Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 45
lit og hringirnir fá nýjan stað eitt augnablik áður en þeir halda áfram á ferlinum. Guðmunda var hæglátur lista- maður. Guðmundu þótti vænt um myndirnar sínar. Þær voru hennar börn. Guðmundu þótti nóg um hrað- ann þegar ég ættleiddi myndirnar en hafði þó ánægju af þegar hún sagði vinum sínum frá. Nú málar Guðmunda ekki meira, hún málaði fram í rauðan dauðann, en þó aldrei landslagsmynd! Við sem eftir lifum njótum þess sem hún skapaði. Megi minningin um mikla lista- konu lifa. Vilhjálmur Bjarnason. Það eru næstum því 50 ár síðan Skautafélag Reykjavíkur flutti grænan geymsluskúr niður að Reykjavíkurtjörn á hverjum vetri. Í skúrnum var tekið við skóm skauta- fólks til geymslu, að mig minnir, og leikin dægurtónlist í gjallarhorn á kvöldin, til mikillar armæðu fyrir íbúa húsanna við tjörnina en ánægjuauka fyrir unga fólkið. Þó var ánægjan ekki söm þegar leið á kvöldið og „Ama Pola“ var leikið í þrítugasta sinn. Þó kvartaði enginn! Eldra fólkið, það er að segja þeir sem komnir voru yfir tvítugt, skiptu sér lítið sem ekkert af okkur ung- lingunum. Einstaka sinnum kom þó fyrir að einn af fastagestunum rabbaði við okkur. Hún var ákaflega góð á skautum hún Guðmunda. Hún gat rennt sér afturábak og búið til tölu- stafinn átta á svellið. Svo var hún alltaf með þennan líka fína trefil um hálsinn, sem sveiflaðist út í loftið þegar hún lauk við áttuna. Það var gaman að fylgjast með Guðmundu renna sér á skautum. Einbeitingin var mikil og hún gafst ekki upp á æfingum fyrr en hún hafði náð þeirri leikni sem hún stefndi að. Það var ekki fyrr en ára- tugum seinna, þegar leiðir okkar lágu saman á ný, að ég gerði mér grein fyrir því hve einbeitingin var ríkur þáttur í lífi hennar og starfi. Guðmunda Andrésdóttir var mik- ill listamaður. Hún var ákveðin í list- sköpun sinni þrátt fyrir það að margir „kollegar“ hennar og list- fræðingar létu hana svo að segja af- skiptalausa. Í ritum um íslenskar listir og listamenn gleymdist oft að geta hennar og verka hennar. Upp- hefð hennar kom að miklu leyti er- lendis frá. Það var ekki óalgengt að erlendir listunnendur létu hafa eftir sér að Guðmunda Andrésdóttir væri einn athyglisverðasti íslenski list- málari samtímans. Guðmunda hlaut 12 mánaða starfslaun ríkisins árið 1971 og var valin borgarlistamaður Reykjavík- urborgar árið 1995. Þrátt fyrir að hún væri að verða áttræð voru verk hennar framsækin og ung í anda. Hún fylgdist náið með ungum list- málurum og verkum þeirra. Og nú þegar hún hefur horfið frá okkur skilur hún eftir myndarlegan sjóð til styrktar ungum myndlistarmönn- um. Guðmunda var ekki einungis ein- beitt. Hún var líka ákaflega passa- söm og hélt vel utan um sitt. Það er ekki langt síðan hún rukkaði mig um trefilinn sem hún lánaði mér nið- ur á Reykjavíkurtjörn fyrir tæpum fimmtíu árum! Blessuð sé minning sérkennilegs listamanns. Verk hennar munu halda nafni hennar á lofti um ókomin ár. Ólafur Stephensen. Vorið beð þinn vökvar tárum, vakir sól á yztu bárum, greiðir hinzta geislalokkinn, grúfir sig að brjóstum hranna. Moldin að þér mjúk skal hlúa, móðurleg um þig búa, rétta þér á rekkjustokkinn rós úr lundum minninganna. (M.Á.) Unnur og Klara. Þulur, 1972. Olía á striga, 115 x 130 sm. Eign Listasafns Háskóla Íslands. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 45 ✝ Jafet Sigurðssonfæddist í Reykja- vík 1. maí 1934. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 6. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jafetsson, verslunar- maður, f. 1905, d. 1952, og Ásta Guð- mundsdóttir, f. 1910, d. 1983. Af fyrra hjónabandi átti Jafet eina dóttur, Svan- hildi, f. 11. september 1955. Hinn 15. september 1958 kvæntist Jafet Ingunni Emmu Þorsteinsdóttur ljósmóður, f. 2. febrúar 1926. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þorsteinsson, f. 1899, d. 1959, og Indíana Jóns- dóttir, f. 1903, d. 1962. Börn Jafets og Emmu eru: 1) Þorsteinn S., f. 31.10. 1959. 2) Ingi- björg G., f. 3.7. 1960. 3) Indíana M., f. 22.11. 1962. d. 22.10. 2001. Jafet starfaði um tíma við verslunarstörf í Ólafsvík. Síðar hóf hann nám við öld- ungadeildina við Hamrahlíð og út- skrifaðist þaðan 1979. Að loknu stúd- entsprófi hóf hann nám við Háskóla Ís- lands og lauk þaðan BA-prófi í sagnfræði og kennslufræðum. Síðustu árin starfaði hann sem yf- irkennari við Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi. Útför Jafets fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Einstakur! Það er það orð sem mér finnst lýsa pabba best. Hann var hæglátur, hlýr og góður en jafnframt mjög jarðbundinn maður. Hann var ekki sú manngerð sem setti sig í dómarasæti heldur kom eins fram við alla. Pabbi var kennari að mennt og kenndi í mörg ár við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Þar naut hann sín best við kennslu í stærðfræði, enda snillingur í þeirri grein. Honum féll- ust stundum hendur þegar hann hjálpaði mér við heimanámið í stærð- fræðinni enda vildi hann að dóttirin sýndi meiri snerpu. Ég minnist sér- staklega skemmtilegra viðhorfa hans til lífsins t.d. þegar hann sagði mér að ég ætti bara að gera það sem mér þætti skemmtilegast í lífinu og aðeins borða þann mat sem mér lík- aði best. Takk, elsku pabbi, fyrir þessar góðu leiðbeiningar um lífið. Aðaláhugamál pabba var golf- íþróttin og eignaðist hann marga góða félaga við golfvöllinn á Korp- úlfsstöðum. Á sl. ári lék pabbi golf 325 daga og þá varð mér að orði: „Hvað varstu að slæpast hina dag- ana?“ Þá brosti hann sínu breiðasta og svaraði hæglátlega: „Það var ekki stætt úti hina dagana.“ Þarna er kímnigáfu hans rétt lýst. Pabbi, ég hef góðar fréttir handa þér, elskan: Það eru mjög góðir golf- vellir í himnaríki og kylfurnar eru úr hvítagulli og eitt frétti ég: Það er auðveldara að fara holu í höggi í himnaríki og þá rætist stóri draum- urinn þinn! Pabbi gantaðist með það að Aron læknir hefði lagað sig svo vel að golf- sveiflan hefði orðið frábær og höggin enn lengri en áður var. Hafðu þökk fyrir Aron að gera pabba að þessari „golfstjörnu“ á efri árum. Þannig ert þú, pabbi, í dag, úrvals golfleikari og kennari í þokkabót svo nú þegar þú kemur til himna og hittir Indu syst- ur, þá kennir þú henni listina að leika golf, enda sýndi hún hér áður góða takta. Megir þú og Inda systir njóta dýr- legra samvista á himnum. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Í þínum anda vil ég ljúka þessum kveðjuorðum með æðruleys- isbæninni góðu: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Elsku mamma mín, megi góður Guð styrkja þig og vernda um ókomna tíð. Þín dóttir Ingibjörg. Nú þegar ég hugsa um elsku afa minn er svo margt sem kemur upp í huga mér en samt svo erfitt að koma því á blað. Mínar helstu minningar um afa eru tengdar golfi og hans brennandi áhuga á íþróttinni og öllu sem henni tengdist. Einnig var kennslan honum afar hjartfólgin, var hann meðal annars oftar en einu sinni kosinn kennari ársins og það þótti honum afar vænt um. Ég bið guð að geyma elsku afa minn og vona að honum líði vel á nýj- um stað. Auðunn Ófeigur Helgason. JAFET SIGURÐSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.               !"#$ %& "'( $         ! ')""$$ ' *   $  ""$$  + * "$$  ! , * "$$ $' -   #.( /    ! " #  # " . 00 1* *.. & (#'22 3) 4#3   $ # %"  !     ///  ! $ 5/  *33 6(/  *'5/   ! 1"( "$$ 7 8 0 4" 1"(  0) $ '  '  '$ /          0.1-  $ ! +9 & ' ! (   )  * + , ! ): 0 3 3 ! 3 ;$0 3 "$$ - 0 3 "$$ #< 0 3 "$$ * 1/ ! $ <= 0 3  ' *$$ "$$ ! !: ! ! !: / -  " ! #  5 .. > 1 . *.. ! $? $)  & % ! .    / + , ! 1"( / 4"$$  $) $  3 ) $  1") $ /           @@  ) ( A B =3(: & ' !   -   )  / + , ! 0 $# 0 "$$  #'  ' "$$  '   - C ' "$$  4  0 $# ' "$$ ! !: /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.