Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 35 V IKULANGT fjöl- miðlafár um það hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri væri á leið í landsmálin eða ekki, er nú að baki, enda þótt einstaka stuðningsmenn Samfylking- arinnar reyni í örvæntingu sinni að blása lífi í glæðurnar. Á endanum stóð borgarstjóri frammi fyrir þeirri niðurstöðu að skuldbindingar hennar sem farsæls og trúverðugs forystu- manns hinna fjölmörgu kjós- enda Reykjavíkurlistans og sameiningartákns okkar borg- arbúa allra vægju þyngra á met- unum en þrá eftir frekari veg- tyllum á öðrum vettvangi. Það var vitaskuld rétt mat, en í seinni tíma stjórnmálasögu hlýtur skoðanakönnunin, sem vefritið kreml.is stóð fyrir, tíma- setning hennar og sá mála- tilbúnaður allur, að dæmast í flokk með mestu pólitísku ax- arsköftum seinni ára. Þetta upp- hlaup varð hvorki til að styrkja Samfylkinguna né borgarstjór- ann sem líklega var þó ætlunin. Athyglisvert var að kynnast þeim sjónarmiðum í yfirlýsingu borgarstjóra að hún telji mikla möguleika á því að komandi al- þingiskosningar muni marka þáttaskil í landsstjórninni, hvort sem hún muni eiga þar hlut að máli eða ekki. Raunar gekk hún svo langt að segjast sannfærð um að góður árangur Reykjavík- urlistans á undanförnum árum og öflugt starf hans á næstu mánuðum geti vísað veginn og skipt úrslitin í kosningunum miklu máli. Í Framsóknarflokknum hefur samstarfið innan Reykjavík- urlistans átt sér öfluga fylg- ismenn. Ekki hafa þó allir verið jafnhrifnir og til eru þeir, sem telja að samstarf flokksins í R- lista með öðrum stjórn- málaflokkum sé til þess fallið að draga úr sýnileika hans í stærsta sveitarfélagi landsins og að stjórnmálaflokkur með svo langa og merka sögu eigi skil- yrðislaust að bjóða fram undir eigin merkjum. Af og til hafa þessi andstæðu sjónarmið komið upp meðal framsóknarmanna í Reykjavík – hinu dýrmæta miðjufylgi í borginni – en nið- urstaðan hefur ávallt verið sú að kostirnir við samstarfið væru meiri en gallarnir; það væri vel til þess fallið að treysta viðmið félagshyggju í sessi við stjórnun höfuðborgarinnar, auk þess sem eftirsóknarvert í sjálfu sér væri að taka þátt í því að tryggja Ingibjörgu Sólrúnu öflugan stuðning. Ingibjörg Sólrún hefur verið óskoraður leiðtogi Reykjavík- urlistans. Persónulegar vinsæld- ir hennar sem stjórnmálamanns hafa ekki síst tryggt listanum glæsilega útkomu í þrennum kosningum í röð og framagjarnt samfylkingarfólk hefur séð of- sjónum yfir möguleikanum á viðlíka árangri undir forystu hennar í landsmálunum. Samt er Ingibjörg Sólrún ekki á á R-lista sem fulltrúi þess flokks. Hún taldi sjálf réttast að halda stöðu sinni sem sameiningartákn þess- ara þriggja ólíku flokka. Af þessum sökum getur hin einarða afstaða Framsókn- arflokksins og Vinstri grænna við hugmyndum um að Ingi- björg Sólrún hætti sem borg- arstjóri aðeins örfáum vikum eftir kosningar varla hafa komið á óvart. Sú afstaða var ofur- eðlileg, enda stuðningsmenn beggja flokka skömmu áður búnir að fylkja sér um framboð í borginni á ákveðnum forsendum og undir skilgreindum formerkj- um. Þessir stuðningsmenn voru með því ekki að knýja á um lausn á foringjakreppu í Sam- fylkingunni, heldur voru þeir að sýna stuðning sinn í verki við stjórnmálamann og stjórn- málaafl sem þeir trúðu á – og treystu. Í komandi alþingiskosningum er önnur staða uppi. Þar bjóða flokkarnir fram einir og sér und- ir sínum listabókstaf og tefla fram þeirri hugmyndafræði og stefnuskrá sem þeir telja að muni efla þjóðarhag og varða veginn fram á við í landsstjórn- inni. Þar stendur ekki til að tefla fram kosningabandalögum, né gera samninga fyrirfram um til- tekið stjórnarmynstur. Að venju ganga flokkarnir „óbundnir til kosninga“ eins og það heitir og láta vilja kjósenda ráða því hver niðurstaðan verður í framhald- inu. Þeir sem telja að lands- framboð á borð við R-lista- samstarfið sé raunhæfur eða heppilegur kostur í landsmálum fara villur vegar. Enda þótt þeir séu til, sem gert hafa því skóna að slíkt sé forsenda þess að hér komi „nýjar áherslur“ og jafnvel „ný pólitík“ í „breyttu landslagi stjórnmálanna“, svo notuð séu ýmis þau innihaldsríku hugtök sem heitustu trúboðarnir hafa sent frá sér, er kristalklárt að af hálfu Framsókn- arflokksins stendur ekki annað til en bjóða hér eftir sem hingað til fram undir merkjum flokksins. Og raunar sem aldrei fyrr. Margt bendir til þess að sá kosningavetur sem senn fer í hönd verði bæði spennandi og sögulegur, ekki síst þar sem í fyrsta sinn er kosið samkvæmt gjörbreyttri kjördæmaskipan. Áhugamenn um stjórnmál ala þá von í brjósti að tekist verði í kosningabaráttunni á um hug- myndafræði og afstöðu til grundvallarmála; hvaða framtíð við viljum búa börnum okkar – hvernig við viljum sjá Ísland þróast á 21. öldinni og hvaða stöðu við viljum gegna í sam- félagi þjóðanna. Halldór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokksins, sem samkvæmt skoðanakönnunum nýtur mestra vinsælda stjórn- málamanna hér á landi, hefur lýst yfir skýrum vilja sínum til þess að fara með forystu í næstu ríkisstjórn. Forsenda fyrir því að slíkt geti orðið að veruleika er að flokkurinn njóti stuðnings og trausts kjósenda. Það er vitaskuld ekki sjálf- gefið að Framsóknarflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn, þótt ýmsir virðist þeirrar skoðunar. Hann verður því aðeins í ríkisstjórn að honum verði trúað fyrir því. Margt bendir til þess að fé- lagshyggja jafnaðar og mann- úðar muni eiga í auknum mæli upp á pallborðið í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Síð- astliðin tvö kjörtímabil hefur styrkum stoðum verið skotið undir efnahagslíf þjóðarinnar, t.d. með uppbyggingu atvinnu- lífsins, en stjórnarflokkarnir tveir hafa ávallt lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að byggja upp sterkt og heilbrigt hagkerfi til þess að við getum sem þjóð stað- ið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta verður tekist á kom- andi kosningavetri. Kosningavetur Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Þeir sem telja aðlandsframboð á borð við R-listasamstarfið sé raunhæfur eða heppilegur kostur í landsmálum fara villir vegar. ‘ Höfundur er fjölmiðlafulltrúi Framsóknarflokksins. bjorningi@framsokn.is fa fáir lið- ngis en setur og ðir hækk- li um- meðal málum Stundum iðir, þar n á Nú eigi um hafna- mkvæmt ér veg- fram- ryggja, áðstöfun t sé á um a í fjár- þingsaln- í safn- á grundvelli kkur tog- safn- n ættu að styrki til m safn- jálfir til Hitt er glegar m en svo að eru mun x x x Í hópi eins og þeim, sem hittist í Farskóla safn- manna, dregur enginn í efa gildi þess og mikilvægi, að opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, styðji við bakið á safnastarfi. Ekki er heldur tekist á um slík- an stuðning milli stjórnmálaflokka, þótt innan flokka geti menn deilt um réttmæti þess, að skattfé almennings sé nýtt í þessu skyni. Gamli vatnstankurinn á Fiskhól á Höfn er skýrt dæmi um, hvernig unnt er að virkja fyrirtæki til að leggja fé af mörkum í því skyni að vernda menning- arminjar. Nöfn styrktaraðilanna eru skráð á tank- inn og blasa við öllum, sem um bæinn fara. Þótt þess sjáist þannig víðar merki, að einstaklingar og fyrirtæki þeirra hafi lagt sitt af mörkum til að efla menningarstarf, varðveislu gamalla húsa eða grund- völl safna, er ekki staðið jafnmarkvisst að því hér á landi og víða erlendis að hvetja til slíks stuðnings einkaaðila, til dæmis með skattaívilnunum. Hér hafa yfirvöld skattamála lagst eindregið gegn ívilnunum innan skattkerfisins á þeirri for- sendu, að skynsamlegra sé að lækka skatthlutfallið almennt. Árangur þeirrar stefnu sést í ákvörðunum um 18% tekjuskatt á fyrirtæki. Hann er óvíða svo lágur. x x x Hvert byggðarlag í landinu hefur mikið að bjóða, sem tengist sögu þess og náttúru og nýta má til að ýta undir safnastarf og sýningar. Í Hornafirði er menningarmiðstöð, sem fer með framkvæmd menn- ingarmála og heldur af metnaði utan um þau. Sveit- arfélagið sameinar inna vébanda sinna margt, allt frá þjóðgarðinum í Skaftafelli og austur í Lón, sem hefur menningarlegt og náttúrufræðilegt gildi. Á Höfn er verið að þróa jöklasýningu, sem teng- ist nálægð byggðarlagsins við Vatnajökul. Er sýn- ingin hugsuð sem vísir að varanlegu fræðslu- og sýningarsetri, Jöklasetri. Jöklasýningin er nú í gamla kaupfélagshúsnu í bænum, Þar má einnig skoða sýningu á verkum eftir Svavar Guðnason listmálara, en Ásta Eiríksdóttir, ekkja hans, hefur gefið um 150 myndverk Svavars til sveitarfélagsins Hornafjarðar, en þangað átti hann ættir að rekja. Hugmyndir eru um að breyta Suðursveit í lifandi safn með vísan til þess, sem Þórbergur Þórðarson frá Hala ritaði um sveitina sína auk þess sem Þór- bergssetur verði á Hala. Þar hefur þegar verið reistur einstæður minnisvarði um Þórberg og tvo bræður hans auk þess sem unnt er að fara í sögu- ferð með Þórbergi eftir merktum skiltum. Hornfirðingar hafa með skipulegum hætti nýtt gömul verslunarhús undir menningarstarf. Þeir hafa einnig ráðist í nýframkvæmdir í þágu mennta og menningar, því að fyrir skömmu hófst starfsemi í Nýheimum, miklu, nýju húsi í miðbæ Hafnar. Þangað flutti Framhaldsskóli Austur-Skaftafells- sýslu í haust og bókasafn staðarins, auk þess sem þar er aðstaða fyrir háskólasetur í samvinnu við Háskóla Íslands. Mun setrið stuðla að samvinnu um rannsóknaverkefni við innlenda og erlenda að- ila og nú í vikunni var alþjóðlegur hópur dokt- orsnema í jarðfræði við störf í Nýheimum. Sveitarfélagið Hornafjörður var meðal fyrstu sveitarfélaga landsins til að samþykkja eigin menn- ingarstefnu, Þar segir meðal annars, að viðurkenna beri menningarmál sem eitt af meginverkefnum sveitarfélagsins og efla vitund fólks um sérkenni og menningararf héraðsins og halda þeim sérkenn- um með fræðslu, kynningu og beinum aðgerðum. Tilviljanir eiga ekki að ráða því, hvað er kallað safn eða hvernig opinberu fé er varið til safn- astarfs eða annarra menningarmála. Gera á kröfur um metnað og markvissa stefnu, sem byggist á þekkingu, reynslu og nýtingu þeirra kosta, sem bestir eru á hverjum stað. bjorn@centrum.is r nota mætti í sprengjur. num 1990–1994 fundu vopnaeftir- Sameinuðu þjóðanna um 40 leyni- nnsóknarstöðvar þar sem unnið var óknum á sviði kjarnorku. Þar af ár stöðvar þar sem verið var að ir til að auðga úran, en slíkt úran gis notað í kjarnorkuvopn. Einnig ð að þróa aðferðir til plútonfram- n plúton er einnig einungis notað orkuvopnaframleiðslu. Verið var að eikjubúnað og allt frá árinu 1987 ið unnið að þróun geislasprengju. urkenndu Írakar árið 1998 að hafa 4 tonn af VX, banvænu taugagasi, af sarín-gasi og allt að 600 tonn af i. Vopnaeftirlitsmennirnir í UNS- COM töldu sig hafa vissu fyrir því að Írak- ar hefðu flutt inn efni til framleiðslu á mun meira magni. Írakar viðurkenndi einnig að lokum, í október 1995, að hafa unnið að smíði líf- efnavopna og notað meðal annars botul- inum og miltisbrand í því skyni. Mun meiri leynd hvíldi yfir lífefnavopnunum en efna- vopnunum. Fjölmörgum spurningum hefur aldrei verið svarað og vopnaþróunin enn í gangi. Þrátt fyrir að Saddam Hussein hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að hindra og tefja störf vopnaeftirlitsmannanna skilaði starf þeirra gífurlegum árangri. Að lokum var hins vegar svo komið að vopnaeftirlits- mönnunum var ekki vært í landinu lengur vegna aðgerða Íraka. Þeir voru kallaðir heim í lok ársins 1998 og í desember hófst hernaðaraðgerðin Eyðimerkurrefur. Hún stóð í 70 klukkustundir og á þeim tíma voru farnar 250 sprengjuferðir og 425 stýriflaugum skotið á skotmörk í Írak. Eyðimerkurrefurinn veitti Saddam þungt högg, margir þeirra staða, sem eftirlits- mönnunum hafði verið meinað að kanna, voru eyðilagðir og talið er að um 1.400 liðs- menn í Lýðveldisverðinum hafi fallið. Þrátt fyrir þetta sat Saddam sem fastast og enn hafa eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna ekki fengið aðgang að Írak. Tilraunir Saddams til að hindra störf eft- irlitsmanna og koma í veg fyrir að álykt- unum öryggisráðsins sé framfylgt grafa undan Sameinuðu þjóðunum. Ekkert ríki hefur gengið gegn ályktunum áður með jafn afdráttarlausum hætti. Ljóst er að í Persaflóastríðinu, með starfi eftirlitsmanna UNSCOM og loftárás- unum 1998 tókst að eyðileggja megnið af þeim búnaði sem Írakar höfðu komið sér upp til að auðga úran. Tækniþekkingin er hins vegar enn til staðar og vinnu við þróun vopna hefur verið haldið áfram. Stofnunin International Institute for Strategic Studies (IISS) telur í nýrri skýrslu að miklar líkur séu á að Írakar hafi náð að ljúka við þau reiknilíkön og þær til- raunir, sem nauðsynlegar eru til að smíða kjarnorkusprengju. IISS telur hins vegar að þeim hafi ekki tekist að endurnýja getu sína til framleiðslu á kjarnkleyfum efnum og að slíkt muni taka mörg ár og umfangs- mikla erlenda aðstoð. Hins vegar sé líklegt að ef Írakar kæmust yfir kjarnkleyf efni gætu þeir lokið við smíði kjarnavopns á nokkrum mánuðum. Ekki sé heldur hægt að útiloka að þeir geti smíðað geisla- sprengju miðað við núverandi forsendur. Þetta er sá veruleiki sem við stöndum frammi fyrir í dag og ástæða þess að enn einu sinni eru líkur á hernaði gegn stjórn- inni í Bagdad. Þótt tilraunir Saddams til að smíða vopn af þessu tagi séu ekki nýjar breyttust allar forsendur ellefta september. Miðað við þá staðfestu sem hann hefur sýnt er ekki hægt að ganga út frá öðru en að honum muni að lokum takast ætlunarverk sitt. Ríki heims verða á næstunni að svara þeirri spurningu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hvort þau telji þá staðreynd ógn við stöðugleika í heiminum. addams Reuters ginverkefni stjórnar sinnar að komast yfir gereyðingarvopn þrátt fyrir að hafa pna. Hér er hann hins vegar með forláta sverð er hann fékk í afmælisgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.