Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 11 ÞAÐ GERIST ekki á hverju ári að nám í fornleifafræðum er tekið upp við háskóla, hvað þá í fyrsta sinn í viðkomandi landi. „Það er því mjög spennandi verkefni að koma að,“ segir John Hines, prófessor í forn- leifafræðum við Cardiff-háskóla í Wales á Bretlandi. Hann hefur dval- ið á Íslandi undanfarna daga við mat á fornleifafræðinámi sem kennt er nú í fyrsta sinn við Háskóla Ís- lands. Hann segir skóla sem eru að hefja nám í fornleifafræði geta stuðst við kennsluskrár annarra skóla, valið það besta við uppbygg- ingu námsins og komist hjá mistök- um sem gerð hafa verið annars stað- ar. „Háskóli Íslands er líka í þeirri aðstöðu að ná fram sérstöðu,“ segir Hines. „Námið ætti ekki að vera al- gjörlega sambærilegt því sem gerist annars staðar, heldur að miðast við íslensk skilyrði. Það ætti þó alls ekki að einbeita sér eingöngu að Íslandi.“ Góð tímasetning Hines telur að fornleifanám á Ís- landi gæti átt eftir að laða að útlend- inga og vekja alþjóðlegan áhuga. „Tímasetningin er góð,“ telur Hi- nes. „Áhugi á sögulegri forn- leifafræði hefur aukist mikið í heim- inum. Í henni er fengist við að tvinna saman upplýsingar sem við fáum úr veraldlegu umhverfi fólks, húsum þess og hlutum og úr rit- uðum heimildum. Við fáum nefni- lega ólíkar upplýsingar í gegnum þessar aðferðir. Það er mikilvægt að geta komið kenningum og rann- sóknum þessu lútandi inn í nám- skeið í fornleifafræði frá upphafi.“ Hines segir að í öðru lagi geti námið vakið athygli útlendinga vegna mikils áhuga á að sam- þætta fornleifafræði og nátt- úrufræði, t.d. jarðfræði, í rann- sóknum. „Þessar aðferðir eru notaðar innan fornleifafræð- innar hér á landi, en hægt væri að þróa þær enn frekar og nota þekkinguna til að byggja upp námskeið í fornleifafræðinám- inu. Nota á sérstöðu landsins, t. d. hvað varðar menningarsög- una, til að gera námið sérstakt og eftirsóknarvert.“ Lyftistöng fyrir háskólann Hines er þess fullviss að forn- leifafræðinámið verði mikil lyftistöng fyrir rannsóknir í fornleifafræði hér á landi svo og Háskóla Íslands. Í vikunni hefur Hines fundað um fornleifanámið með Orra Vésteinssyni, lektor í forn- leifafræði, öðrum sem að nám- inu koma, svo og öðru fólki úr háskólasamfélaginu. „Við höf- um farið yfir námskeiðslýs- ingar, rætt um þær og komið með ábendingar og tillögur.“ Hines var einnig beðinn um að gefa náminu umsögn. „Mér finnst ánægjulegt að sjá að námið virðist vel skipulagt og ég er bjart- sýnn á að það lukkist vel. Þetta er mitt mat út frá minni eigin reynslu.“ Hines segir samvinnu milli forn- leifanámsins og annarra greina, svo sem sagnfræði og jarðfræði, koma til með að styrkja alla aðila. „Mögu- leikar fornleifafræðinnar eru miklir og hún á eftir að bæta önnur svið innan háskólans. Námskeið innan fornleifafræðinnar eiga fljótlega eftir að reynast öðrum greinum dýrmæt viðmót.“ Seinþroska fornleifafræði – Hvar stendur íslensk forn- leifafræði að þínu mati á alþjóð- legan mælikvarða? „Það hefur komið mér svolítið á óvart að fornleifafræði á Ís- landi hafi ekki þróast frekar á 20. öldinni en raunin varð. Ég ætla ekki að geta mér til um all- ar ástæður þess. En að hluta til hljóta þær að liggja í hinni sterku bókmenntahefð sem hér er. Hún hefur kannski dregið at- hyglina frá fornleifafræðinni. Hefð fyrir fornleifafræði er löng hér á landi. Fræðin tóku þó ekki að þróast að ráði fyrr en á seinni hluta aldarinnar. Því er mjög margt órannsakað hér á landi og fjölmargir möguleikar í stöð- unni. En gæði fornleifafræði- rannsókna hér eru mjög góð í al- þjóðasamanburði.“ Hines segir mikilvægt að er- lendir fræðimenn starfi hér sam- hliða íslenskum og á það við um öll lönd. Hann segir það auka breidd í rannsóknum og bæta við þekkingu og nýjum hugmyndum. „Það geta alltaf komið upp álitamál, því í fornleifafræði er ekki endilega einn sem hefur rétt fyrir sér. En ágreiningsefni eru til að leysa þau og umræður eru af hinu góða.“ Tækniframfarir í fornleifarannsóknum Fornleifafræði hefur undanfarin ár tekið nýja tækni í sína þjónustu, t.d. hvað varðar aldursgreiningar. Ný tækni hefur gert vinnu á rann- sóknarstofum auðveldari og mögu- leikar á greiningu eru margfalt fleiri en áður. „Fornleifafræðin gekk í gegnum mikið kenninga- tímabil. Ég held að hápunkti þess hafi verið náð. Núna eru helstu nýj- ungar innan fræðigreinarinnar tengdar tækninýjungum. En auðvit- að þurfum við alltaf að styðjast við kenningar.“ Tækninni varðandi aldursgrein- ingu hefur fleygt fram að sögn Hin- es. „Hægt er að sjá hvernig hlutir voru búnir til og til hvers þeir voru notaðir og hvenær.“ Hann segir að þrátt fyrir þessar framfarir í forn- leifavinnu inni á rannsóknarstofum sé vinna á vettvangi ætíð lykilatriði. „Vettvangsvinna vekur ávallt mikla athygli almennings. Hún er sú leið sem við höfum til að kynna fræðin og rannsóknirnar fyrir almenningi. Þar eru rannsóknirnar sýnilegar, frekar en á safni úr samhengi við umhverfið.“ Hines hefur stundað rannsóknir í Noregi og lærði m.a. forn-norsku sem svipar til íslenskunnar. Hann talar því nokkra íslensku. „Ég á von- andi eftir að koma aftur hingað til Íslands sem fyrst, þótt ég sé ekki skuldbundinn til þess vegna ráðgjafastarfs míns fyrir forn- leifafræðnámið. Vonandi á ég eftir að koma og kenna hér. Ég mun al- veg örugglega fylgjast með vexti og viðgangi námsins í Háskóla Ís- lands.“ Prófessorinn John Hines segir nám í fornleifafræði við HÍ geta vakið alþjóðlegan áhuga Kemur til með að styrkja annað nám í skólanum John Hines, prófessor í fornleifafræði við Cardiff-háskóla. Morgunblaðið/Kristinn RÍKISENDURSKOÐUN telur í nýrri stjórnsýsluúttekt á rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík, HR, að huga beri að breytingum á launa- fyrirkomulagi heilsugæslulækna. Núverandi fastlaunakerfi er að mati stofnunarinnar óheppilegt, m.a. þar sem niðurstöður alþjóðlegra rann- sókna bendi til þess að slíkt fyrir- komulag hafi neikvæð áhrif á afköst samanborið við annars konar umb- unaraðferðir og stuðli að myndun biðlista. Telur Ríkisendurskoðun ennfremur að launakjör heilsu- gæslulækna eigi að ráðast í samn- ingaviðræðum við stjórnvöld en ekki með úrskurði kjaranefndar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru settar fram ýmsar ábendingar til stjórnenda og heilbrigðisyfirvalda um hvernig bæta megi nýtingu fjár- muna hjá stofnuninni. Þannig eru stjórnendur hvattir til að setja skýr markmið um komufjölda og há- markslengd biðtíma, kanna leiðir til að auka vaktþjónustu á þeim tíma sem heilsugæslustöðvarnar eru opn- ar og að nýta betur upplýsingar um kostnað og rekstur við stjórnun stöðvanna. Ríkisendurskoðun telur að yfir- völd þurfi sömuleiðis að móta skýrari stefnu um verkaskiptingu innan heil- brigðiskerfisins, stöðu og hlutverk heilsugæslunnar innan þess, og framfylgja þeirri stefnu. Einnig álít- ur Ríkisendurskoðun að yfirvöld þurfi að afla gleggri vitneskju um af- leiðingar núverandi fyrirkomulags, bæði heilsufarslegar og fjárhagsleg- ar. Nær ekki að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga Fram kemur í skýrslunni að kom- um sjúklinga miðað við ársverk lækna á heilsugæslustöðvum hafi farið fækkandi síðustu ár. Bent er á að ástæður þessarar þróunar séu margvíslegar, t.a.m. hafi vinnuað- ferðir lækna og eðli þjónustunnar breyst og frítaka lækna hafi aukist. Einnig kemur fram það mat Ríkis- endurskoðunar að hugsanlega hafi breytingar á launafyrirkomulagi lækna haft áhrif í þessu sambandi. Ríkisendurskoðun telur að HR mæti ekki að fullu eftirspurn eftir al- mennri læknisþjónustu á starfs- svæði sínu og nái þar af leiðandi ekki því markmiði að vera fyrsti viðkomu- staður skjólstæðinga sinna í heil- brigðiskerfinu, líkt og stjórnvöld ætlist til. Kannað var hvernig komufjöldi sjúklinga til lækna á heilsugæslu- stöðvum HR þróaðist á tímabilinu 1997–2001. Niðurstöður athugunar leiða í ljós að í heild jókst fjöldinn um tæplega 9% en komum miðað við hvert ársverk læknis fækkaði um tæplega fimmtung. Í skýrslunni kemur fram að mögulegar ástæður þess að komum miðað við ársverk lækna hafi fækkað séu margvíslegar. Athugun Ríkisendurskoðunar leiði í ljós að ákveðin breyting hafi orðið á verklagi lækna hjá HR og samsetn- ingu þess sjúklingahóps sem leitar eftir þjónustu heilsugæslustöðv- anna. Læknar verji nú minni hluta af vinnutíma sínum í að sinna almennri móttöku sjúklinga en þeir hafi áður gert og hverjum sjúklingi sé að jafn- aði ætlaður lengri viðtalstími. Einnig hafi orðið sú breyting á síðustu árum að læknar nýti rétt sinn til frítöku al- mennt betur en áður hafi tíðkast. Að mati Ríkisendurskoðunar megi ætla að þessar breytingar skýri að hluta hvers vegna biðtími eftir þjónustu lækna á heilsugæslustöðvunum hef- ur almennt lengst og einingarverð þjónustunnar hækkað. Núverandi fastlaunakerfi talið óheppilegt Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar á Heilsugæslunni í Reykjavík BENT er á í umfjöllun Rík- isendurskoðunar um samn- inga Tryggingastofnunar vegna sérfræðilækna í skurð- lækningum og svæfingar- lækningum, að í kostnaðarlík- ani TR komi fram að í samningum hennar sé greitt fyrir tveggja vikna endur- menntun erlendis á hverju ári. „Þeir læknar á samningi við Tryggingastofnun, sem eru í fullu starfi á opinberri sjúkra- stofnun, fá þennan kostnað tvígreiddan þar sem þeir hafa þegar fengið hann greiddan þar. Læknar í hlutastörfum fá endurmenntunarkostnað tví- greiddan að hluta til,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Útgjöld vegna einnota efna hækkuðu um 655% Í skýrslunni er m.a. fjallað um útgjöld vegna samnings Tryggingastofnunar og Læknafélags Reykjavíkur um einnota efni, sem gerður var árið 1998. Skv. samningnum endurgreiðir TR kostnað við efni og einnota áhöld vegna sjúklinga sem gangast undir aðgerðir utan sjúkrahúsa hjá sérfræðilæknum. Samningur- inn er að fullu verðtryggður og tekur mið af SDR-gengi. Útgjöld vegna samningsins hafa aukist ár frá ári, að því er segir í skýrslunni, eða alls um 655% frá 1998 til 2001, bæði vegna aukinnar þjónustu og gengishækkana. Þannig námu útgjöldin 20 milljónum árið 1997, 52 millj- ónum kr. árið 1998, 117 millj- ónum árið 2000 og 151 milljón árið 2001, að því er fram kem- ur í stjórnsýsluendurskoðun Ríkisendurskoðunar. Fá kostnað vegna end- urmennt- unar tví- greiddan FRAMKVÆMDASTJÓRN og yf- irlæknar heilsugæslunnar í Reykja- vík, Kópavogi, Mosfellssveit og Sel- tjarnarnesi kynntu heilbrigðis- ráðherra tillögur í gær sem miða að því að allir sem þurfi geti fengið þjónustu heimilislæknis samdæg- urs. Meðal tillagnanna eru að tekið verði upp nýtt launakerfi, nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar í Voga- og Heimahverfi og Salahverfi í Kópavogi á næsta ári, og í Árbæ og Borgum í Kópavogi árið 2004. Þá verði fjölgað námsstöðum í heimilislækningum í heilsugæslunni og 6–10 stöður verði auglýstar strax. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra bregst vel við þessum tillögum. Tillögurnar eru m.a. um að fyrir næstu mánaðamót verði komið á nýju launakerfi lækna, sem þjóni markmiðum heilsugæslunnar um bætta þjónustu. Launakerfið verði byggt þannig upp að læknar geti valið milli þess að vera að hluta á föstum launum og að hluta á verk- greiðslum – 20% eða meira af dag- vinnutímanum við vinnu á heilsu- gæslustöð – eða á föstum launum. Þá er lagt til að þegar í stað verði komið á öflugri bráðaþjónustu lækna á heilsugæslustöðvum á dag- tíma og vaktþjónustu eftir klukkan 16. Þá komi heilsugæslan á fót mið- lægri, faglegri símaráðgjöf heilsu- gæslulækna fyrir almenning á landsvísu. Loks verði sjálfstæði stjórnenda heilsugæslunnar aukið, m.a. við að ákveða launakjör og taka ákvarðanir um aðra rekstr- arþætti. Sem langtímaaðgerðir segja læknarnir að koma verði á launakerfi sem grundvallist á samn- ingi Læknafélags Íslands. Jón Kristjánsson segir að hann geti tekið undir þessar tillögur. Það sé vilji ráðuneytisins að launakerfi heilsugæslunnar verði rýmkað, svigrúm læknanna aukið og fast- launakerfið verði afnumið. Jón seg- ir mikilvægt að kveðinn verði upp úrskurður um laun heilsugæslu- lækna svo fljótt sem verða má. „Við teljum að þessar tillögur séu líka innlegg í viðræður okkar við aðra utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón. Hann segist einnig geta tekið undir tillögur heilsugæslunnar um að komið verði á öflugri bráðaþjón- ustu og miðlægri símaþjónustu, sem gæti létt á mótttöku Landspít- ala – háskólasjúkrahúss. Þá hafi ráðuneytið í undirbúningi uppbygg- ingu heilsugæslustöðva eins og fjallað er um í tillögunum. Markmiðið náist sem fyrst Lúðvík Ólafsson, lækningafor- stjóri heilsugæslunnar, segir að með þessum tillögum verði vonandi hægt að bæta aðgang fólks að heilsugæslustöðvunum og markmið- ið náist sem fyrst að allir sem þurfi geti fengið þjónustu heimilislæknis samdægurs. Ekki sé raunhæft að tala um næstu vikur heldur frekar einhvern tímann á næstu mánuðum. Aðspurður hvað tillögurnar komi til með að kosta segir Lúðvík það ekki liggja fyrir. Hann bendir á að ekki séu gerðar launakröfur heldur lögð fram tillaga um breytt launa- kerfi. Einnig hafi þær heilsugæslu- stöðvar verið í undirbúningi yfir- valda sem nefndar séu í tillögunum. Sem fyrr segir voru tillögurnar kynntar fyrir heilbrigðisráðherra í gær. Lúðvík segir jákvæð viðbrögð hans lofa góðu um framhaldið. Hann segir viðbrögð heilsugæslu- læknanna sjálfra einnig hafa verið jákvæð. Allir geti fengið þjónustu heimilis- læknis samdægurs Tillögur forráðamanna heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.