Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK hugbúnaðarhús þurfa að setja sér markvissari markmið í stefnu og stjórnun og auka aga og styrk í rekstri. Þetta er mat Bjarna Ármannssonar, bankastjóra Íslands- banka, og kom fram í erindi hans á af- mælisráðstefnu Nýherja um nýja strauma í upplýsingatækni sem hald- in var í Borgarleikhúsinu í gær. Bjarni ræddi á fundinum upplýs- ingatækni og samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs. Hann sagði að samstarf Íslandsbanka við íslensk hugbúnaðarhús væri yfirleitt gott en þó væri þar ýmislegt sem betur mætti fara. Íslensk tæknifyrirtæki væru jafnan lítil, viðskiptavinir þeirra fáir og markaðurinn þröngur. Þar með væru möguleikar þeirra á innlendum markaði tiltölulega litlir. Þótt fagleg þekking væri yfirleitt mjög góð væri stjórnunarþekkingu oft á tíðum ábótavant. Slík vandamál kæmu eink- um upp á yfirborðið ef fyrirtækjunum gengi sérstaklega vel og þau færu að stækka. Hinsvegar væru tæknifyrir- tæki sem störfuðu á sterkum heima- markaði, svo sem í sjávarútvegi, mun betur stödd. Bjarni sagði að útrásarþekkingu fyrirtækja í upplýsingatækniiðnaðin- um væri oft á tíðum ábótavant og um leið færi samkeppni við erlendan hug- búnað sífellt vaxandi. Fjármálamark- aðir hér á landi líktust æ meir erlend- um mörkuðum og fjármálafyrirtækin keyptu því í vaxandi mæli erlendan búnað. „Sérstaða og nálægð við markaðinn fer því minnkandi. Því tel ég að það sé röng stefna að þróa hug- búnað hér á landi sem ætlað er að keppa við fullkomnari hugbúnað er- lendis frá.“ Sérhæfing og sérþekking Sagði Bjarni að framtíðaráskorun- in fælist í að nýta möguleika upplýs- ingatækninnar á betri og hagkvæm- ari hátt en áður. Til þess yrðu íslensku tæknifyrirtækin að nýta sér smæðina í stað þess að líta á hana sem hindrun, s.s. með styttri boðleiðum og meiri sveigjanleika, persónulegri samskiptum og gagnkvæmari skiln- ingi. Upplýsingatæknifyrirtæki ættu að sérhæfa sig í iðngreinum þar sem fyrir er sérþekking eða að sérhæfa sig á mjög afmörkuðum sviðum innan stærri greina. „Við þurfum að hugsa um það hvernig við lifum af sem lítið en upplýsingatæknivætt samfélag sem þarf að fjármagna þróun án þess að nýta sér hagkvæmni stærðarinnar. Það er megináskorunin þegar við horfum fram í tímann,“ sagði Bjarni. Nýta þarf mögu- leika smæðarinnar Morgunblaðið/Golli Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka. DREIFÐ eignaraðild er ekki heppileg í kjölfar ríkiseignar viðskiptabanka enda þarf sterk- an og afgerandi aðila til að færa reksturinn sem fyrst til betri vegar, að mati dr. Michael Sautter, forstjóra fjárfestingar- bankahluta Société Générale í Þýskalandi og Austurríki. Dr. Sautter hefur átt þátt í nokkrum einkavæðingarverk- efnum ríkisrekinna bankastofn- ana í heiminum. Til dæmis kom hann talsvert við sögu þegar stærsti bankinn í Ísrael var einkavæddur auk þess sem hann var mjög viðriðinn einkavæðingu stærsta bankans á Grikklandi, sem hann segir um margt líkan Landsbanka Íslands. Sautter var staddur hérlendis á dögunum sem ráðgjafi hins svokallaða S-hóps, sem lýst hef- ur áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Þá hitti hann að máli ýmsa þá aðila sem að sölunni koma, þ.á m. fram- kvæmdanefnd um einkavæð- ingu. Sterk forysta lykilatriði Sautter segist hafa dregið fjórþættan lærdóm af þeim einkavæðingum sem hann hefur verið viðriðinn og horft upp á. Í fyrsta lagi sé lykilatriði að sterkir aðilar taki við forystu- hlutverki í bankanum þegar rekstrarforminu er breytt úr ríkisfyrirtæki í einkafyrirtæki. „Hlutirnir ganga hraðar og öruggar fyrir sig þegar einhver einn sterkur aðili er við stjórn- völinn í bankanum og tekur stjórnina í sínar hendur í kjölfar einkavæðingar fremur en að margir litlir aðilar reyni að koma sér saman um stjórnunina. Mín reynsla er sú að best er að taka milliskref að mjög dreifðri eignaraðild banka, í stað þess að fara með hann beint yfir í það form úr ríkiseigu. Milliskrefið felst þá í því að fá öflugan aðila til að koma bankanum í það horf sem þarf. Þegar bankinn hefur verið styrktur, honum hefur verið snúið til betri vegar, hann er orðinn skilvirkari og í takt við alþjóðlega mælikvarða þá er í sjálfu sér ekkert í vegi fyrir frekari dreifingu eignaraðildar- innar,“ segir Sautter en leggur ríka áherslu á að sterka forystu þurfi a.m.k. til bráðabirgða. „Hvað sem þú gerir, þarftu einn sterkan fjárfesti til að byrja með. Þegar um er að ræða marga smærri fjárfesta þá ganga hlutirnir ekki eins hratt fyrir sig. Allar breytingar taka að sjálfsögðu miklu lengri tíma þegar margir vilja fara með völdin en enginn telur sig bera ábyrgðina.“ Skýr stefna og gott fólk Annað, sem Sautter segir afar mikilvægt, er að sá sem fer með völd í bankanum eftir einkavæð- ingu hafi fram að færa mótaða stefnu um þróun og framgang bankans til framtíðar. „Hann þarf að vera í í stakk búinn til að sjá bankanum fyrir nýjum tæki- færum og valkostum. Þetta má t.d. gera með því að bæta vörur, þjónustu og vinnslu, eða bæta við öðrum fjármálastofnunum. Það hefur mikla þýðingu að hann sjái fyrir sér hver þróunin á að verða.“ Þriðja atriðið sem Sautter tel- ur að skipti máli við einkavæð- ingu er fólkið sem að henni kem- ur. „Það þarf einfaldlega framúrskarandi stjórnendur til að fylgja slíku eftir. Það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart, fólkið skiptir gjarnan mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft. “ Í fjórða lagi segir Sautter gott tengslanet og drifkraft skipta máli. „Til þess að banki geti þrif- ist og orðið farsæll þá þarf bæði staðbundið og alþjóðlegt net tengiliða og meðspilara, mögu- leika á bandalögum og svo fram- vegis. Þetta er vegna þess að bankastarfsemi byggist mjög mikið á slíkum tengslum, þau eru bönkunum nauðsynleg.“ Rétt markmið einkavæðingarnefndar Sautter er fylgjandi einka- væðingu Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Hann kveðst þeirrar skoðunar að banki í einkaeigu verði alltaf betri banki en sá sem er í rík- iseigu enda séu önnur sjónarmið sem ráði ferðinni í rekstrinum. Hann segir ljóst að þegar hart- nær helmingur hlutafjár er í eigu ríkisins en rúmur helming- ur í dreifðri eign, sé vart hægt að gera ráð fyrir miklum breyt- ingum frá því að vera að fullu í ríkiseigu. Hann er ennfremur þeirrar skoðunar að markmið einkavæð- ingarnefndar með einkavæðingu bankanna séu rétt. „Það er þjóð- inni mikilvægt að samkeppni sé tryggð á þessum markaði, að góð bankaþjónusta fáist og sanngjörn verð. Þið viljið betri fjármagnsmarkað á Íslandi, enda er það mikilvægt fyrir þró- un viðskiptalífsins að hafa sterka banka. Jafnframt þurfið þið sterka og skilvirka banka vegna þess að það er nauðsynleg forsenda stöðugleika,“ segir dr. Michael Sautter. Dreifð eign- araðild ekki heppileg FORSTJÓRI og stjórnarformaður France Telecom, Michael Bon, hefur verið látinn segja af sér. Slakar af- komutölur félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins voru kynntar á fimmtudag og í kjölfarið lét Bon af störfum. Á fundinum kom fram að tap félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 12,2 milljörðum evra, eða um 1.036 milljörðum íslenskra króna. Skuldir félagsins námu 69,7 milljörð- um evra eða ríflega 5.900 milljörðum króna í lok júní, sem er svipuð upp- hæð og Deutsche Telekom skuldar, en yfirmaður þess, Ron Sommer, sagði af sér á árinu. Markaðsvirði FT er talið vera um 13 milljarðar evra og nema skuldir félagsins því meira en fimmföldu virði þess. Fjárfestar lýstu áhyggjum yfir því að ekki hefði tekist að finna eftir- mann Bons en fjármálaráðherra Frakklands, Francis Mer, sagði í gær að það myndi taka um þrjár vikur að skipa hann. Í kjölfar þeirrar ráðning- ar yrði sett fram eins konar björg- unaráætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins, sem er í 55% eigu franska ríkisins. MobilCom í gjaldþrot Mestan hluta tapsins á fyrri hluta þessa árs má rekja til samstarfs FT við fyrirtækið MobilCom en talið er að FT hafi fjárfest fyrir 11,1 milljarð evra í fyrirtækinu sem er þýskt og starfar á sviði þráðlausra fjarskipta. Á fundinum í fyrradag var ákveðið að ekki yrði fjárfest frekar í starfsemi þess. MobilCom hefur þegar tilkynnt að það muni sækja um að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að það telur sér ekk stætt á að halda áfram starf- semi án samstarfsins við FT. Jafn- framt er leitt að því líkum að farið verði fram á skaðabætur frá FT. Þýska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni gera allt sem hún getur til að tryggja framtíð MobilCom og fá FT til að standa við skuldbindingar sínar. Lokagengi hlutabréfa FT var 10,35 í gær en verð bréfanna hefur lækkað um 76,7% frá áramótum. Yfirmaður France Tele- com hættur SÆNSK samtök hlutabréfaeig- enda, Aktiespararna, vanda Kaup- þingi banka hf. ekki kveðjurnar. Samtökin hafa gagnrýnt Kaupþing banka hf. harðlega að undanförnu vegna tilboðs þeirra í sænska bank- ann JP Nordiska. Virðast samtökin telja að Kaupþing eigi lítið erindi inn á sænskan markað. „Við erum með alvöruhlutabréfamarkað hér í Svíþjóð, þetta er enginn fiskmark- aður. Svona aðferðir myndu marka endalok markaðsviðskipta í Sví- þjóð,“ var haft eftir talsmanni sam- takanna, Lars Milberg, í Dagens Industri í gær. Í tilkynningu sem Aktiespararna sendu frá sér í gær gagnrýna þau aðferðir Kaupþings banka hf. við hugsanlega yfirtöku á JP Nordiska. Annars vegar segja samtökin þær fyrirætlanir Kaupþings að boða til sérstaks hluthafafundar 15. októ- ber nk. óviðunandi. Á fundinum er ætlunin að kjósa nýja stjórn JP Nordiska. Telja samtökin að fund- urinn sem Kaupþing hefur boðað til sé haldinn of snemma þar eð ekki muni liggja fyrir 15. október hvort af yfirtökunni verður. Samtökin telja eðlilegra að halda hluthafa- fund um stjórnarkjör eftir að ákveðið er hvort JP Nordiska verð- ur hluti af Kaupþingi eða ekki. Það verður tekið fyrir á fundi stjórnar JP Nordiska þann 25. október. Hins vegar krefjast samtökin þess að minni hluthöfum í JP Nordiska verði boðinn sá kostur að fá greitt fyrir bréf sín með pen- ingum í stað nýrra hlutabréfa. Bent er á í tilkynningunni að IKEA hafi fengið greitt í peningum fyrir sinn hlut í JP Nordiska, sem seldur var tryggingafélaginu Länsförsäkring- ar. Krefjast samtökin þess að smærri hluthöfum verði boðinn sami kostur. „Hér er enginn fiskmarkaður“ Sænsk hluthafasamtök ósátt við aðferðir við yfirtöku á JP Nordiska TRYGGVI Jónsson, forstjóri Baugs Group hf., hefur sagt sig úr stjórn SMS verslunarfélagsins í Færeyj- um, sem Baugur á helmingshlut í. Jón Scheving Thorsteinsson, einn af yfirmönnum Baugs, hefur tekið sæti Tryggva í stjórn SMS. Tryggvi segir að úrsögn hans úr stjórn SMS sé tilkomin vegna skipu- lagsbreytinga sem gerðar hafi verið hjá Baugi síðastliðið vor. Þá hafi ver- ið ákveðið að SMS myndi heyra und- ir Fjárfestingu og þróun, sem er rekstrareining sem heldur utan um eignir í félögum þar sem Baugur fer ekki með daglegan rekstur. Jón Scheving veitir Fjárfestingu og þró- un forstöðu. Því segir Tryggvi að úr- sögn hans úr stjórn SMS hafi ekkert að gera með þær ávirðingar sem á hann og stjórnarformann Baugs hafi verið bornar. Hans Mortensen, stjórnarformaður SMS, segir að væntanlega sé annríki Tryggva Jónssonar helsta ástæða úrsagnar hans úr stjórninni. Hún tengist á engan hátt rannsókn á meintum brotum æðstu stjórnenda Baugs. Tryggvi Jónsson hættir í stjórn SMS ÁRVAKUR, útgáfufélags Morgun- blaðsins, og Íslandsbanki hafa skrif- að undir samning um fjármögnun á nýrri prentsmiðju Árvakurs í Há- degismóum norðan Rauðavatns. Lánsfjárhæðin nemur 2,6 milljörð- um króna og tekur til fjármögnunar húsnæðis, nýrrar prentvélar og pökkunarbúnaðar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs og að ný prentsmiðja taki til starfa í október 2004. Samið um fjármögnun prentsmiðju Árvakurs ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.