Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 55 VE GG SP JA LD AK EP PN IF ÍT SKIPULAGSSTOFNUN hefur úr- skurðað um mat á umhverfisáhrifum vegna rannsóknaborana á vestur- svæði við Kröflu og og fallist á fyr- irhugaðar boranir eins og þeim er lýst í gögnum framkvæmdaraðila. Hægt er að kæra úrskurðinn til um- hverfisráðherra til 16. október næst- komandi. Í tilkynningu frá Skipulagsstofn- un kemur fram að stofnunin telji unnt að fallast á báða þá kosti sem framkvæmdaraðili kynnti varðandi förgun affallsvatns þar sem um tíma- bundnar aðgerðir verði að ræða sem muni hafa óveruleg áhrif á umhverf- ið. Þar sem óvissa ríki um rennsl- isleiðir grunnvatns á svæðinu og dreifingu mengunarefna leggi Skipulagsstofnun áherslu á nauðsyn þess að framkvæmdaraðili afli frek- ari upplýsinga um þessa þætti hið fyrsta. Niðurstöður slíkra rann- sókna ásamt vöktun á afdrifum og áhrifum affallsvatns munu að mati stofnunarinnar geta varpað ljósi á hvort lífríki Mývatns stafi hætta af förgun affallsvatns vegna fram- kvæmda við Kröflu. Þá kemur fram að Skipulagsstofn- un telji að framkvæmdirnar muni hafa óveruleg áhrif á gróður og að ólíklegt sé að þær muni hafa veruleg áhrif á fuglalíf enda verði fram- kvæmdum haldið í lágmarki á varp- tíma. Stofnunin telur eðlilegt að lok- að verði fyrir almenna umferð eftir vegslóð að borsvæðinu a.m.k. á varp- tíma til að draga úr áhrifum á rán- fugla. Þá segir: „Fyrirhugaðar jarðhita- boranir á vestursvæði Kröflu í Skútustaðahreppi eru ekki í sam- ræmi við aðalskipulag Skútustaða- hrepps og þarf að breyta því. Skipu- lagsstofnun mælir með að í breytingu á aðalskipulagi verði af- mörkuð iðnaðarsvæði vegna jarð- hitavinnslu í samræmi við kröfur skipulagsreglugerðar. Fyrirhugaðar framkvæmdir á vestursvæði eru háðar framkvæmdaleyfi Skútustaða- hrepps og starfsleyfi heilbrigðis- nefndar Norðurlands eystra. Fram- kvæmdirnar falla einnig undir ákvæði laga nr. 57/1998 um rann- sóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Bent er á að breytingar á að- alskipulagi Skútustaðahrepps eru háðar samþykki Náttúruverndar ríkisins. Samkvæmt lögum um nátt- úruvernd skal áður en framkvæmda- leyfi er veitt liggja fyrir áætlun um væntanlega efnistöku. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að unnin verði landnýtingar- og- verndaráætlun fyrir Kröflusvæðið áður en leyfi verður veitt fyrir rann- sóknarboranir á vestursvæði við Kröflu.“ Skipulagsstofnun ríkisins Fallist á rannsókna- boranir við Kröflu STUÐNINGSFÉLÖG Palestínu á Norðurlöndunum, þ. á m. Félagið Ísland–Palestína, hvetja almenning til þess að sniðganga ísraelskar vörur og þjónustu. Í fréttatilkynn- ingu frá Félaginu Ísland–Palestína kemur fram að félagið muni frá og með „samnorræna sniðgöngudegin- um 14. september“ beita sér fyrir því að ísraelskar vörur verði snið- gengnar hér á landi af einstakling- um og fyrirtækjum. „Bréf hafa verið send til inn- kaupastjóra og framkvæmdastjóra helstu verslunarkeðja á Íslandi og þeir hvattir til að sniðganga ísr- aelskar vörur að fordæmi norrænna verslunarkeðja, og taka málið upp á vettvangi Samtaka verslunar og þjónustu. Þegar liggur fyrir að mál- ið verður til umræðu hjá samtök- unum á næstunni að frumkvæði eins meðlima þeirra,“ segir í frétta- tilkynningunni. Ennfremur segir í ályktun sem undirrituð er af stuðningsfélögum Palestínu á Norðurlöndunum að hernámslið Ísraela verði að hverfa á brott af hernumdu svæðunum. „Um Evrópu og allan heim eru sam- stöðuaðgerðir í fullum gangi til stuðings hinni þjáðu palestínsku þjóð. En þessar aðgerður eru ekki nóg. Palestínska þjóðin hefur lifað undir hernámi í áratugi; heilli þjóð er haldið fanginni, hún látin sæta framkomu sem brýtur í bága við alla sáttmála og mannréttindalög, á meðan árásaraðilinn, Ísraelsríki, fær efnahagslegan og hernaðarleg- an stuðning frá mesta herveldi heims, Bandaríkjunum,“ segir m.a. ályktuninni. Þar segir ennfremur að viðskiptaþvinganir og það að snið- ganga vörur, séu mikilvæg skref í stuðningi við rétt Palesínumanna og frið á svæðinu. „Við viljum þrýsta á ríkisstjórn Ísraels með því að neita að kaupa ísraelskar vörur og þjón- ustu.“ Félagið Ísland – Palestína Vörur frá Ísrael verði sniðgengnar LAUGARDAGINN 14. september fer fram Norðurlandamót taflfélaga. Á mótinu taka þátt sex af sterkustu taflfélögum Norðurlanda, eitt frá hverju Norðurlandanna. Fulltrúar Íslands er Taflfélagið Hellir sem jafnframt stendur fyrir mótinu en þetta er í þriðja sinn sem mótið fer fram. Hellismenn urðu Norður- landameistarar 2000 en í fyrra sigr- aði norska félagið Asker. Mótið fer fram á ICC-skákþjón- inum á Internetinu og hefst kl. 11:00. Í liði Hellis er m.a. stórmeistarnir Hannes Hlífar Stefánsson, nýkrýnd- ur Íslandsmeistari í skák, og Helgi Ólafsson en meginuppistaðan í liði Hellis eru þeir einstaklingar sem þátt taka í Evrópukeppni taflfélaga sem fram fer í Halkdiki í Grikklandi síðar í mánuðinum. Þátttökuliðin: Danmörk: Skolernes Skakklub Færeyjar: Klaksvikar Talvfelag Finnland: Matinkylän Shakkikerho Ísland: Taflfélagið Hellir Noregur: Asker Schakklub Svíþjóð: Sollentuna Schackklubb Lið Hellis (nöfn á ICC-þjóninum í sviga): 1. SM Hannes Stefánsson 2588 (Stefansson) 2. SM Helgi Ólafsson 2476 (Helgi) 3. FM Sigurbjörn Björnsson 2357 (Czentovic) 4. FM Ágúst Sindri Karlsson 2347 (ASK) 5. FM Ingvar Ásmundsson 2338 (Ingvar) 6. FM Andri Áss Grétarsson 2313 (Aggi) 7. FM Davíð Ólafsson 2300 (Tinni) 8. FM Snorri Guðjón Bergsson 2288 (Morfinus) Hægt verður að fylgjast með gangi keppninnar á ICC og á www.skak.is Norðurlandamót taflfélaga á Netinu FRÆÐSLUHÁTÍÐ Viku símennt- unar verður haldin í Smáralind í dag, laugardaginn 14. september. Af því tilefni mun Félag náms- og starfs- ráðgjafa bjóða fólki leiðsögn og ráð- gjöf varðandi náms- og starfsval. Gestum verður boðið að fylla út litla áhugasviðskönnun og skoða nið- urstöður hennar ásamt ráðgjafa í tengslum við mögulegar leiðir til náms og starfa. Þá geta einstakling- ar sest niður í næði með náms- og starfsráðgjafa, fengið leiðsögn um upplýsingaleit á Netinu, upplýsingar um allar almennar námsleiðir, í framhalds- og háskólum á Íslandi, forkröfur og inntökuskilyrði auk að- stoðar við gerð atvinnuumsókna o.fl. Ráðgjafarmiðstöð FNS verður á neðstu hæð Smáralindar, nálægt Hagkaupum og þjónar fólki frá kl.11:00–18:00 á laugardag, segir í fráttatilkynningu. Félag náms- og starfsráðgjafa hvetur alla til að nýta tækifærið og víkka sjóndeildarhringinn varðandi frekari möguleika til náms og starfa, segir í fréttatilkynningu Ráðgjafarmiðstöðin nýtur styrkja frá menntamálaráðuneytinu og fræðslu- og menningarsviði Kópa- vogsbæjar. Náms- og starfsráðgjöf í Smáralind MÁNUDAGINN 16. september hefur Leikmannaskóli kirkjunn- ar starf sitt með námskeiði um Tómasarguðspjall. Námskeiðið hefst kl. 20 og er kennt í Háskóla Íslands, aðal- byggingu. Á námskeiðinu verð- ur stuðst við bókin Tómas- arguðspjall sem kom út í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélags- ins. Kennari á námskeiðinu er dr. fil. Jón Ma. Ásgeirsson pró- fessor en hann þýddi guðspjall- ið og ritaði inngang og skýr- ingar. Skráning fer fram á vef Leik- mannaskólans http://www.kirkj- an.is/leikmannaskoli. Leikmannaskóli kirkj- unnar hefur starf sitt STARFSGREINASAMBAND Ís- lands heldur vinnufund á Húsavík 13.–15. september n.k. Fundað verður á Hótel Húsavík. Fundurinn er undirbúningsfundur fyrir árs- fund sambandsins í október. Helstu umræðuefni fundarins verða starfsmenntamál, kjaramál, útbreiðslumál og fiskvinnslu- og sjávarútvegsstefna sambandsins. Hlé verður gert á fundarhöldum um hádegi á laugardag. Þá verður Verkalýðsfélag Húsavíkur með sér- staka móttöku fyrir fundarmenn, maka og starfsfólk sambandsins. Farið verður m.a. í sjóferð um Skjálfanda, söfn verða skoðuð og kynning verður á húsvískri mat- vælaframleiðslu. Um 25 til 30 gestir koma til Húsavíkur vegna fundar- ins. Framkvæmda- stjórn SGS fundar á Húsavík Í DAG, laugardag, fer fram mál- þing um sameiginlega fiskveiði- sögu Íslendinga og Þjóðverja. Á þinginu, sem haldið verður í Goethe-Zentrum á Laugavegi 18, 3. hæð, og hefst kl. 10, munu ís- lenskir og þýskir sérfræðingar halda erindi um árekstra Íslend- inga og Þjóðverja og Íslendinga og Englendinga í fiskveiðisögunni svo og um verslun með fisk í sögu og samtíð. Í lok þingsins, kl. 16, verð- ur sýnd heimildarmyndin „Das Männerschiff“ sem Klemens Lind- enau gerði 1951. Málþingið, sem fer fram í tengslum við afhjúpun minnismerkis um þýska sjómenn í Vík í Mýrdal sunnudaginn 15. september, verður haldið á ensku og er öllum heimil þátttaka. Stjórnandi er dr. Ingo Heidbrink frá Þýska siglingasafninu í Brem- erhaven. Málþing um fiskveiðisögu Í ÁR eru 90 ár liðin síðan skáta- starf hófst á Íslandi, Skátar héldu eitt stærsta og glæsilegasta lands- mót sitt á Akureyri í sumar og um þessar mundir er vetrarstarfið að hefjast, öflugara en áður. Gilwell skátar kallast þeir sem lokið hafa alþjóðlegri Gilwell-for- ingjaþjálfun en það er æðsta for- ingjaþjálfun skátaforingja. Í dag, laugardag kl.18, verða Gilwell-endurfundir með helgi- stund í Úlfljótsvatnskirkju og síð- an verður eldfjörug kvöldvaka í Gilwellskálanum og kvöldinu lýkur með spjalli í skálanum yfir kakó- bolla. Þátttökugjald er kr. 1.000 og er minjagripur innifalinn. Hugmyndir hafa verið uppi um að endurlífga Gilwellhringinn og því eru eldri Gilwell skátar sérstaklega vel- komnir. Gamlir Gilwell- skátar hittast GRASAGARÐUR Reykjavíkur stendur fyrir fræðslu um safn- hauga laugardaginn 14. september kl. 11. Á hverju sumri fellur til mikill lífrænn úrgangur í heim- ilisgörðum sem hægt væri að nota í jarðgerð. „Grasagarðurinn hefur verið að prófa nokkrar gerðir af safnköss- um en einnig mismunandi lífrænt efni, bæði úr garðinum og eldhús- inu. Safnhaugsmold er næringar- rík, bætir jarðveginn og er eft- irsóknarverð í trjábeð og matjurtagarðinn. Mæting er í hvíta lystihúsinu, aðgangur er ókeypis og boðið er upp á jurtate eftir fræðsluna,“ segir í frétt frá Grasagarðinum. Fræðsla um safnhauga DREGIÐ hefur verið í póstkorta- leik ESSÓ og Íslandspósts. Hrafn- hildur Hallgrímsdóttir í Búðardal vann Coleman-fellihýsi. Tíu fengu gasgrill eða flugfar innanlands fyr- ir tvo. Þá fengu 20 þátttakendur bensínúttektir. Nöfn vinningshafa má sjá á www.esso.is. Erna Krist- insdóttir, starfsmaður í kynning- ardeild ESSÓ, afhendir hér Hrafn- hildi Hallgrímsdóttur vinninginn. Vann fellihýsi í póstkortaleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.