Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 44
✝ GuðmundaAndrésdóttir listmálari fæddist í Reykjavík 3. nóvem- ber 1922. Hún lést laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Salvör Ingi- mundardóttir hjúkr- unarkona og Andrés P. Böðvarsson skrif- stofumaður. Guðmunda lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1941 og kennaraprófi frá Konstfack- skolan í Stokkhólmi 1946. Hún stundaði nám við málaraskóla Otte Skjöld í Stokkhólmi 1945– 46, Listaháskólann í Stokkhólmi 1946–48, L’Académie de la Grande Chaumière í París 1951 og við L’Académie Ranson í París 1951–53. Guðmunda er einn helsti fulltrúi íslenskrar abstraktlist- ar. Hún hélt nokkrar einkasýn- ingar og tók þátt í fjölmörgum samsýningum hér á landi og er- lendis. Guðmunda var um árabil einn félaga í Septem-hópnum, sem var helsti vettvangur ís- lenskra abstrakt- málara um árabil. Árið 1990 var yf- irlitssýning á verk- um hennar á Kjar- valsstöðum. Listasafn Íslands, Listasafn Reykja- víkur, Listasafn ASÍ, Listasafn Kópavogs og Colby Art Museum í Maine í Bandaríkj- unum eiga öll verk eftir Guðmundu, auk þess sem einka- safnarar víða um heim eiga verk eftir hana. Árið 1952 fékk Guðmunda franskan myndlistarstyrk og 1971 hlaut hún tólf mánaða starfslaun rík- isins og var valin borgarlista- maður Reykjavíkurborgar árið 1995. Guðmunda starfaði á skrif- stofu Laugavegsapóteks frá 1941–45, var teiknikennari við Lindargötuskóla 1953–56 og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1953–56. Hún var skrifstofu- maður hjá Rafmagnsveitu rík- isins og Orkustofnun 1956–1990. Útför Guðmundu var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kær vinkona okkar er horfin – grannvaxin, nett og fíngerð kona með ótrúlega sterkan vilja. Hún Guðmunda barst ekki mikið á en engum duldist að því meiri voru innri átök í huga hennar og í glím- unni við olíu- og vatnsliti. Reyndar var það seint á lífsleiðinni sem hún gat hætt brauðstritinu og gefið sig óskipta að myndlistinni. Sem myndlistarkona var Guð- munda meðal þeirra sem kenndu sig við afstraktlistina á fimmta og sjötta áratugnum og tók þátt síðustu Sept- embersýningunni 1952. Þegar SEPTEM-hópurinn var stofnaður 1974 varð hún la prima donna í þeim fjöruga „strákahópi“ og naut mik- illar virðingar félaga sinna án þess þó að vilja láta stjana við sig. Hún nálgaðist öll viðfangsefni út frá gömlum gildum jafnréttishugsjóna og fylgdi ávallt innri rödd sinni og sannfæringu. Stundum hvarflaði það að manni að Guðmundu hefði verið lagt að fara erfiðustu leiðirnar að takmarki sínu í myndlistinni. Ár- angurinn af þessari leit varð veiga- mikið framlag til íslenskrar fram- úrstefnulistar síðustu aldar. Guðmunda varð heimagangur hjá okkur Sigurjóni í Laugarnesi upp úr 1960, kom stundum með Þorvaldi Skúlasyni og stundum ein síns liðs. Á þeim tíma átti hún Volkswagen „bjöllu“ og fyrir kom að hún ók okk- ur austur fyrir fjall til að kíkja undir kartöflurnar á Eyrarbakka og jafn- vel alla leið að Búrfelli til að skoða framvinduna við byggingu Búrfells- virkjunar með stóru veggmyndun- um eftir Sigurjón. Á síðari árum varð lengra á milli þess að Guð- munda hringdi og spyrði umbúða- laust: „Verðurðu heima í kvöld?“ Það var alltaf gaman að fá Guð- mundu í heimsókn og þá var dregin fram flaska af sérríi eða rauðvíni til að dreypa á í stólnum við gluggann. Hún hafði vakandi auga með öllu, fylgdist með málefnum líðandi stundar, sagði ekki mikið en gat oft hitt naglann á höfuðið með einni hógværri, en eftirminnilegri og skarpri athugasemd. Þegar ég heimsótti Guðmundu í síðasta sinn fyrir fáeinum vikum stóð til að hún færi heim í íbúðina sína eftir margra mánaða spítala- vist. Hún var hress í bragði, með glampa í augum, hafði nýlega selt nokkrar myndir og spurningu minni hvort hún ætti enn mörg verk í fór- um sínum svaraði hún játandi og bætti við að hún væri ekki ánægð með þau. Þannig var þessi vinkona okkar, leitandi – þrautseig – æðru- laus. Sterkur andi í brothættum lík- ama. Blessuð sé minning hennar. Birgitta Spur. Tónlist er hljómur talnafræðinnar en myndlist er birtingarform ljósfræðinnar. (Claude Debussy.) Á unglingsárum fór ég í Listasafn Íslands. Myndlistarkennari minn veitti mér leiðsögn um safnið. Sú leiðsögn var alls ekki hlutlaus leið- sögn frjálslynds kennara. Hrifning hans á ákveðnum málurum og tíma- bilum leyndi sér ekki. Víst er þó að leiðsögnin hafði tilætluð áhrif því hún vakti áhuga minn á sjónmennt. Liturinn, formið og hreyfingin hafa fangað huga minn. Ég minnist sýningar Listahátíðar á Kjarvalsstöðum 1972. Nýútskrif- aður stúdent um morguninn fór ég á Kjarvalsstaði að njóta lita og forms. Ég heillaðist af myndum Guðmundu Andrésdóttur. Nú hefur lífsbók Guðmundu Andrésdóttur listmálara verið skráð. Mikill og eftirminnilegur list- málari er fallinn. Ég hef átt þá náð að þekkja Guðmundu Andrésdóttur í 25 ár. Ég keypti af henni mynd og heimsótti hana reglulega í 6 mánuði að greiða myndina. Við ræddum alltaf um myndina í hverri heim- sókn. Myndir Guðmundu eru sí- breytilegt umræðuefni. Myndirnar einkennast af hreyfingu þannig að það er aldrei hægt að ákvarða hraða, staðsetningu eða tíma í myndunum. Kannski hafnar Guð- munda þessari setningu og segir: Myndin er! Fátt gleður meira en upplifun af mynd. Ég fer á fætur fyrir birtingu á nýársdagsmorgni til að hlusta á 9du sinfóníu Beethovens í flutningi hljómsveitar Bayreuth-hátíðarinnar undir stjórn Wilhelm Furtwängler og upplestur Þorsteins Ö Stephen- sen á Óðnum til gleðinnar. Í birt- ingu fæðast myndirnar hennar Guð- mundu til nýs árs, fletirnir fá nýjan GUÐMUNDA ANDRÉSDÓTTIR Komposition, 1959. Olía á striga, 70 x 70 sm. Eign Listasafns Íslands. MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NAFN Guðmundu Andr- ésdóttur verður ávallt tengt Sept- em-hópnum svonefnda, myndlist- armönnum sem héldu tryggð við abstrakt- eða óhlutlæga myndlist lengur en aðrir. Hópurinn var eins konar framhald af Sept- ember-sýningarhópnum sem starfaði frá 1947–52. Í september 1990 skrifaði Bragi Ásgeirsson um sýningu á Kjarvalsstöðum sem var í senn úttekt á Sept- emberhópnum áðurnefnda, og framhaldi hans Septem, sem þarna var að ljúka starfsemi sinni sem hafði hafist 1974. Bragi skrifar m.a.: Septembersýningarnar urðu aldrei fleiri en fjórar, enda var undiraldan stríð í hópnum, en hins vegar tókst Valtý Péturssyni með hörku sinni og dugnaði að gera sýningar Septem-hópsins að árvissum viðburði. Sýningin 1988 var helguð Valtý og sýningin í ár er hin síðasta, enda virðist vanta drifkraftinn í hópinn eftir að hann féll frá sbr. að engin sýning var haldin á sl. ári. Segja má, að Septemberhóp- urinn hafi átt það sammerkt með hinum nafnkennda Cobra-listhóp að starfa stutt, en hafa þeim mun meiri áhrif og vekja meira umtal og athygli, en andstætt við Cobra-hópinn þá héldu þeir ekki áfram að þróa og dýpka mynd- mál sitt, heldur breyttist list þeirra flestra í takt við nýja strauma að utan. Ástæðuna má í senn telja ein- angrunina og svo, að þróun þeirra var á annan veg, átti ekki jafn djúpar rætur í hefðinni og því var niðurrif fyrri gilda með nokkuð öðrum hætti. Hvað Cobra-meðlimina snerti, þá breyttist myndmál þeirra furðulítið í tímans rás og ganga margir ennþá út frá uppruna- legum grímuformum svo og frjálslegri mótun forma í ætt við list barna og frumstæðra. Enginn talar þó um endurtekn- ingar í skrifum sínum um list þeirra, enda er ekki um slíkt að ræða, heldur þróun ákveðinna hugmynda og myndstíls. Greinarhöfundur fylgdist með öllum Septembersýningunum í gamla daga og hefur fjallað um allar fimmtán undangengnar Septem-sýningar hér í blaðinu, nema að hann hafi einhvern tím- ann verið í útlandinu, er þær bar að, svo að hann ætti að vera vel kunnur þessum listamönnum. Jafnframt fylgdist hann grannt með þróuninni hjá samherjum þeirra í Kaupmannahöfn á náms- árum sínum 1950–52, en þá voru þessi viðhorf í miklum blóma þar í borg, þótt langt væri í það, að þau hefðu hlotið viðurkenningu. Skoðaði t.d. allar sýningar í Tre- foldigheden, sem var skáli ab- straktmálaranna í nágrenni Oslo Plads og Nyboderne. Líti maður svo til baka, þá voru þetta merkileg ár, mikilla sviptinga og gerjunar, en því skal ekki neitað, að mikil harka var í mönnum og á tímabili einsýni, sem á ekki skylt við neitt annað en svörtustu íhaldssemi. Það á a.m.k. ekkert skylt við frjáls- lyndi, eins og glöggt hefur komið fram í Austur-Evrópu á síðustu mánuðum, að halda fram einni stefnu fram yfir allar aðrar og gera það af ósveigjanleika og óbilgirni. Septembermenn og abstrakt- málarar útlandsins lentu því seinna ekki síður í andstöðu við nýjar hræringar en fyrirrennarar þeirra og voru jafnvel á stundum ennþá harðari í dómum sínum um framúrstefnulistir dagsins en þeir. Menn mega vera minnugir þess, að gerð var hörð ómerking- arhríð að Septem-sýningunum af seinni tíma núlistamönnum og handbendum þeirra. En engin ein gild stefna í list- um er annarri æðri eins og fram hefur komið, og fyrri tíma óhlut- lægir málarar hafa flestir ræktað sinn garð á bak við tjöldin, hvað sem því leið sem var efst á baugi í há borgum listanna. Það eru og einmitt þeir, sem eru svo áber- andi og nafnkenndir í dag eftir að hafa verið í skugga hug- myndafræði svonefndra nýlista um langt skeið. Allt þetta er mikilvægt að at- huga við skoðun sýningarinnar að Kjarvalsstöðum, því að fram kemur einmitt að flestir meðlima samtakanna fara mjög að dýpka listrænan þroska sinn, er þeir taka upp samfelld vinnubrögð og hætta að eltast við nýjungarnar að utan, gerast íhaldssamir, en á þann veg að það losar einmitt um athafnafrelsi þeirra á myndflet- inum og almennan tjákraft. Allir, sem með myndlist fylgj- ast hérlendis, vita hve hart var deilt á Septembersýningarnar í gamla daga og aðra þá sem að- hylltust sértæka listtúlkun. En það merkilega við þetta er að sjaldnast var mögulegt að nefna þessa menn hreina abstrakt- málara, því að þeir studdust mjög við þekkjanleg fyrirbæri úr hlut- veruleikanum. En meðferð þeirra á viðfangsefninu var önnur og óhlutlægari en áður hafði sést hér á landi og í því fólst umbylt- ingin. Sértæku málverkin lutu þó fyr- ir margt sömu fagurfræðilegu lögmálum og þau hlutlægu hvað uppbyggingu forma og lita snerti svo og myndrænt innsæi. Þannig eru mörg óhlutlæg málverk mun markvissari í byggingu en þau hlutlægu og á það bæði við um strangflatarlistina (geometríuna) og bygginga fræðilegu listina (konstruktivismann). Löngu hefur komið fram að deilurnar voru um margt á mis- skilningi byggðar, enda var al- mennur hugsunarháttur stærra atriði en myndræn lögmál og þannig voru sumir málaranir jafnvígir á óhlutlæga list sem hlutlæga sbr. Picasso, Picabia, Hélion o.fl. En satt að segja voru talsmenn beggja jafn ósveigjanlegir og töldu þá svikara sem brugðu út af „réttri stefnu“ og þannig voru þessir þrír litnir hornauga af mörgum hrein trúarsinnum og jafnvel fordæmdir og þá vel að merkja fyrir myndrænt frjáls- lyndi sitt! Þessar stríðandi fylk- ingar eiga þannig í ljósi þróun- arinnar meira sameiginlegt en þeim hefði nokkurntíma dottið í hug eða viljað viðurkenna. Þannig er rökfræði tímans eins konar æðsti dómstóll, hæstiréttur og staðfestir vissulega þann forna framslátt, að tíminn einn sker úrum gildi listaverka. Guðmunda Andrésdóttir fremst meðal jafningja. Kristján Davíðsson, Jóhannes Jóhannesson, Guðmundur Benediktsson, Steinþór Sigurðsson og Hafsteinn Austmann standa álengdar. Til hópsins töldust einnig Val- týr Pétursson og Karl Kvaran, en voru báðir fallnir frá þegar þessi síð- asta sýning Septem-hópsins var haldin á Kjarvalsstöðum 1990. Guðmunda og Septem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.