Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes og Hákon koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bit- land kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Haust- litaferð á Þingvöll mið- vikudaginn 18 sept. Far- ið frá Aflagranda 40 kl.13 og Hraunbæ kl. 13.30 Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið er á mánu- og fimmtudögum. Mánudagar: Kl. 16 leik- fimi. Laugardagar: kl. 10-12 bókbands- námskeið, línudans byrj- ar 5 okt. kl. 11. Fimmtu- dagar: kl. 13 tréskurðarnámskeið, kl. 14 bækur frá bókasafn- inu til útláns, kl. 15-16 bókaspjall, kór eldri borgara Vorboðar: kór- æfing í DAMOS kl. 17-19 Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. Uppl. og skráningar á námskeið hjá Svanhildi, s. 586 8014 e.h. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag morgungangan kl. 10 frá Hraunseli, Rúta frá Firð- inum kl. 9.50 Fimmtu- daginn 19. sept. Opið hús í boði Lyfju þar sem verður kynnt inntaka lyfja og og ýmis þjónusta og einnig fræðsla um beinþynningu og bein- þéttnimælingu. Harm- onikuleikur og söngur og kaffi á eftir. Einig verður dagskrá félagsins í vetur kynnt. Leikfimi eldri borgara í íþróttamiðstöð- ini Björk (gamla Hauka- húsið) á þriðju-, fimmtu- og föstudögum kl. 11.30, skráning og greiðslur í Hraunseli sími 555 0142. Félag eldri borgara, Garðabæ, ferð á Akranes í dag kl. 11.30 frá Hlein- um og frá Kirkjuhvoli kl. 12. Heimsókn til félags eldri borgara á Akranesi, kaupstaðurinn skoðaður með leiðsögn Bjarnfríðar Leósdóttur. Upplýsingar gefur Arndís Magn- úsdóttir, s. 565 7826, 895 7826. Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, er að hefja starfsemi sína, kór- æfingar á mánudögum kl.17 í Kirkjuhvoli, söng- fólk vantar í allar raddir, sérstaklega karlaraddir. Upplýsingar gefur Hólmfríður Guðmunds- dóttir, s. 656 6424. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10- 13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Réttarferð í Þverárrétt sunnudaginn 15. september. Leið- sögumaður Sigurður Kristinsson. Einnig verð- ur komið í Reykholt og að Deildartunguhver. Selt verður réttarkaffi. Kaffihlaðborð í Mun- aðarnesi. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 12. Sunnudagur: Athugið að dansleikur verður kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13 Danskennsla fellur niður. Þriðjudagur: Skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu- hrólfar ganga frá Ás- garði Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla fellur niður. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10- 12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholstlaug á mánu- og föstudögum kl. 9. 30, boccia á þriðjudögum kl. 13 og föstudögum kl. 10. Síðasta sýningarhelgi á myndlistarsýningu Huga Jóhannessonar, lista- maðurinn á staðnum. Veitingar í Kaffi Berg. Gullsmári, Gullsmára 13. Í tilefni af áttatíu ára af- mæli sínu opnaði Guðrún Jóhannesdóttir mynd- listarsýningu í félags- heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, í sept- ember. Sýningin er opin á opnunartíma félags- heimilisins frá kl. 9-17 alla virka daga. Allir vel- komnir. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 10.30. FEBK stendur fyrir opnu húsi í dag kl. 14 í Gjábakka. Dagskrá: Hljóðfæra- leikur, upplestur og fleira. Kaffi og meðlæti. Farin verður hópferð til Akureyrar á vegum FEBK vegna þátttöku í 20 ára afmæli Félags eldri borgara á Akureyri laugardaginn 12. október í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri. Mánudag 16. sept. verður ferð í Þver- árrétt í Borgarfirði. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 8 og frá Gullsmára kl. 8.15 Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Leiðin sem ekin verður er eftirfarandi: Kópavogur - Hvalfjarð- argöng - Borgarnes - Baulan - þjóðvegur 50 að vegamótum þjóðvegar 522 en eftir honum ekið framhjá Arnbjargarlæk og Höfða - að Þverárrétt. Í Þverárhlíð áætluð koma um kl. 10 þar verð- ur dvalist ca 2-3 tíma, í bakaleið verður farið framhjá Norðtungu að Deildartungu og Deild- artunguhver skoðaður. Þaðan ekið framhjá Kleppjárnsreykjum og niður Andakíl að Borg- arfjarðarbrú Hafn- arfjallsmegin en þar verður snædd kjötsúpa. Eftir matinn verður ekið til Akraness og Byggð- arsvæði bæjarins heim- sótt - en meðal þess, sem þar er sýnt er steinasafn, íþróttasafn, byggðasafn og forsýning á safni Landmælinga Íslands. Áætluð heimkoma er kl. 18. Ferðanefndin, Bogi Þórir (s: 554 0233) og Þráinn (s: 554 0999) Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánudags- kvöld kl. 20. Vesturgata 7. Leikfimi- kennsla byrjar þriðju- daginn 17. sept kl. 11-12, einnig verður kennt á fimmtudögum kl. 13-14. Miðvikudaginn 18. sept- ember kl. 13-16 byrjar fyrsti tréskurðartími vetrarins, skráning haf- in. Vitatorg. Vetrardag- skráin komin. Laus pláss í eftirtöldum nám- skeiðum: Bókbandi, myndlist, leirmótun, körfugerð, mósaik og smiðju. Upplýsingar í síma 561 0300. Allir ald- urshópar velkomnir. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur nám- skeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi þriðjudag kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3-5, og í kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sól- vallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjudag og fimmtudag kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Karlakórinn Kátir karl- ar hefur æfingar þriðju- daginn 17. sept. kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pöntunum í söng í s. 553 5979 Jón, s. 551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Frá Félagi kennara á eftirlaunum. Fé- lagsvistin í dag 14. sept- ember verður í Síðumúla 37, húsi Bridssambands Íslands, klukkan 13.30, en ekki í Húnabúð eins og sagt var í seinasta fréttabréfi FKE. Þórir Sigurðsson segir frá þingi Norrænna kennara á eftirlaunum. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Fyr- irhuguð haustferð laug- ardaginn 21. september. Upplýsingar hjá Ásu, s. 567 1505, Auði 554 2626 eða Sigurborgu, s. 587 5573. Í dag er laugardagur 14. sept- ember, 257. dagur ársins 2002. Krossmessa að hausti. Orð dagsins: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína? (Matt. 16, 26.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skömm, 4 híðin, 7 reyna að finna, 8 blauðar, 9 mis- kunn, 11 skyld, 13 all- mikla, 14 skynfærið, 15 görn, 17 mjög, 20 tunna, 22 útdeilir, 23 varkár, 24 kvæðið, 25 gera auðugan. LÓÐRÉTT: : 1 beinið, 2 synji, 3 svelg- urinn, 4 fjöl, 5 eldtungur, 6 kroppa, 10 áleiðis, 12 tek, 13 þjóta, 15 er þögul, 16 rótarávöxtum, 18 sjaldgæf, 19 trjágróðurs, 20 geislahjúpurinn, 21 lít- il alda. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gönuhlaup, 8 auðna, 9 fæddi, 10 nót, 11 tegla, 13 auðum, 15 skatt, 18 ógæfa, 21 rós, 22 flasa, 23 aftan, 24 glaðsinna. Lóðrétt: 2 örðug, 3 uxana, 4 lyfta, 5 undið, 6 naut, 7 fimm, 12 let, 14 ugg, 15 sófi, 16 aðall, 17 trauð, 18 ósaði, 19 ættin, 20 agns. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI fór með syni sínumá Legó-sýninguna í Smára- lindinni sem lauk um síðustu helgi. Sá stutti var hæstánægður með ferðina, ekki síst fyrir þær sakir að í henni var ráðist í kaup á af- mælisgjöf fyrir vin hans og varð þá að sjálfsögðu Legó fyrir valinu. Það var reyndar ekki svo vit- laust að kaupa gjöfina þarna því allt Legó var á afslætti auk þess sem hörkuspennandi myndbands- spóla um Legó-fígúruna Jack Stone fylgdi með því sem keypt var. Var ungi maðurinn ákaflega ánægður með þetta og hugsaði sér gott til glóðarinnar að horfa á myndina. Þegar heim kom var spólan sett í myndbandstækið og tekið til við áhorf en þá kom babb í bátinn. Í ljós kom að Jack þessi Stone talar ekkert nema finnsku og þar sem fólkinu á heimili Víkverja hefur al- veg láðst að sækja sér kennslu í því tungumáli er staðan sú að eng- inn veit hvað kappinn og vinir hans eru að segja því myndin er ekki með íslenskum texta. Þetta voru vissulega vonbrigði fyrir son Víkverja sem vonaði framan af að þetta væru bara aug- lýsingar sem væru svona illskilj- anlegar og að myndin sjálf myndi koma á eftir. Svo reyndist þó ekki vera. Hins vegar verður að segjast eins og er að þegar fram í sótti hætti ungi maðurinn að láta tungumálið fara í taugarnar á sér og horfir óhikað á finnsku hetjuna og vini hans fremja hverja dáðina á fætur annarri á skjánum. Reyndar detta stundum upp úr honum spurningar á borð við: „Hvað þýðir goggsí?“ en það er alltaf jafnlítið um svör hjá for- eldrum hans! x x x SJÓNVARPIÐ hefur að mörguleyti staðið sig ágætlega í dag- skrármálum sínum að undanförnu og má þar sérstaklega nefna breska þætti sem hafa verið áber- andi á skjánum síðustu vikur. Til dæmis hefur Víkverji haft óskap- lega gaman af óvenjulegum vanda- málum þeirra Bob og Rose sem hægt hefur verið að fylgjast með á fimmtudagskvöldum. Sömuleiðis er frábært framtak að sýna hinar æsispennandi framhaldsmyndir sem hafa verið á dagskrá á mánu- dögum og miðvikudögum og sér- lega sniðugt að sýna báða hluta myndanna í sömu vikunni þannig að áhorfendur missa ekki niður söguþráðinn á meðan beðið er eftir seinni hlutanum. Fleira mætti tína til, svo sem endursýningar á Beð- málum í borginni sem Víkverji hef- ur haft mjög gaman af. Þó er eitt sjónvarpskvöld í viku sem hefur verið hreint út sagt ómögulegt og það er föstudags- kvöldið. Þá eru allajafna til sýn- inga skelfilega lélegar kvikmyndir sem bjóða ekki upp á neitt annað en að slökkva á viðtækinu. Getur Víkverji engan veginn skilið hvers vegna sjónvarpsdagskráin þarf að vera með þvílíkum hörmungum einmitt það kvöld vikunnar sem einna líklegast er að venjulegt fjöl- skyldufólk vilji slappa af fyrir framan tækið að lokinni langri vinnuviku. Á Víkverji ekki í nokkrum erf- iðleikum með að skilja hvers vegna stór hluti þjóðarinnar vill afnema skylduáskrift að Ríkissjónvarpinu á meðan þeir, sem velja skjáefni fyrir þessa aura, hafa ekki betri tilfinningu fyrir því hvenær ríður mest á að bjóða upp á sæmilega sjónvarpsdagskrá. Oreo-smákökur ÉG vil taka undir ósk hjóna sem birtist í Velvakanda fyrir stuttu um að flytja inn súkkulaðihúðaðar Oreo- kökur. Ég var á Spáni í fyrra og kynntist þeim og þótti þær svo gómsætar að ég flutti með mér heim nokkrar og slógu þær í gegn hjá hverj- um sem komst í kynni við þær hjá mér, sérstaklega þessar með ljósa súkku- laðihjúpnum. Lesandi. Að bora í postulín Í ÞÆTTINUM Innlit-Útlit 3. september sl. var fólki bent á að kaupa vasa í versluninni Tiger til að gera úr ljósakrónu. Bora þarf í botninn á vasanum sem er úr postulíni og vill hann þá brotna. Veit ein- hver hvernig hægt er að bora í svona án þess að vas- inn brotni? Þeir sem vita ráð til þess hafi samband við Ólöfu í síma 897 7309. Hver á myndirnar? ÉG er að leita að myndum af ættingjum mínum. Þar á meðal eru Júlíana Árna- dóttir, f. 1872, d. 1918; Ágúst Jónsson, f. 1868, d. 1945; þau eru bæði ættuð frá Gaulverjabæ í Árnes- sýslu. Þeir sem gætu lið- sinnt mér vinsamlega hafi samband við Einar Má Kristjánsson í síma 869 1230. Blekhylki ALLIR sem nota mikið tölvur og tilheyrandi blek- hylki hafa óþyrmilega orðið varir við að verð hylkjanna hefur hækkað mikið síðustu misseri. Síðustu vikur hafa verið auglýst alls konar til- boð m.a. blekhylki á hálf- virði. Einhver vakti athygli á því að innihald ódýru blek- hylkjanna væri helmingi minna en hinna og því eng- in kostakjör í boði. Er eng- in skylda að merkja umbúð- irnar rækilega og tilkynna magn í hverju hylki? Hvaða lög gilda um þessi efni hér í landi? Er ekki einhver sem get- ur frætt ófróðan tölvunot- anda um það? Hvað segja t.d. Neyt- endasamtökin? Hafa þau kannað þetta mál? Hver getur svarað svo að hinn almenni neytandi viti sannleikann? Tölvunotandi. Tapað/fundið Græn budda týndist GRÆN budda týndist lík- lega milli Hlemms og Kjar- valsstaða milli kl. 9 og 10 sl. þriðjudag. Í buddunni er: debetkort, kreditkort, græna kortið og bókasafns- kort. Skilvís finnandi hafi samband við Kristleif í síma 696 0136 eða kd@nyj- arviddir.is – fundarlaun. Svartur Nike-poki í óskilum SVARTUR Nike-poki fannst í Seiðakvísl sl. mánu- dag. Í pokanum voru íþróttaföt. Upplýsingar í síma 567 1662. Dýrahald Köttur í óskilum KÖTTURINN á myndinni fannst í Bæjarhrauni í Hafnarfirði 26. ágúst. Hann var með appelsínugula ól og bjöllu en enga merkingu. Eigandi hafi samband í síma 555 1268 eða 898 0959. Kettlingur fæst gefins 10 vikna læða fæst gefins í Hveragerði. Kassavön og vel upp alin. Upplýsingar í síma 483 4054 og 897 3297. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is VIÐ viljum gjarna vekja athygli á sérlega skemmtilegri krossgátu sem birst hefur í sunnu- dagsblaði Mbl.,líklega allt þetta ár eða lengur. Formið og skýringarnar eru dálítið óvenjulegar og mjög fjölbreyttar hvað efni og leiðir til lausnar varðar. Fyrirmyndin mun vera bresk og það þarf töluverða hugarleikfimi og hugkvæmni til að leysa gátuna. En þegar komið er upp á lag með hana, þá er hún það efni sem beðið er mest eftir í helgarblöðunum. Verst er að í okkar sveit á Suðurlandi, koma helgarblöðin ekki fyrr en á mánudagskvöldum og þó skrifum við ártalið 2002. Ekki var samt ætl- unin að kvarta yfir dreif- ingunni á blaðinu, held- ur aðeins vekja athygli á þessari ágætu krossgátu og þakka fyrir hana. Barbara og Ólafur. Skemmtileg krossgáta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.