Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRAFNISTA í Hafnarfirði fagnar 25 ára afmæli í dag og mun af því til- efni kynna gestum og gangandi nýtt leiguhúsnæði, alls 64 íbúðir í tveimur húsum, sérhannaðar með þarfir eldri borgara í huga. Nýju íbúðirnar eru flestar tveggja og þriggja herbergja og í fjórum mismunandi stærðum. Í tilkynningu frá Hrafnistu segir að þær séu bjart- ar og rúmgóðar með gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Í báðum húsum er lyfta og úr bílageymslu er inn- angengt í bæði húsin sem og í Hrafn- istuheimilið. Á jarðhæð húsanna er samkomusalur til afnota fyrir íbúa og snýr hann að skjólgóðu útivist- arsvæði. Hrafnista tók til starfa 2. júní 1957 og tveimur áratugum síðar var dval- arheimilið í Hafnarfirði opnað. 25 ára afmæli Hrafnistu 64 nýjar íbúðir kynntar í dag Hafnarfjörður FJÖLBÝLISHÚS sem reisa á við Suðurhlíð 38 í Reykjavík er hærra samkvæmt samþykktri byggingar- leyfisumsókn en tilgreint er um í deiliskipulagi. Þá er húsið 1,7 metr- um hærra en gefið var til kynna í skýringarmyndum sem kynntar voru á sínum tíma. Til stendur að kynna málið fyrir íbúum í hverfinu. Í bréfi sem Helga Guðmundsdótt- ir, arkitekt byggingarfulltrúa, og Ív- ar Pálsson, forstöðumaður lögfr. og stjórnsýslu, rita fyrir hönd skipu- lags- og byggingarsviðs til yfir- manna stofnunarinnar og fulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd, kem- ur fram að samkvæmt samþykktu deiliskipulagi mátti húsið vera 12 m hátt. Samkvæmt byggingarleyfis- umsókn sem búið er að samþykkja er gólfkóti 1. hæðar 13,70 og hæð hússins 12,4 m frá henni eða um 40 cm hærri en deiliskipulagið gerði ráð fyrir. Í bréfinu segir að kóti 1. hæðar sé hins vegar ekki nema 13,40 þar sem byggjendur höfðu salarhæð kjallarans 30 cm lægri en samþykkt byggingarnefndar gerði ráð fyrir og er húsið því um 10 cm of hátt sam- kvæmt samþykktum uppdráttum. Fram kemur í bréfinu að bygging- arleyfishafa hafi verið gert að lækka bygginguna um 10 cm og skila inn nýrri og breyttri umsókn. Ekki bindandi þar sem um skýringarmynd er að ræða Á skýringaruppdráttum sem kynntir voru á sínum tíma með deili- skipulaginu eru fjölbýlishúsið og Suðurhlíðaskóli sýnd saman í mæli- kvarða 1:1000. Af þeirri mynd má lesa að þakmænir Suðurhlíðaskóla nær í hálfa hæð 4. hæðar fjölbýlis- hússins. Miðað við samþykkta aðal- uppdrætti er myndin hins vegar óná- kvæm og verður húsið í reynd 1,7 m hærra en skýringarmyndin sýnir. Í bréfinu segir að þarna hafi deili- skipulagshöfundar gert mistök sem embættið hafi ekki tekið eftir. Mynd- in sé þó ekki bindandi þar sem um skýringarmynd sé að ræða. „Þetta er auðvitað afar slæmt og hefur gefið þeim sem kynntu sér til- löguna á kynningartíma hennar sem og embættinu ranga mynd af hæð hússins,“ segir enn fremur í bréfinu. Hönnuðir boðaðir á fund í næstu viku Að sögn Ívars Pálssonar, hjá skipulags- og byggingarsviði, var málið kynnt á fundi skipulags- og byggingarnefndar í vikunni og var í framhaldinu ákveðið að boða hönn- uði til fundar hjá skipulags- og bygg- inganefnd í næstu viku þar sem þeir munu gera grein fyrir því hvernig þessi mistök áttu sér stað. Þá segir hann að stefnt sé að því að skýra málið með einhverjum hætti fyrir íbúum svæðisins. „Hér er um mannleg mistök að ræða sem eru sem betur fer afar sjaldgæf,“ segir Ívar Pálsson. Fjölbýlishús í Suðurhlíð 38 er 1,7 metrum hærra en sam- kvæmt skýringarmynd sem áður hafði verið útbúin Málið verður kynnt íbúum í hverfinu Hlíðar GRAFARVOGSDAGURINN verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn með fjölbreyttri dagskrá víða um hverfið. Í ár verður lögð áhersla á að vekja Grafarvogsbúa til vit- undar um sögu svæðisins en þótt byggðin sé ung má rekja sögu svæðisins allt aftur til landnáms- mannsins Ketils gufu, að því er seg- ir í tilkynningu frá aðstandendum. Helgistund verður haldin á forn- um kirkjureit Maríukirkjunnar í Gufunesi þar sem þjónað verður við altari gömlu Gufuneskirkj- unnar. Í Borgarholtsskóla verður opið hús milli kl. 11 og 15, en þar munu listamenn, félög og fyrirtæki í Grafarvogi kynna starfsemi sína. Grafarvogsskáldin Einar Már Guðmundsson og Gyrðir Elíasson lesa úr verkum sínum, harm- onikusveit og skólahljómsveit spila, svo fátt eitt sé nefnt. Gleði- og glaumganga leggur upp frá Spönginni um kl. 15. Geng- ið verður undir stuðstjórn eldg- leypa og ýmissa kynjavera úr Götu- leikhúsinu Agon, en göngunni lýkur við Gufunesbæ. Við Gufunesbæ verður grillað, sungið og dansað. Sýrupolkasveitin Hringir leikur fyrir dansi og lýkur hátíðinni með flugeldasýningu. Grafarvogsdagurinn verður haldinn í fimmta sinn um helgina Morgunblaðið/Þorkell Myndin var tekin á æfingu fyrr í vikunni þegar eldgleypar úr Borgarholtsskóla sýndu listir við Gufunesbæ. Gleðiganga og eldgleyp- ar á slóðum Ketils gufu Grafarvogur „MJÖG oft er fjallað um unglinga á neikvæðan hátt,“ segir Kolbrún Tara Friðriksdóttir og félagar hennar úr efri bekkjum grunn- skóla Reykjavíkur taka undir með henni, þ.e. þau Lovísa Anna Finn- björnsdóttir, Sigurbjörg Jóhanns- dóttir, Lára Hafliðadóttir, Einar Aðalsteinsson og Grétar Karl Ara- son. Þau tóku í gær öll þátt í verk- efni sem ber heitið Unglingar þinga ásamt um þrjátíu öðrum unglingum úr grunnskólum Reykjavíkur. Þátttakendurnir hitt- ust í Gerðubergi í gærmorgun, en þar hlýddu þeir á fyrirlestra, um m.a. auglýsingar og fleira, tóku þátt í hópvinnu og enduðu daginn á pallborðsumræðum. Markmið verkefnisins er m.a. að hjálpa unglingunum að líta á sam- félagið og umfjöllun í samfélaginu um t.d. kynlíf, kynhegðun og klámvæðingu gagnrýnum augum. Þátttakendurnir eru allir í nem- endaráðum grunnskólanna í Reykjavík og er gert ráð fyrir því að þeir segi félögum sínum frá því sem rætt hafi verið um á þinginu í Gerðubergi; hjálpi þeim að líta gagnrýnum augum á samfélagið. Í tilkynningu um verkefnið segir: „Eitt af markmiðum verkefnisins Unglingar þinga er að styrkja unglingana í að hafa áhrif innan jafningjahópsins í sínum skólum.“ Það sem þeim Einari, Grétari Karli, Kolbrúnu, Lovísu, Sig- urbjörgu og Láru var efst í huga þegar Morgunblaðið ræddi við þau í gær var hve miklir for- dómar virtust vera í garð ung- linga. Fjölmiðlar til dæmis fjalla mjög oft um unglinga á neikvæð- an hátt. Þessu vilja þau breyta; þau minna á að stærstur hluti unglinga er að fást við upp- byggileg verkefni. Þeir aðilar sem standa að verk- efninu Unglingar þinga eru: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Menningarmiðstöðin Gerðubergi, Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur, Félagsþjónustan í Reykja- vík, SAMFOK, Lögreglan í Reykjavík, Neyðarmóttakan og Landlæknisembættið. Unglingar úr efri bekkjum grunnskóla Reykjavíkur þinga í Gerðubergi Morgunblaðið/Sverrir Unglingar þinguðu í Gerðubergi í gær. F.v.: Grétar Karl Arason, Einar Aðalsteinsson, Kolbrún Tara Friðriksdóttir, Lovísa Anna Finnbjörns- dóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Lára Hafliðadóttir. Of oft er fjallað um unglinga á neikvæðan hátt að þeirra mati Breiðholt Í FRÍSTUNDABLAÐI Grafavogs, sem dreift hefur verið inn á hvert heimili í hverfinu, er að finna sam- antekt á ensku. Að sögn Þráins Haf- steinssonar, íþrótta- og tómstunda- fulltrúa Miðgarðs, er þetta gert til að koma til móts við börn og unglinga af erlendu bergi brotin sem nýflutt eru í hverfið. „Með þessu viljum við gera þeim kleift að kynna sér hvað er í boði í tómstundastarfinu og auka og bæta þjónustu við nýbúa,“ segir Þrá- inn. „Með útgáfunni viljum við kynna jákvæða starfsemi fyrir sem flestum.“ Frístundablaðið inniheldur upp- lýsingar um íþrótta-, félags- og tóm- stundastarf sem fram fer í Grafar- vogi. Blaðið kemur nú út í fyrsta skipti. Í inngangi blaðsins segir að því sé ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir upplýsingar um tómstundastarf í Grafarvogi yfir vetrartímann. Leitað var eftir upplýsingum frá félögum, stofnunum, fyrirtækjum og einstak- lingum sem bjóða upp á frístunda- starf í hverfinu. Frístundablaði dreift á hvert heimili í Grafarvogi Samantekt á ensku fyrir nýbúa Grafarvogur BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur samþykkt að vísa til bæjarverkfræð- ings til skoðunar athugasemdum frá íbúa um að lýsingu verði komið fyrir við hjóla- og göngustíg sem tengir saman Mosfellsbæ og Reykjavík. Að sögn Tryggva Jónssonar, bæj- arverkfræðings í Mosfellsbæ,var stígurinn sem um ræðir malbikaður í fyrra en hann liggur að hluta fyrir neðan svokallaðan Arnartanga, Leirutanga og Holtahverfi og til- heyrir að stofninum til eldri stíg sem liggur um bæjarfélagið. Í bréfi sem íbúi sendi bæjaryfir- völdum er kvartað undan því að alla lýsingu vanti við stíginn og er bent á að það hljóti að vera skýlaus krafa að stígurinn sé lýstur upp þar sem börnum sé ætlað að nota hann vetr- arlangt. Að sögn Tryggva hefur engin ákvörðun verið tekin varðandi lýs- ingu við stíginn. Göngustígur milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar Kvartað undan því að lýsingu vanti Mosfellsbær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.