Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 49 ® HANNES Hlífar Stefánsson sigr- aði í þriðju skákinni í röð og er einn efstur í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. Helgi Áss Grétarsson fylgir fast á eftir með 2½ vinning. Sigurbjörn Björnss. - Bragi Þor- finnss. ½-½ Þorsteinn Þorsteinss. - Hannes Hlífar 0-1 Arnar Gunnarss. - Páll Þórarinss. ½-½ Stefán Kristjánss. - Jón V. Gunn- arss. 0-1 Jón G. Viðarss. - Sævar Bjarnas. 0-1 Björn Þorfinnss. - Helgi Á. Grét- arss. 0-1 Staðan eftir þrjár umferðir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 3 v. 2. Helgi Áss Grétarsson 2½ v. 3. Bragi Þorfinnsson 2 v. 4.-8. Jón Garðar Viðarsson, Sævar Bjarnason, Björn Þorfinnsson, Sig- urbjörn Björnsson, Stefán Kristjáns- son 1½ v. 9.-10. Arnar Gunnarsson, Jón Vikt- or Gunnarsson 1 v. 11.-12. Þorsteinn Þorsteinsson, Páll Þórarinsson ½ v. Teflt er daglega í hátíðarsal Íþróttahúss Gróttu á Seltjarnarnesi og eru áhorfendur velkomnir á keppnisstað á meðan húsrúm leyfir. Umferðir á virkum dögum hefjast klukkan 17, en kl. 13 um helgar. Bein- ar útsendingar verða frá öllum skák- unum á ICC og á heimasíðu mótsins www.chess.is/sthi2002. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson byrjaði illa á mótinu, en komst loks á blað með sigri í þriðju umferð. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Jón Viktor Gunnarsson Petrovsvörn 1.e4 e5 2.Rf3 Rf6 3.Rxe5 d6 4.Rf3 Rxe4 5.d4 d5 6.Bd3 Bd6 7.0–0 0–0 8.c4 c6 9.cxd5 cxd5 10.Rc3 Rxc3 11.bxc3 Bg4 12.h3 Bh5 13.Hb1 Rd7 14.Hb5 Rb6 15.c4 Bxf3 16.Dxf3 dxc4 17.Bc2 Dd7 18.a4 Hfe8 19.Bf5 Dc7 20.Be4 -- Önnur leið er 20.a5 Dc6 21.Dxc6 bxc6 22.Hb2 g6 23.axb6 gxf5 24.b7 Hab8 25.Bd2 He2 26.Hfb1 Bc7 27.Kf1 He6 28.Be3 Bb6 29.d5 cxd5 30.Bxb6 axb6 31.Hxb6 c3 32.H6b4 He7 33.Hc1, með nokkuð jöfnu tafli 20...a6 21.Hg5 Hxe4! Svartur verður að gæta sín: 21...Rxa4?? 22.Hxg7+ Kxg7 23.Bh6+ Kxh6 (23. -- Kg8 24.Dg4+ Kh8 25.Dg7+ mát; 23...Kh8 24.Df6+ Kg8 25.Dg7+ mát) 24.Df6+ Kh5 25.g4+ mát, eða 21...g6 22.Bxb7 Ha7 23.Bc6 Hc8 24.d5, með betra tafli fyr- ir hvít. 22.Dxe4 Rxa4 23.He1 g6! Ekki gengur að leika 23...Hc8?, vegna 24.Hxg7+! Kxg7 25.Dg4+ Kh8 26.Bg5! Bh2+ 27.Kh1 Dc6 28.d5, og ef svartur ætlar að koma í veg fyr- ir 24.Bf6+ mát, þá verður hann að sleppa valdinu á hróknum á c8. 24.h4 Rc3 25.Df3 Ra2 26.Ba3 Rb4 27.h5 Rd3 28.hxg6 hxg6 29.He6!? -- Sjá stöðumynd eitt. Stefán leikur nýjum leik, í stað þess að fylgja skákinni Ponomarjov- Safin, Jerevan 2001, sem tefldist á eftirfarandi hátt: 29.Bxd6 Dxd6 30.He4 Hd8 31.Hg3 b5 32.Hh3 Kg7 33.De3 Df6 34.Dh6+ Kg8 35.Dh7+ Kf8 36.Dh8+ Dxh8 37.Hxh8+ Kg7 38.Hxd8 b4 39.d5 c3 40.Hc8 og svart- ur gafst upp. Ef til vill hefur Stefán ekki viljað glíma við þá leið, sem mælt er með í skýringum við skákina: 30...Kg7! (í stað 30. -- Hd8) 31.Hg3 Hh8 og svartur virðist standa mun betur. Af framhaldi skákarinnar virðist mega ráða, að hvítur verði að leita að endurbótum fyrr í skákinni, því að sókn hans stöðvast fljótlega, en eftir það ræður hann ekkert við svörtu frí- peðin á drottningarvæng. 29...Bh2+ 30.Kf1 Df4 31.De2 -- Hvíta staðan er ekki glæsileg, eftir 31.He7 Dxf3 32.gxf3 o.s.frv. 31...Kg7 Svartur virðist mega drepa hrók- inn á g5, t.d. 31...Dxg5 32.He8+ Kh7 33.Hxa8 Db5! 34.g3 Db1+ 35.Kg2 Dg1+ 36.Kf3 Dh1+ 37.Ke3 Bg1 og hvítur er illa beygður. 32.Hg4 Df5 33.He7 Bf4 34.g3 Bg5 35.Hee4 Bf6 36.Kg1 b5 37.Bd6 Hh8 38.De3 -- Sjá stöðumynd tvö. Eða 38.Be7 Bxe7 39.Hxe7 Rxf2 40.Hh4 Hxh4 41.gxh4 Rd3 42.Dg2 Df4 43.He4 Dc1+ 44.Kh2 b4 45.Df3 c3 46.He7 (46.Dxd3 Dd2+ 47.De2 Dxe2+ 48.Hxe2 b3) 46. -- Df4+ 47.Dxf4 Rxf4 48.Hc7 Re2 49.d5 b3 50.d6 b2 51.Hb7 c2 52.Hxb2 c1D 53.Hxe2 Dd1 54.Hf2 Dxd6+ og svart- ur vinnur auðveldlega. 38...b4 39.d5 Eftir 39.Be5 b3 40.Bxf6+ Dxf6 41.He7 Rxf2 42.Hh4 Hxh4 43.gxh4 Rg4! 44.De2 Dxd4+ 45.Kg2 b2 46.Hb7 c3 47.h5 Re3+ 48.Kh3 Dg4+ 49.Dxg4 Rxg4 50.Kxg4 c2 51.Hxb2 c1D verður fátt um varnir hjá hvíti. 39...b3 40.Db6 -- Eða 40.Ba3 Dxd5 41.f3 b2 42.Bxb2 Rxb2 og svartur á vinningsstöðu. 40...Df3 og hvítur gafst upp. Svart- ur vinnur auðveldlega eftir 41.Hh4 Hxh4 42.Hxh4 Bxh4 43.gxh4 Dxd5 44.Dxa6 c3, t.d. 45.Bf8+ Kxf8 46.Dc8+ Kg7 47.Dxc3+ Kh7 48.h5 gxh5 49.Kh2 b2 50.Dc2 Df3 51.Db1 Dxf2+ 52.Kh3 Df3+ 53.Kh2 h4 54.Kg1 h3 55.Dc2 b1H+ 56.Dxb1 Dg2+ mát. Sjötta mótið í Bikarsyrpu Halló! Taflfélagið Hellir, Halló! og ICC standa sameiginlega að 10 móta röð á ICC-skákþjóninum sem kallast Bik- arsyrpa Halló! Sjötta mótið fer fram 25. ágúst, en það síðasta verður hald- ið 24. nóvember og verður það jafn- framt Íslandsmótið í netskák. Vegleg verðlaun eru í boði Halló! eða tvær ADSL-tengingar í eitt ár auk frímán- aða frá ICC. Þeir sem hafa teflt í fimm fyrstu mótunum þurfa ekki að skrá sig held- ur er nægilegt að mæta fyrir 20:00 á ICC. Aðrir þurfa að skrá sig á heima- síðu Taflfélagsins Hellis, hellir.is. Tefldar verða níu umferðir. Umhugs- unartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær sekúndur bætast við eftir hvern leik. Atkvöld hjá Helli á mánudag Taflfélagið Hellir heldur atkvöld mánudaginn 25. ágúst og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst verða tefldar 3 hrað- skákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verð- laun, mat fyrir tvo frá Dominos Pizz- um. Þá verður annar keppandi dreg- inn út af handahófi, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án til- lits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir velkomn- ir. Íslandsmót öldunga Annað Íslandsmót öldunga verður haldið dagana 30. ágúst til 1. sept- ember. Tefldar verða sjö umferðir og byrjar sú fyrsta föstudaginn 30. ágúst kl. 19. Umhugsunartími verður ein klukkustund. Þátttökurétt eiga allir 60 ára og eldri. Þátttökugjald er kr. 1.500. Verðlaun verða bikarar, annar til eignar en hinn er farand- bikar gefinn af Guðmundi Arasyni. Teflt verður í Garðabergi, sem er fé- lagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ (Garðatorgi við hliðina á heilsugæsl- unni). Mótið er styrkt af Íslenskum aðalverktökum. Sigurvegari mótsins verður fulltrúi Íslands á Evrópumóti í sama aldursflokki sem haldið verður í Sa- int-Vincent í Aosta-dal á Ítalíu 28. september til 6. október. Fulltrúi Ís- lands á mótinu þarf að vera fæddur fyrir 1. janúar 1943. Tekið er á móti skráningum í mótið í síma 861 9656, eða með tölvupósti (pall@vks.is). Hægt verður að fylgj- ast með skráningu á mótið á heima- síðu Taflfélags Garðabæjar, www.tgchess.com. Ókeypis barna- og unglinga- æfingar hefjast á mánudag Barna- og unglingaæfingar Tafl- félagsins Hellis hefjast aftur mánu- daginn 26. ágúst. Taflið byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagið verður það sama og síðasta vetur. Auk þess sem teflt verður á æfingunum verður get- raunaskák a.m.k. einu sinni í mánuði. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri. Ekkert þátttökugjald. Æfingarnar verða haldnar í félags- heimili Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Umsjón með unglingaæfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon. Fjótlega í haust stefnir félagið í samstarfi við Skákskóla Íslands að landskeppni við Norðmenn. Þátttak- endur verða u.þ.b. 15 frá hvorri þjóð í aldursflokknum 12 ára og yngri. Keppt verður á Netinu. Val í liðið mun m.a. byggja á þátttöku og ár- angri á mánudagsæfingum Hellis. Einnig er stefnt að því að hafa við- burð sambærilegan við keppnisferðir sem farnar hafa verið tvo síðustu vet- ur. Í þau lið verður valið m.a. eftir ár- angri og ástundun á æfingunum. Stórmeistararnir efstir í landsliðsflokki SKÁK Seltjarnarnes SKÁKÞING ÍSLANDS 2002, LANDSLIÐSFLOKKUR 20.–30. ágúst 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 2Stöðumynd 1 Veitir leiðsögn um sýningu sína SUNNUDAGINN 25. ágúst kl. 11. f.h. verður guðsþjónusta í Skálholts- kirkju – sr. Valdimar Hreiðarsson, prestur á Suðureyri við Súganda- fjörð, prédikar. Eftir messu gefst gestum kostur á hádegisverði í matsal Skálholtsskóla og að honum loknum mun Súgfirðing- urinn Benedikt Gunnarsson listmál- ari veita leiðsögn um málverkasýn- ingu sína í skólanum, en Benedikt er nú staðarlistamaður Skálholts. Myndverkin spegla öll vissa trúarlega þætti þar sem megináhersla er lögð á kristin lífsviðhorf. Þar næst mun sr. Bernharður Guð- mundsson, rektor Skálholtsskóla, annast staðarkynningu í Skálholti, – m.a. verða steindir gluggar kirkjunn- ar skoðaðir svo og svæðið vestan við kirkjuna þar sem unnið er að um- fangsmiklum fornleifarannsóknum. Þess skal getið að allir steindir gluggar Suðureyrarkirkju eru hug- verk Benedikts og með tilurð þeirra hefur sr. Valdimar Hreiðarsson fylgst frá upphafi. Með komu sinni í Skálholt og messu í Skálholtskirkju styrkir sr. Valdimar hin trúar- og menningar- legu tengsl milli Skálholtsstaðar og landsbyggðarinnar. Allir eru velkomnir. Súgfirðingar fjölmenna væntanlega. Rafheimar opnir LAUGARDAGINN 24. ágúst verða Rafheimar í Elliðaárdal opnir al- menningi milli kl. 13 og 17. Rafstöðin verður opin á sama tíma. Rafheimar eru fræðslusetur Orkuveitu Reykjavíkur í rafmagns- fræði. Á ári hverju heimsækja hundruð skólabarna fræðslusetrið til að fræðast um rafmagn. Nú gefst öll- um, bæði börnum og foreldrum, tækifæri til að heimsækja Rafheima og gera skemmtilegar tilraunir und- ir leiðsögn þeirra Stefáns Pálssonar, forstöðumanns minjasafns Orku- veitu Reykjavíkur, og Ólafs Guð- mundssonar kennara. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.