Morgunblaðið - 05.09.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 05.09.2002, Síða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 17 HJÓLSÖG 5704R 0 = 190 mm, 1200 W TILBOÐSVERÐ 16.000.00 drífðu þig Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 0 8 0 2 / L JÓ S M Y N D : B R IA N S W E E N E Y AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Það er óviðjafnanleg upplifun að sjá og heyra Sinfóníuhljómsveit Íslands. Veislan er að hefjast og sala áskrifta stendur sem hæst. Áskrift að grænu röðinni kostar frá 9.265 krónum sem er ekki mikið verð fyrir fimm framúrskarandi tónleika: söngleikjatónlist, klassískar perlur, Vínar- tónleika, óperutónleika og síðast en ekki síst sígilda tónlist ABBA. Með Regnbogaskírteini getur þú valið ferna, sex eða átta tónleika sem falla best að þínum smekk. Verð frá 8.950 krónum. Hringdu núna í 545 2500 eða skoðaðu sinfonia.is og tryggðu þér sæti í vetur. Ekki missa af veislunni. REKTOR Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Magnús B. Jónsson, ávarpaði nemendur, starfsfólk og gesti og í setningarræðu hans kom meðal annars fram að aðsókn að Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri er mjög góð, aukning er á nemendafjölda bæði í háskóla- námi og bændadeild. Kennsla í há- skóladeild hófst 26. ágúst og kennsla í bændadeild 2. septem- ber. Í vetur verða 55 nemendur við háskólanám við skólann og 44 nemendur í bændadeild auk tæp- lega þrjátíu í fjarnámi. Í haust hefja einnig tveir nemendur meist- aranám (MSc) við LBH, en þeir luku báðir BS-90 námi frá LBH árið 2001. Nám þeirra er þannig skipulagt að þeir munu dvelja er- lendis næstu tvær annirnar og taka námskeið sem tengjast verk- efnum þeirra. Næsta vor koma þeir til baka og hefja þá vinnu við rannsóknaverkefni sín. Annar fjallar um tækni við fóðrun mjólk- urkúa, með hliðsjón af afurðasemi, fóðurnýtingu, vinnu og velferð gripanna. Hinn fjallar um sum- arvöxt lamba, sérstaklega áhrif mjólkur á vaxtarhraða. Næsta vet- ur munu báðir bæta við sig sér- hæfðum námskeiðum við LBH. Talsverð aukning Alls stunda því um 130 nem- endur nám við LBH í vetur. Þetta er talsverð aukning frá fyrri árum, því á fyrsta starfsári voru í upp- hafi skólaársins 80 nemendur, þar af 24 í fjarnámi. Árið 2000 voru sambærilegar tölur 94, þar af 27 í fjarnámi og árið 2001 103 nem- endur, þar af 28 í fjarnámi. Í lokaorðum sagði rektor meðal annars: „Um leið og ég býð ykkur velkomin til starfa vil ég minna okkur öll á að árangur þess verk- efnis, sem við í sameiningu erum að leggja út í og uppskorinn verð- ur að vori, mun að mestu ráðast af hversu okkur tekst í sameiningu og með samstöðu að leysa þau málefni sem upp koma og að okkur snúa á hverjum tíma.“ Góð að- sókn að Landbún- aðarhá- skólanum Morgunblaðið/Davíð Pétursson Skorradalur Moggabúðin Derhúfa, aðeins 800 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.