Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FORSVARSMENN Bónuss munu innan tíðar fara af stað með verð- könnun á milli Bónuss og lágvöru- verðsverslana á Norðurlöndum, segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. „Við munum gera verðkannanir að minnsta kosti einu sinni í mánuði og birta niðurstöð- urnar, hvort sem þær eru okkur í vil eða ekki,“ segir hann. Guðmundur kveðst vita fyrir víst að samanburður verði Bónusi í óhag hvað landbúnaðarvörur áhrærir. „En í öðrum vörum erum við fyllilega sam- keppnisfærir. Við munum því ekki bara miða okkur við verð á heima- markaði hér eftir, heldur ætlum við að færa okkur út fyrir landsteinana. Bónus er að mati okkar fyrirtæki sem getur boðið sambærilegt verð við það sem best gerist annars staðar,“ segir hann. Guðmundur segir ennfremur á döfinni að opna fleiri Bónusverslanir á næstu mánuðum, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landi. Áætluð ársvelta Bónuss er 13 millj- arðar og segir Guðmundur að versl- unin velti jafnmiklu í matvöru árlega og 10–11 og Hagkaup samanlagt. Fleiri Bón- usverslanir og norræn- ar verð- kannanir  Samkeppni/28 ÓVENJUHLÝTT var víðast hvar um landið í gær miðað við árstíma og sáust tveggja stafa hitatölur á flestum veðurathugunarstöðvum. Hæst fór hitinn í 23 stig í Mý- vatnssveit og Grímsstöðum á Fjöllum og víða um landið var hann í kringum 20 stig, t.d. í Húsafelli í Borgarfirði, Hjarðar- landi í Biskupstungum og á Nauta- búi í Skagafirði. Þá var 16 stiga hiti um miðjan dag í gær á Holtavörðuheiði og Hveravöllum, svo sérstök dæmi séu tekin. Í Reykjavík fór hitinn mest í 17 stig. Að sögn Kristínar Hermannsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, voru hlýindi um mestallt land í gær að Aust- fjörðum undanskildum þar sem var þokusúld. Lægsti hitinn í gær var 9 stig á Dalatanga. Kristín segir að í dag og á morg- un verði áfram hlýtt og bjart, einkum á Norður- og Austurlandi. Skýjað verði með köflum og úr- koma einna helst á Suður- og Vesturlandi. Eftir helgi er reiknað með kóln- andi veðri. Hitinn hæstur 23 stig á Norðausturlandi Óvenjuhlýtt í gær miðað við árstíma CARNIVAL Legend, nýjasta skemmtiferðaskipið í flota Carni- val-skipafélagsins í Bandaríkj- unum, lagðist að bryggju í Sunda- höfn í gærmorgun. Er það eitt af stærstu skipum sem heimsótt hafa Ísland. Um borð er að finna leik- hússal, sem tekur 1.100 manns í sæti, spilavíti, líkamsræktarstöð, þrjár sundlaugar, kapellu, bóka- safn og tölvustofu auk fjölda veit- ingahúsa, skemmtistaða og versl- ana en alls eru 12 þilför í skipinu. Eimskip færði skip sín til að gera Carnival Legend kleift að leggjast að bryggju í höfninni en skipið er 292 metrar að lengd og tæplega 86 þúsund brúttótonn að þyngd. Er þar rúm fyrir 2.600 farþega auk tæplega 1.000 manna áhafnar. Morgunblaðið/Ómar Glæsiskip í fyrstu ferð sinni  Fljótandi/6 STJÓRNENDUR heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi kynntu heilbrigðisráð- herra í gær tillögur sem miða að því að allir sem þurfa geti fengið þjónustu heimilislæknis samdægurs. Meðal til- lagnanna eru að tekið verði upp nýtt launakerfi, nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar, námsstöðum í heimilis- lækningum verði fjölgað og sjálfstæði stjórnenda heilsugæslunnar aukið. Tillögurnar koma m.a. í kjölfar út- tektar Ríkisendurskoðunar á Heilsu- gæslunni í Reykjavík þar sem gerðar eru nokkrar athugasemdir við launa- fyrirkomulagið og fastlaunakerfið t.d. talið óheppilegt. Ríkisendurskoðun segir í úttekt- inni að huga beri að breytingum á launafyrirkomulagi heilsugæslunnar. Núverandi fastlaunakerfi er að mati stofnunarinnar óheppilegt, m.a. þar sem niðurstöður alþjóðlegra rann- sókna bendi til þess að slíkt fyrir- komulag hafi neikvæð áhrif á afköst samanborið við annars konar umbun- araðferðir og stuðli að myndun bið- lista. Telur Ríkisendurskoðun enn- fremur að launakjör heilsugæslulækna eigi að ráðast í samningaviðræðum við stjórnvöld en ekki með úrskurði kjaranefndar. Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir að með tillögum framkvæmdastjórn- ar og yfirlækna heilsugæslunnar verði vonandi hægt að bæta aðgang fólks að heilsugæslustöðvunum og markmiðið náist sem fyrst að allir sem þurfi geti fengið þjónustu heim- ilislæknis samdægurs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segist fagna þessum tillögum. Það sé vilji ráðuneytisins að launa- kerfi heilsugæslunnar verði rýmkað, svigrúm læknanna aukið og fast- launakerfið verði afnumið. Hefur ráðuneyti hans komið hugmyndum í þá veru á framfæri við kjaranefnd. Jón segir mikilvægt að kveðinn verði upp úrskurður um laun heilsugæslu- lækna svo fljótt sem verða má. Dæmi um 40 millj. kr. brúttó- greiðslu vegna samnings við TR Heilbrigðisráðherra fagnar einnig skýrslu Ríkisendurskoðunar um samninga Tryggingastofnunar við sérfræðilækna og telur það skyldu sína og ráðuneytisins að bregðast við þeim ábendingum sem þar komi fram. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær voru útgjöld Trygg- ingastofnunar vegna sérfræðilækna umfram fjárlög á árunum 1997 til 2001 og jukust um 133% á þeim tíma. Greint er nánar frá þessari skýrslu í dag þar sem kemur m.a. fram að greiðslur til sérfræðilækna eru í mörgum tilvikum mjög háar. Þannig námu brúttógreiðslur sjúkratrygg- inga til hvers svæfingalæknis á samn- ingi við TR að meðaltali rúmum 14,4 milljónum króna á síðasta ári. Ríkis- endurskoðun segir enga sérgrein eiga jafnmarga fulltrúa á lista yfir tíu tekjuhæstu sérfræðilæknana, eða sex, þ.á m. í fyrsta og öðru sæti. Hæstar brúttógreiðslur til eins svæf- ingalæknis námu 40,5 milljónum árið 2001 og sá sem næstur kom fékk 32,7 milljónir. Hvorugur gegndi starfi á opinberri sjúkrastofnun á árinu. Þá er dæmi um háls-, nef- og eyrnalækni, sem er í 75% starfi á sjúkrastofnun, sem fékk í fyrra 22,5 milljónir kr. vegna samnings við Tryggingastofn- un. Eru þessar upphæðir samanlagð- ur hluti sjúkratrygginga og sjúklings. Ráðherra fagnar tillögum um breytt launakerfi lækna Fastlaunakerfi tal- ið vera óheppilegt  Heilbrigðisþjónusta/10–11 MESTA mildi þykir að ekki varð stórslys er sportbifreið af gerðinni BMW endastakkst eina 50 metra út af Hafnarfjarðarvegi á móts við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi um hálftólfleytið í gær- kvöldi. Endaði bíllinn í trjábeði eft- ir að hafa skemmt tvo kyrrstæða bíla. Loka varð veginum um tíma á meðan lögregla og sjúkralið, með aðstoð tækjabíls frá slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins, náðu ökumanni og tveimur farþegum úr bílnum, sem er gjörónýtur eftir slysið. Að sögn lögreglu var ekki talið að fólkið hefði hlotið lífshættuleg meiðsl en það var með meðvitund þegar lögreglumenn, sem urðu vitni að slysinu, komu á vettvang. Umferð var aftur hleypt um Hafn- arfjarðarveg upp úr miðnætti í nótt. Endastakkst 50 metra ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.