Morgunblaðið - 05.09.2002, Page 41

Morgunblaðið - 05.09.2002, Page 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 41 BJÖRN Þorsteinsson vann verðskuldaðan sigur á Íslandsmóti öldunga sem nýlega lauk í Garða- bæ. Mótið, sem var opið skák- mönnum 60 ára og eldri, var fá- mennt en góðmennt að þessu sinni og lokaúrslitin urðu eftirfarandi: 1. Björn Þorsteinsson 5½ v. 2. Ingvar Ásmundsson 4 v. 3. Jóhann Örn Sigurjónsson 2 v. 4. Halldór Garðarsson ½ v. Tefld var tvöföld umferð og sigraði Björn í öllum skákum sín- um, nema í lokaskákinni gegn Ingvari Ásmundssyni sem lauk með jafntefli. Ingvar, sem nú lenti í öðru sæti, sigraði á þessu móti í fyrra. Sigurlaun á mótinu voru eign- arbikar og svo farandbikar sem gefinn var af Guðmundi Arasyni. Með sigri sínum á mótinu hefur Björn áunnið sér rétt til að tefla á Evrópumótinu í sama aldurs- flokki. Mótið fer fram í Saint-Vinc- ent (Aosta Valley) á Ítalíu dagana 28. september til 6. október 2002. Það var Taflfélag Garðabæjar sem skipulagði mótið með stuðn- ingi Íslenskra aðalverktaka. Davíð Kjartansson sigrar á alþjóðlegu móti Þótt Skákþing Íslands hafi verið fyrirferðarmikið í undanförnum skákþáttum, þá hefur fjölmargt annað borið til tíðinda að undan- förnu. Þannig vann Davíð Kjart- ansson góðan sigur á alþjóðlegu skákmóti í Ungverjalandi, hlaut 6½ vinning í 10 umferðum. Hann hefur nú bæst í vaxandi hóp þeirra íslensku skákmanna sem eiga góða möguleika á alþjóðlegum meist- aratitli. Sigur Davíðs er athyglis- verður af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi var hann stigalægsti keppandinn á mótinu, þar sem þrír alþjóðlegir meistarar voru meðal andstæðinga hans. Í öðru lagi hef- ur hann teflt tiltölu- lega lítið að undan- förnu og því var fyrirfram ekki reikn- að með svo góðum ár- angri hjá honum. Von- andi verður þetta Davíð hvatning til þess að stefna að al- þjóðlegum áföngum af fullri alvöru. Engin skák á Ólympíuleikunum Alþjóðlega Ólymp- íunefndin hefur ákveðið, að skák verði ekki meðal keppnis- greina á Ólympíuleik- unum á næstunni. Þetta er nokk- urt áfall fyrir forystu FIDE sem hefur sótt hart að koma skákinni inn á leikana. Þær tilraunir hafa reyndar fallið í misjafnan jarðveg meðal skákmanna, sem hafa gert óspart grín að upptöku lyfjapróf- anna á skákmótum. Forystumenn FIDE virðast ekki vera í góðu jarðsambandi því það er afar hæp- ið að lyfjapróf séu viðeigandi í skákkeppni, hvað þá að yfirfæra þau nánast óbreytt frá öðrum keppnisgreinum. Það má t.d. ekki gleyma því að skákin er hugar- íþrótt og auk þess íþrótt allra ald- urshópa. Það hefur enn ekki sést sjötugur hlaupari í 100 metra hlaupi í alþjóðlegri keppni, en sumir skákmenn eru enn að sigra á alþjóðlegum skákmótum á þeim aldri. Einnig hafa skákmenn sem eiga við sjúkdóma að stríða oft náð prýðilegum árangri á skákmótum. Það gengur varla að útiloka aldr- aða og sjúka frá skákkeppni bara af því að þeir taka lyfjaskammtinn sinn! Það er vonandi að FIDE hætti þessari baráttu sinni, eða reyni a.m.k. að líta raunsætt á málin í stað þess að leggja allt í sölurnar til þess eins að koma skákinni að á Ólympíuleikunum. Auk þess á skákin sitt eigið Ól- ympíumót sem hefur staðið fylli- lega fyrir sínu. Á næsta Ólympíu- móti verður t.d. slegið þátt- tökumet og fjöldi þjóða á mótinu verð- ur vel á annað hundrað. Haustmót TR hefst á sunnudag Haustmót Tafl- félags Reykjavíkur 2002 hefst 8. sept- ember nk. Teflt verður í tveimur 12 manna riðlum og opnum flokki. Í riðl- unum verður brydd- að upp á þeirri nýj- ung að notast við Fischer-klukku og viðbótartíma fyrir hvern leik. Í opna flokknum verða tímamörkin einn og hálfur tími fyrir fyrstu 30 leikina og síðan hálftími til að klára skákina. Teflt verður eins og undanfarin ár á sunnudögum kl. 14 og miðviku- dags- og föstudagskvöldum kl. 19:30. Fimmtu umferð verður þó skotið inn mánudagskvöldið 16. september þannig að mótinu lýkur sunnudaginn 29. september, helgina áður en Íslandsmót skák- félaga hefst. Hraðskákmót Haustmótsins verður 2. október kl. 19:30. Þátttökutilkynningar berist Ólafi Ásgrímssyni í síma 895 5860 eða Júlíusi L. Friðjónssyni 896 3329. Skákæfingar barna og unglinga hjá TR Skákæfingar fyrir börn og ung- linga, 15 ára og yngri, hefjast aftur eftir sumarfrí næstkomandi laug- ardag, 7. september, kl. 14. Æfing- in fer fram í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Teflt verður létt mót með góðum verðlaunum, auk þess sem boðið verður upp á pizzur og gos fyrir alla. Ekkert kostar að vera með. Athygli er vakin á því að Tafl- félagið hefur hækkað hámarksald- ur á æfingunum um eitt ár, en áð- ur var hann 14 ár. Björn Þorsteinsson Ís- landsmeistari öldunga SKÁK Garðabær ÍSLANDSMÓT ÖLDUNGA 30. ágúst – 1. sept. 2002 Daði Örn Jónsson Björn Þorsteinsson ÁRIÐ 1989 var Breiðafjarðarferjan Baldur tekin í notkun og hóf siglingar milli Brjánslækjar og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Rekstur ferj- unnar var boðinn út árið 2000 og gild- ir sá samningur til ársloka 2003 með heimild til framlengingar til ársins 2005. Í tengslum við gerð samgönguáætl- unar og með hliðsjón af þætti ferj- unnar í eflingu ferðaþjónustu á Vest- fjörðum og við Breiðafjörð hefur samgönguráðherra því skipað nefnd sem geri tillögur um framtíð ferju- siglinga um Breiðafjörð. Ráðherra leggur áherslu á að nefndin komi fram með allar þær til- lögur og hugmyndir sem hún telur vænlegar í þágu bættra samganga við Vestfirði og til eflingar ferðaþjónust- unni á svæðinu. Nefndina skipa Kristján Vigfússon, Siglingamálastofnun, formaður, Pét- ur Ágústsson skipstjóri, Stykkis- hólmi, Sigfús Jónsson, framkvæmda- stjóri Nýsis, Reykjavík, Magnús Valur Jóhannsson, umdæmisstjóri Vegagerðinni, Borgarnesi, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir viðskipta- fræðingur, Tálknafirði, og Einar Odd- ur Kristjánssonar alþingismaður. Nefnd fjallar um framtíð Baldurs REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp um næstu helgi. Kennt verður föstudag kl. 12–23, laugar- dag kl. 14–18 og sunnudag kl. 10– 14. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Meðal þess sem verður kennt á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum og blæðing- um úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys þ.m.t. slys á börnum og forvarnir almennt. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum, segir í fréttatil- kynningu. Námskeið í skyndihjálp JÓGASTÖÐ Vesturbæjar hefur flutt starfsemi sína í Héðinshúsið á Selja- vegi 2, 5 hæð. Húsnæðið hefur verið innréttað með tilliti til jógaiðkunar. Jógastöð Vesturbæjar var stofnuð árið 1994. Eigandi er Anna Björns- dóttir jógakennari, en hún hefur stundað jóga í yfir 20 ár. Allir leið- beinendur Jógastöðvar Vesturbæjar eru reyndir jógakennarar, með kennararéttindi frá Kripalu-jóga- stöðinni í Bandaríkjunum eða sam- bærilega þjálfun erlendis frá. Í Jógastöð Vesturbæjar er boðið upp á jógatíma fyrir konur og karla, bæði byrjendur og lengra komna, alla virka daga. Einnig eru í boði jógatímar fyrir barnshafandi, jóga fyrir börn og námskeið tengd jóga. Jógastöð Vest- urbæjar flytur í nýtt húsnæði RAINN hlaupið fer fram sunnudag- inn 8. sept. kl. 19 í Laugardal. Skrán- ing fer fram frá klukkan 18 á hlið íþróttavallarins. Tilgangur hlaupsins er að safna peningum til styrktar samtökunum RAINN. Þessi samtök reka síma- þjónustu í Bandaríkjunum sem ætl- að er að hjálpa einstaklingum sem orðið hafa fyrir nauðgun eða kyn- ferðislegri áreitni. Styrktarhlaup í Laugardal KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi heldur félagsfund í Sólvöllum, félagsheimili Lions- klúbbsins Keilis, Aragerði 4 í Vog- um, Vatnsleysuströnd, kl. 13 laugar- daginn 7. september. Fjallað verður um hvernig staðið verður að framboðsmálum í kjör- dæminu fyrir kosningarnar í vor og starfið framundan. Steingrímur J. Sigfússon mun mæta á fundinn og hafa framsögu um stjórnmál líðandi stundar og komandi vetrar. Nýir félagar eru velkomnir. Fundur VG í Suður- kjördæmi TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Ræsting á skrifstofum Samtaka atvinnu- lífsins og aðildarfélaga* í Borgartúni 35, Reykjavík. Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög þeirra óska hér með eftir tilboðum í ræstingu á skrif- stofum sínum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 9. september. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 15:00 þann 17. september. * Aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins eru: SI, SVÞ, LÍÚ, SART, SFF, SAF og SF. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Álfasteinssund 12, Grímsnes- og Grafningshreppi, fastanr. 224-7704, þingl. eig. Ástvaldur Gunnlaugsson, gerðarbeiðandi Grímsnes- og Grafningshreppur, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 13.15. Glóra, Hraungerðishreppi, eignarhl. gerðarþ. Landnr. 166232, þingl. eig. Halldór Vilhjálmsson, gerðarbeiðendur Áhaldaleigan/Jón Vil- hjálmsson og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 9.30. Laufskógar 18a, Hveragerði, fastanr. 221-0682 og 221-0684, þingl. eig. Kristján Karl Hilmarsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnað- arins, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 10.15. Miðfellsvegur 2, Biskupstungnahreppi, fastanr. 220-5720, þingl. eig. Björgvin Andri Guðjónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 15.00. Setberg 25, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2806, þingl. eig. Magnús Engil- bert Lárusson og Sigurbjörg S. Rúnarsdóttir, gerðarbeiðendur Eignar- haldsfélag Hörpu hf., Greiðslumiðlun hf. — Visa Ísland og Íbúðalána- sjóður, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 11.30. Vorsabæjarvellir 3, Hveragerði (0101), fastanr. 221-0888, þingl. eig. Silfurberghóll ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., fimmtu- daginn 12. september 2002 kl. 10.45. Þórisstaðir, Grímsnes- og Grafningshreppi, fastanr. 220-8443, þingl. eig. Þb. Ólafur Ágúst Ægisson b/t Ragnar H. Hall hrl., gerðarbeiðendur Grímsnes- og Grafningshreppur og Íslandsbanki-FBA hf., fimmtudag- inn 12. september 2002 kl. 16.00. Öndverðarnes 1, lóð nr. 132, Grímsnes- og Grafningshreppi, fastanr. 220-8613, þingl. eig. Valdimar Þórðarson, gerðarbeiðandi Íslands- banki hf., útibú 526, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 14.15. Sýslumaðurinn á Selfossi, 4. september 2002. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Erna Jóhannsdóttir miðill og sálfræðingur hefur hafið störf að nýju hjá félaginu og býður upp á einkatíma í heilun. Hafsteinn Guðbjörnsson huglæknir er kominn til starfa eftir sumarleyfi. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9. 00—15.00. Einnig er hægt að senda fax, 561 8130, eða tölvu- póst, srfi@isholf.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka í umsjón starfsfólks gistihússins. Happdrætti og veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötuu 42 kl. 20.00 Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Heiðar Guðnason. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Upplifðu nýja hluti í þínu lífi. Jesús á erindi við þig. Samkoma fimmtudaginn 5. september kl. 20.00 í húsnæði Vegarins, Smiðjuvegi 5, Kópa- vogi. Halldór Lárusson predikar. Tónlist og fyrirbænir. Komið til mín, allir þér sem erfiðið hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.