Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Magnea J. Matthías-dóttir, rithöfundur ogþýðandi meðal annars,sendi þættinum eft- irfarandi bréf: „Það er mikið tilfinningamál, þetta með kanínurnar í Öskjuhlíð- inni, að ég nefni ekki þegar þær ráð- ast inní kirkjugarðinn. Kannski eru þar líka andar á sveimi og setjast í dýrin og gera þau mennskari, a.m.k. skrifaði „Lesandi“ í Velvakanda 18.08.02 „… en sá nýverið kanínu látna í hlíðinni …“ Það má mikið vera, að kanínur séu „yndisleg dýr, sem auðga annars fátæklega flóru dýra hér á landi“ (hefði samt frekar haldið að það væri faun-an) og sæti sama „ofstæki og hefur stundum borið á gegn lúpínunni og öspinni“. En hver er hér að skrifa? Er þetta einhver sem sat ekki í réttum tím- um í dýra/grasafræði? Heldur sumsé að allt utan stofuveggjanna séu plöntur? Eða sannur dýravinur sem sér mennska eiginleika í öllu sem skríður á jörðinni, hvort sem það eru kanínur, lúpína eða ösp, og sér kannski „örendar“ plöntur í garðinum sínum á haustin? Að vísu man ég eftir „dýraharmleik“ þegar „vanfærar hreinkýr fórust“ í Mogg- anum mínum hér um árið. En einu sinni voru dýr nú bara dauð þegar þau voru dauð.“ Umsjónarmaður þakkar Magneu bréfið og tekur heils hugar undir at- hugasemdir hennar. Því má bæta við að Árni heitinn Böðvarsson seg- ir í bók sinni Íslenskt málfar: „deyja, andast, látast er sagt um fólk, einnig gefa upp andann (önd- ina). Þessi orð eru hins vegar ekki við hæfi í máli fullorðinna um dýr. Um þau er sagt drepast og fylgir því engin óvirðing.“ Hann hefur ekki kunnað að meta einfalt mál, sá sem komst svo að orði um nokkrar bröndur sem drápust í fúlum pytti í Brasilíu: „Þar atvikuðust mörg fiskandlát.“ – – – Fyrir nokkru var í þessum dálk- um fjallað um það hvernig sögnin látast í merkingunni deyja væri smám saman að ryðja burt öðrum sögnum og orðasamböndum sömu eða svipaðrar merkingar. Líkt er farið um sögnina slasast og lýsing- arorðið slasaður. Fólk slasast í slysi og slasaður er sá sem orðið hefur fyrir slysi. Því er undarlegt að sjá fyrirsögn sem þessa: „Tugir manna slasaðir eftir slagsmál“ – ætli þeir hafi ekki verið meiddir, auk þess sem orðin áflog, átök eða handalögmál, jafnvel ryskingar, eru á bókum tal- in betri íslenska en slagsmál. „Maður vopn- aður hnífi réðst til atlögu við börn á leikskóla … og slasaði tíu,“ stóð í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Það mun vera sönnu nær að árásarmaðurinn hafi sært tíu og þeir verið sárir eða særðir eftir. Nema atlagan hafi verið slys, sem er hæpið. Hér sem annars staðar verður ekki ofbrýnt fyrir mönnum, allra síst þeim sem vinna á fjölmiðlum, að nýta blæbrigði málsins í þágu auðugra tungutaks og fjölskrúð- ugri stíls. Orðafátækt af því tagi, sem lýsir sér í sífelldri notkun áð- urnefndra orða, rýrir málið smám saman. Til verður vítahringur – fjölmiðlar staglast stöðugt á sömu orðunum og hver étur upp eftir öðrum, þeir sem hlusta á fjölmiðla eða lesa þá gefa sig smám saman þessari einhæfni á vald og þegar þeir koma síðan til starfa við sjón- varp, útvarp eða blöð lokast hring- urinn. Virkur orðaforði málsins er orðinn fátæklegri og ýmis góð og gild orð ekki öðrum töm en örfáum sérvitringum og skringimönnum. Það er miður. – – – Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega segir í Hávamálum. Fara villur vega eða vegar er vel þekkt orðtak í íslensku máli og mikið notað í ræðu og riti, meðal annars í fjöl- miðlum. Villur er hér lýsingarorð, hefur sömu merkingu og villtur, og því fer karlmaður villur vegar, kona vill vegar og barn villt vegar, til dæmis ef þau villast af þröngum vegi dyggðarinnar – já, eða gana bara stefnulaust út í bláinn. Svo virðist sem fjölmargir geri sér ekki grein fyrir orðflokknum í þessu samhengi og haldi að villur sé fleirtala af kvenkynsnafnorðinu villa. Þeir segja því eða skrifa eitt- hvað í líkingu við: „Ég held að megnið af þessu unga fólki hafi nú gert sér grein fyrir því að það fór villur vegar.“ Hér ætti auðvitað að standa villt í stað villur, lýsing- arorðið lagar sig að orðinu sem það stendur með, í þessu tilviki það. „Þá komum við að því hve fjöl- miðlar heimsins hafa farið alveg ótrúlega villur vegar í fréttaflutn- ingi.“ Hér væri villir rétt, fjöl- miðlar hafa farið villir vegar. Ef einhver er í vafa um hvernig orðið beygist gæti gagnast að setja lýsingarorðið illur í staðinn, það beygist eins og villur. Röng notk- un orðtaka er miðlungi góður vitn- isburður um vandvirkni. – – – Úr dagbók lögreglunnar – Þann vetur voru stuldir miklir á Reykjahólum. Hurfu mönnum gripir margir úr hirslum og var svo mikill gangur að því að nálega úr hvers manns hirslum hvarf nokkuð hversu rammlegur lás sem fyrir var en þó var engi lás brotinn. [Fóstbræðra saga.] Virkur orða- forði málsins er orðinn fátæk- legri og ýmis orð ekki öðrum töm en örfáum sérvitringum keg@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Karl Emil Gunnarsson ÉG hef rætt við margar konur um fyrstu kynlífsreynsl- una þeirra og komist að því að fyrir mjög margar konur var það óþægileg lífsreynsla sem hefur jafnvel áhrif á kynlíf og líf þeirra mörgum árum seinna. Fyrir margar vegna þess að þær voru of ungar eða vegna þess að þær voru ekki að hlusta á sig sjálfar, voru að láta undan þrýstingi, vegna þess að þær þekktu ekki sjálfar sig nóg eða vissu ekki hvar mörkin lágu. Píkusögur Leikritið Píkusögur hefur verið mjög vinsælt og sýnir þörfina fyrir umræðu um hin margvíslegu „tabú“ sem snúa að konum og kynferði kvenna. Við þráum að heyra talað op- inskátt um það sem aldrei mátti segja upphátt áður. Og þessi hlátur sem því fylgir að segja fyndnar sögur sem tengjast kynferði kvenna er hlátur feginleika, hlátur sem losar um eitt- hvað ævagamalt og hrærir við því dýpsta í okkur. Að minnsta kosti var það þannig með mig þegar ég fór að sjá Píkusögur. Hlát- urinn kom neðan úr maga og beint út úr hjartanu. Hann kom neðan frá og leitaði upp. Og hann leysti upp aldagömul höft sem héldu einhverju í skorðum sem átti ekki að vera í skorðum. Mig langaði að gráta og hlæja á sama tíma og ég gekk út full af orku. Selakonan og sálin Margir þekkja söguna um sela- konuna sem kastaði af sér selshamn- um á Jónsmessunótt til að dansa í konulíki. Selurinn hefur löngum haft yfir sér þennan töfrablæ og sagt er að selurinn hafi mannsaugu. Selurinn er í sögum oft tákn fyrir sálina. Konan í sögunni gleymdi sér í dansinum og gáði ekki að sér fyrr en búið var að stela af henni selshamnum. Clarissa Pinkola Estés túlkar þessa sögu í bók sinni Konur sem hlaupa með úlfum á þann hátt að sagan fær enn meiri dýpt. Í hennar umfjöllun er þetta sag- an um konuna sem lét stela frá sér sálinni. Hún gleymdi sér í villtum dansi, og gáði ekki að sér fyrr en það var um seinan. Konan í selshamnum er þannig tákn fyrir hina heilsteyptu konu sem er í snertingu við villta eðlið í sjálfri sér. Þannig kona er fullkom- lega með sjálfri sér í stað þess að standa fyrir utan sig – veltandi því fyrir sér hvort hún sé að hegða sér samkvæmt reglunum. Kona sem er farin að heiman frá sjálfri sér – frá sálinni – verður fljótt þreytt og vannærð andlega. Það eru ótal leiðir til að missa af sálinni. Hjá flestum okkar gerist það á aldrinum 7–18 ára. Það getur verið í tilraun okkar til að vera góða stelpan og falla inn í hópinn, með því að vera með of mikla fullkomnunaráráttu, með því að leggja ofuráherslu á frama eða með því að vera mjög lengi óánægð með sjálfa sig og lífið án þess að gera neitt í því. Hjá sorglega mörgum konum gerist það við kynferðislega misnotk- un, oft meðan þær eru kornungar. Þegar sálinni hefur verið stolið þann- ig þá getur verið erfitt að finna sels- haminn sinn aftur. Konan í sögunni giftist manninum sem stal af henni selshamnum og átti með honum börn. En að sjö árum liðnum var hún orðin aðframkomin. Í grænlenskri útgáfu af sögunni var hún farin að þorna upp, augnlokin voru að hrynja af henni og hún var farin að sjá illa. Hún grátbað mann- inn að færa sér haminn en hann ótt- aðist að hún myndi yfirgefa sig og fara frá börnunum. Að lokum stakk hún sér í hafið klædd selshamnum. Þannig finna flestar konur aftur sál sína og tilgang fyrr eða síðar. Unglingsárin Unglingsárin eru fyrir margar stelpur tími sem einkennist af mikilli pressu frá umhverfinu. Þá er svo mik- ilvægt að falla inn í hópinn og vera meðtekin. Þess vegna eru unglinsárin líka tími sem auknar líkur eru á að við missum af okkur sjálfum. Við förum jafnvel að yfirgefa okkar eigin gildi og hafna því sem nærir okkur og fyllir okkur gleði í skiptum fyrir viðurkenn- ingu umhverfisins. Villt í þoku Konur sem hafa lent í því að vera misnotaðar kynferðislega eða hafa misboðið sjálfum sér á því sviði ganga oft með reiði í maganum, sorg yfir að hafa glatað sakleysinu og oft fylgir líka skömm og/eða sektarkennd. Skömm getur verið mjög lamandi til- finning. Tilfinning sem gleypir okkur eins og þoka. Það er fátt eins yfir- þyrmandi einmanalegt eins og að vera villt í þoku uppi á heiði. Skömm getur fengið okkur til að lifa lífinu í felum, hún minnir okkur stöðugt á að við séum ekki nógu góð, hún getur sannfært okkur um að við séum skít- ug og ekki þess virði að góðir hlutir komi inn í líf okkar. Þannig getur hún litað öll okkar samskipti og það sem við gerum við líf okkar. En skömm er eins og allar tilfinningar, bara það sem hún er; tilfinning en ekki veru- leiki. Tilfinning sem er bara að biðja okkur um að hlusta á söguna sem hún hefur að segja svo við getum sleppt henni. Það er hægt að vinna úr skömm eins og öllum öðrum tilfinn- ingum. Alda tilfinninganna Það kallar á bæði þolinmæði og kærleika að vinna úr sterkum tilfinn- ingum. Stundum þurfum við líka dá- lítinn kjark til að byrja. Þegar við frestum því of lengi að horfast í augu við tilfinningar sem hafa safnast upp eða höfum keyrt lengi á varaorkunni án þess að næra andann – þá verðum við dofin – hættum að vita hvernig okkur líður og lífið verður flatt og lit- laust. Allar tilfinningar eru eins og alda. Þær rísa, eiga sinn hápunkt og svo dvína þær – af sjálfu sér, ef við gefum okkur tíma til að hlusta á þær. Við þurfum ekki að óttast þær. Bara að læra að lifa með þeim, hlusta á þær og kunna leiðir til að veita þeim í ákveðinn farveg ef þær verða of yf- irþyrmandi. Að halda selskinninu Selakonan í áðurnefndri sögu gleymdi sér svo í dansinum að hún tapaði selskinninu – sálinni. Til þess að halda selshamnum þurfum við að vera vakandi, okkur meðvitandi um tilfinningar okkar, líðan og þá sem eru í kringum okkur. Og við þurfum að taka okkur tíma til að næra okkur sjálf, gera það sem okkur finnst skemmtilegt, eiga hljóðar stundir og fara út í náttúruna. Þannig nærum við andann svo að við getum auðveld- ar tekist á við erfiðu dagana og sömu- leiðis notið sólríku daganna. Að glata selshamnum og fjarlægjast sálina Guðrún Arnalds Konur Konan í selshamnum er þannig tákn, segir Guðrún Arnalds, fyrir hina heilsteyptu konu sem er í snertingu við villta eðlið í sjálfri sér. Höfundur er hómópati, nuddari og leiðbeinandi í líföndun. SAGT er að menn beiti mismun- andi aðferðum við að læra. Þar koma einkum tvær aðferðir til greina, að hlusta eða lesa. Sumir læra best með því að hlusta á annan mann mæla fram fróðleikinn; öðr- um hentar betur að lesa námsefnið. Hallgrímur Helgason rithöfund- ur skrifaði grein í gær í Morgun- blaðið. Í henni er einkum fjallað um opinberu rannsóknina, sem núna fer fram á meintum sökum fyrir- svarsmanna Baugs. Þessi Höfund- ur Íslands veit svo sem ekki mikið um hana. Hann hefur ekki, fremur en aðrir, neinar upplýsingar, svo heitið geti, um að hverju þessi rannsókn beinist. Samt talar hann um hana eins og allt sem henni við- kemur liggi ljóst fyrir honum. Hann talar um ofsókn lögreglunn- ar, segir að hún hafi verið vel tíma- sett (til að koma í veg fyrir viðskipti fyrirtækisins í London!), en röng að öllu öðru leyti. Rannsóknina tel- ur hann eiga rót að rekja til sam- særis gegn þessu fyrirtæki. Sam- særinu stjórni forsætisráðherrann. Undirritaður, sem gegnir lög- mannsstarfi fyrir kærandann, er talinn þátttakandi í samsærinu, verandi „einkavinur forsætisráð- herra“. Einhverjir fleiri eru nefnd- ir til sögunnar. Samsæriskenning- ar eru vinsælar kenningar. Þær henta best, þegar menn vita minnst um það sem þeir tala um. Ljóst er að Höfundur hefur ekki lært um staðreyndir málsins með þeim hefðbundnu aðferðum sem aðrir menn nota við að læra, að hlusta eða lesa. Einfaldlega vegna þess, að enginn, sem til málsins þekkir, hefur talað við hann eða skrifað honum. Hann beitir annarri aðferð við að læra. Hann talar. Hann nemur fróðleikinn úr eigin munni. Lögreglurannsóknir fara af stað samkvæmt lögum, þegar nægilegt tilefni þykir til að ætla, að menn kunni að hafa brotið gegn refsilög- um. Ákvörðun lögreglu um hvort hefja skuli opinbera rannsókn í máli getur aldrei ráðist af því, hvort þeir, sem rannsóknin snertir, eigi á því augnabliki sem tilefni kemur upp, í viðskiptum við aðra. Það væri afar ámælisverð fram- kvæmd, ef lögregla léti slík sjón- armið hafa áhrif á ákvarðanir um að hefja rannsókn. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að hefja rann- sókn, ber lögreglu skylda til að tryggja greiðan framgang hennar, m.a. með því að hindra möguleika þess, sem fyrir sökum er hafður, til að spilla sönnunargögnum. Þeir sem rannsókn sæta, teljast sak- lausir meðan á rannsókn stendur og allt þar til sekt þeirra hefur ver- ið sönnuð með lögfullri sönnun fyr- ir dómi, ef því er að skipta. Ákveði lögregla að hefja opinbera rann- sókn án nægilegs tilefnis, getur sá sem fyrir verður leitað réttar síns á eftir. Við ættum öll að bíða með að taka afstöðu til mála, þangað til við fáum að vita öll málsatvik. Við eig- um ekki að fella ótímabæra dóma yfir sökuðum mönnum. Við ættum heldur ekki að veitast að kærend- um og lögreglu með ásakanir um ofsóknir, fyrr en við höfum ein- hverjar forsendur til að byggja slíkar ásakanir á. Og við ættum að reyna að muna vel, að samsæris- kenningar þeirra, sem vilja spjalla um þjóðmálin, eru venjulega rang- ar. Þær eru oftast hafðar uppi til að sáldra kryddi í hversdagslega til- veru spjallara. Þessar ábendingar eiga líka við um Höfunda sjálfs Íslands, þó að þeir telji sig kannski hafa ríkari heimildir en aðrir til að skálda í til- veruna. Kannski eru þeir orðnir svo upphafnir af sjálfum sér, að þeir telji nóg að læra með því að tala. Ég legg þá til að við hin höld- um okkur við hinar hefðbundnu að- ferðir. Að nema fróðleik úr eigin munni Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.