Morgunblaðið - 05.09.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þjónusta við ferðamenn á Suðurlandi
Upplýsingamið-
stöðvar í sókn
UNDANFARIN árhefur starf upp-lýsingamiðstöðva
víða um land glæðst og
dafnað, ferðamönnum og
heimamönnum til þæginda
og hagsældar. Morgun-
blaðið ræddi við Davíð
Samúelsson, forstöðu-
mann Upplýsingamið-
stöðvar Suðurlands, sem
spannar svæðið frá Hvera-
gerði til Kirkjubæjar-
klausturs með samstarfi
við fjölda miðstöðva, um
sumarið og stöðu upplýs-
ingamála á Suðurlandi.
– Hvernig hefur sumar-
ið verið á Suðurlandi?
„Sumarið á Suðurlandi
hefur verið gott. Hlutfall
ferðamanna skiptist í 80%
erlendir ferðamenn 20%
innlendir ferðamenn. Mikil aukn-
ing er af komu Íslendinga sem
nota þjónustu stöðvanna til þess
að skipuleggja ferðalagið og
sækja sér frekari upplýsingar um
viðburði og afþreyingu á svæðinu.
Í sumar byrjuðum við á að bjóða
ferðamönnum sem heimsækja
Hveragerði upp á gönguferðir um
bæinn er þetta liður í því að auka
afþreyingarmöguleika í bænum.
Genginn er hringur sem tekur um
klukkutíma með viðkomu m.a. í
Garðyrkjuskólanum og á hvera-
svæðinu. Farið er frá upplýsinga-
miðstöðinni mánudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 10. Vegna
aukins áhuga höfum við einnig
boðið upp á leiðsögn um dalina
fyrir ofan Hveragerði en gera
þarf ráðstafanir varðandi það með
fyrirvara. Nánari upplýsingar má
finna á síðunni www.sudur-
land.net/info.“
– Geturðu nefnt nokkra við-
burði sem þóttu takast vel?
„Það er ávallt nóg um að vera á
Suðurlandi. Fjölmargar bæjarhá-
tíðir eru orðnar fastir liðir yfir
sumartímann þar sem allir ættu
að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Nú í ágúst voru til dæmis
Blómstrandi dagar í Hveragerði,
Töðugjöld á Hellu og Hafnardag-
ar í Þorlákshöfn, og allar þessar
hátíðir fóru vel fram í blíðskap-
arveðri. Af nógu er að taka og það
má kannski segja að viðburðir þar
sem öll fjölskyldan getur tekið
þátt hafi verið áberandi í sumar.
Þar má nefna fjölda fjölskylduhá-
tíða, almenningsíþróttadag Ung-
mennafélags Selfoss og fjölmargt
fleira. Engin leið er að geta hér
allra þeirra atburða sem haldnir
hafa verið í sumar.“
– Hafið þið orðið vör við fækkun
ferðamanna?
„Við höfum ekki orðið vör við
áberandi fækkun ferðamanna, en
að vísu voru þeir fremur fáir í
upphafi sumars. Ferðamanna-
straumurinn hefur aukist jafnt og
þétt eftir því sem liðið hefur á
sumarið. Í heildina má segja að
við hér á upplýsingamiðstöðvun-
um á Suðurlandi höfum orðið vör
við auknar gestakomur og tví-
mælalaust fleiri gesti
en í fyrra. Við á Suður-
landi njótum þess að
vera vel staðsett, að-
eins smáspöl frá höfuð-
borginni og hér er að
finna margar einstakar náttúru-
perlur. Mikill vöxtur er í ferða-
þjónustunni á þessum slóðum; ný
hótel, gistiheimili og smáhýsi hafa
verið opnuð í sumar, þannig að
óhætt er að segja að hér sé fram-
boð á gistingu afar frambærilegt.“
– Hefur eitthvað annað breyst í
ferðamannaflórunni?
„Ferðatilhögun manna virðist
vera að breytast, en það færist sí-
fellt í vöxt að menn ferðist um á
eigin vegum og þá kemur mikil-
vægi upplýsingamiðstöðvanna
klárlega í ljós. Til okkar getur
ferðamaðurinn leitað og ekki að-
eins fengið upplýsingar um svæð-
ið sem hann er staddur á, heldur
skipulagt ferð sína áfram um
landið. Einnig getur hann gengið
frá bókunum á gistingu, afþrey-
ingu og ferðum á Suðurlandi sem
og í öðrum landshlutum. Ýmis
önnur þjónusta, svo sem Net, út-
prentun á veðurspá og færð á veg-
um er í boði hér hjá okkur.“
– Hvert er gildi upplýsingamið-
stöðvanna?
„Gildi upplýsingamiðstöðvanna
hlýtur að vera mikið fyrir ferða-
manninn. Hvar sem ferðamaður-
inn er á Suðurlandi er aldrei langt
í næstu upplýsingamiðstöð, og
upplýsingamiðstöðvarnar á Suð-
urlandi starfa náið saman til að
tryggja að ferðamaðurinn geti
alltaf fundið það sem hann leitar
að með hjálp okkar. Upplýsinga-
miðstöð Suðurlands hefur verið í
fararbroddi hvað þetta varðar.
Samstarfssamningur er á milli
Upplýsingamiðstöðvar Suður-
lands og upplýsingamiðstöðvanna
á Selfossi, Hellu, í Vík og á Kirkju-
bæjarklaustri, og það má kannski
segja að hann geri okkur kleift að
mynda eitt þétt upplýsinganet um
Suðurland. Við veitum ekki aðeins
ferðaupplýsingar, heldur sjáum
einnig um að halda utan um og
kynna viðburði á Suð-
urlandi. Færum inn á
Netið allt það sem er að
gerast hverju sinni, og í
sumarbyrjun gáfum við
út glæsilegt viðburða-
dagatal: Sumardagatal 2002 – við-
burðir á Suðurlandi. Einnig má
nefna að Upplýsingamiðstöð Suð-
urlands vinnur náið með Ferða-
málasamtökum Suðurlands að því
að tengja og kynna ferðaþjónstu-
aðila á Suðurlandi. Hlutverk Upp-
lýsingamiðstöðvar Suðurlands er
því margþætt og hefur það að
markmiði að skila sem bestri
þjónustu við ferðamanninn.“
Davíð Samúelsson
Davíð Samúelsson fæddist 7.
febrúar 1966 í Neskaupstað. Rit-
símaritari frá Póst- og símaskól-
anum, stúdent frá Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ og hefur
lokið 7. stigi í söng frá Söngskól-
anum í Reykjavík. Lauk diplóma-
gráðu í ferðamálafræðum frá
Háskóla Íslands, útskrifast sem
leiðsögumaður frá Leiðsögu-
skóla Íslands um næstu áramót.
Hefur starfað við ferðaþjónustu
undanfarin ár, sem forstöðumað-
ur Upplýsingamiðstöðvar Suður-
lands, Hveragerði, frá opnun
miðstöðvarinnar sumarið 2000.
Davíð er giftur en barnlaus.
Miðstöðvar
vinna náið
saman
OPNAÐ hefur verið fyrir umferð um nýtt hringtorg á
mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar við
Rauðavatn en í sérstöku mati sem gert var á slysastöð-
um á höfuðborgarsvæðinu komu gatnamótin þarna
verst út þegar tekið hafði verið tillit til umferðar og
fjölda slysa undanfarin ár.
Sigurður Helgason hjá Umferðarráði segist vera
mjög ánægður með hringtorgið nýja. Hann segir að eft-
ir að ákvörðun um að leggja hringtorg þarna hafi loks-
ins verið tekin hafi þetta tekið stuttan tíma og mjög
gleðilegt að torgið skuli nú vera komið í gagnið. Um-
ferðaröryggi aukais til muna eftir breytinguna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt hringtorg við Rauðavatn
SKIPULAGSSTOFNUN hefur fellt
úrskurð um mat á umhverfisáhrifum
vegna tvöföldunar Reykjanesbraut-
ar um Hafnarfjörð frá Álftanesvegi
að Ásbraut. Fallist er á framkvæmd-
ina eins og henni er lýst í framlögð-
um gögnum Vegagerðarinnar.
Helstu umhverfisáhrifin eru talin
vera á svonefnda hljóðvist í aðliggj-
andi íbúðarhverfum við Reykjanes-
braut en fallist er á mótvægisaðgerð-
ir til að draga úr hljóðmengun. Hægt
er að kæra úrskurðinn til umhverf-
isráðherra og frestur til þess rennur
út 9. október næstkomandi.
Um er að ræða 3,6 km vegarkafla
sem gert er ráð fyrir að tvöfalda í
fjórum áföngum til ársins 2008 en
kostnaður vegna framkvæmda við
alla áfangana fjóra hefur verið áætl-
aður 3,1 milljarður króna.
Samkvæmt úrskurði Skipulags-
stofnunar felst framkvæmdin í nið-
urgreftri vegarins á kaflanum frá
Álftanesvegi langleiðina að göngu-
brú á móts við Álftaás, breytingum á
legu í beygju við Kaplakrika, færslu
brautarinnar suður fyrir kirkjugarð
í Hafnarfirði, gerð mislægra gatna-
móta við Álftanesveg, Fjarðarhraun,
Lækjargötu/Hlíðarberg og Kaldár-
selsveg, auk tenginga við aðliggjandi
vegi og lagningar göngu- og hjóla-
leiða. Einnig verða gerð hringtorg á
gatnamótum Lækjargötu og Hring-
brautar annars vegar og Kaldársels-
vegar og Ásbrautar hins vegar.
Í úrskurðinum er m.a. vísað í um-
sögn Hafnarfjarðarbæjar þar sem
fram kemur að í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar séu breyttar áherslur um
úrlausnir í umferðarmálum á
Reykjanesbraut, þ.á m. sé áhersla á
nýjar útfærslur við gatnamót
Reykjanesbrautar og Lækjargötu/
Hlíðarbergs auk gatnamóta við
Reykjanesbraut og Fjarðarhraun.
Fram kemur að viðræður séu hafnar
við Vegagerðina um endurmat verk-
áætlunar vegna fyrirhugaðrar fram-
kvæmdar enda sé framkvæmdafé
aðeins til fyrir litlum hluta fram-
kvæmdarinnar.
Skipulagsstofnun leggur áherslu á
að mat á umhverfisáhrifum fyrirhug-
aðra framkvæmda byggist á því að
útfærslan sé með þeim hætti sem
kynnt er í framlögðum gögnum.
Komi í ljós breyttar áherslur á fyr-
irhugaðri framkvæmd í kjölfar sam-
ráðs Vegagerðarinnar og Hafnar-
fjarðarbæjar beri að fjalla um þær í
samræmi við lög um umhverfismat.
Tvöföldun Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð
Skipulagsstofnun
fellst á framkvæmdina
TVEIR karlmenn sem handteknir
voru á þriðjudag vegna gruns um að
þeir hefðu hugsanlega hrint konu
fram af svölum fjölbýlishúss við
Yrsufell voru látnir lausir í gær að
loknum yfirheyrslum. Lögreglan
hefur gengið úr skugga um að slysið
bar ekki að með saknæmum hætti.
Fallið var sex metra hátt og lenti
konan á stétt fyrir neðan svalirnar
og hælbrotnaði og hlaut brot í hrygg.
Hún skaddaðist þó ekki á mænu og
er ekki talin í lífshættu.
Yrsufellsmálið
Mönnunum
sleppt í gær
♦ ♦ ♦