Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 19 Nánari upplýsingar og pantanir í Hlíðasmára 15, Kópavogi, í síma 585 4100. Ferðaávísun Mastercard gi ldir 5.000 Úrvals-Bændaferð/Aðventuferð til Trier í Þýskalandi 24. nóv. til 1. des. 2002 ÚRVALSBÆNDAFERÐIR ERU FYRIR ALLA LANDSMENN Trier er elsta borg Þýskalands og bera þar hæst minjar frá dögum Rómverja, en þeir settust þarna að um kristsburð. Það voru einmitt þeir sem kynntu vínviðinn við Mósel og síðan hefur Móseldalurinn verið eitt merkasta vínræktarsvæði Norður- Evrópu. Það er löng hefð fyrir jólamarkaði í Trier og svíkur stemningin þar engan. Gamli bærinn er tiltölulega lítill og að mestu varðveittur fyrir fótgangandi, sem gerir hann enn meira aðlaðandi og auðveldan yfirferðar. Hótelið er í göngufæri við göngusvæðið. Allar helstu verslunarkeðjur Þýskalands eru til staðar, enda þjóna þær svæði sem búa á um 700 þúsund manns, þó Trier hýsi ekki nema 90 þúsund. Þarna er hægt á einni viku, frá sunnudegi til sunnudags, að ganga frá öllum jólainnkaupum án þess að vera með nokkuð stress. Þýskaland er það land, þar sem hin nýja evra hefur síst orðið til að hækka verðlag. Innifalið er allt eftirfarandi: Fyrir utan íslenska fararstjórn eru innifaldir á fjögurra stjörnu lúxus hóteli ríkulegir morgunverðir (hlaðborð) auk aksturs og flugvallarskatta. Skoðunarleiðangur um bæinn. Fjórir kvöldverðir með fararstjóra á margvíslegum veitingastöðum m.a. skoðunarferð til Bernkastel og Enkirch sem endar hjá vínbónda með tilheyrandi vínsmökkun og kvöldmat, hrein veisla. Verð í tvíbýli kr. 79.000 Aukagjald fyrir einbýli kr. 17.000 Fararstjórinn Friðrik G. Friðriksson (Frissi) Porta Nigra UM síðustu helgi voru útskrifaðir nítján nemendur, sex af ferðamála- braut og sex af fiskeldisbraut og sjö af tamningabraut við Hólaskóla. Skúli Skúlason skólameistari kvaddi nemendur við þessi tímamót og þakkaði þeim góð kynni og góða frammistöðu í námi og starfi. Fram kom í máli hans að þessir nemar hafi lagt að baki sumir eins en aðrir tveggja ára nám í sínu fagi. Sagði skólameistari ánægjulegt að geta skýrt frá því að verulega aukin að- sókn væri að skólanum, og væri hún jafnvel meiri en menn hefðu þorað að vænta. Á næsta ári yrðu 70 nemend- ur í staðarnámi, það er heima á Hól- um, en milli 20 til 30 í fjarnámi en sá þáttur verður sífellt vinsælli. Skúli sagði að aðsókn væri slík í nám á hestabrautinni að milli þrjátíu og fjörutíu hefðu sótt um nám, en aðeins hefðu sautján komist að eftir inn- tökupróf. Alls væru 92 nemar skráð- ir til náms á yfirstandandi skólaári. Vaxandi sókn í nám við Hólaskóla Skagafjörður SLÖKKVILIÐ Húsavíkur setti met í útkallstíma í fyrrakvöld þegar það var kallað að húsi við Laug- arbrekku. Húsráðanda var að von- um nokkuð brugðið þegar slökkvi- liðsmenn bönkuðu upp á enda enginn eldur í húsinu. Slökkviliðið hafði verið á æfingu í um 200 metra fjarlægð þegar útkallið barst. Reyk lagði yfir húsið og því leit út fyrir að kviknað væri í því. Að sögn Jóns Ásbergs Salómons- sonar slökkviliðsstjóra var verið að sýna slökkviliðinu bíl frá fyrirtæk- inu IB-bílum þegar útkallið barst. Slökkviliðsmenn höfðu kveikt í nokkrum brettum og var bíllinn notaður til að slökkva þann eld. Neyðarlínu og lögreglu hafði verið gert viðvart um eldinn en þar sem tilkynnt var um eld í ákveðnu húsi við Laugarbrekku var brugðist við útkallinu. Æfingin fór fram, eins og áður segir, í um 200 metra fjarlægð frá Laugarbrekku og því tók það slökkviliðið ekki nema rúma mín- útu að komast á vettvang með tækjabíl, dælubíl, tankbíl og svo froðubílinn sem sýndur var fyrr um kvöldið. Jón Ásberg sagði að þó viðbragðstími slökkviliðsins væri ávallt stuttur hefði hann aldrei verið eins stuttur og í þessu tilviki. Slökkviliðsmenn settu met í viðbragðsflýti Húsavík Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Þessi froðubíll mætti í Laugarbrekkuna en lítið fór fyrir eldinum. NÚ stendur yfir sýning í Eden íHveragerði á verkum Guðráðs Jó- hannssonar listamanns frá Beina- keldu í A-Húnavatnssýslu. Guðráður sýnir 30 olíumálverk auk teikninga og skopmynda sem hann hefur gert af samferðamönnum í Húnaþingi. Guðráður Jóhannsson er sjálfmennt- aður í þessari listgrein en hefur notið mikillar leiðsagnar Bjarna Jónsson- ar listmálara. Sýningu Guðráðs sem jafnframt er sölusýning í lýkur sunnudaginn 22. september Myndlistarmað- ur úr Torfa- lækjarhreppi sýnir í Eden Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Eitt af verkum Guðráðs sem nú eru á sýningu í Eden. BÍLFERJAN Norröna sem siglt hefur með farþega og farar- tæki milli Ís- lands, Færeyja, Noregs, Dan- merkur og Ler- wick á Hjaltlandi um hart nær tveggja áratuga skeið lagði upp í síðustu ferð sína frá Íslandi á þriðjudaginn var. Hátíðarstemmn- ing ríkti um borð og á hafnarbakkanum, enda brott- förin viss áfangi í starfsemi Smyril- line, eiganda skipsins, þar sem ný þrefalt stærri Norröna tekur við siglingum á fyrrnefndri leið næsta vor. Í tilefni dagsins færðu bæjar- fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar áhöfninni blóm og þökkuðu fyrir langt og farsælt starf þar sem gamla Norröna fór. Viðstaddir hrópuðu síðan ferfalt húrra fyrir Norröna. Siðasti maður um borð var Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdarstjóri Austfars, umboðs- aðila Smyril-line á Íslandi. Að lok- um flautaði Norröna síðasta þrefalda kveðjuflautið svo undir tók í fjöllunum í kring og hvarf inn í þokuna við ljúfa harmónikkutónlist. Gamla Norröna lýk- ur Íslandsferðum Norröna liðast út í Austfjarðaþokuna. Seyðisfjörður Ljósmynd/Pétur Kristjánsson Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum Moggabúðin Derhúfa, aðeins 800 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.