Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 53 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóhanni Má Maríussyni, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar: „Í Morgunblaðinu föstudaginn 13. september birtir Árni Finnsson, for- maður Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, athugasemd við grein mína í Morgunblaðinu 11. september sl. Árna finnst ég ekki útlista nægi- lega skilyrði fyrir undanþágu frá friðlýsingu Þjórsárvera og að í grein minni sé þess ekki getið að Náttúru- vernd ríkisins sem leita ber til um undanþágu telji að skilyrði fyrir henni hafi ekki verið fullnægt. Skil- yrðið er að Norðlingaöldulón megi ekki rýra náttúruverndargildi ver- anna óhæfilega. Nú liggur fyrir nið- urstaða Skipulagsstofnunar þar sem fallist er á Norðlingaöldulón við lón- hæðir 575 og 578 m með skilyrðum. Niðurstaðan staðfestir meginniður- stöðu matsskýrslunnar um að nátt- úruverndargildi Þjórsárvera verði áfram mikið með tilkomu lóns og einnig kemur fram að svæðið verði áfram mikilvægt votlendissvæði og stærsta varpsvæði heiðagæsa í heimi. Nú er óljóst hvort eða hvenær sótt verður um undanþágu frá frið- lýsingunni en Náttúruvernd ríkisins eins og önnur stjórnvöld hlýtur að byggja afstöðu sína á þeim upplýs- ingum sem liggja fyrir hverju sinni. Í því sambandi hljóta matsskýrslan og umfjöllun Skipulagsstofnunar að vera mikilvæg gögn í málinu sem taka verður efnislega afstöðu til áður en niðurstaða er fengin. Árni minnir ennfremur á að Þóra Ellen Þórhallsdóttir hafi bent á hættu af uppblæstri í verunum með tilkomu lóns við Norðlingaöldu. Nið- urstöður Þóru Ellenar lágu fyrir árið 1994. Í kjölfar rannsókna Þóru var ráðist í umfangsmiklar rannsóknir sem beindust að því að finna leiðir til að draga úr þessari hættu, m.a. með því að lækka hæð lónsins og stýra miðlun úr því. Niðurstöður þessara framhaldsrannsókna og mats á um- hverfisáhrifum sýna að sú hætta á uppblæstri sem Þóra Ellen benti á fyrir átta árum er nú talin hverf- andi.“ Athugasemd við athuga- semd Árna Finnssonar GÓÐUR gangur var að komast á sjó- birtingsveiði í Skaftafellssýslum í vik- unni, þannig lauk holl í Tungufljóti veiðum á fimmtudag með 17 fiska og um líkt leyti var holl í Geirlandsá með 13 birtinga. Í báðum tilvikum voru ennfremur nokkrir laxar og stað- bundnir silungar í aflanum. Í Tungu- fljóti veiddist 18 punda birtingur, sá tók spón í Fitabakka og er líklega næststærsti birtingur haustvertíðar- innar, næstur á eftir 21 punda dreka sem veiddist á Hólmasvæði Skaftár fyrir nokkru. Þó kunna stærri birt- ingar að hafa veiðst. Það er mál þeirra sem gerst þekkja til á þessum slóðum að all þokkalega líflegt sé í umræddum ám og sé fiskur jafnvel heldur snemma á ferðinni, sérstaklega í Tungufljóti, en tíð suð- austanveður og reglulegir vatnavext- ir kunni að hafa hvatt birtinginn til að ganga greiðar. Hvað sem kenningum líður sáu Tungufljótsveiðimenn tals- vert af fiski, bæði í ýmsum hyljum uppi í á og einnig í vatnaskilunum við Ása-Eldvatn, á svokölluðum Flögu- bakka. Ennþá fáir stórir Auk 18 punda hængsins hafði einn 13 punda veiðst í Fljótinu og slangur af 7 til 10 punda. Í Geirlandsá eru stærstu fiskarnir 10-12 punda eftir því sem komist verður næst. Vel hefur einnig verið að reytast uppúr Vatnamótunum og þar fréttist af 14 punda fiskum og einhverjum 10- 12 punda. Þetta eru þó í það heila fáir fiskar miðað við oft áður, en þeir allra stærstu taka oft betur er líður lengra fram á haustið. Af öðrum sjóbirtingsslóðum hefur það helst heyrst, að það togast frem- ur hægt, t.d. í Grenlæk, Hörgsá, Fossálum, Jónskvísl og Eldvatni í Meðallandi. Þó er ekki fisklaust. Góð veiði hefur hins vegar verið í Tungu- læk. Glæðist á sjó- birtingsslóðum Þorvaldur Þorsteinsson með boltabirting úr Vatnamótunum, 14 punda. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LOKADAGUR þriggja daga málþings um tungutækni og notkun tölva við tungumála- rannsóknir, þýðingar og tungu- málakennslu, er í dag. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum við Há- skóla Íslands gengst fyrir þinginu en meðal efnis eru tækninýjungar á sviði tungu- tækni, gagnagrunnar úr talmáli og rituðu máli og notagildi þeirra við þýðingar, rannsóknir og tungumálakennslu, þýðing- arminni og notkun upplýsinga- tækninnar í tungumálakennslu. Þekktir erlendir sérfræðing- ar á sviði tungutækni flytja er- indi á málþinginu, en meðal þeirra er Jens Allwood, pró- fessor við Gautaborgar-há- skóla, Kris Van de Poel, pró- fessor og forstöðumaður Centrum voor Taal en Spraak í Antwerpen og Anju Saxena, dósent við Uppsala-háskóla. Málþingið er styrkt af NorFA, en einnig leggur Nýherji til einn fyrirlesara. Málþingið fer fram í Háskóla Íslands og er þegar fullbókað. Málþing um tungu- tækni DR. SIGRÚN Klara Hannesdóttir, landsbókavörður, var kjörin svæð- isstjóri Delta Kappa Gamma fyrir Evrópu á al- þjóðaþingi sam- takanna sem haldið var í Little Rock í Arkansas í ágústbyrjun sl. Sigrún Klara var kosin til tveggja ára og tekur þar með sæti í stjórn al- þjóðasamtak- anna. Delta Kappa Gamma eru samtök kvenna í ýmiskonar fræðslustörfum og voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1929. Mark- mið samtakanna er að styðja og efla umræðu um menntamál í hverju landi og veita konum brautargengi í mennta- og menningarnálum. Samtökin veita margs konar styrki og aðstoð til að efla fram- haldsmenntun kvenna og einkum hafa þau veitt aðstoð við ungar konur í þriðja heims löndum sem eru að leita sér framhaldsmennt- unar. Í samtök- unum eru um 150.000 konur og hér eru um 200 í 8 deildum víðs- vegar um landið. Sigrún Klara Hannesdóttir hefur verið mjög virk í samtök- unum og var meðal annars einn af stofn- félögunum í sam- tökunum á Ís- landi árið 1975, er fyrsta deildin var stofnuð, alfa- deild, segir í frétt frá samtök- unum. Hún hefur gegnt fjölda- mörgum emb- ættum innan- lands en einnig setið í alþjóðlegum nefndum svo sem styrkjanefnd og nefnd um leiðtogaþjálfun. Hún var einnig fyrirlesari á alþjóðaþinginu sem haldið var í Toronto í Kanada ár- ið 2000. Kjörin sviðsstjóri DKG Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.