Morgunblaðið - 05.09.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.09.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðjón Þórðarson enn og aftur orðaður við Tranmere / B1 Maraþongolf Björgvins og Sveins gekk vonum framar / B1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í 46 ÁRA gömlum manni er haldið sofandi í öndunarvél eftir óhapp við köfun í Kleifarvatni í fyrra- kvöld. Hann var ásamt tveimur öðrum köfurum á 56 metra dýpi þegar loft hætti að berast úr loft- hylki hans. Maðurinn fékk loft hjá félaga sínum en af einhverjum orsökum tókst honum ekki að tappa af flot- jöfnunarvesti sínu og því fór hann alltof hratt upp á yfirborð vatnsins og félagar hans, sem reyndu að draga úr hraðanum, fylgdu með. Skv. upplýsingum frá Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi hafði mað- urinn öll einkenni köfunarveiki sem hlýst af því að kafarar fara of hratt upp á yfirborðið. Líkaminn drekkur þá í sig köfnunarefni sem getur valdið meðvitundarleysi. Mennirnir voru allir meðhöndlaðir í þrýstijöfnunarklefa á spítalanum en tveir þeirra voru útskrifaðir í gærmorgun. Náði ekki að stjórna loftflæði Mennirnir voru að kafa við norð- urenda vatnsins á 56 metra dýpi þegar einn þeirra varð skyndilega loftlaus. Bragi Reynisson, einn kafaranna, var með aukalofthylki og lét hann manninn fá öndunar- lunga úr hylkinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Bragi að þeir hefðu því haft nóg loft til þess að fara rólega úr kafi. Hann hefði síð- an gefið merki um að þeir færu allir upp en varð fljótlega var við að manninum tókst ekki að stjórna loftflæði í svonefndu flotjöfnunar- vesti. Slík vesti nota kafarar til að stjórna dýptinni og er lofti ýmist hleypt í eða úr vestinu. Bragi segir að þegar farið sé úr kafi verði að hleypa lofti úr vestinu því að öðr- um kosti blási það út um leið og þrýstingur minnkar og kafaranum skýtur upp á yfirborðið. Þar sem maðurinn var tengdur við lofthylki Braga stigu þeir báðir hratt upp. Bragi segir að þriðji kafarinn hafi hangið í sér til að reyna að draga úr hraðanum en það hafi ekki dug- að til. „Ferðin upp tók ekki miklu lengri tíma en eina mínútu,“ segir Bragi en dýptin er á við 17 hæða blokk. Þetta er mun styttri tími en kafarar ætla sér til að komast upp á yfirborðið af svo miklu dýpi. Andaði ekki og var ekki með púls Bragi segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu þeir stopp- að í eina mínútu á 15 metra dýpi og eftir það með þriggja metra millibili. Þremenningunum skaut upp á yfirborðið um 150–200 metra frá landi og segir Bragi að ekkert hafi þá amað að þeim. Þeir syntu í átt að landi en þegar þeir áttu um 100 metra eftir urðu tveir þeirra varir við að einn var hættur að synda og höfuð hans var að hluta ofan í vatninu. Hafði þá nokkuð dregið sundur með þeim á sundinu. Bragi segir að félagi sinn hafi verið fljót- ari að manninum og síðan synt með hann í átt að landi. „Á þessu stigi var hann hættur að anda og ekki með púls,“ segir hann. Á leið- inni til lands hóf Bragi, sem er lærður björgunarkafari, lífgunar- tilraunir sem hann hélt áfram á ströndinni. Á meðan ók félagi hans talsverðan spöl þar til hann komst í símasamband og hringdi eftir hjálp. Bragi segir að þegar sjúkra- lið kom á staðinn hafi maðurinn verið farinn að anda og verið með sterkan púls. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var kölluð á vettvang og var hún komin í loftið um 25 mínútum eftir útkall. Mikið dýpi 56 metrar er mjög mikið dýpi fyrir sportkafara og skv. alþjóð- legum reglum sportkafara þurfa þeir að afla sér réttinda til að fara niður á svo mikið dýpi. Aðspurður sagðist Bragi hafa tilskilin réttindi, hann hefði byrjað að kafa fyrir rúmlega 20 árum og væri vanur að fara niður á allt að 60 metra dýpi. Maðurinn sem ligg- ur nú á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi hefði einnig haft rétt- indi en þriðji kafarinn hefði verið á námskeiði til að afla sér þessara réttinda. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið og var von á sérfræðingi frá sjóslysanefnd til að lesa úr mælum á köfunarbúnaði mannanna sem m.a. eiga að sýna hversu djúpt þeir köfuðu og hversu hratt þeir komu úr kafi. Manni er haldið sofandi í öndunarvél eftir óhapp við köfun í Kleifarvatni í fyrrakvöld Skaut upp á yfirborð- ið á um einni mínútu ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra setti í gær Íslensku sjávarútvegssýninguna, að við- stöddum Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands. Sýningin, sem er sú viðamesta sem haldin hefur verið, stendur fram á laug- ardag. Um 800 fyrirtæki frá 37 löndum taka þátt í sýningunni og er búist við að hana sæki hátt í 20 þúsund gestir. Í setningarræðu sinni vék sjáv- arútvegsráðherra máli sínu að mikilvægi sýningarinnar fyrir ís- lenskan sjávarútveg. Sagði Árni sýninguna vera vettvang fulltrúa allra fyrirtækja á Íslandi, sem á einn eða annan hátt tengjast sjáv- arútvegi, til að hittast og koma starfsemi sinni á framfæri. Sýn- ingin drægi að sér fjölda er- lendra sýnenda og gesta, fylgst væri grannt með því sem um væri að vera í íslenskum sjávarútvegi og jafnframt upplýst um nýjung- ar úti í heimi. „Þetta sýnir vel stöðu íslensks sjávarútvegs í al- þjóðlegu tilliti, enda er það grundvallaratriði fyrir sjávar- útvegsgeirann, sem er fyrst og fremst útflutningsatvinnugrein, að halda uppi öflugum alþjóð- legum tengslum,“ sagði Árni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skoðaði sýninguna í gær og leit m.a. inn í sýningarbás Eltaks ehf. Íslenska sjávarútvegssýningin hófst í Kópavogi í gær Mikilvægur vettvangur sjávarútvegsins SÉRFRÆÐINGAR telja að verði af áformum um byggingu fjölmargra nýrra álvera í nýiðnvæddum löndum Asíu muni það auka enn frekar þrýsting á álverð á mörkuðum þegar líður á þennan áratug og hafi ál- markaðurinn þó verið erfiður fyrir. Síðustu tólf mánuðina hefur álverð lækkað um meira en 200 dali tonnið eða í 1.300 dali að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Alcoa kannast við þessar vangaveltur og segir menn hafa rætt málið lítillega innan fyr- irtækisins og ljóst sé að þetta hafi ekki áhrif á áform Alcoa á Íslandi, ef eitthvað sé færi það mönnum enn frekar heim sanninn um nauðsyn þess að geta verið með álframleiðslu félagsins þar sem hún er sem hag- kvæmust. Ef svo fer að Asíulöndin sem hér um ræðir framleiða mun meira af áli en sem nemur innanlandseftirspurn ná þau að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. draga úr innflutningi og auka útflutning á áli á sama tíma. Það táknar hins vegar að milljónir tonna af áli myndu flæða á þá mark- aði sem fyrir eru og koma þannig í veg fyrir þá uppsveiflu á álmörkuð- um sem framleiðendur hafa bundið vonir við, en offramboð hefur verið ríkjandi á mörkuðunum að undan- förnu. Tekið er fram í frétt Reuters að mörg ár séu í að ráðist verði í bygg- ingu margra þessara álvera í Asíu en það hafi þó ekki komið í veg fyrir að menn gerðu enn frekari áætlanir um byggingu álvera í löndum á borð við Víetnam, Malasíu og Kína. Kínverjar leggja mikla áherslu á að verða sjálfum sér nógir um ál og geta flutt það út til að afla sér gjald- eyristekna. Því er t.d. spáð að fram- leiðsla Kínverja á áli verði komin í 6,2 milljónir tonna um miðjan þenn- an áratug, sem væri einni milljón tonna umfram það sem stefnt var að í fimm ára áætlun stjórnvalda. Útlit sé því fyrir að Kína verði stór útflytj- andi á áli innan fárra ára, segir í frétt Reuters. Horfum áratugi fram í tímann Jake Siewert, upplýsingafulltrúi Alcoa, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að menn hefðu rætt þetta lítillega hjá Alcoa, m.a. í tengslum við það að núverandi nið- ursveifla hefði staðið lengur en menn áttu von á, sem hefði komið fram í minni eftirspurn eftir áli á mörkuð- unum. „Alcoa er ekki fyrirtæki,“ segir Siewert, „sem gerir áætlanir til skamms tíma. Við horfum langt fram í tímann, eða svona frá tíu og upp í þrjátíu ár. Við verðum auðvitað eins og aðrir að lifa við skammtímasveifl- ur á mörkuðum en flestar áætlanir okkar, þar með talin áform okkar um framleiðslu á áli á Íslandi, eru aftur á móti langtímaáætlanir byggðar á langtímamati okkar á þróun mark- aðarins.“ Sérfræðingar segja hættu á offram- leiðslu á áli undir lok þessa áratugar Hefur ekki áhrif á áform Alcoa hérlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.