Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 33

Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 33
innan þeirra áforma um fram- kvæmdir sem vegaáætlun gerir ráð fyrir. Þess vegna tel ég hug- myndina óraunhæfa um þessar mundir, þrátt fyrir að hún kunni að vera ágæt á teikniborðinu og kunni að verða á dagskrá síðar. Tel ég raunar rangt að gefa fólki óraunhæfar vonir um framkvæmd- ir sem ekki eru í augsýn. Vega- framkvæmdir á Austurlandi hafa verið meiri síðustu misseri en oft áður. Auk þess eru í undirbúningi framkvæmdir við jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar sem ég tel eðlilegt og í samræmi við vegaáætlun. Austfirðingar eru því vel settir með framkvæmdir á sviði vegamála þann tíma sem ég hef farið með samgönguráðuneyt- ið. Engu að síður er af mörgu að taka bæði hvað varðar vegagerð og jarðgöng. Þá er vert að minna á kostnaðarsöm samgöngumannvirki þar sem eru framkvæmdir við ferjuhöfn á Seyðisfirði, sem greidd er að mestum hluta úr ríkissjóði. Þegar fjallað er um einstakar framkvæmdir í vegagerð er nauð- synlegt að hafa heildarmyndina fyrir sér. Hlutverk samgönguráð- herra er að leggja fyrir tillögur sem sátt getur fengist um. Það er von mín að það megi takast þegar kemur að gerð nýrrar samgöngu- áætlunar nú í haust. Í öllum hér- uðum verða menn að sýna sann- girni og átta sig á því að saman þarf að vega umferðarþunga, um- ferðaröryggi og byggðasjónarmið. Öllum má ljóst vera að þar er úr vöndu að ráða. En flestir eru sam- mála um að mikilvægustu fram- kvæmdir eru að endurbyggja ein- breið brúarmannvirki og tengja byggðir saman með færum heils- ársvegum sem afkasta þeirri um- ferð sem um vegina þurfa að fara. Höfundur er samgönguráðherra. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 33 Góð verð Allt á að seljast Lagerútsala í 3 daga 5.-7. sept. Fjölbreytt úrval leikfanga. Ódýrar brauðristar og kaffivélar. Veiðivörur, verkfærakassar o.fl. Veiðafæri Opið Fimmtudaginn 5. sept. kl. 10-12 / 13-17 Föstudaginn. 6. sept. kl. 10-12 / 13-17 Laugard. 7. sep. kl. 13-17 11 36 / T A K T ÍK FIMMTUDAGSTILBOÐ BARNA KULDASTÍGVÉL Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Teg. HPHGSKY6004 Litur: Blár og rauður Stærðir: 19-25 Verð nú 1.995 Verð áður 2.995 „MOONBOOTS“ Bankastræti 3,  551 3635 pink mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA HLUTI af þeim gráa leik stjórnvalda og LÍÚ-forystunnar, sem allur miðar að því marki að gera útgerð- armenn á Íslandi að einkaeigendum fiski- stofnanna, hefur verið að falsa staðreyndir til að slá ryki í augu fólksins í landinu. Tví- skinnungshátturinn hefur frá upphafi komið fram í því að forystumenn stjórn- valda og útgerðar tala um „þjóðareign“ en viðhalda og verja reglur sem tryggja útgerðinni ígildi eignarréttar. Lög- in um stjórn fiskveiða og fram- kvæmd þeirra eru beinlínis samin í þeim tilgangi að tryggja útgerð- inni einkaeinokun. Lögin um samningsveð eru af sama tagi. Þau eru Alþingi Íslendinga til ævar- andi skammar en í þeim er talað um að ekki megi veðsetja afla- heimildir en síðan er tryggt með öðru ákvæði í lögunum að leyfi veðhafa þurfi til að flytja aflaheim- ildir af skipi. Úthlutun gjafakvót- ans hefur haft allskyns verslun með þessi miklu verðmæti í för með sér. Margt af þeim viðskipta- háttum á miklu fremur skylt við svartamarkaðsbrask eða aðra neð- anjarðarstarfsemi heldur en eðli- leg viðskipti. Gífurleg verðmæti skipta um eigendur án þess að það komi fram í bókhaldi fyrirtækj- anna. Dæmi frá síðasta vetri er að útgerð á Suðurnesjum seldi stóran netaþorsk í á 50 kr. kg. til fyr- irtækis norður í landi sem útveg- aði kvóta á móti sem hefði selst á 150 kr. kg. Þessi fiskur hefði selst á markaði fyrir um 210 kr. kg. en skipverjar fengu hlut úr 50 krón- um. Einungis fjórði partur verð- mætanna sem skiptu um hendur í viðskiptunum var færður í bókhald fyrirtækjanna. Fjölmargar útgáfur af svona viðskiptum hafa viðgeng- ist á undanförnum árum. Þó að sjómenn hafi mótmælt hástöfum og gert hverja tilraunina á fætur annarri til að þvinga þessi við- skipti fram í dagsljósið hafa stjórnvöld, þar með talin skatta- yfirvöld, ekki tekið á þessari neð- anjarðarstarfsemi þar til nú. Bréf ríkisskattstjóra 30. júlí sl. ritaði ríkisskattstjóri bréf til allra skattstjóra og sendi afrit af því til hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Í bréfinu vekur ríkisskattstjóri athygli skattstjóranna á viðskipt- um með sjávarafla og aflaheimildir og fer í raun fram á að þeir hlutist til um það að verðmæti aflaheim- ilda verði alltaf bókfært í samræmi við heildarverðmæti aflaheimilda og afla. Eigi fiskvinnslan sjálf skip og aflaheim- ildir skal við ákvörðun fiskverðs frá útgerð til fiskvinnslu viðkom- andi fyrirtækis miða við „gangverð á mark- aði“. Í bréfinu stendur að athygli ríkisskatt- stjóra hafi verið vakin á málinu en það er raunar mikil furða að athygli hans skuli ekki hafa vaknað fyrr á þeim gersamlega ótæku viðskiptahátt- um sem viðgengist hafa með aflaheimildir og fisk í þeim augljósa tilgangi að hafa hlut af sjómönnum og stund- um fé af ríkissjóði. Oft hefur verið fjallað um deilur um þetta málefni í fjölmiðlum sérstaklega vegna samninga sjómanna við útgerðina en líka vegna annarrar umfjöll- unar um kvótakerfið. Því skal fagnað að ríkisskatt- stjóri skuli hafa ákveðið að láta til „skarar skríða“ í málinu. Spurningar vakna Ríkið úthlutar framseljanlegum fiskveiðiréttindum til útgerðar án endurgjalds og hefur ekki gert þá sjálfsögðu kröfu að framlagið verði fært til bókar. Útgerðarmenn hafa til þessa talið sig geta framvísað þessum réttindum til annarra án þess að verðmæti þeirra komi fram í bókhaldi eins og dæmið hér að framan sýnir. Það er auðvitað fráleitt og í hrópandi ósamræmi við allar venj- ur og kröfur um eðlileg bókhalds- skil að slík verðmæti fari milli að- ila án skráningar í bókhald fyrir- tækjanna. Þess vegna er bréf ríkisskattstjóra löngu tímabært. En getur það gengið að krafan um að skrá verðmætin vakni ekki nema útgerðarmaður selji öðrum kvótann? Hlýtur ekki þessi krafa ríkisskattsstjóra að hafa það í för með sér að öll veiðiréttindi beri að skrá í bókhald eins og önnur verð- mæti? Verði sú krafa ekki gerð verður afleiðingin af því sú að þeir sem fá úthlutað beint frá ríkinu geta haldið áfram að sleppa undan skattskilum. Þeir munu geta hald- ið áfram að skrá fiskverð út frá allt öðrum forsendum en hinir sem borga fullt verð fyrir réttindin. Bréf ríkisskattsstjóra er þess vegna merkilegt líka fyrir þá kröfu sem ekki er í því. Kröfuna um að öll verðmæti verði færð til bókar. Það vekur spurningar um hvort embættið hafi ekki áttað sig á mál- inu í heild? Eða hvort bréfið sé einungis fyrsta skref ríkisskattstjóra til að útrýma því neðanjarðarhagkerfi sem íslenskir útgerðarmenn hafa komið sér upp í skjóli stjórnvalda til að versla með þann ránsfeng sem íslensk stjórnvöld hafa úthlut- að þeim. Ég sendi ríkisskattsstjóra „bar- áttukveðjur“ og get fullvissað hann um að margir fylgjast af at- hygli með framgangi þessa máls og styðja embætti hans heils hug- ar í þessu máli ef svarið við síð- ustu spurningunni er já. Ríkisskattstjóri og gjafakvótinn Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður. Kvótamál Lögin um samningaveð, segir Jóhann Ársæls- son, eru Alþingi Íslend- inga til ævarandi skammar. þjónustunni. Hrapalegt er að horfa á lokaða heilabilunardeild á Landakoti. Hana verður að opna á ný. Ein aðgerð sem heilbrigðisráðu- neytið getur beitt sér fyrir kostar ekki aukið fjármagn. Tryggja mætti þeim sjúklingum, sem nú bíða eftir varanlegri vistun á LSH forgang að hjúkrunarheimilispláss- um. Erlendis, þar sem hjúkrunar- heimilisþjónustan er rekin af sveit- arfélögum, eru sveitarfélögin víða beitt dagsektum, ef sjúklingar fá ekki vistun eða heimaþjónustu inn- an fjórtán daga frá því þeir eru út- skriftarhæfir. Hér á landi eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heimahjúkr- unin öll greidd af hinu opinbera og dagsektaleiðin því torfarnari. Heil- brigðis- og fjármálaráðuneytið gæti varið þjónustusamningaleið og skilyrt fjárveitingar til hreinna hjúkrunarheimila því að veita bið- sjúklingum sjúkrahúsanna forgang að ákveðnum fjölda rýma sem losna, til dæmis 75% þeirra. Til þess að sjúkrahússþjónustan gangi eðlilega fyrir sig, þyrftu öll hjúkr- unarheimili að lúta sömu skilyrð- um. Nú er það aðeins Sóltún sem er háð því að veita sjúkrahúsinu 90% forgang að plássum. Árið 1997 skrifuðu þáverandi heilbrigðisráðherra, fjármálaráð- herra og borgarstjóri upp á yf- irlýsingu þess efnis að sjúkrahúsin í Reykjavík skyldu njóta forgangs að rýmum fyrir hjúkrunarsjúk- linga. Þessari yfirlýsingu hefur ekki verið fylgt eftir, en það má ekki dragast frekar. Það hlýtur að teljast eðlilegt að fjármögnun þjónustunnar fylgi stjórnunarlegt vald á því hvernig þjónustunni er háttað, þar með talin forgangsröð- un þeirra sem vistast. Miklir sam- félagslegir fjármunir eru í húfi. Nokkuð aukið fjármagn og veru- lega bætt samhæfing heilbrigðis- þjónustunnar við aldraða yrði mik- ilvægt innlegg í heilbrigðis- þjónustu, sem við höfum verið og viljum vera stolt af. Höfundur er sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði LSH og dósent í öldr- unarlækningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.