Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 33 SKYLMINGAFÉLAG REYKJAVÍKUR AUGLÝSIR: SKEMMTILEGT NÁMSKEIÐ Í SKYLMINGUM Áskorun til þín! Komdu til liðs við okkur hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. Við erum Norðurlandameistarar í öllum flokkum. Í haust hefjast byrjendanámskeið fyrir börn á aldrinum 7-13 ára. Æfingar verða í íþróttahúsi Melaskóla. Upplýsingar gefur: Nikolay Mateev, gsm 861 7975, nikolay@vgk.is ALLT frá gerð síð- ustu kjarasaminga hafa félagsmönnum í Efl- ingu-stéttarfélagi opn- ast nýir og mjög mik- ilvægir möguleikar til að bæta við sig mennt- un. Með tilkomu starfs- menntasjóða sem hafa það meginmarkmið að auka og bæta þekkingu starfsmanna á vinnu- stöðum hefur hafist öfl- ugt uppbyggingarstarf við að bjóða upp á fjöl- breytt úrval af námstil- boðum. Félagsmenn Efling- ar-stéttarfélags hafa nú tækifæri til að sækja sér fjölbreytt námsfram- boð sem í boði er í hinum fjölmörgu endur- og símenntunarstofnunum. Má þar nefna tungumálanám og tölvunám auk þess sem æ fleiri eru að byggja upp sína menntunarleið til að ná frekari réttindum. Þegar fjallað er um starfsmennt- un og nýjar leiðir ber fyrst að nefna jarðlagnatæknanám sem þrír hópar hafa nú lagt stund á. Námið hefur nú fest sig í sessi þar sem í ljós er komið hversu mikilvægt það er fyr- ir þá starfsmenn sem vinna við jarð- vegsvinnu, fyrir t.d. orkuveitu, Landsímann og Gatnamálastofnun. Nám fyrir hafnarverkamenn hjá Samskipum, og var nefnt Hafnar- skólinn, hefur á sama hátt sýnt og sannað hversu mikilvæg starfs- menntun er. Þá hafa verið haldin námskeið fyrir starfsmenn í bensínafgreiðslu og hafa þau reynst mjög vel. Nú eru margir vinnustaðir að vinna að því að kynna sér þá möguleika sem eru í boði og er verið að vinna að náms- áætlunum fyrir fleiri starfshópa. Nýtt nám fyrir félagsliða er í uppbyggingu hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík í samvinnu við Námsflokkana, þar sem starfsmönn- um gefst kostur á að ná félagsliðaréttind- um með styttingu á námi vegna langrar starfsreynslu og námsskeiða sem þeir hafa sótt á vegum Efl- ingar-stéttarfélags. Leikskólar Reykja- víkur eru með sí- menntunaráætlun fyrir sitt starfsfólk sem er til fyrirmynd- ar. Þörfin mikil fyrir fjölbreytta íslenskukennslu Á undanförnum misserum hafa verið haldin fjöldamörg námskeið fyrir erlenda starfsmenn í íslensku og er vert að geta þess að afar merkilegt samstarf hefur leitt til þess að starfstengd íslenska er nú kennd á hjúkrunarheimilum og á sjúkrahúsunum. Við undirbúning þeirrar kennslu var unnin þarfa- greining fyrir vinnustaðina og síðan útbúin námsgögn miðað við þarfir þeirra og hefur þessi aðferð reynst alveg frábærlega og mun verða tek- in upp víðar á komandi mánuðum. Sambærilegt verkefni var unnið í samvinnu við Mylluna-brauð og tókst það frábærlega. Hér hef ég aðeins nefnt hluta þeirra verkefna sem eru í gangi en markmið Eflingar-stéttarfélags er að byggja upp starfsmenntun fyrir öll þau svið sem kjarasamningar okkar ná til. Mikilvægi starfsmenntunar í ís- lensku atvinnulífi hefur aldrei verið meiri. Starfsmenn vilja í auknum mæli fá annað tækifæri til náms og reynslan sýnir að þeir sem fá það eru mun ánægðari á sínum vinnu- stað og hæfari til að bæta við sig verkefnum og aukinni menntun hver eftir sínum óskum. Starfs- og símenntun er komin til að vera og tækifæri Eflingar-félaga til að sækja sér aukna þekkingu og menntun hafa aldrei verið jafn mörg. Tækifærin aldrei jafn mörg Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Starfsmenntun Mikilvægi starfsmennt- unar í íslensku atvinnu- lífi, segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, hef- ur aldrei verið meiri. Höfundur er 1. varaformaður Eflingar – stéttarfélags. VANDI heilsugæslunnar er afleið- ing af stefnu- og skilningsleysi yfir- valda. Starfskjör heimilislækna hafa valdið fjöldaflótta úr stéttinni og ung- læknar fást ekki til að leggja starfið fyrir sig. Þjónusta við sjúklinga líður fyrir vikið. Meginkrafa heimilislækna er að þeir fái að njóta sömu réttinda og aðr- ir sérfræðimenntaðir læknar. Í því felst að þeir fái sömu grunnlaun og sjúkrahúslæknar og sömu möguleika til að opna eigin stofur með samning- um við Tryggingastofnun ríkisins. Það er eina raunhæfa lausnin á vanda heilsugæslunnar. Ábyrgð yfirvalda Afstaða yfirvalda er að okkar mati röng og aðgerðir þeirra hafa aðeins orðið til að gera illt verra. Nýlega sagði aðstoðarmaður ráðherra í út- varpi að yfirvöld teldu að afköst heim- ilislækna hér á landi væru lítil sam- anborið við önnur lönd og hefðu farið minnkandi á síðustu árum. Ekki færði aðstoðarmaðurinn traust rök fyrir þessu áliti heldur kom fram í máli hans að það væri byggt á getgátum og sögusögnum. Orðrétt sagði aðstoðar- maðurinn þetta um fjölda þeirra sjúk- linga sem heimilislækn- ar hérlendis sinna miðað við erlendis: „En við höldum og við telj- um að það sé mun lægri tala sem við sjáum hér á Íslandi og hún hafi lækkað verulega frá því að fastlaunakerfi kom á.“ Staðreyndin er hins vegar sú að hvergi hefur verið sýnt fram á að heimilislæknar hér séu eftirbátar lækna annars staðar í heiminum. Vandi heilsugæslunn- ar stafar ekki af minni afköstum heimilislækna heldur því að yfirvöld hafa ekki búið heilsugæslunni þau skilyrði sem hún þarf til að geta sinnt hlutverki sínu. Með ummælum sínum reynir aðstoð- armaður ráðherra að varpa ábyrgð- inni yfir á lækna. Að okkar mati eru ummælin ekki til þess fallin að stuðla að upplýstri umræðu um vanda heilsugæslunnar. Þau dæma sig sjálf. Ummæli aðstoðarmannsins eru að- eins eitt dæmi af mörgum um skiln- ingsleysi yfirvalda. Fyrir tveimur ár- um sendi ég sem yfirlæknir heilsugæslustöðvarinn- ar á Sólvangi í Hafnar- firði ráðuneytinu bréf þar sem ég benti á að stöðin gæti ekki með óbreyttum mannskap og húsnæði sinnt hlut- verki sínu. Óskaði ég eftir því að ráðuneytið annaðhvort forgangs- raðaði verkefnum okk- ar eða fjölgaði læknum. Því bréfi var aldrei svarað. Fleiri bréf hef ég sent ráðuneytinu um svipuð efni og eitt sinn hringdi ég og kannaði hvort ráðuneytið ætlaði ekki að svara bréfi mínu en fékk þau svör að það ákvæði sjálft hvort og hvenær það svaraði bréfum! Hvað vilja heimilislæknar? Við viljum að sama gildi um okkur og aðra sérfræðilækna. Það er einföld réttlætiskrafa. Við viljum fá sömu grunnlaun og sjúkrahúslæknar og sama rétt til að starfa á eigin stofum og þeir. Heimilislæknar eiga að geta valið milli þess að starfa á heilsu- gæslustöð eða á eigin stofu eða hvort- tveggja. Skynsamlegt er að heimilis- læknum verði gert mögulegt að semja við stöðvarnar um afnot af húsnæði til að reka eigin stofu. Með þessu móti væri unnt að auka framboð á tímum hjá læknum og stytta biðtíma sjúk- linga til muna. Á læknastofum heim- ilislækna yrði veitt ákveðin þjónusta en tiltekin starfsemi áfram aðeins veitt á heilsugæslustöðvum, t.d. mæðra- og ungbarnavernd. Öll þjón- usta heilsugæslulækna, hvort sem er á stofu eða heilsugæslustöð, yrði áfram að mestu rekin fyrir al- mannafé. Þær breytingar sem við leggjum til munu því ekki hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir sjúk- linga. Ráðherrann hefur valið Allir heimilislæknar á Suðurnesj- um og í Hafnarfirði hafa sagt upp störfum auk fjölda lækna í öðrum sveitarfélögum. Innan tveggja mán- aða mun blasa við upplausn í heilsu- gæslunni víða um land. Heimilislækn- ar í Hafnarfirði hafa ákveðið að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins til 20. september. Gerist ekkert fyrir þann tíma munum við stofna eigin lækna- stofur og hefja störf þar 1. desember. Núna eru nákvæmlega þrír mánuðir síðan við buðum yfirvöldum til við- ræðna um að taka þátt í kostnaði við rekstur læknastofanna. Þrátt fyrir ítrekun hefur boði okkar ekki verið svarað enn sem komið er. Óbreytt skipulag í heilsugæslunni getur aðeins þýtt að vandi hennar mun aukast. Verði ekkert aðhafst mun heilsugæslan í landinu einfald- lega liðast í sundur. Með breyttu skipulagi er unnt að efla heilsugæsl- una að nýju og gera henni kleift að sinna hlutverki sínu. Ráðherrann hef- ur valið. Heimilislæknar njóti sömu réttinda og aðrir læknar Emil Sigurðsson Höfundur er yfirlæknir heilsu- gæslunnar á Sólvangi í Hafnarfirði. Heilsugæsla Óbreytt skipulag í heilsugæslunni, segir Emil Sigurðsson, getur aðeins þýtt að vandi hennar mun aukast. MÖRG jákvæð teikn eru á lofti í skólamál- um. Breyting hefur orðið í ráðningarmál- um kennara, frá árviss- um kennaraskorti sækja sífellt fleiri menntaðir grunnskóla- kennarar til starfa í skólana auk þess sem aðsókn í kennaranám hefur slegið öll met. Mér finnst alltaf ein- hver „sjarmi“ yfir skólabyrjun, frá þeim tíma sem ég sjálf var nemandi og síðar sem kennari og foreldri. Ég hef notið þess að taka þátt í umræðu dætra minna og skóla- systkina um væntanlega kennara, bekkjarfélaga, innkaup o.fl. Um leið og ég fagna hverju nýju skólaári fylgir því ljúfsár söknuður að þetta er síðasta árið sem ég á barn á grunnskólaaldri þar sem yngri dóttir mín er nú að hefja sitt tíunda og síð- asta ár í grunnskóla. Þá sakna ég þess einnig að sækja ekki heim haustþing kennara sem hefur verið ánægjulegur viðburður hjá mér allt frá haustinu 1994, fyrst sem varafor- maður Kennarasambands Íslands og síðar formaður Félags grunnskóla- kennara. Ábyrgð sveitarfélaga En því miður get ég ekki haldið áfram á jákvæðum nótum því að ekki áttu allir reykvískir grunnskólanem- endur þess kost að hefja skólagöngu á tilsettum tíma í ár. Ástæðan er sú að skólahúsnæði þeirra var ekki tilbúið. Samkvæmt grunnskólalög- um er gerð skólamannvirkja und- irbúin af sveitarstjórn í samráði við skólanefnd, í þessu tilviki fræðslu- ráð. Í borgarstjórnarkosningunum sl. vor stærði R-listinn sig af því að Reykjavík væri í fararbroddi í skóla- málum en gat þess ekki að ýmsar blikur voru á lofti um að ekki tækist að ljúka öllum bygging- arframkvæmdum í tæka tíð fyrir skóla- byrjun. Í sumum tilvik- um var skólinn reyndar settur án þess að fram- kvæmdum við skóla- húsnæðið væri lokið og foreldrar hafa áhyggj- ur af því að skólalóðin sé óheppilegt leiksvæði fyrir börnin. Ótrúlegur vandræðagangur ein- kennir þetta ástand og svör fræðsluyfirvalda eru engan veginn full- nægjandi. Ábyrgð á rekstri grunnskóla hvílir á herðum sveitarfélaga og það er í þessu tilviki skylda borgar- stjórnar að svara fyrir það sem út af bregður. Skólinn nær borgurunum Grunnskólinn var fluttur frá ríki til sveitarfélaga haustið 1996 að lok- inni mikilli undirbúningsvinnu. Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, lofaði öllum hlutaðeigandi aðilum að tryggja sátt um flutninginn, lagði sig allan fram og loforðið stóðst. Með flutningi grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga var valdinu dreift og skólarnir eiga að standa stjórnarfarslega nær borgurunum en áður. Eins og málum er háttað í Reykjavík hefur þetta ekki gengið eftir. Til að borgararnir geti haft meiri áhrif á skipulag skóla- mála þarf að skipta Reykjavík í skólahverfi með skólaráði í hverju þeirra sem annist málefni leikskóla og grunnskóla hverfisins. Eitt mark- miðið með því er að efla samfellu á milli skólastiganna tveggja og þá er hægt að tala um raunverulegt sam- starf skólastjórnenda, kennara, for- eldra og nemenda en fulltrúar þess- ara aðila skipa skólaráðin. Sameiginlegt verkefni Nauðsynlegt er að skipta Reykja- vík í skólahverfi eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn leggja til. Skólinn er hjartað í hverju hverfi borgarinnar, miðstöð mennta og menningar. Skólinn er ekki „geymslustaður“ fyrir börnin á með- an foreldrarnir eru í vinnu. Foreldr- ar bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna en skólinn aðstoðar þá í upp- eldishlutverkinu og býður fram menntunartækifæri. Samkvæmt að- alnámskrá grunnskóla er menntun og velferð nemenda sameiginlegt verkefni heimila og skóla og sam- starfið þarf að byggjast á samábyrgð og gagnkvæmri virðingu, trausti og upplýsingamiðlun. Sveitarfélagið skapar umgjörðina og skólanefnd/ fræðsluráð á samkvæmt grunnskóla- lögum að fylgjast með og stuðla að því að jafnan sé fyrir hendi í skólum fullnægjandi húsnæði og annar bún- aður, þar með talin útivistar- og leik- svæði nemenda. Reykjavíkurborg þarf að taka sig á í þeim málum. En hvað er ég að kvarta? Meirihluti borgarbúa kaus óbreytt ástand 25. maí sl. Skólamál haustið 2002 Guðrún Ebba Ólafsdóttir Reykjavík Skipta þarf Reykjavík í skólahverfi, segir Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í fræðsluráði. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.