Morgunblaðið - 24.08.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 24.08.2002, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 29 Eldriborgaraveisla til Benidorm 2. október frá 69.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í hina vinsælu eldriborgaraferð í október til Benidorm, en hér er að finna yndislegt veður á þessum árstíma og hvergi betra að lengja sumarið. Sértilboð á okkar vinsælasta gististað, El Faro í 3 vikur. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða og getur valið um fjölda spennandi kynnisferða og kvöldferða á meðan á dvölinni stendur. Síðustu 28 sætin Verð kr. 69.950 2. október – 3 vikur Flug, gisting, skattar, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. Alm. verð, kr. 73.450 SMÁRALIND - KRINGLUNNI - AKUREYRI INNANHÚS ÍÞRÓTTASKÓR FYRIR ALLA .... STÆRÐIR: 28 - 46 VERÐ FRÁ 2.995 ÞÓRODDUR Bjarnason opnar einkasýningu í Slunkaríki á Ísafirði í dag, sunnudag, kl. 17. Á sýning- unni kynnir listamaðurinn tillögu sína að nýju útilistaverki fyrir Ísa- fjarðarbæ. „Ég vona að Ísfirðingar taki vel í þessa hugmynd mína. Ég held að þetta verk myndi sóma sér vel í bænum og vekja mikla athygli. Verkið er líka þess eðlis að allir ættu að kannast við það.“ Þóroddur hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis. Sl. hálft ár hefur hann þegið starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna. Sýningin stendur til 8. september og er opin fimmtudag til sunnudags frá kl. 16–18. Þóroddur býður Ís- firðingum útilistaverk Þóroddur sækir hugmyndina að útilistaverkinu í hið daglega líf. ANNA Sigríður Helgadóttir mezzosópran, Önnu Kjartans- dóttur píanóleikara og Rögn- valdi Valbergssyni orgelleikara halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30. Þau flytja tónlist úr ýmsum áttum, m.a. dúetta fyrir píanó og orgel sem Haukur Guðlaugsson hefur safnað saman og gefið út, söng- lög eftir Bach, Handel, Britten og fleiri, orgeltónlist eftir Viv- aldi / Bach, Beethoven, Mozart og Pál Ísólfsson. Söngdúett- ar í Frí- kirkjunni EINFALDAR laglínur og söngva um myrkur og ljós má heyra á tón- leikum sem haldnir verða í Nor- ræna húsinu á sunnudag kl. 17. Það eru dönsku tónlistarmennirnir Nikolaj Wolf, bassi/rafhljóðfæri og Karolin Skriver, söngur/rafhljóð- færi, og klarínettuleikarinn Grímur Helgason, sem flytja tónlistina sem þau Nikolaj og Karoline sömdu er þau dvöldust hér á landi sl. haust við tónsmíðanám í Tónlistarskóla FÍH. Kennari þeirra var Hilmar Jensson. Námið í FÍH var liður í námi þeirra við Rytmisk Musik- konservatorium í Kaupmannahöfn. Nikolaj er á þriðja ári í bassaleik hjá Jon Bruland og kennir bassa- leik við Roskilde tónlistarskólann. Karoline lauk námi í söng árið 2000 hjá Ettu Cameron og kennir nú m.a. söng og „rytmik“. Í Reykjavík kynntust þau Grími Helgasyni sem leikur á klarínettu og bassaklarínettu og hafa þau þrjú leikið saman á mörgum tónleikum. Grímur stundar klarínettunám í Tónlistarskólanum í Reykjavík und- ir leiðsögn Sigurðar I. Snorrasonar. Grímur hefur leikið með margs konar samleikshópum nemenda, bæði sígilda tónlist og djass. Tónlist fyrir bassa, rödd og klarínettu í Norræna húsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Karolin Skriver, Nikolaj Wolf og Grímur Helgason á æfingu. Á ÞRETTÁNDU tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jóm- frúrinnar við Lækjargötu, á morgun, laugardag, kl. 16 kemur fram tríó bandaríska gít- arleikarans Paul Weeden. Paul Weeden er 79 ára og á að baki glæstan feril m.a. með Sonny Stitt, Ninu Sim- one og hljóm- sveit Count Bas- ie. Weeden kom fyrst hingað til lands um 1980 til djassnámskeiða- halds. Á næstu árum fylgdu í kjölfar- ið fjölmörg námskeið og tónleikar víða um land. Á tónleikunum á laug- ardag leika með Paul Weeden tveir af nemendum hans frá fyrstu nám- skeiðunum hér á landi, þeir Sigurður Flosason saxófónleikari og Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari. Tónleikarnir standa að venju til kl. 18, leikið verður utandyra á Jóm- frúrtorginu ef veður leyfir, en ann- ars innandyra. Aðgangur er ókeypis. Paul Weeden á Jómfrúnni Paul Weeden

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.