Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur M.Ólafsson fæddist í Bolungarvík 26. júlí 1913. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 6. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson, sjó- maður í Bolungar- vík, f. 1874, d 1961, og kona hans Jó- hanna Sigríður Kristjánsdóttir hús- móðir, f. 1875, d. 1934. Guðmundur átti fimm bræður, sem allir eru látnir. Þeir voru Al- bert Svedenborg, f. 1899, Hafliði Kristján, f. 1904, Ingólfur, f. 1908, Guðmundur Ebenezer, f. 1910, og Kjartan, f. 1917. Hinn 24. desember 1942 kvænt- ist Guðmundur Láru Veturliða- dóttur, f. 26. mars 1921, d. 14. febrúar 1991. Foreldrar hennar voru Veturliði Guðbjartsson, sjó- Lára Huld. 5) Sverrir, f. 16. desem- ber 1947, bankastarfsmaður í Reykjavík, maki Amalía Pálsdótt- ir, deildarstjóri á leikskóla. Þeirra börn eru: Guðrún, Lára, Páll, Dagný og Ólafur. 6) Ólafur, f. 1. nóvember 1952, tónlistarmaður og kennari á Ísafirði, d. 26. septem- ber 1986, maki Katrín Fjeldsted Jónsdóttir skrifstofumaður. Dæt- ur þeirra eru: Arna og Ragnhild- ur. 7) Lára Kristín, f. 26. febrúar 1958, sjúkraliði á Akranesi, d. 5. desember 1998, maki Frímann Jónsson vélstjóri. Þeirra börn eru: Jón, Fanney og Erna. Guðmundur lærði matreiðslu hjá Kristínu Dalsteð í Reykjavík og vann við matreiðslustörf og matvælaiðnað lengst af ævinni. Guðmundur var matsveinn á togaranum Arinbirni hersi þegar árásin var gerð á hann fyrir jólin 1940. Guðmundur var lengi starfs- maður hf. Djúpbátsins á Ísafirði, sem matsveinn á ms. Fagranesi, en síðustu starfsárin vann hann við mötuneyti Menntaskólans á Ísa- firði og síðan hjá kjötvinnslu Norð- urtangans. Útför Guðmundar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. maður og síðar verk- stjóri á Ísafirði, og kona hans Guðrún Halldórsdóttir hús- móðir. Guðmundur og Lára eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Jó- hann, f. 9. júní 1942, verkamaður á Ísa- firði. Sonur hans er Jón Ólafur. 2) Guðrún, f. 24. desember 1943, starfsmaður á þjón- ustudeild aldraðra Ísafirði, maki Hjalti M. Hjaltason hafnar- vörður. Þeirra börn eru: Guðmundur, Árni, Málfríður og Stella. 3) Sigurlína, f. 19. júlí 1945, læknaritari á Akranesi, maki Kristófer Bjarnason skipstjóri. Þeirra börn eru: Guðrún, Jóhanna, Bjarni og Bylgja. 4) Salóme, f. 17. september 1946, starfsmaður á sjúkradagdeild í Reykjavík, maki Guðjón Bergþórsson skipstjóri, sem nú er látinn. Dóttir þeirra er Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. ( H. Hálfd.) Elsku pabbi. Þá er komið að kveðjustund. Síðustu vikur voru þér erfiðar, fram að því varstu heilsu- hraustur. Minningarnar streyma fram og kemur margt upp í hugann. Það kom sér vel hversu góður kokkur þú varst, þegar þú þurftir að hugsa um þig sjálfur eftir að mamma lést. Ég minn- ist jólakökunnar góðu og rúgbrauðs- ins, hversu oft við nutum góðs af því. Gleðistundirnar voru margar þeg- ar þið mamma sunguð saman og við systkinin tókum undir. Níu ára gömul fór ég í sveit inn í Djúp. Farið var með djúpbátnum Fagranesi, þar sem þú varst kokkur. Þá var róið á árabát frá Fagranesinu í land og þótti þér þetta hættuleg ferð fyrir litlu stúlkuna þína og stóðst á dekkinu og fylgdist vel með þar til árabáturinn var kominn í land. Oft beið ég í fjörunni þegar „farið var á bátinn“, eins og það var kallað, með mjólkina. Þá átti ég von á pakka í brúsa kokksins, þegar hann kom til baka, en þú keyptir mjólk af Kjartani bónda, sem ég var í sveit hjá. Oftast var í pakkanum eitthvert góðgæti. Þið mamma vissuð að mig langaði til að eignast gítar. Þá var til siðs að læra að spila á gítar hjá Hjálpræð- ishernum. Þegar ég var tíu ára rætt- ist sú ósk. Þið keyptuð handa mér gít- ar í Reykjavík. Gítarinn hefur veitt mér ómælda gleði gegnum árin. Þú varst börnum mínum góður afi og áttu þau margar gleðistundir hjá ykkur ömmu, við leiki og spil. Seinna bættust langafabörnin í hópinn. Þá var glatt á hjalla í jólaboð- unum, þegar við hittumst öll heima hjá ykkur. Þú varst fæddur og uppalinn í Bol- ungarvík og var „Víkin“ þér alltaf kær og minntist þú á góðar minning- ar þaðan. Það hefur verið þér þungbært þeg- ar móðir þín fórst á sviplegan hátt, en þið voruð samferða á m/b Tóta, sem hvolfdi við Edinborgarbryggju á Ísa- firði 1934, en þú bjargaðist naumlega. En áföllin voru fleiri í lífi þínu, Óli bróðir lést árið 1986, mamma 1991, tengdasonur þinn Jonni 1994 og syst- ir okkar Lára Kristín 1998. Þú stóðst þig eins og hetja. Í dag gleðst ég yfir því að hafa getað aðstoðað þig á erf- iðum stundum. Elsku pabbi, ég veit að þú hefur fengið góða heimkomu, þau hafa öll tekið á móti þér. Við Hjalti og börnin þökkum fyrir allt og biðjum góðan guð og englana að geyma þig. Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (H. Hálfd.) Þín dóttir Guðrún. Mig langar til að minnast móður- afa míns, Guðmundar M. Ólafssonar, með nokkrum orðum. Eftir veikindi undanfarnar vikur, hefur hann nú kvatt þennan heim. Við vissum að hverju stefndi, en vissulega er alltaf sárt að kveðja þá sem eru okkur kærir. Mínar minningar um afa eru allar góðar. Fyrsta heimsóknin mín til afa og ömmu á Ísafirði, var þegar afi hélt mér undir skírn á 55 ára afmælisdag- inn sinn í Fjarðarstræti 7 og heim- sóknirnar áttu eftir að verða miklu fleiri. Það var fastur liður hjá okkur að fara vestur til afa og ömmu og alltaf viss ævintýraljómi yfir þeim ferðum. Þegar ég var krakki, fannst mér allt svo spennandi og skemmtilegt fyrir vestan. Auðvitað hefur það fyrst of fremst verið það ástúðlega og lifandi and- rúmsloft sem ríkti á heimili afa og ömmu, sem gerði þessar ferðir svo sérstakar. Þegar ég varð eldri, fór ég svo að fara ein vestur með flugvél til þeirra og eru þær ferðir mér ógleymanlegar í dag. Að sama skapi var beðið með eftirvæntingu, þegar von var á ömmu og afa suður. Afi var mjög fróður maður og hafði einstaklega gott minni. Hann hafði gaman af því, að segja frá liðnum tím- um og atburðum. Frásagnargáfan var svo mikil og lifandi, að hann gat haldið manni hugföngnum með slík- um sögum. Hann hafði líka ríka kímnigáfu og sá oft spaugilegu hlið- arnar á hlutunum. Afi gaf sér tíma til að ræða við okk- ur barnabörnin. Hann kenndi mér á klukku, hann kenndi mér manngang- inn og ýmislegt fleira. Þegar amma lést fyrir 11 árum, hélt afi áfram sitt heimili í Fjarðar- stræti 6, þar sem þau höfðu búið frá 1975. Þar bjó hann einn með miklum myndarskap, allt þar til hann lagðist inn á sjúkrahúsið á Ísafirði nú í sum- ar. Ég vil þakka fyrir allt það sem afi hefur verið mér í gegnum tíðina og bið Guð að geyma minningu hans. Lára Huld Guðjónsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur orð um hann afa minn, Guðmund M. Ólafsson eða Mumma afa, eins og við kölluðum hann. Mér finnst tómlegt eftir að afi dó vegna þess að hann var svo stór þátt- ur í mínu lífi, hvort sem var að kíkja í heimsókn til hans, versla fyrir hann eða ef hann vantaði eitthvað annað þá fannst mér alveg sjálfsagt að snúast fyrir hann. Mig langar að minnast ferðanna sem við systurnar fórum með Fagra- nesinu þegar hann og amma voru kokkar þar eða að kíkja til ömmu og afa í mötuneyti Menntaskólans á Ísa- firði þegar þau sáu um það og alltaf var tekið vel á móti okkur. Eftir að amma dó átti afi alltaf kon- fekt eða eitthvert annað góðgæti til að bjóða okkur þegar við litum inn og hafði hann gaman af því þegar spjall- að var um gömlu góðu dagana. Þegar afi lá á sjúkrahúsinu langaði hann að fara með okkur Magnúsi í bíltúr til Bolungarvíkur á sínar æsku- slóðir en því miður hafði hann ekki heilsu í það. Nú er afi komin til ömmu, Óla, Láru Kristínar og Jonna. Magnús, Hjalti Már, Ingibjörg Elín, Teitur og ég biðjum að heilsa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi, Guð blessi þig. Þín Málfríður Hjaltadóttir (Didda). Elsku Mummi afi minn. Þú hefur kvatt í hinsta sinn. Það var á föstu- dagsmorguninn sl. sem Didda systir mín hringdi í mig og færði mér þá sorgarfregn að þú hefðir kvatt okkur. Ég fylltist um leið söknuði og vissi að það hefði bara verið spurning um tíma. En það var sárt að geta ekki verið hjá þér og kvatt þig, elsku afi minn. Ég er mjög þakklátur Guði fyr- ir að leyfa mér að eyða þessum fáu stundum sem ég átti með þér í sumar, einnig þeim ófáu, er ég bjó á Ísafirði. Það var alltaf gaman að koma í Fjarð- arstræti 7 til þín og Láru ömmu, allt- af glatt á hjalla. Síðan fluttuð þið ykk- ur yfir í Fjarðarstræti 6. Alltaf var jafngott að koma í heimsókn til ykk- ar. Afi, þú varst mikill skákunnandi og hafði ég mikið gaman af, er við tveir sátum saman að tafli. Íslenska glíman var einnig í miklu uppáhaldi hjá þér og horfðum við stundum sam- an á hana í sjónvarpinu. Öðru hverju tókum við litla æfingu í glímu og var það yfirleitt hælkrókurinn sem felldi mig, enda hann í miklu uppáhaldi hjá þér. Elsku Mummi afi minn, þú varst góður vinur og ég kveð þig með mikl- um söknuði, þín verður sárt saknað. Minningin um þig verður ávallt í hjarta mínu. Bless, afi minn. Guð geymi þig. Þinn dóttursonur Árni Brynjólfur Hjaltason. Elsku afi, ég sakna þín mikið. Það er skrítið að geta ekki farið að heim- sækja þig og sagt þér fréttir af lífinu í skólanum. Alltaf hlustaðir þú á mig þegar ég hafði eitthvað að segja, einnig laum- aðir þú að mér góðgæti annað slagið og það var annaðhvort brjóstsykur eða konfekt sem þú áttir uppi í skáp. Þú fylgdist með af áhuga þegar ég var að keppa á skíðum og beiðst spenntur eftir því hvernig mér hefði gengið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, Guð geymi þig. Þín Ingibjörg Elín. GUÐMUNDUR MARKÚS ÓLAFSSON ✝ Guðrún Stein-grímsdóttir, Grashaga 22, Sel- fossi, var fædd í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1969. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 7. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stein- grímur Arnar, flug- vallarstjóri á Vest- mannaeyjaflugvelli, f. 19. júlí 1930, d. 20. maí 1980, sonur Jó- hönnu Pétursdóttur úr Fljótum í Skaga- firði, og Eygló Einarsdóttir hús- Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur, og Gunnar vélfræðingur í Reykjavík, f. 6. júní 1960. Árið 1996 hóf Guðrún sambúð með Haraldi Snorrasyni skip- stjóra, f. 12. jan. 1969. Dóttir þeirra er Þuríður Eygló, f. 14. jan. 2002. Sonur Guðrúnar og Ómars Eðvaldssonar er Gunnar Már, f. 26. maí 1990, og sonur hennar og Ragnars Þórs Gunnarssonar er Arnar Jóhann, f. 25. júlí 1993. Eftir lát foreldra sinna var Guðrún fyrst hjá Pétri bróður sín- um í fimm ár og síðan til heimilis hjá Gunnari bróður sínum í þrjú ár. Guðrún vann ýmis störf í Vest- mannaeyjum, aðallega í fisk- vinnslu, fram til 1992. Hún fluttist með sambýlismanni sínum á Sel- foss í ársbyrjun 2001. Útför hennar fór fram frá Sel- fosskirkju 13. júlí. móðir, f. í Vest- mannaeyjum 19. sept. 1927, d. 12. júní 1983, dóttir Einars Ingvars- sonar frá Hellnahóli undir Eyjafjöllum og Guðrúnar Eyjólfs- dóttur, konu hans, frá Syðstu-Grund í sömu sveit. Bræður Guð- rúnar eru Einar flug- umferðarstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 22. des 1951, kvæntur Guðnýju Óskarsdótt- ur, Pétur lögreglu- maður í Vestmanna- eyjum, f. 14. jan. 1957, kvæntur Líf Guðrúnar var ekki alltaf dans á rósum. Hún átti mjög góða foreldra, en naut þeirra ekki lengi. Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli 20. maí 1980 þegar Steingrímur lést, 49 ára að aldri. Þá var Guðrún aðeins tíu ára gömul. Og þremur árum síðar, 12. júní 1983, lést Eygló, móðir hennar, 55 ára. Þetta gerðist skömmu eftir að Guðrún fermdist. Eins og nærri má geta var þetta mikið áfall fyrir systk- inin, ekki hvað síst fyrir Guðrúnu sem var svo ung að árum. Eftir lát móður sinnar fór Guðrún til Péturs bróður síns og bjó hjá honum í sex ár en síðan var hún til heimilis hjá Gunnari bróður sínum í þrjú ár. Árið 1990 eignaðist Guðrún sitt fyrsta barn, Gunnar Má, og þrem- ur árum seinna eignaðist hún ann- an dreng, Arnar Jóhann. Hún bjó lengst af ein með drengjunum sín- um og bjó þeim fallegt og snyrti- legt heimili þar sem hún vildi hafa allt í röð og reglu. Um tvítugt fór Guðrún að finna fyrir veikindum og árið 1992 greindist hún með MS-sjúkdóm. Þetta var enn eitt áfallið fyrir hana og fjölskylduna. En með hjálp bræðra sinna, vina og ekki hvað síst fyrir dugnað hennar sjálfrar gekk þetta upp hjá henni. Hún sýndi og sannaði, þrátt fyrir þessa erfiðleika, að hún var hörkudugleg, ósérhlífin og vissi að hverju hún vildi stefna. Það var á þessu tíma- bili sem við hjónin kynntumst Guð- rúnu og strákunum hennar betur. Þá fór ég að vinna við heimilishjálp hjá henni í Vestmannaeyjum og síðar vorum við stuðningsforeldrar á árunum 1994-1997. Ég á góðar minningar frá þessum árum þegar ég var hjá Guðrúnu. Hún var alltaf búin að hita kaffi þegar ég kom og vildi að ég settist niður í smáspjall áður en ég byrjaði að vinna. Það var gaman að tala við hana, hún var ákveðin og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, gat verið föst fyrir ef því var að skipta. Hún var líka góð við þá sem áttu í erf- iðleikum og tryggur vinur vina sinna. Á þessum árum þurfti hún á heimilishjálp að halda vegna sjúk- dómsins sem ágerðist með hverju árinu. En með nýjum lyfjum fékk hún nokkra bót á sjúkdómnum og að hennar sögn hafði hann gengið eitthvað til baka. Árið 1996 kynntist Guðrún Har- aldi Snorrasyni stýrimanni. Þá hófst örugglega eitt af bestu tíma- bilum í ævi hennar. Mér er minn- isstætt þegar þau Halli og Guðrún höfðu verið saman í nokkra mán- uði, en þau höfðu kynnst á þjóðhá- tíð, og hún kom í heimsókn til okk- ar, að ég spurði hana hvernig gengi í ástarmálunum? Hún ljóm- aði öll og sagði að það gengi vel, og bætti svo við að hún hefði bara ekki trúað að til væru svona góðir menn eins og Halli. Enda held ég að hann hafi reynst bæði Guðrúnu og strákunum mjög vel og verið þeim bæði stoð og stytta í erf- iðleikum þeirra. Þau bjuggu fyrst saman í Vestmannaeyjum í íbúð Guðrúnar en í janúar árið 2001 fluttust þau á Selfoss. Guðrún var svolítinn tíma að aðlagast tilver- unni á Selfossi, hefur eflaust sakn- að vina og kunningja í Vestmanna- eyjum, en þetta átti eftir að breytast þegar Guðrún fór að kynnast fólkinu þar, ekki hvað síst tengdaforeldrum sínum, þeim Snorra J. Ólafssyni og konu hans, Þuríði Haraldsdóttur. Þau reynd- ust henni og drengjunum ákaflega vel. Halli og Guðrún keyptu sér hús á Selfossi og bjuggu þar ásamt strákunum og litlu dótturinni, Þur- íði Eygló Haraldsdóttur, sem fæddist 14. janúar sl. Því miður naut hún móður sinnar ekki lengi. Ekki flaug okkur hjónum í hug, þegar við heimsóttum Guðrúnu, Harald, strákana og litlu dótturina á heimili þeirra í maí s.l., að þetta væri í síðasta sinn sem við sæjum Guðrúnu. Á þessum tíma voru hún og Halli svo hress og ánægð með lífið og tilveruna, framtíðin björt og allt virtist ganga upp. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Við teljum það mikla gæfu að hafa kynnst og þekkt Guðrúnu. Við vottum Haraldi, Gunnari Má, Arnari Jóhanni, Þuríði Eygló litlu og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda. GUÐRÚN STEIN- GRÍMSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.