Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 15
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 15 ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG Stokks- eyrar er í undirbúningi. Níu manna hópur frá Stokkseyri og Selfossi sem unnið hefur að stofnun félagsins kom saman á Stokkseyrarbryggju í góða veðrinu nýlega og var það fyrsti formlegi fundur hópsins. Á þessum bryggjufundi var lagt á ráðin um framhaldið og þær fram- kvæmdir sem útvegsbændur vilja sjá við bryggjuna. Má þar nefna við- legukant fyrir minni báta en í hópn- um eru eigendur fjögurra smábáta. Á bryggjufundinum var meðal ann- ars rætt um innsiglingarmerkin sem eru á frystihúsinu og á brimvarnar- garðinum en mikilvægt er að halda þessum merkjum við, þannig að þau megi nota og halda með því við þeirri þekkingu sem fyrir hendi er meðal sjómanna varðandi þær tvær inn- siglingaleiðir sem eru að Stokkseyr- arhöfn. Það kom einnig fram að sú merk- ing sem hópurinn leggur í orðið út- vegsbóndi á ekki bara við um sjávar- útveg og útræði. Menn tengja það hvers konar umsvifum í atvinnu- rekstri á þessum útgerðar- og fisk- vinnslustað. „Við skulum hafa „fé- lagsheimilið í baksýn,“ sagði einn fundarmanna þegar kom að mynda- töku og átti við hraðfrystihúsið en stór hluti þess er ónotaður og kallar á umsvif af einhverju tagi. En hvert er þá baráttumál útvegs- bænda Stokkseyrar? „Kvótann heim, það er á hreinu,“ sagði einn fundarmanna og hinir tóku undir það og hlógu fagnandi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Útvegsbændafélag Stokks- eyrar í burðarliðnum Stokkseyri „ÞETTA er einfalt og býður upp á fé- lagsskap ásamt því að fullnægja sköp- unarþörfinni fyrir nú utan hvað þetta er fallegt,“ segir Guðrún Erla Gísla- dóttir sem stofnaði netverslunina Bót.is í júlí árið 2000 og hefur síðan einbeitt sér að því þjónusta konur sem leggja stund á bútasaum og það handverk sem er í kringum þann saumaskap. Guðrún opnaði verslun með bútasaumsvörumn að Eyravegi 37 á Selfossi árið 2001 og er nýbúin að opna aðra verslun á Akureyri, að Brekkugötu 9. „Bútasaumur er aldagamalt hand- verk en tiltölulega ungt hér á landi og nýtur sífellt meiri vinsælda. Það eru konur á öllum aldri í þessu og við reynum að mæta þessum áhuga. Við erum með námskeið í verslununum einu sinni í viku og svo með stærri námskeið öðru hverju, eins og nú í haust á Skógum en þar koma konur saman tvær helgar og sauma og skemmta sér frá föstudegi til sunnu- dags,“ segir Guðrún. Þá segir hún að vináttuklúbbur sé starfræktur þar sem ríflega 250 konur séu skráðar alls staðar að af landinu en þær fá senda pakka einu sinni í mánuði með efnum og leiðbeiningum til að sauma eftir. Til að halda utan um þetta heldur Guðrún mánaðarlega fundi þar sem konurnar bera saman bækur sínar, sýna og sjá hvað verið er að gera. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðrún Erla í Bót.is og starfs- stúlkur hennar á Selfossi, þær Ólöf María og Jónína. Bútasaum- ur vinsæll Selfoss SYSTURNAR Þórdís og Jóhanna Þórðardætur ásamt Katrínu Ósk Þráinsdóttur hafa undanfarin ár staðið fyrir handverksmörkuðum í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Hinn 15. september n.k. ætla þær að efna til markaðar þar. Þær stefna að því að halda einn markað í mánuði og tvo í nóvember. Eins og venjulega hvetja þær handverksfólk í Árborg til að koma með verk sín og vera með eins og undanfarin ár. Á fyrsta markaði árs- ins nú í september langar þær til að fólk komi með uppskeru sína, t.d. grænmeti, kartöflur, blóm og sultur, auk hins hefðbundna. Eins og venju- lega verða Húsið og sjóminjasafnið opin á sama tíma og kaffisala verður í Rauða húsinu. Fjórða ár hand- verksmarkaða Eyrarbakki ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.