Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hammarby skoðar Sævar Þór Gíslason / B1 Marion Jones hafði betur gegn Pintusevic / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r24. á g ú s t ˜ 2 0 0 2 Sérblöð í dag www.mb l . i s Morgun- blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Tali. Blaðinu verður dreift um allt land. ÞAÐ er vart hægt að greina á milli hvort um ljósmynd eða mál- verk er að ræða. Vissulega er þetta náttúran í sinni fegurstu mynd en myndin var tekin af þessu tignarlega hestastóði á Dómadalsleið í vikunni. Sagan segir að Dómadalur dragi nafn af því að þar hafi ver- ið háð dómþing, hér á öldum áð- ur, til þess að gera út um deilu- mál milli Skaftfellinga og Rangæinga. Áður fyrr var talað um dóma- dalsvitleysu meðal Skaftfellinga þegar þeim þótti vitleysan keyra fram úr hófi, eins og fram kemur í bókinni Landið þitt Ísland. Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson Hestar á Dóma- dalsleið BÆNDASAMTÖKIN samþykktu tillögur um útflutningshlutfall vegna haustslátrunar í gær og eru þær nú til skoðunar hjá Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. Að sögn Ara Teitssonar, formanns Bændasamtakanna, gera samtökin tillögu um 28% útflutningshlutfall í september og október, 16% fyrri hluta nóvembermánaðar og 8% eftir það. Hann segir tillögu markaðsráðs kindakjöts vera samhljóðandi enda er markaðsráðið samstarfsvettvang- ur bænda og sláturfélaga og segir Ari að það sé eðlilegt að menn á þeim samstarfsvettvangi hafi besta yfirsýn yfir þessi mál. Ari bendir á að tillagan geri ráð fyrir hærra hlutfalli nú en útflutn- ingurinn var á sama tíma í fyrra og nefnir til dæmis að hlutfallið hafi verið 21% í september og október á síðasta ári. Hann segir nokkrar skýringar vera á þessari hækkun. „Í fyrsta lagi reiknum við með að framleiðslan verði öllu meiri nú, auk þess sem fé hefur fjölgað um tvö prósent. Í öðru lagi hefur því miður orðið lítils hátt- ar sölusamdráttur á kindakjöti milli ára og í þriðja lagi erum við með birgðir vegna gjaldþrots Kjötum- boðsins sem þurfa að fara úr landi núna,“ bætir hann við og undirstrik- ar að þessar birgðir hefðu þegar átt að vera farnar og íþyngi mönnum í ár. Að sögn hans tekur landbúnaðar- ráðherra ákvörðun um útflutnings- hlutfallið en samkvæmt lögum skal hann fá tillögu frá Bændasamtökun- um áður en sú ákvörðun er tekin. Ráðherra hefur frest til 1. septem- ber til þess að ákveða útflutnings- hlutfallið. Tillögur um hækkun útflutningshlutfalls vegna haustslátrunar HIN heimsfræga listflugsveit breska flughersins, Red Arrows, er væntanleg til Reykjavíkur á mánudag, 26. ágúst, þar sem hún mun sýna listir sínar í lágflugi yf- ir borginni. Í tilkynningu frá breska sendi- ráðinu á Íslandi segir að ráðgert sé að sýningin hefjist kl. 15, svo fremi sem veður og aðstæður leyfi. Red Arrows eða „Rauðu örv- arnar“ halda héðan áleiðis vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem sveitin mun sýna listir sínar á nokkrum stöðum. Listflug- sveitin Red Arrows væntanleg til Íslands Íbúð stór- skemmdist í eldi ÍBÚÐ á efstu hæð fjögurra hæða fjöl- býlishúss í Torfufelli 27 í Breiðholti stórskemmdist í eldsvoða í gær. Íbúð- in var mannlaus þegar eldurinn kom upp og breiddist eldurinn ekki út til annarra íbúða. Tilkynning um eldsvoðann kom kl. 14.11 og var mikill viðbúnaður við- hafður af hálfu Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins. Sendir voru slökkvibílar frá öllum stöðvum og fóru reykkaf- arar inn í íbúðina til að ganga úr skugga um að enginn væri innandyra. Eldurinn kom upp í svefnherbergi íbúðarinnar og olli miklum skemmd- um. Slökkvistarf gekk samt vel og lauk því á klukkustund. Eldsupptök eru ókunn en eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Eldur í þurrkara Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var slökkviliðið kvatt að fjölbýlishúsi við Berjarima 26 í Grafarvogi. Þar var til- kynnt um reyk frá íbúð á 1. hæð, sem reyndist mannlaus. Slökkviliðsmenn réðust á opinn eld í þvottaherbergi inni í íbúðinni og var slökkvistarfi lok- ið á innan við hálftíma. Miklar reyk- skemmdir urðu í íbúðinni en þar sem hún er með sérinngangi varð ekki tjón annars staðar í húsinu. Eldsupp- tök eru rakin til þurrkara. 45 daga fangelsi fyr- ir að smygla hassi í skóm HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 19 ára danskan karl- mann í 45 daga óskilorðsbundið fangelsi en hann var handtekinn af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmri viku með rúmlega hálft kíló af hassi í skóm sem hann var í. Daninn ætlar að una dómnum og hefur þegar hafið afplánun. Lögreglan í Reykjavík ákærði piltinn á fimmtudag og var málið flutt og dæmt í gær. Gera má ráð fyrir að honum verði vísað úr landi þegar afplánun lýkur. Þorði ekki að segja hver fékk hann til verksins Við yfirheyrslur hjá fíkniefnadeild sagðist pilturinn ekki eiga efnið sjálfur heldur hefði hann átt að fá greitt fyrir innflutninginn. Hann þorði hins vegar ekki að láta nokkuð uppi um hver hefði fengið hann til verksins eða hvern hann átti að hitta hér á landi, væntanlega af ótta við hefndaraðgerðir. Pilturinn kvaðst hafa fallist á að smygla hassinu eftir að hann var fullvissaður um að Íslendingar tækju vægt á fíkniefnainnflutningi. Var honum sagt að hann fengi í mesta lagi sekt, kæmist upp um smyglið. Valtýr Stefánsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sigurður Gísli Gíslason sótti málið f.h. lögreglu- stjórans í Reykjavík og Lúðvík Kaaber var skipaður verjandi. STJÓRN Persónuverndar hefur úrskurðað að Oddi Ingimarssyni hafi verið heimilt sem stofnfjár- eiganda í Sparisjóði Reykjavíkur að lesa inn á segulband nöfn og heimilisföng stofnfjáreigenda í stofnfjáreigendaskrá SPRON með það að markmiði að hafa sam- band við aðra stofnfjáreigendur til að freista þess að boða til fundar og til að gera öðrum grein fyrir viðhorfum hans og fimm annarra stofnfjáreigenda um kaup og kjör á stofnfjárhlutum. Í byrjun júlí barst Persónu- vernd erindi frá Kristjáni Þor- bergssyni hrl. þar sem þess var krafist, fyrir hönd SPRON, að Persónuvernd stöðvaði vinnslu Búnaðarbanka Íslands með skrá yfir stofnfjáreigendur SPRON, enda hafi Búnaðarbankinn komist yfir skrána með óheiðarlegum hætti. Persónuvernd gaf Oddi Ingimarssyni og BÍ færi á að koma afstöðu sinni til efnis þessa bréfs á framfæri og gerði Árni Harðarson hdl. það fyrir þeirra hönd. Í úrskurðarorðum Persónu- verndar kemur fram, auk framan- ritaðs, að umræddum mönnum hafi verið heimilt sem ábyrgðar- aðilum vinnslunnar að fá Búnað- arbanka Íslands sem vinnsluaðila til að aðstoða þá við þessa fram- kvæmd og eins og málið hafi verið lagt fyrir gefi það ekki tilefni til sérstakra viðbragða af hálfu Per- sónuverndar. Upptökurnar voru heimilar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.