Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 37
✝ Bragi Guð-mundsson fædd-
ist í Stykkishólmi 25.
apríl 1942. Hann
andaðist að heimili
sínu 28. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðmund-
ur Bjarnason, vél-
stjóri í Stykkishólmi,
f. 6. janúar 1917, d. 2.
desember 2001, og
Herdís Torfadóttir,
f. 10. júní 1921, d. 16.
desember 2000.
Systkini Braga eru
Páll, f. 14. janúar
1944, Bára Laufey, f. 21. septem-
ber 1948, og Áslaug Sólveig, f. 3.
september 1955. Bragi kvæntist
27. september 1964 Sigríði Berg-
þóru Guðmundsdóttur húsmóður,
f. 27. september 1943. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Ármann
Björnsson bóndi í Görðum, f. 9.
desember 1962, er Þórarinn Vil-
helm, f. 4. apríl 1993. 3) Guðmund-
ur Ármann, f. 6. apríl 1972, maki
Barbara Thorberg, f. 23. apríl
1970, sonur þeirra Ásbjörn Sindri,
f. 26. feb. 1999. 4) Ásthildur Helga,
f. 19. maí 1975, börn hennar og
Sigurðar Sörens Guðjónssonar, f.
2. maí 1973, eru Sigurjón Daði, f. 9.
október 1994, og Kristín Helga, f.
28. september 1997.
Bragi ólst upp á Víkurgötu 4 í
Stykkishólmi. Hann lauk námi frá
Barna- og unglingaskóla Stykkis-
hólms 1958 og Iðnskólanum í
Stykkishólmi 1960. Hann lauk
sveinsprófi í vélvirkjun 1962 og
vélstjóraprófi í Vélskólanum í
Reykjavík 1964 og rafmagnsdeild
Vélskólans í Reykjavík 1965. Hann
vann ýmis vélsmiðjustörf 1965-
1967. Bragi var vélstjóri á Grjótey
1967-1969, Eldvík 1969-1971,
Sandey 1972-1980, og yfirvélstjóri
á Jóni Vídalín ÁR 1 frá 1980 þar til
hann lét af störfum vegna veikinda
í janúar 2002. Bragi var í stjórn
Vélstjórafélagsins frá 1990.
Útför Braga verður gerð frá
Garðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
ágúst 1896, d. 23. febr-
úar 1968, og Helga
Sveinsdóttir húsmóð-
ir, f. 30. júní 1911, d.
22. febrúar 1998.
Börn þeirra eru 1)
Helga Kristín, f. 24.
júlí 1964, maki Berg-
steinn Hjörleifsson, f.
30. júlí 1962, börn
þeirra eru Bragi, f. 18.
apríl 1986, Hjörleifur
Guðbjörn, f. 16. febr-
úar 1992, Bergdís
Maggý, f. 8. febrúar
1994. 2) Herdís, f. 18.
maí 1966, börn hennar
og Magnúsar Einarssonar, f. 7.
ágúst 1964, Ólafur, f. 4. apríl 1984,
d. 5. apríl 1984, Ingibjörg, f. 2.
mars 1985, dóttir Herdísar og Sig-
urðar Helga Hallvarðsonar, f. 2.
janúar 1963, er Ágústa Marsibil, f.
26. apríl 1989, sonur Herdísar og
Ásmundar Þórs Hreinssonar, f. 20.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín dóttir
Helga.
Elsku Bragi, nú ert þú farinn frá
okkur. Ekki bjóst ég við því að þú
færir svona stutt á eftir mömmu og
pabba. Þegar ég hugsa til baka er þú
sagðir mér frá draumi þínum rétt
eftir að mamma dó, þá er hann að
rætast nú.
Þú varst stóri bróðir minn og
fyrstu árin mín man ég vel eftir er
þú varst að læra í Vélsmiðju Krist-
jáns Rögnvaldssonar í Stykkishólmi.
Mamma leyfði mér að hlaupa á móti
þér niður Pettuhalla (eins og við
kölluðum hann) og leiða þig heim í
hádegismat. Það væri hægt að skrifa
margt sem við höfum upplifað sam-
an í Hólminum þó að árin séu mörg á
milli okkar. Þegar námi þínu lauk í
vélsmiðjunni fórst þú til Reykjavík-
ur í Vélskólann og þá sá ég þig
sjaldnar.
Eftir að þú giftist Sigríði og eign-
aðist Helgu Kristínu og Herdísi,
komu þær á sumrin í Hólminn og
voru hjá mömmu og pabba. Þú sigld-
ir oft út á þessum tíma og komst svo
á haustin að sækja þær. Alltaf var
spennandi þegar þú komst heim því
það var alltaf eitthvert góðgæti með
og á þessum árum var tyggjókarton
mjög vinsælt. Eftir að Guðmundur
og Ásthildur fæddust voruð þið oft í
hjólhýsinu uppi í Álftafirði.
Nú í þínum veikindum gátum við
alltaf hlegið þegar við töluðum um
eitthvað að heiman. Ég heimsótti
þig nokkrum dögum áður en þú lést
og þá var hugurinn í Hólminum.
Spjölluðum við um námið þitt í vél-
smiðjunni og sagðist þú örugglega
hafa lært eitt og það var að taka í
nefið með Guðmundi Kristjánssyni.
Þú komst oft í sveitina til mín og
þar leið þér vel þó að veikur værir.
Þú hafðir alltaf gaman af að hjálpa
til við að heyja og gefa skepnunum.
Þó að þú værir sárkvalinn fyrir jólin
er við fylgdum pabba okkar til graf-
ar þá fórst þú samt með Halldóri í
fjárhúsin svo hann þyrfti ekki að
vakna fyrir allar aldir áður en við
færum í Hólminn. Svona var þér rétt
lýst, alltaf að hjálpa eða gefa. En nú
ert þú farinn frá mér, Bragi, af
hverju? Guð veri með þér og styrki
þína fjölskyldu, Sigríði, Helgu Krist-
ínu, Herdísi, Guðmund, Ásthildi,
tengdabörn og barnabörn í þessari
miklu sorg. Með þessum orðum kveð
ég þig og förum með bænina sem
mamma kenndi okkur systkinunum
og barnabörnum.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss
frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Þín litla systir
Áslaug.
Það var miðvikudagur, dagur til
moldar, segir í gamalli trú. Í morg-
unsárið þennan dag gall síminn í
borðsalnum á Jóni Vídalín, úr hon-
um barst okkur félögunum sú
harmafregn að Bragi vinur okkar og
skipsfélagi væri allur. Okkur setti
hljóða, við sem höfðum farið af stað
kvöldið áður bjartir og hressir eftir
mánaðarstopp og flestir hitt Braga,
trúðum vart að vélstjórinn okkar
væri allur, þótt vitað væri í nokkuð
langan tíma að hverju stefndi. Samt
kom okkur kallið á óvart. Bragi
blessaður hafði kvatt þennan heim
með sömu rólegheitunum og honum
ávallt fylgdu.
Hugurinn reikar aftur til ’92, þeg-
ar kjarninn úr okkar hópi réðst á
Jón Vídalín. Þar hittum við fyrst
Braga en hann var þar yfirvélstjóri,
varð okkur flestum starsýnt á vél-
stjórann og sjálfsagt einhverjum
dottið í hug að sjálfur Robinson
Crusoe værikominn á staðinn, því
svo skeggjaður og hárprúður var
Bragi. En bak við þetta mikla hár og
skegg var þessi líka félagi og vinur
sem gott er að hafa sér við hlið sama
á hverju gengur.
Bragi var vélstjóri af gamla skól-
anum með tvistinn upp á vasann, ol-
íublautan og tilheyrandi, þannig að
ekki fór framhjá mönnum að þar fór
vélstjórinn. Það var númer eitt að
láta hlutina snúast, sem þeir gerðu
alveg ótrúlega vel, þrátt fyrir að
vera löngu komnir á tíma. Bragi og
félagar sáu um það. Einn af mörgum
kostum hans þegar eitthvað bilaði
og þarfnaðist endurnýjunar var að
þá gat hann oftar en ekki bent á út-
gerðaraðila sem átti þennan eða
hinn hlutinn og þar með flýtt við-
gerðum.
Braga var margt til lista lagt, þar
á meðal saumaskapur og nutum við
skipsfélagarnir góðs af því, alltaf var
saumavélin klár á borðinu og Bragi
til í að gera við gat á buxum eða
rifna skyrtu, var það svo listilega vel
gert að hver skraddari hefði verið
stoltur af. Þannig var Bragi alltaf
boðinn og búinn að bjarga málunum.
Bragi var mikill fjölskyldumaður
og hugsaði vel um sína, er því missir
þeirra mikill. Biðjum við algóðan
Guð að veita þeim styrk í sorginni.
Við skipsfélagarnir þökkum Braga
samfylgdina, himnafaðirinn fær góð-
an dreng í vélarrúmið, Guð fylgi þér.
Kveðja.
Áhöfnin á Jóni Vídalín.
Fimmtudaginn 28. ágúst sl. barst
mér sú harmafregn að Bragi Guð-
mundsson vélfræðingur hefði látist
þá um nóttina eftir erfiða sjúkdóms-
legu. Að vísu þurfti engum sem til
þekkti að koma andlát Braga á óvart
vegna þess að hann hafði í nokkurn
tíma barist við illkynja sjúkdóm,
sjúkdóm sem alltof oft hefur betur í
baráttunni um líf eða dauða.
Bragi útskrifaðist úr rafmagns-
deild Vélskóla Íslands vorið 1965 en
þá lá leiðin nánast beint á sjóinn;
hann var vélstjóri á skipum Björg-
unar hf. með hléum til ársins 1980 en
á sama tímabili hafði hann einnig
sinnt vélstjórn hjá Víkurskipum á ár-
unum 1969–71. Frá 1980 starfaði
Bragi sem yfirvélstjóri á Jóni Vídalín
ÁR sem þá var í eigu Meitilsins í
Þorlákshöfn sem síðar sameinaðist
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum
en þar starfaði Bragi þar til þann
varð að láta af störfum vegna veik-
inda sem síðar drógu hann langt um
aldur fram til dauða.
Leiðir okkar Braga lágu, fyrir al-
vöru, saman þegar hann var kjörinn í
stjórn Vélstjórafélags Íslands, sem
fulltrúi vélstjóra á fiskiskipum, fyrir
allmörgum árum en á þeim vettvangi
áttum við mjög gott samstarf.
Þrátt fyrir að Bragi væri sjómaður
og því lítið heima sökum fjarvista
sótti hann stjórnarfundi nánast alltaf
þegar tækifæri gafst og eyddi þá sín-
um takmarkaða frítíma til þess að
sinna félagsmálum en sá tími hefur
vafalítið komið niður á störfum fyrir
heimilið og samvistum við fjölskyld-
una.
Bragi var einnig tíður gestur á
skrifstofu félagsins þegar hann var í
landi og kom þá gjarnan á morgnana
svona um níuleytið settist þá inn til
mín og sagði mér frá því helsta sem
var að gerast um borð í skipinu og
hjá útgerðinni.
Öll afstaða Braga til starfanna um
borð og rekstrar skipsins einkennd-
ist af næmum skilningi fyrir þessum
störfum og þeim vandamálum sem
fylgir rekstri á ísfisktogara með tak-
markaðar veiðiheimildir.
Bragi var mjög umtalsgóður og
ekki man ég til að hann talaði niður
til nokkurs manns. Öll störfin um
borð voru jafn mikilvæg og enginn
komst af án annars í því lokaða sam-
félagi sem áhöfn eins skips er. Engu
að síður kom það fyrir þegar hann
sagði frá einstökum persónum sem
höfðu átt samleið með honum að
stríðnisglampi kæmi í augun. Ekki
vegna þess að hann væri að fjalla um
þær á neikvæðan hátt heldur vegna
þess að hann taldi þær á einhvern
hátt skemmtilegan og minnisstæðan
hátt skera sig úr fjöldanum.
Bragi var einstaklega traustur
maður sem gott var að eiga að í erf-
iðum málum vegna þess að ef hann
hét stuðningi við ákveðið málefni þá
stóð hann við það í gegnum súrt og
sætt. Hann var ekki maðurinn sem
talaði bara til þess að tala heldur sá
sem lét skoðun síns í ljósi á yfirveg-
aðan hátt; skoðun sem hann hafði
myndað sér af umhugsun og kunn-
áttu; skoðun sem var ekki tilkomin
bara vegna einhverra strauma sem
umluktu hann í það og það skiptið
heldur vegna málefnalegra ástæðna
sem hann gat rökstutt og réttlætt
bæði fyrir sér og öðrum.
Með Braga er genginn heilsteypt-
ur einstaklingur sem öllum vildi gott
gera. Ég votta eiginkonu Braga, fjöl-
skyldu og öðrum honum nákomnum
mína innilegustu samúð.
Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags Íslands.
BRAGI
GUÐMUNDSSON
✝ Björn Björnssonfæddist á Grjót-
nesi á Melrakkasléttu
19. mars 1916. Hann
andaðist á sjúkrahús-
inu á Húsavík að
morgni sunnudagsins
28. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Vilborg Sig-
ríður Guðmundsdótt-
ir, f. 10. maí 1877, d.
25. sept. 1962, og
Björn Sigurðsson
bóndi á Grjótnesi, f.
8. des. 1870, d. 5.
ágúst 1938. Systkini
Björns voru Guðmundur, f. 1899,
Kristín, f. 1901, Jóhanna, f. 1903,
Guðrún, f. 1904, Sigurveig, f.
1906, Sigurður, f. 1909, Jakobína,
f. 1911, Stefán, f. 1914, tvíbura-
bróðir Björns og 12
mínútum yngri
Gunnlaugur, f. 1916,
og Arnþrúður, f.
1918.
Af systkinunum
lifa nú Stefán, Gunn-
laugur og Arnþrúð-
ur.
Árið 1951 kvænt-
ist Björn eftirlifandi
konu sinni, Hildi
Önnu Raabe Björns-
son. Björn bjó allan
sinn aldur á Grjót-
nesi. Auk þess sem
þar var rekinn fjöl-
breyttur búskapur sinnti hann
vitavörslu á Rauðanúpi í fjölda
ára.
Útför Björns var gerð frá Snart-
arstaðakirkju í N-Þing. 3. ágúst.
Á björtum og hlýjum sumardegi
söfnuðumst við saman, ættingjar
og vinir Björns Björnssonar bónda
á Grjótnesi til þess að fylgja hon-
um síðasta spölinn. Minningarnar
um Boja frænda minn taka að
streyma fram og ég verð aftur
smástelpa á Grjótnesi í sólskini og
sumarblíðu. Í þá daga bjuggu á
Grjótnesi Vilborg amma mín, Sig-
urveig (Úa) dóttir hennar og tví-
burarnir Gunnlaugur (Gulli) og
Björn (Boja) auk frændfólksins í
Steinhúsinu. Á Grjótnesi var þá
tvíbýli – „Timburhúsið“ og „Stein-
húsið“. Þegar við komum norður á
vorin áttum við systur alltaf í
mestu erfiðleikum með að þekkja
Gulla og Boja í sundur, það voru
helst fötin sem hjálpuðu til, en svo
skiptu þeir um föt og vandamálið
hófst á nýjan leik. Það tók alltaf
einhverja daga að læra á smáat-
riðin. „Tvíbbar“ voru þeir kallaðir
og oft hafðir í sama orðinu. Báðir
voru þeir afar barngóðir og um-
burðarlyndir við krakka og nutum
við sumardvalarbörnin góðs af. Á
Grjótnesi var rekið mikið mynd-
arbú í þá daga og störfin sem
þurfti að sinna af ýmsum toga.
Auk þess að sinna hefðbundnum
bústörfum við kýr, hesta og kindur
þurfti að sinna æðarvarpinu á vor-
in, silungur var veiddur í tveimur
vötnum og mótorbátur var gerður
út frá báðum búum. Ég minnist
þess líka að Björn frændi minn fór
eitt sinn í selveiði með fleiri bænd-
um þegar ég var krakki.
Boja var glaðvær og stríðinn og
nennti ótrúlega oft að hafa okkur
krakkana með sér, og þá ekki bara
einn eða tvo, heldur alla dröguna,
sem gátu verið átta til tíu krakkar
af báðum bæjum. Stundum fórum
við á hestum að leggja eða vitja um
net í Kötluvatni. Þangað þótti mér
óravegur í þá daga. Hestarnir voru
tveir og sat Boja á öðrum og reiddi
einhvern krakkann fyrir framan
sig, hinn hestinn höfðu krakkarnir
til afnota og sátu tveir til þrír á
honum og runnu af baki á báðar
hliðar alla leiðina, en ekki gafst
Boja upp á samfylgdinni, heldur
stappaði stálinu í liðið og fór fetið
til þess að allir kæmust með. Óþol-
inmæði og streita voru víðs fjarri.
Þegar hann hafði okkur með í
jeppanum söng hann gjarnan fyrir
okkur og við pöntuðum óskalög.
„Frú Jónsen...“ var vinsælust.
Einu sinni fundum við Balli Borg-
þórs ágætan spýtnahlaða og
ákváðum að byggja okkur kofa –
fimm herbergi og eldhús. Við hóf-
umst handa hin hressustu þar til
einhver kom og spurði hvað við
héldum að við værum að gera,
þetta væru allir girðingastaurarnir
sem ætti að fara að nota – en Boja
skrapp inn á Kópasker og keypti
naglapakka og gaf okkur. Eitthvað
heyrðum við um að það mætti þá
laga þetta þegar krakkarnir væru
farnir heim í haust.
Einn vetrarpart var Boja hjá
okkur í Vestmannaeyjum og vann
við smíðar hjá Guðmundi Böðvars-
syni. Eftir þá vist áttum við systur
bæði borð og stóla auk forláta
sleða sem fór ófáar ferðirnar niður
Oddgeirshólatúnið í mörg mörg ár.
Svona var Boja frændi minn. Við
sem nutum þess að þekkja hann
eigum ótal hlýjar minningar um
þennan barngóða og gestrisna
bónda.
Ég gæti haldið lengi áfram, en
læt hér staðar numið. Um leið og
ég sendi Hildi samúðarkveðjur frá
mér og fjölskyldu minni vil ég
þakka þeim hjónum báðum alla þá
hlýju og gestrisni sem ég og mínir
hafa orðið aðnjótandi í þeirra
ranni.
Harpa Karlsdóttir.
BJÖRN
BJÖRNSSON