Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurgeir Val-mundsson fædd- ist í Galtarholti 30. nóvember 1919. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Lundi á Hellu 2. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Vil- borg Helgadóttir og Valmundur Pálsson, bóndi í Galtarholti. Sigurgeir var annar í röð sjö systkina. Þau eru í aldursröð: Ágúst, f. 30. ágúst 1918, nú látinn, var kvæntur Sigríði Guðjónsdóttur; Guðrún, f. 2. mars 1921, gift Ísleifi Pálssyni, látinn; Sigrún, f. 8. des. 1923, d. 8. júní 1926; Guðmunda, f. 6. október 1925, gift Gísla Krist- jánssyni, látinn; Einar, f. 24. sept. 1926, kvæntur Guðrúnu Jónsdótt- þriggja ára dóttur, Söru Arndísi Thorarensen, f. 2. júní 1999. 2) Bergrún Arna, f. 31. okt. 1978, stundar nám í jarðfræði. Sigurgeir ólst upp í Galtarholti unz fjölskyldan fluttist að Móheið- arhvoli 1944. Þar átti hann heima þar til hann fluttist í Eystra-Fróð- holt vorið 1950 og hóf þar búskap. Sigurgeir ólst upp við hefðbundin sveitastörf. Hann var snemma fylginn sér, fór á vertíðir til Vest- mannaeyja og víðar, fór á síld fyr- ir Norðurlandi, keypti vörubíl og ók í vegavinnu og annað sem til féll. Hann var fóðureftirlitsmaður í Rangárvallahreppi árum saman og fjallkóngur í Rangárvallaaf- rétt, oftast í seinni leitum, svo ár- um skipti. Vorið 1984 brugðu þau hjón búi og fluttu að Hellu og hafa búið þar síðan. Sigurgeir veiktist hastar- lega fyrir nokkrum árum, en náði sér nokkuð, en tvö síðustu árin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Útför Sigurgeirs verður gerð frá Oddakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ur; Helgi, f. 21. apríl 1929, sambýliskona Svanhvít Hannesdótt- ir; Páll Ingi, f. 1. sept. 1931, kvæntur Fríðu Klöru Guðmundsdótt- ur. Hinn 27. maí 1950 kvæntist Sigurgeir Vilborgu Guðjóns- dóttur, f. 1. okt. 1928. Foreldrar hennar voru Guðjón Bjarna- son og Kristín Sveins- dóttir, Uxahrygg. Sonur Sigurgeirs og Vilborgar er Guð- mundur Óli, kennari á Kirkjubæj- arklaustri, f. 27. ágúst 1949, kvæntur Ester Önnu Ingólfsdóttur úr Kópavogi. Þau eiga tvær dæt- ur. Þær eru: 1) Sigurborg Ýr, f. 8. ágúst 1973, unnusti Oddsteinn Árnason frá Vík. Sigurborg á Fallinn er einn úr flokki bænda, góður, gætinn og göfuglyndur. Þótt skyggi sorg á sætið auða, ljós er þar yfir, sem látinn hvílir. (M. Joch.) Vorið 1950 flytja að Eystra-Fróð- holti hjónin Sigurgeir Valmundsson og Vilborg Guðjónsdóttir, þá nýgift, með son sinn Guðmund Óla á fyrsta ári. Þau voru kunnug staðháttum. Sigurgeir fæddur og uppalinn í Galt- arholti og Vilborg hafði flutt að Galt- arholti með foreldrum sínum 1944 er þau komu þangað austur úr Meðal- landi. En vegurinn fram að Galtar- holti lá við túngarðinn í Eystri-Fróð- holti. Þá voru miklar breytingar að verða í sveitum; vélvæðing hafin eða að hefjast víðast hvar, og framfara- og framkvæmdahugur í mönnum. Einn var sá atburður sem miklum breytingum olli um Landeyjar, Fljótshlíð og Bakkabæi, að vísu fjór- um árum fyrr, en það var fyrir- hleðsla fyrir Markarfljót inni við Þórólfsfell. Áður hafði meginhluti Fljótsins farið vestur Þverá og brot- ið land í Fljótshlíð og í leysingum og vatnavöxtum ruðst suður yfir bakka Þverár og valdið flóðum og vatna- gangi suðurum Landeyjar. En eftir að teppt var við Þórólfsfell lækkaði mjög jarðvatnsstaða og land þorn- aði, en áður var land víðast mjög blautt, einkum í vætutíð. Túnið var ekki stórt er þau hjón fluttu að Eystra-Fróðholti, en það liðu ekki mörg ár áður en það var í tugum hektara talið, og bústofninn margfaldaðist á örfáum árum. Mýr- ar ræstar fram og bylt í sléttan töðu- völl. Sigurgeir var iðjumaður mikill, reis snemma úr rekkju og gekk seint til náða. Svo var hans háttur á ann- atímum, sem voru löngum í hans bú- skapartíð. Hann ólst upp við vinnu frá barnæsku í stórum systkinahópi og hver varð að standa fyrir sínu í leik og starfi. Barnaskólanám var farskóli í nokkrar vikur yfir veturinn í fjóra vetur. En athygli vekur, að hér hlýt- ur að hafa farið saman góður kennari og námslöngun barna á þessum tíma. Það sýna verk og framganga öll, er þau vaxa úr grasi. Snemma fór Sigurgeir að sækja vinnu utan heim- ilis, fyrst við skepnuhirðingu og vegavinnu. Síðan á vetrarvertíð til Vestmannaeyja og víðar, eins og þá var venja. Einnig fór hann á síld fyr- ir Norðurlandi. Þá kaupir hann vöru- bíl og vinnur á honum bæði í vega- vinnu og aðra flutninga sem til féllu. Sigurgeir var ríflega meðalmaður á hæð, herðabreiður og miðmjór, þykkur undir hönd og kvikur í hreyf- ingum. Ósporlatur og hinn vaskasti maður. Hann var söngvinn, hafði bjarta rödd og tæra. Hann var ljóð- elskur og lagviss og kunni ógrynni laga og ljóða. Dagfarsprúður og gæt- inn en glettinn. Hann var glöggur að koma auga á spaugilegu atvikin í um- hverfinu, bæði í athöfnum og orðum. Sagði vel frá, var þá kíminn og kank- vís. Hjónin í Eystra-Fróðholti voru einstaklega góðir og hugulsamir bændur og höfðingjar heim að sækja. Áratug eftir að þau hófu bú- skap höfðu þau byggt upp öll gripa- hús og nokkru síðar byggt við íbúð- arhúsið, sem var steinhús eitt af þeim fyrstu hér um slóðir. Var við- byggingin byggð af smekkvísi og hin vandaðasta. Sigurgeir var bóndi af lífi og sál. Ræktunarmaður bæði á búfé og jörð, lengst tók það hann að græða árfarveg Þverár. Fyrstu bú- skaparárin lá jörðin undir áföllum af sandfoki úr Þverá. Hann græddi ár- farveginn að lokum allan. Þá voru túnin orðin rúmir sjötíu hektarar. Sigurgeir var búmaður, átti arðsam- an búpening og vel hirtan. Hesta- maður var hann og nokkuð kröfu- harður, vildi hafa þá gangsama, þrekmikla og viljuga. Þannig voru líka reiðhestarnir hans. Hann fór áratugum saman á haustfjall í smölun á Rangárvallaaf- rétt. Þetta voru sjö daga ferðir og þá reyndi oft mikið bæði á hesta og SIGURGEIR VALMUNDSSON Samverustundir með Sigríði voru ætíð gleðilegar upplifanir. Þegar við systkinin vorum krakkar litum við á Siggu sem hálfgerða ömmu, svo kær var hún okkur. Þó skyld- leikinn væri ekki mikill var hún allt- af kölluð Sigga frænka. Er við elt- umst og urðum ungt fólk var margt og mikið sem við þurftum að skoða og upplifa enda heimurinn stór og margbreytilegur. Samt reyndum við alltaf að finna tíma til að hitta Siggu enda var þar sjaldgæfur persónu- leiki á ferð. Sigga var lítil og grönn vexti en sálin stór og göfug. Velvilji hennar, hjálpsemi og gjafmildi voru meðal hennar mörgu kosta og vildi hún frekar gefa öðrum en fá sjálf gjafir. Ég man er ég var unglingur í Verzl- unarskólanum þá fékk ég að koma til Siggu í eyðu milli íþróttatímans SIGRÍÐUR VALBORG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Sigríður ValborgSigurðardóttir fæddist í Miðhúsaseli í Fellum í N-Múla- sýslu 17. janúar 1922. Hún lést á líkn- ardeild Landakots 23. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigs- kirkju 30. ágúst. og almennrar kennslu til að leggjast aðeins og fá mér smá kríu eins og unglingum er vant. Ekki stóð á Sigríði að gera mér þennan greiða og stóð heimili hennar mér opið jafn- vel þótt hún sjálf væri fjarverandi í vinnu. Ætíð var Sigga með bros á vör þegar gesti bar að garði og þrátt fyrir mótmæli voru kræsingarnar tíndar á borðið. Við eigum öll eftir að sakna hennar og það verður undarlegt tómarúm að hafa ekki Siggu lengur til staðar að leita til. Erni, Siggu, Jóhanni, Auði, Sirrý, Gísla Val og Rúnu frænku sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Baldur, Ragnheiður og Ingibjörg Sigurvinsbörn. Hún Sigga okkar dó í nótt. Þessi frétt barst á milli okkar ljósmæðr- anna á fæðingagangi að morgni dags 23. ágúst. Okkur setti hljóðar, hún var yndisleg manneskja. Minningar um hana hrönnuðust upp, minningar um grannvaxna konu, létta á fæti og létta í lund. Frábæra ljósmóður sem vann sitt mikilfenglega starf í hljóði. Sigga Sig., eins og við kölluðum hana, var mjög vel að sér í ljós- mæðrafaginu (svo og öðrum málefn- um) hún tileinkaði sér allar þær nýj- ungar sem teknar voru upp á þeim langa tíma sem hún vann við ljós- móðurstörf. Hún var góður kennari nema og yngri ljósmæðra sem nutu góðs af þeim forréttindum að vera nemendur Siggu. Það hefur alltaf verið siður ljós- mæðra að segja hver annarri reynslusögur úr starfinu. Það var unun að hlusta á Siggu segja svona sögur. Aldrei var hún að upphefja sjálfa sig, heldur fléttaði saman í þessum sögum faglegri speki, for- lagatrú, eiginleikum konunnar sem átti í hlut og svo komu þessar ógleymanlegu „ljósmæðrastjörnur“ í augun á henni þegar kom að því að lýsa fæðingu barnanna þegar allt fór vel og þau fæddust heilbrigð og vel sköpuð. Sigga var einstök kona, elskuð og virt af öllum sem kynntust henni í ljósmóðurstarfinu. Aldrei lét hún í ljósi, svo að við yrðum varar við, að hún bar harm í hjarta. Hún tók á móti andvana fæddum börnum án þess að við þá erfiðu atburðarás sem því fylgir, fyndist á henni veikleikamerki. Guð blessi minningu hennar og styrki aðstandendur hennar í þeirra söknuði. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Siggu og starfa með henni, við erum ríkar eftir þá reynslu. Ljósmæður á fæðingadeild LSH.    ! "   "    D .&- *.. (" ? 3) 4#3      0   11 1"( "3 8):  " ' +1"( "$$ ' E 1"(  - # "$$ $$( 1"( "$$ ! !: ! ! !: /            F  ! 4 3 G'  & ! H 0"I 4    23  .  4   11 #' <="$$ 4!): 4"$$ 0$ )"  4  +' "$$ <=4  3+"$$ ! !: ! ! !: /             @1*  0 3) 2 & ' !   -   )  / + , ! 0 $ * "$$  4 &   # 0 "$$ ')"B"   ' +* "$$ ! !: ! ! !: /  "   "    &B* -@ *.. = &  5  6 %+ ! (   0   7 *  8  %" .  4   9   %      %3   %  - 3 :  " . ;6 7<055 )75= ' > . 4 "$$ *$$ 4!):  $ # . 4 "$$ = =   !): . 4 "$$ * ) $$ $. 4 "$$ 0 $)=/)  = ' /. 4  ) ." "$$  #' . 4 "$$ 4 ! !: ! ! !: /        /1  3 $3    6"    <   >1 2"   .+ .   %    $     7) 0)<74  )"<=:   "4 " "$$ 1" "$$ 3 I$     # #3"$$ ! !: /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.