Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 24

Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mán. - fös. 10.00 - 18.00 • Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 - 16.00 . . . í s k ó l a b y r j u n Allt í röð og reglu t m h u s g o g n . i s í h e rb e rg ið svartur blár 12.000kr. Beyki, hlynur og kirsuber 14.900kr. Beyki, eik, mahóní og tekk CD standur 7.700kr. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 6 8 4 / si a. is Beyki og kirsuber 16.500kr. Hlynur og beyki 28.500kr. Kirsuber og hlynur 28.900kr. 80230 guðsmóður með Jesúbarnið og Jós- ep hjá. Var því stolið á Longleat- sveitasetrinu í Wiltshire 1995. Charles Hill, fyrrverandi rann- sóknarlögreglumanni í London, var sérstaklega falið að hafa uppi á málverkinu og fann hann það loks óskemmt en ekki í rammanum. Hef- ur lögreglan ekki skýrt nánar frá málinu enn sem komið er. MÁLVERK eftir ítalska meistarann Titian, sem stolið var fyrir sjö ár- um, er komið í leitirnar. Fannst það í plastpoka í London. Málverkið, „Hvílst á flóttanum til Egyptalands“, er eitt af frægustu verkum feneyska meistarans, sem hét réttu nafni Tiziano Vecellio, og var metið á um 700 milljónir ís- lenskra króna. Sýnir myndin Maríu AP Fundu verk eftir Titian ÞAÐ kann að koma ýmsum spánskt fyrir sjónir, að nú um helgina skuli úrslitaleikur deildar- og bikarmeist- ara Ítalíu um titil „meistara meist- aranna“ í knattspyrnu fara fram í Líbýu, með tilliti til þess að Muamm- ar Gaddafi Líbýuleiðtogi hefur lýst áhorfendum að íþróttakappleikjum sem aumkunarverðum bjánum. En að sögn sérfróðra manna passar þessi innflutningur á vestrænum íþróttaviðburðum til Líbýu eins og flís við rass nýrrar stefnu Gaddafis um að nýta íþróttir til að stuðla að endurreisn efnahagslegra tengsla við Vesturlönd. Gaddafi komst til valda í Líbýu í valdaráni hersins árið 1969. Ofurst- inn fyrrverandi lýsti því meðal ann- ars yfir í „Grænu bókinni“ – sem geymir persónulegar kennisetn- ingar sem hann grundvallar stjórn- arstefnu sína á – að fólk sem horfði á aðra leika íþróttir væru „bjánar sem væru sjálfir ófærir um að iðka við- komandi íþrótt“. En upp á síðkastið virðist Gaddafí hafa lagt kennisetningabók sína til hliðar og vera heldur farinn að lesa íþróttasíðurnar – eða jafnvel við- skiptasíðurnar enn frekar. Knattspyrnuleikurinn milli meist- ara ítölsku úrvalsdeildarinnar Juv- entus og bikarmeistarans Parma á geysistórum íþróttaleikvangi í Tríp- ólí er aðeins það nýjasta í markvissri framsókn Líbýu inn á vettvang at- vinnuíþrótta og alþjóðlegra við- skiptahagsmuna. Fjárfestingafélagið Libyan Arab Foreign Investment Company, skammst. Lafico, sem er í ríkiseigu og er talið vera fjárfestingaarmur stjórnar Gaddafís, á 7,5% hlut í Juv- entus-knattspyrnufélaginu, og ný- lega bauð félagið Al-Saadi Gaddafí, syni Líbýuleiðtogans, að taka sæti í stjórn þess. Gaddafí yngri hefur ennfremur komið því í kring á síðustu mán- uðum, að Lafico gerist hluthafi í tveimur öðr- um ítölskum knatt- spyrnufélögum, Triest- ina og L’Aquila. Og haft hefur verið fyrir satt, að Al-Saadi Gadd- afí hafi einnig verið í viðræðum um að fjár- festa í gríska liðinu PAOK í Þessaloníku. Eigandi félagsins mót- mælti því þó á föstu- dag, að nokkur fundur um slíka sölu hefði átt sér stað. Stærsti aðdá- endaklúbbur PAOK gaf út yfirlýsingu þar sem hann segist mót- fallinn sölu félagsins til „nokkurs sem ekki er kristinn“. Snýst ekki um Juventus „Þetta snýst ekki um Juventus, öllu heldur um fjárfestingar [Gadd- afís] í Fiat og tengsl hans við Agn- elli-fjölskylduna,“ hefur AP eftir Oliver Butler, ritstjóra brezka viku- ritsins Soccer Investor Weekly. Vís- ar Butler til stærsta iðnfyrirtækis Ítalíu og fjölskyldunnar sem hefur tögl og hagldir í því, auk þess að eiga Juventus. „Það kann að vera að hér sé að einhverju leyti um per- sónulegan áhuga á ítölskum fótbolta að ræða, en það sem vakir fyrir honum miklu frekar er að kaupa sér virðingu og Líbýu við- urkenningu,“ segir Butler. Líbýa hefur lengi sætt refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna vegna meintra tengsla stjórnvalda þar við al- þjóðlega hryðjuverka- starfsemi og menn Gaddafís hafa verið sakaðir um að hafa staðið á bak við sprengjutilræðið í PanAm- risaþotunni sem hrapaði yfir skozka bænum Lockerbie árið 1988. En á síðustu árum hefur Líbýustjórn markvisst verið að mjaka sér út úr þessum „skammarkrók“ og ávinna sér pólitíska viðurkenningu sem og eflt viðskiptatengsl við útlönd, eink- um við ríki í Vestur-Evrópu. Þannig er t.d. Ítalía einn stærsti kaupandi líbýskrar olíu. Í fyrra aflétti öryggisráð Samein- uðu þjóðanna að hluta til við- skiptabanni, sem verið hafði í gildi í 8 ár, eftir að Líbýustjórn framseldi tvo menn sem grunaðir voru um að- ild að Lockerbie-tilræðinu, en það kostaði 270 manns lífið. Einn fyrr- verandi meðlimur líbýsku leyniþjón- ustunnar var sakfelldur. Skilyrði fyrir því að viðskipta- þvingununum verði að fullu aflétt er að Líbýustjórn gangist við því op- inberlega að hafa borið ábyrgð á Lockerbie-tilræðinu og sverja af sér tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Fyrr í þessum mánuði gerðist það í fyrsta sinn í tvo áratugi að brezkur ráðherra hitti Gaddafí að máli í Líb- ýu. Mike O’Brian, aðstoðarutanrík- isráðherra Bretlands, sagði að Líb- ýumenn væru raunverulega að gera átak í að öðlast alþjóðlega við- urkenningu, en Gaddafí ætti að hans mati þó enn spölkorn eftir í land. Ein leiðin sem Gaddafí hefur valið sér sem leið að þessu marki eru að því er virðist íþróttir. Vilja halda heims- meistarakeppnina Nú, er afrísk knattspyrnulið hafa verið að ná sífellt lengra á alþjóð- legum vettvangi og æ fleiri afrískir atvinnumenn leika með evrópskum félagsliðum, hefur knattspyrnu- samband Líbýu tilkynnt að það sæk- ist eftir að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu árið 2010 og Afríkumeistarakeppnina árið 2006. Hinn 29 ára gamli Al-Saadi Gaddafí er forseti sambandsins. Gaddafí yngri, sem er einlægur aðdáandi Juventus, er jafnframt fyr- irliði eigin liðs, Líbýumeistaranna Al-Ittihad – sem þýðir „Eining“ – sem og fyrirliði líbýska landsliðsins. „Þetta er bara byrjunin á verkefni sem stefnir að vexti knattspyrnunn- ar hjá okkur og alþjóðlegri ferða- mennsku til Líbýu,“ sagði Al-Saadi Gaddafí í nýlegu viðtali við ítalska íþróttablaðið Gazzetta dello Sport. Líbýa hefur nýtt sér til fullnustu gamalgróin tengsl við Ítalíu og Laf- ico hefur keypt sig inn í ýmis ítölsk fyrirtæki, þar á meðal Banco di Roma, orkufyrirtækið Eni og bíla- risann Fiat. Ítalir hafa almennt tekið fjárfestingunum frá Líbýu vel. Á það einnig við um Juventus, sem hefur átt í fjárhagslegum kröggum. Þessar nýjustu fjárfestingar á Ítalíu eru ekki þær fyrstu fyrir Gaddafí eldri. Seint á áttunda og á níunda áratugnum keypti Lafico hlutabréf í Fiat fyrir u.þ.b. þrjá milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 270 milljarða króna. Bréfin voru aftur seld árið 1986, þegar Líbýa hóf að sæta alþjóðlegum viðskiptaþving- unum, að frumkvæði Bandaríkja- manna. Rétt eins og mörg ítölsk knatt- spyrnufélög á Fiat þessa dagana einnig í fjárhagsbasli. Róm. AP. Líbýa í sókn á knattspyrnusviðinu Muammar Gaddafí virðist ekki lengur á þeirri skoðun að þeir sem horfi á íþróttir séu bjánar Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi. ’ Þetta er barabyrjunin á verkefni sem stefnir að vexti líbýskrar knatt- spyrnu og alþjóð- legri ferðamennsku til Líbýu. ‘ KRÖFUR verða nú æ háværari meðal íbúa í löndum Evrópusam- bandsins, ESB, um að fólk geti fengið meðhöndlun á sjúkrastofn- unum utan heimalandsins og ætla að heilbrigðismálaráðherrar að- ildarríkjanna að kanna málið, að sögn Berlingske Tidende. Ráðherrarnir ætla á regluleg- um fundi sínum á næsta ári að ræða hugmyndir um að komið verði upp miðstöðvum fyrir vissa, sjaldgæfa sjúkdóma svo að allir borgarar í sambandsríkjunum geti fengið fullkomnustu með- höndlun við þeim sem völ er á. Einnig verður kannað hvort lönd- in geti skipst á sjúklingum svo að vannýtt geta í einu landi verði notuð til að stytta biðlista í öðru landi. Gert er ráð fyrir að vinnuhópur skili undirbúningsskýrslu um þessi mál þegar fyrir fund ráð- herranna í desember næstkom- andi. Biðlistar í Evrópusambandinu Skipst á sjúklingum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.