Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ máltíðum þar sem krafist er kvöldklæðnaðar að grillmat og pitsum sem hægt er að panta allan sólarhringinn. Allur matur um borð er innifalinn í því verði sem greitt er fyrir ferðina. Þá eru tón- listarstaðir af öllum toga, allt frá dynjandi diskótekum til rólegri staða þar sem klassísk tónlist er leikin. Gengið í það heilaga um borð Leiðsögumaðurinn upplýsir að skipið sé vinsælt hjá nýbökuðum hjónum sem gjarnan fara í brúð- kaupsferðir með skipinu. Sumir ganga jafnvel skrefinu lengra og láta pússa sig saman í lítilli kap- ellu sem er að finna um borð og slá þannig saman brúðkaupinu sjálfu og brúðkaupsferðinni. Í skipinu er einnig að finna eins konar ævintýraland fyrir börn sem gengur undir nafninu Örkin hans Nóa en þar er að finna af- þreyingu af ýmsum toga fyrir litla fólkið. Þrjár sundlaugar eru um borð, hver með sínu sniði. Nefndi leið- sögumaðurinn sérstaka barna- sundlaug með leiktækjum annars vegar og hins vegar eins konar bar-sundlaug þar sem lifandi tón- ÞAÐ fyrsta sem fangar athyglina þegar gengið er um borð er ör- yggisgæslan, sem hvaða alþjóða- flugvöllur gæti verið stoltur af. Gestir eru beðnir um að skilja eft- ir skilríki við landganginn og skannaðir í bak og fyrir með málmleitartækjum auk þess sem töskur og annar handfarangur er gegnumlýstur áður en haldið er í skoðunarferð um innviði hins æv- intýralega skemmtiferðaskips Carnival Legend. Skipið átti viðdvöl hér í gærdag á jómfrúarsiglingu sinni til New York og af því tilefni gafst fjöl- miðlafólki kostur á að skoða það. Óhætt er að segja að ekki er um neina smásmíði að ræða því skipið er 292 metrar að lengd, tæplega 86 þúsund brúttótonn og með tólf dekk. Það tekur 2.600 farþega og þjónustuliðið er um 1.000 manns. Fólk sem heimsækir skipið er reyndar fljótt að gleyma þurrum staðreyndum um rými og þyngd því um borð tekur hvert glæsirým- ið við af öðru sem einkennast öll af miklum íburði, stærð og þæg- indum. Fullbúið leikhús og spilavíti Fyrsti viðkomustaðurinn á skoð- unarferðinni er leikhúsið sem er af þvílíkri stærðargráðu að erfitt er að skilja að slíkt geti verið að finna um borð í skipi. Það tekur 1.100 manns í sæti og leið- sögumaðurinn upplýsir að á snún- ingssviðinu bak við þung leik- hústjöldin eru settar upp stórar sýningar í „Vegas“-stíl og kostar hver uppfærsla um hálfa milljón Bandaríkjadala. Næst er komið við í Sal eldfugls- ins eða The firebird room. Þetta er skemmtistaður sem innréttaður er í rússnesk-asískum stíl þar sem boðið er upp á lifandi tónlist og skemmtiatriði af ýmsum toga. Þaðan er farið yfir í einn af mörg- um veitingastöðum skipsins og á leiðinni þangað er gengið fram hjá lokuðum herbergjum sem upplýst er að séu fyrir spilafólk sem „vill fá næði“. Gestir geta ekki síður fengið útrás fyrir spilagleði sína í stóru spilavíti sem er að finna um borð og er að sögn leiðsögumanns- ins opnað um leið og lagt er úr höfn. Fjöldi veitingastaða er um borð í Carnival Legend og má þar fá allt frá margréttuðum kvöld- list er leikin og áfengir drykkir eru framreiddir. Fullbúin líkamsræktarstöð er um borð og heilsulind með nudd- stofum, snyrtistofu, hárgreiðslu- stofu og gufubaði. Þá eru ótaldar verslanir af ýmsum toga, tölvu- herbergi þar sem gestir geta kom- ist á Netið, bókasafn og svo mætti lengi telja. Raunar má segja að Carnival Legend sé fljótandi þorp eða öllu heldur stórborg því úrval afþreyingar um borð minnir helst á það sem gerist í stærstu borgum erlendis. Carnival Legend er nýjasta skipið í flota Carnival-skipafélags- ins í Bandaríkjunum en alls er fé- lagið með 18 skemmtiferðaskip í siglingum í Karíbahafinu og með- fram ströndum Ameríku en það er Heimsklúbbur Ingólfs-Príma sem er tengiliður skipafélagsins hér á landi og selur ferðir í skipið. Fljótandi stórborg í Sundahöfn Eitt af stærstu skemmtiferðaskipum sem komið hafa hingað til lands lagðist að bryggju í Sundahöfn í gær. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Þorkell Þor- kelsson kynntu sér innviði skipsins. Morgunblaðið/Þorkell Mikið er lagt í allar innréttingar í skipinu, meðal annars í aðalveit- ingastaðnum um borð. Auk hans er fjöldi annarra veitingastaða en allur matur er innifalinn í því verði sem greitt er fyrir ferðina. Morgunblaðið/Þorkell Þrjár sundlaugar eru um borð, bæði úti á dekki og innandyra, auk heitra potta. Þá er fullbúin líkamsræktarstofa og heilsulind í skipinu. Morgunblaðið/Þorkell Móttakan í skipinu er mikilfeng- leg en þar er gríðarlega hátt til lofts eins og sést af þessari mynd þar sem horft er niður í hana af níunda þilfari skipsins. EYÞÓR Arnalds og viðskiptafélagar hans í hlutafélaginu Lífsstíl ætla að- opna nýja hágæða líkamsræktarstöð og heilsulind á grunni Planet City í Austurstræti innan nokkurra vikna, en þeir taka við rekstri stöðvarinnar 1. október. Nýja stöðin verður rekin á sama stað í Austurstræti og verður opnuð undir nýju heiti, Planet Reykjavík. Nýir eigendur munu stækka stöð- ina úr 800 fermetrum í 1.100 og hyggjast kaupa að liggjandi húseign við Austurstræti 6 þar sem nú er vín- veitingastaðurinn Diablo. Hugmyndir um yfirtökuna hafa verið uppi síðan í sumar og er kaup- verð trúnaðarmál. Í hinni nýju Planet Reykjavík verð- ur líkamsræktartækjarýmið stækkað og tækin flutt yfir í húsrýmið þar sem nú er Diablo og opnað á milli. Hyggj- ast Eyþór og félagar bjóða upp á víð- tæka þjónustu í líkamsrækt, s.s. einkaþjálfun, jóga og hnefaleika, lyft- ingar og heilsulindir. „Við ætlum að efla þjónustuna, bæði í heilsulindunum og ekki síst í einkaþjálfun. Við munum tryggja að hér verði bestu einkaþjálfarar lands- ins og hver gestur verði tekinn í markmiðagreiningu og þess gætt að hann nái settum markmiðum með heilsurækt sinni. Kjörorð stöðvarinn- ar hingað til hafa verið ánægja og af- slöppun en við viljum bæta við þriðja kjörorðinu; árangri.“ Viðskiptafélagar Eyþórs eru Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ra Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri sjónvarps- stöðvarinnar, auk Sveinbjörns Krist- jánssonar. Þeir munu endurráða flesta starfsmenn auk þess að hafa lagt drög að ráðningu einkaþjálfara. Kveðst sjá sóknar- færi í miðborginni Eyþór segist sjá sóknarfæri í því að hefja fyrirtækjarekstur í miðborginni á sama tíma og verslanir þar hafa ver- ið að leggja upp laupana undanfarið. „Verslunin hefur átt undir högg að sækja en „lífið eftir vinnu“ sem er við- skiptahugmynd okkar, hefur verið þeim mun öflugra í miðborginni. Við teljum það ekki sjálfsagðan hlut að líf- ið eftir vinnu felist eingöngu í skemmtanahaldi, heldur geti líkams- rækt orðið sterkur hluti þess lífs. Starfsfólk vinnustaðanna hérna í kring ætti eð geta notið þess að hafa líkamsræktarstöð í göngufæri. Við trúum því líka að miðborgin rétti úr kútnum með því að fyrirhuguð eru 200 bílastæði undir Tjörninni. Fram- tíðarmöguleikar miðborgarinnar eru einnig miklir með tilkomu nýs íbúðar- hverfis í Skuggahverfinu að ógleymdu hafnarsvæðinu.“ Eyþór Arnalds og við- skiptafélagar taka yfir rekstur Planet City Morgunblaðið/Golli Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri hlutafélagsins Lífsstíls. SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR Landhelgisgæslunnar fjarlægðu nýlega og eyddu sprengju frá því á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar sem fannst í sandi í grennd við golfvöllinn í Þorlákshöfn. Um var að ræða sprengju sem notuð var til þess að merkja stað- setningu kafbáta í seinni heim- styrjöldinni. Inniheldur sprengjan efnablöndu sem hefur þá eigin- leika að gefa frá sér ljós og reyk þegar sprengjan springur, að því er fram kemur á vef LHG. Þar kemur fram að sprengjum sem þessum var varpað úr flug- vélum. Þegar þær lentu á hafinu gáfu þær frá sér hvítan reyk og gulan loga í um það bil sex mín- útur til að merkja staðsetningu kafbáta svo hægt væri að varpa sprengjum á þá venjulega úr öðr- um flugvélum. Efni í þessum sprengjum geta við vissar aðstæð- ur kviknað sjálfkrafa og gefa frá sér eitrað fosfórgas þegar þær brenna. Sprengju- sérfræð- ingar LHG eyða sprengju GÆSLUVARÐHALD var fram- lengt yfir tveimur bræðrum í gær sem grunaðir eru um alvarlega lík- amsárás á ungan mann við Eiðistorg í byrjun ágúst. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 25. október en ekki var krafist fram- lengingar gæsluvarðhalds yfir föður mannanna og var honum því sleppt úr haldi, þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum lengur. Feðgarnir þrír hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því um verslunarmannahelgina vegna rannsóknar málsins hjá lög- reglunni í Reykjavík. Faðirinn laus en synirnir áfram í gæslu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.