Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 19

Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 19 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 86 70 09 /2 00 2 ÖGRANDI TIGN Tign og glæsileiki eru þau orð sem best lýsa nýju haust- og vetralínu Kanebo. Mild dýpt gylltra, brúnna og grágrænna augnskugga mynda spennandi samspil við náttúlega varaliti og gloss. Útkoman er blanda tignar, og ögrandi glæsileika. Sérfræðingur Kanebo kynnir nýju haust og vetrarlitina í dag, föstudag og laugardag kl. 12-17. ÆTTMENNI um sjö þúsund manna, sem myrtir voru af hersveit- um Bosníu-Serba í bænum Srebren- ica í Bosníu-Herzegóvínu í júlí árið 1995, hafa brugðist ókvæða við skýrslu sem birt var í vikunni en þar er því haldið fram að tölur um fjölda fallinna hafi verið ýktar. Skýrslan var gerð að undirlagi yf- irvalda í serbneska hluta Bosníu. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi á sínum tíma í ljós að meira en sjö þúsund múslimar, flestir óbreyttir borgarar, hefðu verið myrtir í Srebrenica en í skýrslu Bosníu-Serba er komist að þeirri niðurstöðu að þessar tölur séu „greinilega ýktar“. Er því haldið fram að „næstum tvö þúsund“ músl- imar hafi dáið í Srebrenica en að þeir hafi verið hermenn, ekki óbreyttir borgarar. Eru þeir sagðir hafa fallið í átökum við hersveitir Bosníu-Serba. Staðhæft er að hafi einhverjir múslimar verið myrtir þá hafi ein- stakir Serbar verið þar að verki með það í huga að hefna ættmenna sem múslimar á þessum slóðum höfðu myrt með „mjög grimmdar- legum hætti“ 1992 og 1993. „Fjölda- gröf þarf ekki að þýða að fjölda- morð hafi verið framið,“ sagði ennfremur. Er gefið í skyn að músl- imar kunni að hafa ímyndað sér fjöldamorðin eða jafnvel skáldað þau upp. Líkleg til að magna spennu í Bosníu „Þessi skýrsla er svo fjarri öllum sannleika að það er vafamál hvort niðurstöður hennar séu svaraverð- ar,“ sagði Julian Braithwaite, tals- maður Paddys Ashdowns, sem er æðsti embættismaður SÞ í Bosníu. „Ef þeir vilja með þessu gera lítið úr þeirri staðreynd að þarna var fjöldamorð framið á óbreyttum borgurum og að grafin hafa verið upp lík barna, sem bundin höfðu verið höndum fyrir aftan bak, þá er það alger svívirða,“ sagði hann. Sjálfur fordæmdi Ashdown skýrsluna sem „móðgun“ í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér. Sagði hann skýrsluna „hlutdræga, fárán- lega og líklega til að valda spennu“. Sinisa Djordjevic, ráðgjafi Mlad- ens Ivanics, forsætisráðherra í serb- neska hluta Bosníu, sagði hins veg- ar að skýrslan yrði send verjendum Bosníu-Serba sem ákærðir hafa ver- ið fyrir þjóðarmorð fyrir stríðs- glæpadómstólnum í Haag í Hollandi vegna atburðanna í Srebrenica. Bosníu-Serbar segja fjölda myrtra í Srebrenica ýktan Skýrslan sögð hlut- dræg og svívirðileg Banja Luka. AFP. HÓPUR ísraelskra hermanna, sem neita að gegna herskyldu á landsvæði Palestínumanna, hefur farið fram á það við hæstarétt Ísraels, að hann úr- skurði, að afstaða þeirra sé réttmæt vegna þess, að hernám Ísraelshers sé í sjálfu sér „ólögmætt“. Sjö hermenn, þar af fjórir foringj- ar, standa að málskotinu og er tals- maður þeirra liðsforinginn David Zonsheine. Hafa þeir allir setið í fangelsi fyrir að neita herþjónustu á herteknu svæðunum. Hefur hæsti- réttur Ísraels ekki áður verið beðinn að úrskurðað um lögmæti hernáms- ins. „Hernám Ísraela hefur breyst á síðustu tveimur árum og einkennist nú af refsingum, sem beitt er gegn al- mennum borgurum. Með því hefur Ísraelsríki brugðist þeirri skyldu sinni, jafnt samkvæmt alþjóðalögum sem ísraelskum, að ábyrgjast lág- marksvelferð þeirra, sem við her- námið búa,“ segir í málaleitaninni til hæstréttar. Þar eru rakin mörg dæmi um framferði Ísraelshers á Vestur- bakkanum og Gaza og þau studd vitn- isburði margra samtaka og einnig hermanna og foringja í hernum. Segja hernámið ólögmætt Jerúsalem. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.