Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÓUN aðferða við stofnstærðar- mat fiskistofna og aukið verðmæti sjávaraflans var meðal þess sem rætt var á fræðafundi sjávarútvegs- ins um þróun í nýtingu auðlinda sjávar sem haldin var í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna fyrir skömmu. Friðrik Friðriksson, formaður verkefnahóps um aukið verðmæti sjávarfangs og stjórnarformaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, ræddi á fundinum um forgangsverk- efni hópsins. Hann lagði áherslu á að þó stjórnvöld gætu leikið stórt hlut- verk í að auka verðmæti fiskaflans, væri iðnaðurinn sjálfur ætíð þar í forystuhlutverki. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, lagði fundinum einnig áherslu á mik- ilvægi samstarfs í þeim efnum, sam- starfs milli íslenskra og erlendra stofnana, sjávarútvegsins, stjórn- valda, menntastofnana og rannsókn- arsjóða. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, rakti á fundinum helstu stoðirnar í rekstri félagsins, meðal annars þeim ávinningi sem orðið hef- ur í vinnslu og útflutningi á þurrk- uðum fiskhausum og -hryggjum á undanförnum árum. Hann sagði að fyrirtæki sem sérhæfðu sig í vinnslu svokallaðra aukaafurða hefðu margt til málanna að leggja þegar unnið væri að því að auka verðmæti heild- arfiskaflans. Hann minnti á að slík vinnsla færi oft fram í minni sjáv- arplássum, þar sem atvinnuframboð væri takmarkað, og því væri mik- ilvægi hennar enn meira en ella. Guðbrandur ræddi einnig á fundin- um um framtíðarmöguleika þorsk- eldis en minnti fundarmenn á að enn væri of snemmt að segja til um hvort þorskeldi gæti orðið arðbær at- vinnugein á Íslandi. Friðrik Már Baldursson, rannsók- naprófessor við Háskóla Íslands, ræddi í erindi sínu á fundinum kosti og galla fiskiveiðistjórnunarkerfis- ins. Hann lagði á það áherslu að fisk- veiðistjórnun væri ekki aðeins nauð- synleg til verndar fiskistofnunum, heldur einnig af hagfræðilegum ástæðum. Hann ræddi ýmsar leiðir sem farnar hafa verið við stjórn fisk- veiða en minnti á að ein og sama að- ferðin hentaði ekki öllum svæðum. Þórður Ásgeirsson, Fiskistofu- stjóri, ræddi á fundinum eftirlit með fiskveiðum og -vinnslu á Íslandi. Hann upplýsti fundarmenn um að eftirlitið væri byggt á mjög öflugum gagnaflutningum, sem gerðu Fiski- stofu kleift að bregðast skjótt við og eftirlitið þannig auðveldara og skil- virkara. Upplýsingar væru auk þess aðgengilegar almenningi á Netinu, s.s. kvótastaða einstakra skipa. Björn Ævar Steinarsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun- inni, tók undir með Þórði um mik- ilvægi vandaðra upplýsinga, það sama ætti við þegar kæmi að stofn- stærðarmati fiskistofna og þar kæmu sér vel þær upplýsingar sem Fiskistofa aflar. Hann sýndi fund- armönnum einnig hvernig kvóta- kerfið getur haft áhrif á hegðun skipstóra og þar af leiðandi á aflatöl- ur. Gunnar Stefánsson, dósent við Háskóla Íslands, ræddi á fundinum þróun aðferðafræði við stofnstærð- armat. Hann sagði að ofveiði væri yf- irleitt ekki tekin inn í slíkt mat en væri engu að síður vandamál í öllum veiðistjórnunaraðferðum. Þess vegna væri þörf á aðferðum sem tækju tillit til bæði líffræðilegra og félagslegra þátta. Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá LÍÚ, sagðist í erindi sínu þeirrar skoðunar að vísinda- menn tækju of lítið tillit til gagnvirks sambands fiskveiðiflotans og fiski- stofnanna. Menn þyrftu að gera sér grein fyrir því að margt hefði áhrif á hegðun skipstjórnarmanna, svo sem fiskiveiðistjórnunarkerfi og tækni- nýjungar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá fundi sjávarútvegsráðuneytisins um þróun í nýtingu auðlinda sjávar. Samvinna er undirstaðan Fiskveiðistjórnun og verðmætaaukn- ing sjávaraflans rædd á fræðafundi sjávarútvegsráðuneytisins FISKVINNSLAN Fjölnir ehf. á Þingeyri hagnaðist um 73 milljónir króna fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað á síðasta ári. Að teknu tilliti til framangreindra þátta nam tap fyrirtækisins 124 milljónum króna. Þetta kom fram á aðalfundi fyrir- tækisins sem haldinn fyrir skömmu. „Gangurinn er ágætur. Það er eins með þetta fyrirtæki og önnur í þess- um geira, það tapaði á gengisþróun- inni. Reksturinn gengur samt nokk- urn veginn eftir væntingum og við ætlum að klára að byggja þetta fyr- irtæki upp á fimm ára tímabili, eins og ákveðið var fyrir þremur árum,“ segir Pétur H. Pálsson, stjórnarfor- maður Fjölnis, á fréttavef Bæjarins besta. Tekjur fyrirtækisins námu einungis 194 milljónum króna og skýrist lítil velta af því að fiskvinnsl- an Fjölnir vinnur sem verktaki fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Vísi í Grindavík. Það mun gert samkvæmt þríhliða samkomulagi milli Vísis, Fjölnis og Byggðastofnunar, en eins og kunnugt er hefur Fjölnir yfir þó nokkrum byggðakvóta að ráða. Samkvæmt samkomulaginu fær Vísir ákveðið magn veiðiheimilda frá Fjölni, en skilar tvöfalt meiri afla á land á Þingeyri. Vísir er stærsti hluthafinn í Fjölni, en á beinan og óbeinan hátt hefur fyr- irtækið umráð yfir tæplega 50% hlutafjár. Tap hjá Fjölni GERA má ráð fyrir að gangi Ísland í Evrópusambandið myndi munurinn á framlögum landsins til sameiginlegra sjóða ESB og þess sem Íslendingar munu geta sótt til baka úr þeim verða á bilinu frá um 50 milljónum evra (um 4,3 milljarða króna) „í mínus“ í 50 milljónir evra „í plús“. Þetta er gróft mat Auke Baas, sérfræðings í fjár- lagagerð ESB á lögfræðiskrifstofu Evrópuþingsins, sem hann kynnti í erindi sem hann hélt á ráðstefnu um fullveldishugtakið og stöðu Íslands í Evrópusamvinnunni, sem fór fram á Hótel Sögu í gær og fyrradag undir yfirskriftinni „Túlkun fullveldis á 21. öld – Sýn frá Íslandi“. Baas byggir þetta mat sitt meðal annars á þeirri forsendu að Íslend- ingar muni geta samið um að Ísland sem heild (sem eyja fjarri markaðs- svæðum afurða sinna) og einstakir landshlutar verði skilgreind þannig að það/þeir muni eiga rétt á evrópsk- um byggðastyrkjum, þrátt fyrir að meðaltekjur hér séu hærri en í hér- uðum sem fyrst og fremst eiga tilkall til slíkra styrkja. Svipað geti gilt um íslenzkan landbúnað. Leit Baas enn- fremur til þess, að Lúxemborg, eina Evrópusambandsríkið sem er sam- bærilegt við Ísland út frá íbúatölu, greiðir nú um 65 milljónir evra – and- virði um 5,5 milljarða króna – meira í sjóði ESB en Lúxemborgarar fá úr þeim. Í Lúxemborg eru hæstu þjóð- artekjur á mann af öllum ESB-lönd- unum 15. Þar sem efnahagskerfi Lúx- emborgar er allt öðru vísi uppbyggt en hið íslenzka er þó takmarkað að hve miklu leyti er raunhæft að líta til þess til samanburðar við hugsanlegt hlutskipti Íslands sem ESB-aðildar- ríkis. Benti Baas á að Finnland, sem gekk í ESB árið 1995, á að sumu leyti meira sameiginlegt með Íslandi í efnahagslegu tilliti, en það hefur fengið meira greitt úr sameiginlegum sjóðum ESB á síðustu árum en Finn- ar greiða í þá. Skiptir þar miklu að dreifbýlishéruð Finnlands eru skil- greind þannig að þau eiga rétt á ESB- byggðastyrkjum og í aðildarsamning- unum á sínum tíma var búin til skil- greining yfir styrkjabæran norðurslóðalandbúnað. Sagði Baas að forsendur til að reikna dæmið muni batna eftir að Evrópusambandið – þá væntanlega með allt að 25 aðildarríki innan sinna vébanda – ákveður útgjaldarammann fyrir tímabilið 2007–2012. Þetta muni gerast á árinu 2005, en þá verður væntanlega einnig búið að ganga frá víðtækum breytingum á styrkjakerf- inu öllu, sem og endurskoðun á regl- unum um fjármögnun sambandsins, sem stækkunin til austurs útheimtir. EES-aðild þýðir fullveldis- framsal í raun Meðal annarra athyglisverðra er- inda sem haldin voru á ráðstefnunni í gær var erindi norska lögfræðipró- fessorsins Hans Petters Graver, en hann talaði um muninn á því fullveld- isframsali sem felst í aðild að EES- samningnum annars vegar og fullri aðild að ESB hins vegar. Er það hans mat, að í framkvæmd sé munurinn sáralítill. Það þjóni ekki hagsmunum EFTA-landanna í EES (Íslands, Noregs og Liechtenstein) að beita því formlega neitunarvaldi sem þau hafa gegn nýrri ESB-löggjöf sem snertir EES, þar sem það myndi spilla laga- legri einsleitni EES-svæðisins í heild, og því sé hið formlega fullveldisvald sem EFTA-ríkin hafa í þessu tilliti ekki mikils virði í raun. Þótt EFTA- löndin hafi engan aðgang að ákvörð- unum stofnana ESB – ráðherraráðs- ins, framkvæmdastjórnarinnar og Evrópudómstólsins – hafi ákvarðanir þeirra oft bæði bein og óbein réttar- áhrif í EFTA-löndunum. Vitnaði Gra- ver til orða annars þekkts norsks lög- fræðings, Eiriks Smith, sem kallað hefur þessa stöðu EFTA-landanna í EES „stjórnskipunarlegt stórslys“. Spáir Graver því, að þýðing EES- samningsins fyrir Ísland og Noreg muni verða minni og minni eftir því sem á líði, þar sem mjög ósennilegt sé að takast muni að semja um neina verulega uppfærslu hans; á því hafi Evrópusambandið engan áhuga. Sennilegast muni þátttaka EFTA- landanna Íslands og Noregs í Evr- ópusamstarfi æ meir færast út fyrir EES-samninginn; Schengen-sam- starfið sé dæmi um þessa þróun. Þór Vilhjálmsson, forseti EFTA- dómstólsins, sagðist í umræðum einn- ig þeirrar skoðunar, að nær útilokað sé að ná fram einhverjum teljandi breytingum á EES-samningnum, hvað þá að semja um heildarupp- færslu á honum. Sagði Þór einnig að setja yrði inn í íslenzku stjórnar- skrána ákvæði um heimild til að fram- selja hluta ríkisvaldsins í hendur al- þjóðlegra stofnana ef lengra ætti að ganga í þátttöku Íslands í Evrópu- samvinnunni en þegar er orðið. Ísland nú þegar nátengt samstarfi í „þriðju stoð“ ESB Í erindi um samstarfið innan ESB á sviði innanríkis- og dómsmála (oft kallað „þriðja stoð“ ESB) sagði Niels Bracke, sérfræðingur á skrifstofu ráðherraráðs ESB, að sá kafli yrði fljótafgreiddur ef til aðildarsamninga við Íslendinga skyldi koma. Munaði þar mestu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, en þýðingu hafi einnig þátttakan í Europol, sam- starfsstofnun lögregluyfirvalda ESB- landa, og í fleiri samstarfsverkefnum sem falla undir þennan málaflokk. Í Schengen-samstarfinu taka fulltrúar Íslands og Noregs þátt í öll- um þáttum ákvarðanatöku fyrir utan að greiða atkvæði er ákvarðanir eru endanlega teknar á ráðherrastigi, en þetta er mun meiri aðgangur að ákvarðanatöku en EFTA-ríkin í EES eiga kost á í EES-samstarfinu. Bracke var spurður hvort þetta Schengen-fyrirkomulag á þátttöku í ákvarðanatöku gæti verkað sem fyr- irmynd að þátttöku Íslands og Nor- egs í öðrum þáttum Evrópusam- starfs. Svaraði hann því til, að tæknilega væri fátt því til fyrirstöðu, en fyrir því væri af hálfu ESB- ríkjanna einfaldlega enginn pólitískur vilji. Slíkt gæti orðið öðrum ríkjum sem tengdust Evrópusambandinu fordæmi sem þau kynnu að byggja á kröfur um að fá sambærilegan að- gang að ákvarðanatöku sambandsins, án þess að gerast fullgildur aðili að því. „Það verður alltaf að vera einhver munur á því að vera innflytjandi og að vera ferðamaður,“ var líking sem Bracke notaði um þetta. Það var Evrópuréttarakademían í Trier sem stóð að skipulagningu ráð- stefnunnar, en að henni komu einnig Samtök iðnaðarins, ASÍ og Evrópu- réttarstofnun Háskólans í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir Í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar tóku þátt (f.v.): Michael Losch, sem starfar á skrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsmálastjóra framkvæmdastjórnar ESB, Þór Vilhjálmsson dómari, Bryndís Hlöðversdóttir alþingismað- ur, Andrew Scott, hagfræðiprófessor í Edinborg, Hans Petter Graver, lögfræðiprófessor í Ósló, Niels Bracke, sér- fræðingur á skrifstofu ráðherraráðs ESB, og Auke Baas, sérfræðingur á lögfræðiskrifstofu Evrópuþingsins. Ekki útilokað að gjöldin yrðu í plús Rætt um fullveldi og stöðu Íslands í Evrópusam- vinnunni á fjölþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík Ráðstefnunni „Túlkun fullveldis á 21. öld – Sýn frá Íslandi“ lauk á Hótel Sögu í gær. Var þar, að sögn Auðuns Arnórssonar, meðal annars spáð í hugsanleg aðildargjöld Íslands að Evrópusambandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.