Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORSENDUR fyrir alþjóðlegum hlutabréfamark- aði með sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtæki kunna að vera að myndast hér á landi, segir í Kauphall- artíðindum í vikunni. Fram kemur að í Kauphöll Ís- lands séu fleiri fyrirtæki á sviði sjávarútvegs og fiskeldis skráð en í nokkurri annarri kauphöll, eða alls 19 talsins. Næstflest fyrirtæki eru skráð í Jap- an eða 12 fyrirtæki. Í Taílandi eru 11 slík fyrirtæki skráð á markað en í Grikklandi og S-Kóreu eru þau sex. Noregur, Kanada, Chile og Namibía koma næst á eftir með 4-5 fyrirtæki. Tölurnar koma fram í samantekt sem Halldór R. Gíslason sjávarútvegsfræðingur vann fyrir Kaup- höll Íslands. Hann athugaði fjölda fyrirtækja í greininni auk markaðsvirðis þeirra í kauphöllum eftir löndum. Samtals tekur athugunin til 85 fyr- irtækja sem skráð eru í 17 kauphöllum í jafnmörg- um löndum. Samanlagt markaðsvirði þessara fyrirtækja er um 639 milljarðar króna, en inn í þá tölu vantar raunar þrjú fyrirtæki. Markaðsvirði fyrirtækjanna 19 sem skráð eru á Íslandi er 101 milljarður króna en einungis í Japan er virði þeirra meira, eða um 190 milljarðar króna. Niðurstöðurnar varpa ljósi á sterka stöðu ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Enginn vafi er sagður á því að sérþekking hafi myndast á þessu sviði, bæði hvað varðar rekstur fyrirtækja í grein- inni og þjónustu við þau í markaðsvæddu umhverfi. Hömlur á erlendri fjárfestingu stærsta hindrunin „Það er alveg ljóst að Íslendingar standa mjög framarlega í samanburði við aðra að því er varðar markaðsvæðingu í sjávarútvegi. Við höfum náð að búa sjávarútvegi þau skilyrði að það ríki viðskipta- sjónarmið á markaðnum,“ segir Þórður Friðjóns- son framkvæmdastjóri Kauphallar Íslands. Hann telur Ísland geta verið eftirsóknarverðan markað fyrir erlend fyrirtæki í sjávarútvegi. „Hugsanlega er eftirsóknarvert fyrir erlend sjáv- arútvegsfyrirtæki að skrá fyrirtækin í landi eins og Íslandi þar sem þekking er til staðar að því er varð- ar fjármálaþjónustu fyrir þessi fyrirtæki. Jafn- framt eru hér hugsanlegir fjárfestar sem kunna að meta rekstur og efnahag sjávarútvegsfyrirtækja og leggja áherslu á greinina. Líklega í flestum kauphöllum annars staðar er sjávarútvegur ákaf- lega vanþróaður í samanburði við aðrar greinar. Það eru því ákveðnir þættir sem gefa okkur forskot en einnig nokkrar hindranir. Langsamlega stærsta hindrunin er sú að við höfum ekki enn treyst okkur til að heimila erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi eins og í öðrum greinum. Það væri tvímælalaust til bóta. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir stjórn- völd að íhuga gaumgæfilega að heimila erlendum fjárfestum að fjárfesta í sjávarútvegi hér með sama hætti og annars staðar. Þetta er mikil hindrun fyrir þróun markaðar hér heima en það er þó ekki gefið að það sé óyfirstíganleg hindrun,“ segir Þórður. Hvergi fleiri skráð fyrirtæki í sjávarútvegi FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segist fagna aukinni samkeppni á olíumarkaði verði hún til þess að lækka olíuverð til útgerða. Eins og fram hefur komið áformar nýtt olíufélag, Atlantsolía, að hefja starfsemi hér á landi um næstu áramót og hyggst selja olíu til skipa og stórnotenda fyrst í stað. Friðrik segir að útgerðarmenn leiti stöðugt leiða til að ná fram meiri hagræðingu í rekstri og þar sem olía sé mjög stór hluti af rekstrarkostn- aði hljóti þeir að íhuga hvar þeir fái bestu kjörin og þjónustu. Hinsvegar beri á það að líta að flestar stærri út- gerðir séu með samninga við olíufé- lögin um afslætti á olíuverði eða tengingu við heimsmarkaðsverð og greiði því í fæstum tillfellum svokall- að listaverð. Því verði spennandi að sjá hvaða olíuverð hið nýja félag muni bjóða. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Ol- íufélagsins hf., segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig íslenski olíumark- aðurinn þoli aukna samkeppni. „Við munum eftir sem áður gæta þess að viðskiptavinir okkar njóti alltaf bestu kjara. Sem betur fer er viðskiptafrelsi við lýði á Íslandi. Olíu- félagið lifir í samkeppnisumhverfi og við miðum allt okkar starf við að gera betur en okkar keppinautar, hverjir sem þeir eru á hverjum tíma,“ segir Hjörleifur. Einar Benediktsson, forstjóri Olís hf., segir að félagið hafi ekki uppi nein sérstök áform til að mæta fyr- irhugaðri samkeppni, það verði að bíða uns samkeppnin komi í ljós. LÍÚ fagnar aukinni samkeppni HAGNAÐUR SP-fjármögnunar hf. nam 122 milljónum króna á fyrstu 6 mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 96 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta nam 165 milljónum miðað við 142 millj- ónir króna í fyrra. Vaxtatekjur námu 623 milljónum króna og drógust saman um rúm 15% frá sama tíma í fyrra. Vaxta- gjöld drógust saman 41% og námu 333 milljónum. Hreinar vaxtatekjur jukust alls um 66% og námu 290 milljónum króna. Aðrar rekstrar- tekjur námu 343 milljónum og önnur rekstrargjöld 94 milljónum. Fram- lag í afskriftareikning útlána nam 83 milljónum króna. Heildarútlán SP- fjármögnunar hafa dregist saman frá áramótum, úr 9,4 milljörðum í 8,9 milljarða í lok júní. Samdrátturinn er að stórum hluta rakinn til geng- isstyrkingar krónunnar. Eigið fé SP- fjármögnunar nam í júnílok 1,4 millj- örðum og eiginfjárhlutafall sam- kvæmt CAD-reglum er 16,9%. SP-fjármögnun skilar 122 milljóna hagnaði HAGNAÐUR varð af rekstri Spari- sjóðs Kópavogs, SPK, sem nam 1,2 milljónum króna á fyrri hluta árs. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður- inn 14,4 milljónum króna og dregst því saman um 91% á milli ára. Vaxtatekjur sparisjóðsins námu 528 milljónum króna á fyrri helmingi ársins og drógust saman um tæp 18%. Vaxtagjöld drógust saman um rúm 20% og námu 365 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur drógust alls saman um 11,5%. Aðrar rekstr- artekjur jukust um tæp 47%, mest vegna aukinna tekna af veltuhluta- bréfum, og önnur rekstrargjöld juk- ust um rúm 16%. Útlán SPK eru nánast þau sömu og á sama tímabili í fyrra, eða um 7,2 milljarðar króna. Innlán jukust hins vegar um 11% frá fyrra ári og námu 4,7 milljörðum króna. Eigið fé spari- sjóðsins var 656 milljónir króna í júnílok og nam lækkunin frá áramót- um 6,3%. Eiginfjárhlutfall spari- sjóðsins samkvæmt CAD-reglum var 10,3% samanborið við 10,0% um síð- ustu áramót. Í tilkynningu segir að sparisjóður- inn hafi verið að vinna sig út úr erf- iðleikum sem meðal annars mátti sjá í rekstrarreikningi hans fyrir árið 2001. Niðurstaða árshlutauppgjör sparisjóðsins sé að mestu leyti í sam- ræmi við rekstraráætlun ársins en undanfarna mánuði hafi verið unnið að víðtækum ráðstöfunum til að bæta afkomuna á næstu árum. „Væntingar eru um að reksturinn skili bættri af- komu á seinni hluta ársins en hún verði ekki viðunandi fyrr en á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Hagnaður SPK 1 milljón króna                                                             !                       "#$ #%&  %&  '(' )$  *%   &+)#( "((  ',-,.  ! " !  #! $ $!  $! $ !  ! % !  ! # ! # ! $ %! # !              &  &  &      UNDIRBÚNINGUR fyrir Íslensku sjávarútvegssýninguna, sem hefst þann 4. september nk., er nú í full- um gangi og í gær voru iðn- aðarmenn að leggja nýtt gólf á knattspyrnuhöllina Fífuna í Kópa- vogi. Um er að ræða tæplega 8 þús- und fermetra hlífðargólf sem fram- leitt er í Bandaríkjunum og kostar um 18 milljónir króna. Að sögn Sig- urðar Björnssonar, markaðsstjóra Kópavogsbæjar, er gólfið sér- hannað til að leggja á íþróttahús, undir vörusýningar, tónleika og þess háttar viðburði. Íslenska sjávarútvegssýningin er nú haldin í annað sinn í Kópavogi og segir Sigurður að aðstaðan til sýningarhalds í Smáranum sé nú orðin mjög góð, enda milli 11 og 12 þúsund fermetrar af sýningarplássi undir þaki. Sýningar- gólf lagt á Fífuna Morgunblaðið/Þorkell Iðnaðarmenn voru í gær í óðaönn að leggja nýtt gólf á Fífuna fyrir Íslensku sjávarútvegssýninguna. AÐ ÞVÍ er fram kemur í nýútkomnu mánaðarriti greiningardeildar Bún- aðarbanka Íslands telur bankinn að verðbólgan á þessu ári verði töluvert lægri en flestir höfðu reiknað með. Bankinn spáir því einnig að verð- bólga á næsta ári verði aðeins 1,5%. „Hagstæð gengisþróun, lækkandi verðbólga erlendis ásamt samdrætti í innlendri eftirspurn hafa að mestu kveðið verðbólguna í kútinn. Grein- ingadeildin telur að nýleg verð- bólguspá Seðlabankans sé í hærri kantinum og spáir því að í ár hækki neysluverðsvísitalan einungis um 1,6% og að á næsta ári verði verð- bólgan 1,5%.“ Greiningadeildin segir jafnframt að gengi krónunnar geti styrkst lít- illega frá því sem nú er þegar til skamms tíma er litið. Greiningardeildin telur að al- mennt séu áhrif stóriðjufram- kvæmda á framboð og vaxtastig á skuldabréfamarkaði ofmetin. „Væntingar markaðarins um hag- vöxt og verðbólgu á næsta ári eru of háar og svigrúm hagkerfisins til að takast á við stóriðjuframkvæmdir er vanmetið. Nauðsynlegt að fullnýta svigrúm til vaxtalækkana Góðar líkur eru á að íslenskt efna- hagslíf geti tekist á við fyrirhuguð stóriðjuverkefni án þess að stýri- vextir á mesta framkvæmdatíman- um fari hærra en 8-8,5%, sem eru litlu hærri stýrivextir en við búum við í dag.“ Greiningardeildin telur nauðsyn- legt að Seðlabankinn fullnýti það svigrúm sem skapast hefur til vaxta- lækkana, áður en ákvörðun verður tekin um stóriðju. Þannig sýni bank- inn í verki að jafnvægisstýrivextir hér á landi séu á bilinu 5,5% til 6,5%. „Þetta skiptir miklu fyrir væntingar fjárfesta og myndun langtímavaxta. Greiningadeild væntir allt að 0,75% lækkunar strax um mánaðamótin og að stýrivextir verði 6,4% í árslok,“ segir í mánaðarriti Búnaðarbank- ans. Mánaðarrit Greiningardeildar Búnaðarbankans Verðbólgan minni en flestir reiknuðu með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.