Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÚTTÓGREIÐSLUR til ein- stakra sérfræðilækna á grundvelli samnings þeirra við Trygginga- stofnun ríkisins geta numið tugum milljóna króna, að því er fram kem- ur í stjórnsýsluendurskoðun Ríkis- endurskoðunar vegna samninga Tryggingastofnunar og sérfræði- lækna á tímabilinu 1998-2001. Sum- ir læknanna voru að auki í hluta- eða fullu starfi við opinberar sjúkrastofnanir á sama tíma. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær telur Ríkisendur- skoðun að skoða beri hvort ekki sé ástæða til að takmarka að einhverju leyti umfang stofurekstrar þeirra sem sinna jafnframt starfi á opin- berum sjúkrastofnunum í næstu samningum. Einnig geti verið ástæða til að setja þak á greiðslur til einstakra sérfræðilækna vegna þjónustu sem þeir sinna fyrir TR. Brúttógreiðslur að meðaltali 6,9 milljónir króna Ríkisendurskoðun kannaði sér- staklega samninga vegna fjögurra sérgreina, þ.e. samninga háls-, nef- og eyrnalækna, hjartalækna, skurð- lækna og svæfingalækna. Í skýrslunni kemur fram að brúttógreiðslur sjúkratrygginga til hvers háls-, nef- og eyrnalæknis voru að meðaltali tæpar 6,9 millj- ónir króna á árinu 2001. Tveir háls-, nef- og eyrnalæknar voru á lista yf- ir þá 10 klíníska sérfræðilækna sem hæstar fengu brúttógreiðslur á árinu 2001 vegna samningsins við Tryggingastofnun. Brúttógreiðsla til þess í 4. sæti var tæpar 22,5 milljónir króna en um 22 milljónir til þess í 6. sæti listans. Fjárhæð- irnar eru samanlagður hluti sjúkra- trygginga og sjúklings. Fyrrnefndi læknirinn var einnig í 75% starfi á opinberri sjúkrastofnun en sá síð- arnefndi í 25% starfi. Inni í fjár- hæðunum eru ekki laun vegna starfa þeirra þar, að því er segir í skýrslunni. Erfitt að meta rekstur að baki greiðslunum Ríkisendurskoðun segir, að þar sem ekkert kostnaðarlíkan sé til vegna háls- nef- og eyrnalækna sé erfitt að meta hversu umfangsmikill rekstur býr að baki framangreind- um greiðslum. Sé notuð sú viðmiðun að hver klukkustund svari til 76 ein- inga eins og er í kostnaðarlíkani skurðlækna, svari greiðslur þess læknis sem meira fékk til um 1,6- falds reksturs á stofu en hann gegndi eins og áður sagði jafnframt 75% starfi á opinberri sjúkrastofn- un. Útgjöld sjúkratrygginga vegna þjónustu skurðlækna nær þreföld- uðust á tímabilinu 1998-2001. ,,Út- gjaldahækkunin á milli áranna 1998 og 1999 er athyglisverð í ljósi þess að læknum í viðskiptum við Trygg- ingastofnun fækkaði verulega eftir að sjúkratryggingar hættu að greiða fyrir ferliverk á sjúkrahús- um. Læknum í viðskiptum við Tryggingastofnun fjölgaði á árinu 2000 en fækkaði svo aftur 2001,“ segir í skýrslunni. Brúttógreiðslur til skurðlækna 4,4 milljónir ,,Brúttógreiðslur Trygginga- stofnunar til hvers skurðlæknis á samningi voru að meðaltali tæpar 4,4 milljónir króna á árinu 2001. Skurðlæknir er í 9. sæti á lista yfir 10 hæstgreiddu klíníska sérfræði- lækna á samningi við Trygginga- stofnun á því ári. Brúttógreiðsla til hans vegna samningsins nam tæp- um 22,8 milljónum króna. Í fjár- hæðinni eru bæði hluti sjúkratrygg- inga og sjúklings. Svarar hún til 1,4-falds reksturs á stofu miðað við 8 stundir á dag, þar sem 5,5 eru virkar. Læknirinn var einnig í 100% starfi á opinberri sjúkrastofnun og eru laun vegna þess starfs utan fjárhæðarinnar,“ segir þar enn- fremur. Útgjöld sjúkratrygginga vegna svæfingalækna nær þrefölduðust á tímabilinu 1998-2001 og bendir Rík- isendurskoðun á að aukin útgjöld verði ekki skýrð af fjölgun svæf- ingalækna því fjöldi þeirra hafi svo til verið sá sami frá 1999. Dæmi um 40 millj. kr. brúttó- greiðslu vegna samnings TR ,,Brúttógreiðslur sjúkratrygg- inga til hvers svæfingalæknis á samningi voru að meðaltali rúmar 14,4 milljónir króna á árinu 2001. Engin sérgrein á jafnmarga full- trúa á lista yfir 10 hæstgreiddu klíníska sérfræðilækna á samningi við Tryggingastofnun 2001 því þeir eru þar 6 talsins, þar á meðal þeir sem eru í 1. og 2. sæti. Brúttó- greiðslur til þess sem hæstar greiðslur fékk skv. samningnum námu 40,5 milljónum króna en sá sem næstur var fékk 32,7 milljónir á árinu 2001. Í fjárhæðinni er bæði hluti sjúkratrygginga og sjúklings. Hvorugur þessara lækna gegndi starfi á opinberri sjúkrastofnun á árinu. Miðað við einingafjölda sem greiddur er fyrir klukkustund á skurðstofu svara heildargreiðslur til hæstgreidda svæfingalæknisins 2001 til a.m.k. 2,7-falds umfangs stofu í fullum rekstri miðað við for- sendur í kostnaðarlíkani,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur einnig fram að fjöldi hjartalækna í viðskiptum við TR hefur lítið breyst á því tímabili sem athugunin náði til. Brúttógreiðslur til hvers hjartalæknis voru að með- altali tæpar 4,6 millj. kr. á árinu 2001. Enginn hjartalæknir var í hópi sérfræðilækna sem hæstar greiðslur fengu vegna samnings við TR á því ári. TR stóð höllum fæti í samn- ingagerðinni við lækna Í umfjöllun sinni setur Ríkisend- urskoðun fram þá skoðun að samn- inganefnd Tryggingastofnunar hafi skort mikilvægar kostnaðarfor- sendur til að geta metið raunkostn- að við þjónustu sérfræðilækna. Hafi hún að þessu leyti því ekki staðið jafnfætis samninganefnd lækna við samningagerðina. Ríkisendurskoðun telur koma til greina að setja þak á greiðslur til einstakra sérfræðilækna Háar greiðslur til lækna sem starfa einn- ig hjá sjúkrastofnunum                   !!" !!# !!! $%%% $%% & !!"'$%%              ( JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og trygginga- ráðherra lýsir ánægju sinni með skýrslu Rík- isendurskoðunar um samninga Trygginga- stofnunar og sérfræðilækna. Hann segir að Ríkisendurskoðun hafi unnið mikið verk, enda um mjög stór mál að ræða sem varði skipulag heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. „Það er að sjálfsögðu skylda okkar að bregð- ast við þeim ábendingum sem þarna koma fram,“ segir ráðherra. Í úttekt Ríkisendurskoðunar er fjallað um þá stefnu stjórnvalda að sjúklingar hafi val- frelsi um hvar þeir leita eftir heilbrigðisþjón- ustu, en fram kemur að sjúklingar leita í auknum mæli fyrst til sérfræðilækna. „Ég hef ekki áform um að afnema þetta valfrelsi, með því t.d. að taka upp tilvísanakerfi,“ segir Jón. „Við reyndum það fyrir nokkrum árum en frá því var horfið vegna mikilla deilna. Ég tel að sjálfstætt starfandi sérfræðingar utan sjúkrahúsa inni af hendi mikilvæga þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Hins vegar hefur gengið illa að áætla þessa starfsemi og halda henni innan fjárlaga, eins og fram kemur í skýrsl- unni,“ segir Jón. Hann segir mjög áríðandi að meðhöndla sjúklinga í grunnþjónustu heilbrigðiskerfis- ins sé þess nokkur kostur og þeir fari síðan áfram til sérfræðinga ef þeir þurfi á sér- fræðiþjónustu að halda sem sérfræðingar í heimilislækningum geti ekki veitt. Lagt til að launakerfi heilsugæslulækna verði rýmkað „Ég treysti mér ekki til að skylda fólk til þess að fara þangað. Hins vegar eru tvær leiðir sem koma til greina. Aðra leiðina höf- um við reynt en það er verðstýringarleið. Hún er miklum mun ódýrari og kostnaðar- þátttaka sjúklinga er miklu minni í heilsu- gæslunni en hjá sérfræðingum. Það er svo kannski meginatriði málsins að aðgengið að heilsugæslunni hér á þéttbýlasta svæðinu hefur ekki verið nógu gott í öllum tilfellum og það er afar brýnt að bæta það,“ segir heilbrigðisráðherra. Heilsu- gæslulæknar hafa sett fram ákveðnar kröfur um að gera samninga á sömu forsendum og sérfræðilæknar í deilum þeirra við heilbrigðisráðuneytið. „Við höfum ekki viljað það og ég hef verið hræddur við afleiðingar þess á uppbyggingu heilsugæsl- unnar sem þverfaglegrar stofn- unar. Hins vegar stendur vilji okkar til þess að launakerfið verði rýmkað, svigrúm læknanna aukið og fastlauna- kerfið verði afnumið. Við höfum komið hugmyndum um það á framfæri við kjaranefnd,“ segir Jón. Forsvarsmenn heilsugæslunn- ar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi kynntu heilbrigðisráðherra í gær tillögur um breytingar sem hafi að markmiði að allir sem þurfa geti fengið þjón- ustu heimilislæknis samdægurs. Er m.a. lagt til að komið verði á nýju launakerfi lækna, sem verði þannig uppbyggt að læknar geti valið milli þess að vera að hluta á föstum launum og að hluta á verkgreiðslum. Jón segist geta tekið undir þessar tillögur, enda séu tillögurnar um launa- kerfi lækna mjög í samræmi við hugmyndir ráðuneytisins. „Við erum mjög áfram um að það verði kveðinn upp úrskurður um laun þeirra svo fljótt sem verða má. Við teljum að þessar tillögur séu líka innlegg í við- ræður okkar við aðra, sem eru utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón. Hann segist einnig geta tekið undir aðrar tillögur heilsugæsl- unnar m.a. um að komið verði á öflugri bráðaþjónustu og mið- lægri símaþjónustu, sem gæti létt á bráðamóttöku Landspít- ala – háskólasjúkrahúss. Hann bendir einnig á að ráðuneytið hafi haft í undirbúningi uppbygg- ingu heilsugæslustöðva í Voga- og Heima- hverfi og í Salahverfi í Kópavogi. Einnig þurfi að skoða hvort hægt verði að fjölga námsstöðum í heimilislækningum innan heilsugæslunnar. Leggja saman krafta ráðuneytisins og Tryggingastofnunar Í skýrslu ríkisendurskoðunar um samn- inga TR og sérfræðilækna kemur fram að útgjöldin hafa vaxið stöðugt frá 1997. „Við höfum samið við sérfræðingana um ákveðinn einingafjölda og það hefur oft reynst erfitt að halda sig innan þess ramma, m.a. vegna þess að þarna eiga sjúklingar í hlut,“ segir Jón. „Við teljum nauðsynlegt að leggja mikla vinnu í að fara yfir þetta og höfum styrkt að- komu ráðuneytisins með nýrri löggjöf um samninganefnd. Þar fara ráðuneytið og Tryggingastofnun saman með málefni samn- inganefndar. Ég tel að með því að leggja krafta Tryggingastofnunar og ráðuneytisins saman fái menn betri yfirsýn,“ segir Jón. Tryggingastofnun undir miklum þrýstingi í samningunum 1998 Forsvarsmenn Tryggingastofnunar ríkis- ins eru einnig ánægðir með skýrslu Rík- isendurskoðunar um samninga sérfræði- lækna og TR, að sögn Kristjáns Guðjónssonar, forstöðumanns sjúkratrygg- ingasviðs TR. Ríkisendurskoðun kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að eftirlit með samn- ingum við sérfræðilækna hafi bæði kostn- aðarlega og faglega verið ófullnægjandi á tímabilinu 1998 til 2001. Kristján segir meg- inástæðuna þá að tölvunefnd hafi fellt þann úrskurð að TR hefði ekki aðgang að sjúk- lingabókhaldi sérfræðilækna. „Þessu var hins vegar kippt í liðinn um síðustu áramót með lagabreytingu,“ segir Kristján. Hann bendir einnig á að sú breyting hafi verið gerð með lögum að umboð samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna hafi verið flutt frá Tryggingastofnun til sérstakr- ar samninganefndar heilbrigðisráðherra. Hann segir einnig að TR hafi verið undir miklum þrýstingi þegar unnið var að samn- ingum við sérfræðilækna árið 1998. „Stórir hópar sérfræðilækna voru búnir að segja sig af samningi og samningskjörin sem þeir fengu markast svolítið af þeirra góðu stöðu,“ segir Kristján. Skylda okkar að bregðast við ábendingunum Jón Kristjánsson Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.