Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 28
NEYTENDUR 28 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Býður Bónus alltaf betur? „Við erum alltaf ódýrastir.“ Alltaf? „Alltaf!“ Hvernig farið þið að því? „Við erum með einn mann sem gerir ekkert annað en að fylgjast með verði á markaðinum. Þegar mikið liggur við, eins og í verðstríði undanfarinna vikna, hefur aðstoðar- maður minn lagt okkur lið. Þegar Bónus var opnaður var verðstríð við Hagkaup, síðan var verðstríð við Miklagarð. Í framhaldi af því kom Nettó, seinna Krónan og loks Euro- pris. Þegar nýir aðilar koma inn á markaðinn verða alltaf hræringar í verðlagningu.“ Eru það varanlegar eða tíma- bundnar lækkanir? „Þegar Bónus kom á markað fyrir 13 árum lækkaði matvöruverð strax um 20% og sú lækkun hefur reynst varanleg.“ Hvað um daginn í dag? „Núna er Bónus 30–35% ódýrari en dýrari endinn á markaðinum og bilið að aukast ef eitthvað er. Þessi munur hefur vaxið mest á síðastliðn- um tveimur árum, eftir því sem verslunum á lágvöruverðsendanum hefur fjölgað.“ Getur þú lýst því nánar hvernig þið fylgist með matvöruverði? „Starfsmaðurinn sem sér um verðkannanir mætir klukkan átta á morgnana og þá förum við yfir atriði dagsins. Klukkan níu mætir hann í þær verslanir sem búið er að opna og skrifar niður verð á allri ferskvöru; ávöxtum og grænmeti, fersku kjöti og eggjum. Auk þess skoðar hann hvað er helst á döfinni í viðkomandi verslun og sendir mér SMS-skilaboð ef veruleg breyting hefur orðið á verði milli daga. Þessi maður er bú- inn að vera hjá okkur í 12 ár og síð- astliðin tíu ár eingöngu í þessu, svo hann er fljótur að átta sig á því hvernig staðan er. Um tólfleytið er hann kominn hingað yfir til mín þar sem ég fer yfir verð sem hann er bú- inn að skrifa niður og skanna. Ef það er óþægilega nálægt í einhverjum vörutegundum aukum við verðbilið og lækkum meira.“ Er Europris nálægt Bónusi í verð- lagningu? „Samkvæmt okkar verðkönnun- um hjá þeim, sem byggjast á 7–800 vöruliðum, erum við 11–13% ódýr- ari.“ Hvað kannið þið verð á mörgum vöruliðum? „Farið er í verslanir bæði fyrir og eftir hádegi. Fyrir hádegi eru kann- aðir 300 vöruliðir í hverri búð. Eftir hádegi er farið í alla stórmarkaðina og 800–1.200 vörunúmer skönnuð í hverri verslun. Þær upplýsingar eru síðan prentaðar seinnipartinn og liggja á borðinu hjá mér þegar ég mæti morguninn eftir. Þegar Bónus er opnaður klukkan tólf er ég búinn að yfirfara upplýsingarnar og lækka verð hjá okkur ef þess gerist þörf.“ Hvað kostar þetta verðlagseftir- lit? „Við verjum milljón á mánuði til þess.“ Hefur þrýstingur á verslanir til þess að lækka vöruverð aukist mikið að þínu mati? „Umræðan í samfélaginu hefur verið á þá leið, til að mynda í fjöl- miðlum, þar sem sífellt er verið að bera saman verðlag á Íslandi og Norðurlöndum, svo dæmi sé tekið. Við höfum sett saman lista og mun- um innan tíðar fara af stað með mán- aðarlega verðkönnun í sambæri- legum verslunum við Bónus á Norðurlöndum. Við munum birta niðurstöðurnar, hvort sem þær eru okkur í vil eða ekki. Ég veit fyrir víst að samanburðurinn er óhagstæður fyrir okkur í landbúnaðarvörum, en við erum fyllilega samkeppnishæfir í öðrum vörum og þessar staðreyndir munum við leggja fram á heimasíðu okkar. Við erum ekki bara að miða okkur við verð á heimamarkaði held- ur ætlum að færa okkur út fyrir landsteinana. Að okkar mati er Bón- us fyrirtæki sem getur boðið sam- bærilegt verð við það sem best gerist annars staðar.“ Hvernig farið þið að því? „Bónus sker sig úr hvað aðra varð- ar þegar kemur að yfirbyggingu fyr- irtækisins. Ég tel að Bónus sé eins- dæmi á Íslandi hvað þetta varðar, miðað við veltu. Þrátt fyrir mikla veltuaukningu hjá Bónusi á síðustu árum, hefur yfirbyggingin staðið í stað. Við erum með tvær stúlkur á skrifstofunni, eina á símanum og einn starfsmannastjóra. Ég er með einn aðstoðarmann, verslunarstjór- ar eru 18 og þrír svæðisstjórar sem bera ábyrgð á 5–6 verslunum hver. Ég sé sjálfur um öll innkaup en verslanir sem velta svipuðum fjár- hæðum og við eru oft með 5–6 manns í innkaupum. Starfsmenn eru 350. Við leitum allra leiða til þess að spara. Það er engin kúnst að selja ódýrt, en það er kúnst að selja ódýrt og reka fyrirtækið réttum megin við núllið. Um það snýst þessi rekstur og að fyrirtækið sé eitthvað til þess að byggja á til framtíðar.“ Hvað veltir Bónus háum fjárhæð- um á ári? „Áætluð velta Bónuss samkvæmt Frjálsri verslun er rúmir 13 millj- arðar. Velta Bónuss hefur vaxið um 50–60% á síðastliðnum 15 mánuðum. Við fáum 350–400.000 viðskiptavini á mánuði og Bónus veltir árlega sam- kvæmt upplýsingum Frjálsrar versl- unar jafn miklu í matvöru og 10–11 og Hagkaup samanlagt. Bónus er með rúmlega helming af allri mat- vörusölu Baugs.“ Hver er skýringin á þessari aukn- ingu? „Almenningur verður sér sífellt meirameðvitandi um vöruverð. Það er samdráttur í þjóðfélaginu og fólk hefur þar af leiðandi haft minna milli handanna. Þegar þannig árar leitar það í ódýrari verslanir. Launþegar hlupu upp til handa og fóta til þess að fá aukinn lífeyrissparnað en versluðu jafnframt í búðum sem eru 30–35% dýrari en Bónus. Matarinn- kaup eru næststærsti útgjaldaliður heimilisins og hægt að spara mikið með hagstæðum innkaupum.“ Hvað er það að þínu mati sem hamlar því að matvöruverð er ekki lægra hér en raun ber vitni? „35% af heildarveltu okkar eru landbúnaðarvörur og við þekkjum öll söguna í kringum þær. Bónus kaupir mjög mikið magn af Mjólk- ursamsölunni og Osta- og smjörsöl- unni og í þeim viðskiptum eru nánast allir á sömu kjörum, burtséð frá um- fangi. Magnafsláttarkerfi þeirra er þannig að ávinningurinn af stórum innkaupum er nánast enginn. Meðan engin samkeppni er hjá þessum fyr- irtækjum mun verð á þeirra vörum ekki lækka. Mjólkurlítri kostar samt 75 krónur í Bónusi, sem er sama verð og á Spáni. Ríkisverð koma í veg fyrir frekari hagræðingu í þess- um flokki. Tollastefna stjórnvalda jafngildir innflutningsbanni Við höfum bent á í gegnum tíðina að tollastefna stjórnvalda jafngildi innflutningsbanni. Það er nánast ógjörningur að flytja inn landbúnað- arvörur því verslunin þarf að eiga kvóta og gjalda hann himinháu verði. Íslenskir neytendur eru að okkar mati fullfærir um að vega og meta hvort þeir vilji ódýrara innflutt eða dýrara íslenskt. Af hverju má neyt- andinn ekki velja hvort hann kaupir innflutt egg eða innflutta kjúklinga? Bónus í Færeyjum flytur lambakjöt inn frá Nýja-Sjálandi og selur á helmingi lægra verði en lambakjöt er selt á hér heima. Það er mikið talað um álagningu í matvöruverslun en þegar grænmet- isnefnd landbúnaðarráðherra starf- aði lagði ég til að fulltrúi verslunar sem þekkir bæði innkaupsverð og útsöluverð ætti sæti í nefndinni svo menn gætu stuðst við raunverulegar tölur, en það var ekki tekið til greina. Einnig hef ég boðist til þess að senda Samkeppnisstofnun 30–50 atriða lista með innkaups- og útsöluverði mánaðarlega svo stofnunin geti sjálf fylgst með þróun á matvöruverði, en fyrir því virðist ekki vera áhugi.“ Afnám grænmetistolla „hefur svínvirkað“ Frá mínum bæjardyrum séð hefur afnám tolla á grænmeti svínvirkað. Á mánudögum fæ ég sent verð sem mun gilda á grænmetismörkuðum erlendis eftir viku, þegar varan er komin hingað til mín. Ég fer með þá vitneskju í Sölufélag garðyrkju- manna og bið þá um að gera tilboð í tiltekna pöntun. Síðan met ég hvort borgi sig fyrir mig að flytja inn eða kaupa þetta íslenska. Í flestum til- vikum hefur ekki borgað sig að flytja inn nokkuð nema papriku.“ Er samkeppni milli verslana Baugs? „Já, svo sannarlega og ég er ekki viss um að fólk átti sig á því. Við er- um að berjast um sömu kúnnana. Okkar fyrirtæki eru gerð upp einu sinni í mánuði, hver verslunarkeðja þarf að standa á eigin fótum. Mér er ekki klappað á bakið fyrir það, að betur gangi hjá einhverjum öðrum.“ Verður Bónusverslunum fjölgað? „Við hyggjumst opna fleiri versl- anir, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi á næstu mánuðum. Við höfum varið miklum tíma og fé til þess að efla viðskiptasamband við útlönd og erum að auka eigin inn- flutning. Margar vörur sem við höf- um keypt af heildsölum hérna heima höfum við getað fengið á lægra verði erlendis og heilmikið í farvatninu í þeim efnum. Prins póló er eitt dæmi. Við gátum lækkað kassa af Prins pólói úr 1.395 krónum niður í 999 krónur með því að flytja það sjálfir inn. Álagningarprósentan hélst nán- ast sú sama og við bárum minna úr býtum á hvern kassa en þrefölduð- um söluna. En ég vil taka fram að fjöldi heild- sala stendur sig gríðarlega vel og hefur lagað sig að breyttum aðstæð- um á markaðinum. Verslanir geta hæglega nálgast vörur erlendis svo heildsalinn þarf að vera á tánum líka, eins og verslunin sjálf. Til eru dæmi um 50% álagningu frá heildsala, þótt þau séu sem betur fer afar fá. Ábati okkar af því að kaupa beint af framleiðendum getur verið 20– 30%. Ef ávinningurinn er lítill borg- ar sig hins vegar ekki að flytja inn. Heildsalinn þarf að lifa af líka og ein- hvers staðar þarf að draga mörkin. Við höfum legið undir ámæli frá tilteknum heildsölum, sem hafa tekið sig saman um að kvarta undan af- sláttarkjörum, þar sem þeir hafa þurft að gefa 40% afslátt í sumum til- vikum til þess að við vildum skipta við þá. En ég spyr á móti, frá hvaða verði er verið að gefa 40% afslátt? Það er verð sem heildsalinn ákvarð- ar sjálfur, burtséð frá því hvort það telst eðlilegt. Í viðskiptum okkar við útlönd er ekki til neitt sem heitir listaverð og þar skilja menn ekki þetta fyrirkomulag.“ Þið eruð stundum sakaðir um óbil- girni í viðskiptum við heildsala og framleiðendur. Hvað viltu segja um það? „Hér er engum fantabrögðum beitt. Við þurfum að standa okkur á hverjum einasta, einasta degi og hið sama gildir um heildsalann. Ef hann er ekki á tánum, förum við einfald- lega annað. Mér finnst það eðlilegur gangur. Samkeppni heldur manni einfaldlega vakandi. Maður þarf að hafa fyrir sínum viðskiptum, þannig er það og á að vera. Sumar heild- sölur standa sig það vel að bjóða allt- af lægra verð en það sem best gerist erlendis. Við erum sagðir vera harð- ir í samningum en að mínu mati verðum við að vera það til þess að geta gætt hagsmuna neytenda líka.“ Eitt dæmi sem ég man eftir úr jólaversluninni er fjölskylduspilið Gettu betur sem einungis fékkst í verslunum Baugs. Fólki virtist sárna Samkeppni heldur manni einfaldlega vakandi Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, á skrifstofunni, sem ekki hefur breyst í 13 ár. Áætluð ársvelta Bónuss er rúmir 13 milljarðar og hefur vaxið um 50– 60% á síðastliðnum 15 mánuðum. Fleiri Bón- usverslanir verða opn- aðar um landið á næstu mánuðum. Helga Krist- ín Einarsdóttir ræddi við Guðmund Marteins- son, framkvæmdastjóra Bónuss, sem telur verslunina fyllilega samkeppnisfæra við norrænar lágvöru- verðsverslanir. Morgunblaðið/Kristinn Einn starfsmaður Bónuss, Eyjólfur Einarsson, fylgist daglega með verði í öðrum matvöruverslunum, bæði fyrir og eftir hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.