Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að sem einkennir þetta ástand er algert ábyrgðarleysi af allra hálfu,“ sagði Jón Baldursson, yfirlækn- ir slysadeildar Landspítalans í Fossvogi, í samtali við Morg- unblaðið um eftirleik menning- arnætur í Reykjavík. Og Geir Jón Þórisson sagði lögregluna ekki hafa átt von á því ástandi, sem skapaðist, þegar menningarnótt- inni sleppti og eftirlegukindur næturinnar tóku völdin og sneru restinni upp í andhverfuna. Það er agaleysi í okkur Íslend- ingum; aga- leysi sem felst í því að við virðum ekki mörk hver annars. Og þetta virðing- arleysi brýst svo oft út í óskilj- anlegri illsku í garð náungans. Heiðarleg kjaftshögg eru aflögð. Agalaus kjaftshögg ráða ríkjum. Nú fara menn um sem rándýr og þjarma að fórnarlömbum sín- um sem þeir framast geta. Í því er alltaf gengið skrefi lengra en um síðustu helgi. Enginn er óhultur. Það er vond tilfinning. Á dögunum átti ég orðræður við kunningja mína um aga og ábyrgð; ábyrgð í starfi, ábyrgð í fjármálum og ábyrgð okkar yf- irleitt á orðum okkar og athöfn- um. Við veltum því fyrir okkur, hvers vegna sumir axla sína ábyrgð og liggja allan lífssprett- inn meðan aðrir hlaupa strax upp. Okkur tókst fjarri því að leysa lífsgátuna í þetta skiptið, en við veltum bæði fyrir okkur misjöfnu upplagi og innræti manna og þeirri umgjörð, sem þjóðfélagið er þeim. Má vera að stigsmunur sé en enginn eðlismunur á þeim, sem slást með hnúum og hnefum á götunni og hinum, sem slást með pappírum og peningum innan- dyra. Það eru ekki allir kvóta- kóngar á Íslandi, þótt fiskurinn sé sagður sameign þjóðarinnar. Og það eiga ekki allir inngengt í sjálftökuliðið, sem Guðni Ágústs- son ráðherra sagði á Hólahátíð að skammtaði sjálfu sér og nýrri að- alsstétt laun og brjóti aldagamla hefð um hlutskipti á þjóðarskút- unni. Þeir sem ekki komast í þessi gengi, ganga í skrokk á náunganum með öðrum hætti og margir í ofsafenginni illsku, sem kemur okkur á óvart helgi eftir helgi. Samt endurspeglar þessi ofsi bara agaleysi og lausung í þjóð- félaginu, þar sem aðallinn berst um banka og önnur fyrirtæki af engu minni heift en götustrák- arnir berja mann og annan. Það var samhengi á milli fyr- irsagnanna í Morgunblaðinu af ávarpi ráðherrans; „Sjálftökulið skammtar sér og nýrri aðalsstétt laun“ og af aðfaranótt sunnu- dagsins; „Mikil ölvun og tugir manna slasaðir eftir slagsmál. Margir áttuðu sig hins vegar ekki á því að það rann blóð – beggja vegna; ekki bara í slags- málum næturhrafnanna heldur líka í átökum aðalsins. Ég man þá tíð þegar verðbólg- an æddi áfram og það mátti heita hreint ábyrgðarleysi að húkka sér ekki fyrirhyggjulaust far með henni. Þá var geymdur eyrir glataður og umhverfið gat af sér aga- og ábyrgðarleysi, ekki að- eins í fjármálum heldur og á fleiri sviðum. Það var heldur ekkert gert til þess að ýta undir ábyrgð- artilfinningu manna. Ég fékk ekki neitt af sjálfum mér, heldur varð ég að hafa heilan her af ábyrgðarmönnum upp á vasann. Það var sama hvað til stóð; allir heimtuðu ábyrgðarmenn; að ekki sé talað um tvo og jafnvel fleiri, þegar eitthvað stóð til. Það gilti einu, þótt ég stæði í skilum. Ég þurfti alltaf uppáskrift annarra. Það varð mér til happs, að ég komst í uppáskriftarklúbb með tveimur valinkunnum sómamönn- um, sem ég treysti. Þeir komu mér aldrei í koll og ég ekki þeim. En allt í kringum okkur sauð ábyrgðarleysið á keipum og margir sátu uppi með skuldir sem aðrir höfðu af lítilli sem engri fyrirhyggju stofnað til á þeirra ábyrgð. Þótt verðbólgan sé nú hjöðnuð, er langt í frá að verðbólgudraug- urinn sé horfinn af fjósbitanum. Hann hefur bara haft fataskipti. Sögu vil ég segja stutta, sem að ég hef nýskeð frétt: Á dög- unum skrifaði maður upp á sex milljónir í námslán fyrir barn sitt. Barnið er reyndar komið á fullorðinsár, en kemst ekki af sjálfsdáðum inn í námslánakerfið hér á landi. Það þarf ábyrgð- armann til. Þessi sami maður stundaði fyr- ir skömmu nám erlendis. Hann fór bónleiður til búðar náms- lánasjóðsins íslenzka, en komst umsvifalaust í viðskipti við brezk- an banka, sem veitti þessum út- lendingi aðgang að náms- mannakerfi sínu. Það byggðist á stighækkandi vaxtalausri yf- irdráttarheimild, sem tók mið af almennri skilvísi mannsins. Hann þurfti engan ábyrgðarmann, hvað þá að brezkir bankamenn væru að hnýsast í það, hvort hann væri íbúðareigandi uppi á Íslandi eða ekki. Upp á hans eigin ábyrgð hækkaði heimildin upp í ákveðið hámark og hélzt þar meðan á námi stóð og fyrst á eftir, en lækkaði svo í áföngum eftir því sem bankinn ætlaði viðkomandi að afla sér aukinna tekna á vinnumarkaðnum. Skyldi ekki brezka aðferðin skilja við manninn uppréttari og ábyrgari en sú íslenzka, sem keyrir lántakann strax í það horf að hann sé ekki nógu góður fyrir sinn hatt og heldur honum í þeirri úlfakreppu alla tíð. Svo erum við hissa á því, þótt einhverjir kunni ekki hnefum sín- um forráð, þegar til kastanna kemur. Einhvern veginn verðum við að stemma stigu við agaleysinu og koma böndum á skepnuskapinn, sem ríður húsum okkar. Þau eru einfaldlega að eyðileggja okkur. Og það dugar okkur ekki að taka bara til í hluta heimilisins. Við verðum að taka allt í gegn. Takist það ekki megum við allt eins eiga von á að standa gapandi yfir slagsmálunum, þar til við förum úr lið. Kjaftshögg agaleysisins Hér er fjallað um ábyrgð og agaleysi sem leiðir hugann að hatrammri bar- áttu aðalsmanna um banka og slags- málum götustráka í Austurstræti. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HINN kunni orgelleikari Christoph- er Herrick heldur tónleika í Hall- grímskirkju í dag kl. 12 og annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Tón- leikarnir eru á vegum Sumarkvölds við orgelið en einnig í tengslum við að núna eru að hefjast hátíðarhöld vegna 10 ára vígsluafmælis Klais- orgels Hallgrímskirkju. Christopher Herrick er þriðji organistinn sem kemur hingað í ágúst til að leika á tónleikum hér vegna þessa en þetta er einnig í þriðja sinn sem hann kemur fram á tónleikum í kirkjunni auk þess sem hann hljóðritaði geisladiskinn Orgelflugeldar VII fyrir nokkrum árum í Hallgríms- kirkju. Á efnisskrá Herricks eru fimm verk. Fyrri verkin fjögur er öll skrif- uð á 20. öld og hljóma þau á hvorum tveggju tónleikunum. Á sunnudags- tónleikunum má auk þeirra einnig heyra hina kunnu Fantasíu og fúgu eftir Franz Liszt um þema Meyer- beers, „Ad nos, ad salutarem un- dam“. Fyrst gefur þó að heyra Siya- hamba, sem er fyrsta verkið í Three Global Songs eftir John Behnke. Hann er ungt og fjölhæft bandarískt tónskáld sem skrifar mest tónlist með sterka trúarlega tilhneigingu. Þá leikur Herrick Matin Proven- çal eftir franska tónskáldið Joseph Bonnet sem lést í Bandaríkjunum árið 1944. Verkið er úr verkasafninu Haustljóðum sem var það fyrsta sem Bonnet fékk útgefið. Eitt þekktasta og virtasta tónskáld Wal- esbúa, William Mathias, skrifaði In- vocations. Í verkinu blandar hann saman mörgum andstæðum hug- myndum í tónlist, en það var skrifað fyrir vígslu nýs orgels í nýju kaþ- ólsku dómkirkjunni í Liverpool. Það er ekki oft sem verk eftir Béla Bartók heyrast á orgeltónleikum því hann skrifaði engin orgelverk. Christopher Herrick hefur umskrif- að Sex rúmenska dansa en upphaf- lega skrifaði Bartók Rúmenska þjóðdansa fyrir píanó árið 1915 og færði þá í hljómsveitarbúning tveim- ur árum síðar. Síðari hluti sunnudagstónleikanna er síðan helgaður verkinu Fantasía og fúga um þema Meyerbeers. Verkið var samið árið 1850 og krefst leiktækni af hendi orgelleikarans. Stefið er sálmur hinna þriggja Ana- baptista úr óperunni Spámanninum eftir Meyerbeer, en verkið er til- einkað honum. Það er þrískipt og allir kaflarnir eru byggðir á laglínu sálmsins. Frá 1984 hefur Christopher Her- rick starfað sem konsertorgelleikari og hefur leikið á tónleikum og í út- sendingum fyrir útvarpsstöðvar og sjónvarp, í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Am- eríku og í Eyjaálfu. Christopher Herrick leikur reglu- lega í útsendingum BBC og leikur hans hefur verið gefinn út á geisla- diskum, nú síðustu árin hjá breska útgáfufyrirtækinu Hyperion, alls um 30 diskar. Christopher Herrick gest- ur Sumarkvölds við orgelið JÓN Thor Gíslason, sem nú sýnir verk sín í Hafnarborg, útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1981, eða um það leyti sem málverkið hlaut uppreisn æru eftir að hafa legið niðri um all- langt skeið sem sjáanlegur tjáningar- miðill innan módernismans. Höfnuðu þá fjöldi listamanna hugmynd- arlegum gildum módernismans og leituðu í sígilda fagurfræði. Í kjölfar „Póstmódernísku“ viðhorfanna spruttu upp deilur á milli hugmynd- arsmiða og fagurfræðinga. Sökuðu þeir fyrrnefndu nýju málarana um afturhaldssemi og sögðu skapnað þeirra vera lítið annað en listlíki og hermilist. Á móti sökuðu fagurkerar hugmyndarlistamenn um að snið- ganga kjarna listsköpunar, handverk- ið og skynræna upplifun, og fögnuðu endurkomu fegurðarinnar í listina. Póstmódernísk viðhorf tóku á sig margar ólíkar myndir. Mest áberandi voru kraftmikil fígúratíf málverk í ætt við expressjónismann í upphafu tutt- ugustu aldar. Þessi endurskoðun eða endurnálgun við expressjónismann hlaut heitið „Nýi expressjónisminn“ (Neo expressionism) og eru myndir Jóns Thors Gíslasonar unnar í þeim andanum. Jón Thor, sem hefur dvalið í Þýska- landi síðan árið 1989, sýnir nú í fjórða sinn í Hafnarborg en í fyrsta sinn í öll- um sölum safnsins. Sýninguna nefnir hann Imagines. Á jarðhæðinni, í Sverrissal, sýnir hann teikningar og akvarellur. Er Jón afbragðs teiknari sem sækir í smiðju listamanna á borð við Edward Munch (1863–1944) og Egon Schiele (1890–1918). Teikning- arnar má flokka sem módel- eða lík- amsstúdíur en hver mynd stendur þó fyllilega undir því að vera sjálfstætt listarverk. Hér er það handverkið sem skiptir máli og sú fegurð sem því fylgir. Á efri hæð safnsins, í aðalsal, eru málverk unnin með olíulitum. Eru þau frásagnarkennd og sýna eins konar Rókókó draum- og ævintýra- heim. Það sem skilur málverkin frá mörgu öðru innan (Nýja) expressjón- ismans er skrumið (Kitsch), en Jón notar dísæta liti og blandar veggfóð- urmynstri við expressjóníska ljóð- rænu. Minnir mynsturgerðin, sem/og notkun gulllitar og blaðagulls, á mál- verk Gustav Klimt (1962–1918) og er hann augljóslega áhrifavaldur á list- sköpun Jóns ásamt áður nefndum listamönnum. Meðhöndlun á bleki og blýi virðist Jóni í blóð borin, en fjölþættir eig- inleikar olíunnar reynast honum greinilega erfiðari. Sakna ég því sams konar verkhæfni í flestum málverk- unum og eru í teikningunum. Heppn- ast honum best þegar málverkin eru einfaldari í byggingu og efnistökum, en því meira sem myndirnar eru unn- ar því stífari eru þær. Þá eru akvarellurnar mjög vel skapaðar. Efnið er takmarkaðra en olíuliturinn og býður ekki upp á mikið yfirlag eða efniskennd. Nær listamað- urinn sams konar „flæði“ og hann gerir í teikningunum nema að í akvarellunum eru það mynstraðir litafletir sem ráða ferðinni en ekki drættir lína. MYNDLIST Hafnarborg Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá 11–17. Sýningu lýkur 9. september. OLÍUMÁLVERK, AKVARELLUR OG TEIKNINGAR JÓN THOR GÍSLASON Rókókó draumurinn Jón B.K. Ransu „Barokkbarnið“ eftir Jón Thor Gíslason. ÆFINGAR á fyrstu verkefnum leikársins 2002–2003 eru hafnar í Þjóðleikhúsinu eftir sumarleyfi.. Viktoría og Georg eftir Ólaf Hauk Símonarson er fyrsta verk- efnið á Litla sviðinu. Þar er fjallað um ástarsambandi sænsku skáld- konunnar Victoriu Benedictsson og danska bókmenntajöfursins Georgs Brandesar. Með hlutverk Viktoríu fer Guðrún Gísladóttir, Georg leik- ur Þröstur Leó Gunnarsson en með hlutverk þjónustustúlkunnar Inge- borgar fer Nanna Kristín Magn- úsdóttir. Tónlist semur Jóhann Jó- hannsson, leikmynd og búningar eru í höndum Rebekku A. Ingi- mundardóttur, lýsingu hannar Ás- mundur Karlsson og leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Nýjasta leikrit frönsku skáldkonunnar Yasminu Reza, Lífið þrisvar sinnum, verður fyrsta frumsýningin á Stóra sviðinu í haust. Verkið gerist á einni kvöldstund á heimili hjónanna Soniu og Henrys. Gesti ber að garði að einum degi fyrr en ætlað var. Leik- arar eru Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir. Leikmynd og búningar eru í höndum Snorra Freys Hilmarsson- ar, lýsingu hannar Páll Ragnarsson, um hljóðmynd sér Sigurður Bjóla en leikstjóri er Viðar Eggertsson. Æfingar hafnar í Þjóð- leikhúsinu Morgunblaðið/Arnaldur Leikarar og aðstandendur fyrstu sýninga Þjóðleikhússins í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.