum hverfa endanlega til ann-
arra starfa. Má í þessu sambandi minna á
þær málamiðlunartillögur, sem Guð-
mundur Einarsson, forstjóri Heilsugæsl-
unnar í Reykjavík og nágrannabyggðar-
lögum, setti fram í Morgunblaðinu fyrir
nokkrum mánuðum og Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra kvaðst opinn fyrir að
skoða.
GREIÐSLUSTAÐA LANDSPÍTALA –
HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS
Samtök verslunarinnar – FÍS hafa núöðru sinni sent forstjóra Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss bréf vegna
skulda sjúkrahússins og Sjúkrahúsaapó-
teksins við birgja innan samtakanna.
Vanskilin eru vegna lyfjakaupa og nam
skuldin þegar fyrri athugasemdin var
gerð við skuldastöðuna í byrjun júní 520
milljónum króna án dráttarvaxta en í
ítrekunarbréfinu, sem sent var á
fimmtudag er gefinn frestur til að ganga
frá 840 milljóna króna skuld.
Í fyrra bréfinu, sem samtökin sendu
Landspítala – háskólasjúkrahúsi vegna
vanskilanna, sagði að þess væru dæmi að
allt að níu mánaða gamlir reikningar
fengjust ekki greiddir. Þar var sett fram
sú krafa að skuldunautarnir kæmu stöðu
sinni gagnvart þeim fjölmörgu fyrir-
tækjum sem í hlut ættu „í sómasamlegt
horf“.
Í fréttaflutningi Morgunblaðsins af
málinu í byrjun júlí kom fram að Land-
spítali - háskólasjúkrahús væri byrjaður
að greiða skuldirnar og sagði þá að all-
verulegar fjárhæðir hefðu verið farnar
að berast til birgja.
Enn eru þó miklar skuldir útistand-
andi og í ítrekunarbréfinu, sem Andrés
Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka
verslunarinnar – FÍS, og Haukur Þór
Hauksson, formaður samtakanna, er
kveðið fast að orði: „Það má hverjum
manni ljóst vera að fyrirtækjunum í
landinu verður ekki gert að sætta sig við
viðskiptamáta sem þennan af hálfu op-
inberra aðila og er staða sem þessi al-
gerlega fáránleg þegar höfð eru í huga
hin ströngu viðurlög sem fyrirtæki eru
beitt af hinu opinbera, standi þau ekki
skil á opinberum gjöldum.“
Í Morgunblaðinu í dag segir Anna
Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
fjárreiðna- og upplýsingasviðs hjá Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi, að skuldirn-
ar séu lægri en 840 milljónir, þótt ljóst
sé að upphæðirnar séu háar. Hún tekur
jafnframt fram að vanskil spítalans séu
talsverð, en sú stefna hafi verið tekin í
framkvæmdastjórn hans að greiðsla
launa til starfsmanna hafi forgang. Hins
vegar sé stefnt að því að ræða við birgja
á mánudag og ljúka málinu þá.
Það horfir til vandræða þegar ríkis-
stofnun á borð við Landspítala – há-
skólasjúkrahús er sett í þá stöðu að geta
ekki staðið í skilum. Þetta mál segir sína
sögu um þær aðstæður, sem stærsta
sjúkrahús landsins býr við um þessar
mundir. Um leið gengur hið opinbera
fram með slæmu fordæmi. Ríkið gerir
afgerandi kröfur til hins opinbera og
beitir viðurlögum þegar þær eru ekki
uppfylltar. Hið opinbera hlýtur að setja
sjálfu sér samsvarandi kröfur í skiptum
sínum við einkafyrirtæki.