Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 31 Myndlistarsýningar Sýningar á verkum Messíönu Tómasdóttur og Rúnu Gísladóttur í Húsi málaranna Eiðistorgi, Seltjarnarnesi standa nú yfir. Opið er fimmtudaga - sunnudaga til 22. september frá kl. 14.00 - 18.00. Menningarnefnd Seltjarnarness galleri@hlemmur.is Sýningu Jóns Sæmundar Auðarsonar lýkur á sunnudag. Verkið ber titilinn „holan mín“ og samanstendur af innsetn- ingu og myndbandsverki. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudags, kl. 14-18. ReykjavíkurAkademían, Hringbraut 121 Sýningunni Óður til líkam- ans lýkur á sunnudag. Þar eiga verk 32 ungir listarmenn. Opið er frá kl. 13-17. Sýningalok Gallerí nema hvað, Skólavörðu- stíg 22c Málverkasýningin „Stæl- ar“ verður opnuð kl 17. Yfirskriftin fríar listamennina af allri ábyrgð um innihald hennar. Listamennirnir eru Árni Bartels, Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen og Ragnar Jónasson. Sýningin stendur til 22. september og er opin kl. 14–18 alla daga nema á morgun, en þá er lokað. Í DAG „ÞAÐ er næsta algengt, að deilur fari úr böndunum og málin snúist þá um aukaatriði. Af þeim sökum tel ég, undirritaður, nauðsynlegt að undir- strika eftirfarandi atriði, sem voru grundvöllur þess að ég sagði mig úr STEFi, Tónskáldafélaginu og Tónverkamiðstöðinni. Í bréfasafni mínu er bréf, dagsett 17. júní 1997, sem ég sendi Ei- ríki Tómassyni, fram- kvæmdastjóra STEFs, þar sem ég legg fram beiðni til STEFs, um að félagið hlutist til um að réttur minn sé virtur og þar tilgreini ég þrjú er- lend fyrirtæki, eitt kvik- myndafélag og tvö hljómplötufyrirtæki, sem hafi án míns leyfis notað tónverk eftir mig og jafnvel endurútsett mína gerð þess. Í framhaldi af fyrirspurnum STEFs og NCB (Nordisk Copyright Bureau) í Kaupmannahöfn bárust tvö bréf til mín, frá öðru hljómplötufyr- irtækinu, það fyrra dagsett 6. júní og það síðara 9. september 1998, þar sem fram kemur vilji til að leysa málið með samningum og þar vísað til þeirra manna, sem málið varðar. Af- riti af báðum þessum bréfum var komið til STEFs, með ósk um að leysa þetta mál með samningum. Þrátt fyrir margítrekaðar fyrir- spurnir af minni hálfu, var ekki haft samband við tilgreinda aðila en ein- hver bréfaskipti voru í gangi á milli skrifstofu STEFs og NCB í Kaup- mannahöfn en án sjáanlegs árangurs. Þegar svo hafði gengið fram til ára- mótanna 2000 og Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, hafði neitað mér um aðstoð við að sækja þetta mál eða að fá erlenda lögfræð- inga til að sækja það, sem hann taldi að yrði allt of kostnaðarsamt og að umrædd hljómplötufyrirtæki væru ofjarlar STEFs, ákvað ég að reyna fyrir mér upp á eigin spýtur, án af- skipta STEFs. Ég náði símasam- bandi við enska STEF (The Perform- ing Right Society, hér nefnt PRS) og þar var mér tjáð, að félagar í PRS fengju ókeypis lögfræðiaðstoð í slík- um málum en þar sem því var ekki til að dreifa í mínu tilfelli, sendu þeir mér í bréfi, dagsettu 29. febrúar 2000, lista yfir lögfræðinga, sem eru sér- fræðingar í höfundarréttarmálum. Af þessum lista valdi ég einn lög- mann og eftir endalausar bréfasend- ingar, símtöl og skýrslugerðir, sem ýmist þurfti að þýða á ensku og frönsku, með ærnum tilkostnaði, var rúmu ári síðar, eða 28. apríl. 2001, undirritað samkomulag á milli aðila, þar sem eignarréttur minn var að fullu viðurkenndur. Málinu, við bæði hljómplötuútgáfufyrirtækin, var svo að fullu lokið 3. nóvember 2001. Tregða þessara aðila í upphafi, sem var rökstudd í langri greinargerð, með því að vitna til viljayfirlýsingar um samninga, með bréfunum frá 1998 og þar sem ekki hafði verið haft sam- band af hálfu STEFs í nærri tvö ár, höfðu þeir talið að málið væri úr sög- unni. Þar sem mér hafði tekist, með frá- bærri aðstoð enska lögmannsins, að ná fram rétti mínum án aðstoðar STEFs, sem hefði í raun átt að hafa frumkvæði um að sækja þetta mál, jafnvel án minna afskipta, eða að minnsta kosti standa að baki mér, sem hefði gert stöðu mína sterkari, komst ég að þeirri niðurstöðu, að til lítils væri að vera félagi í svo gagnslausu fyrirtæki sem STEF hafði reynst mér. Formaður Tón- skáldafélagsins, Kjart- an Ólafsson tónskáld, taldi mig, í viðtali við Morgunblaðið 11. sept. sl., hafa verið óþolin- móðan og má hann hafa þá skoðun, en að fría sig ábyrgð á framkomu STEFs, gengur ekki, því hann hefur ýmist setið í formennskusæti eða verið varaformaður í stjórn STEFs, á móti fulltrúa tónskálda og textahöfunda, Magnúsi Kjartanssyni. Samkvæmt öllum venjum taka stjórnir fyrirtækja allar ákvarðanir og felur framkvæmdastjóra að fram- fylgja vilja stjórnarinnar. Fyrir þá sök eru Kjartan og Magnús ábyrgir fyrir hönd STEFs, sem á, umfram það að vera innheimtufyrirtæki, að gæta réttar tónskálda og eigenda flutningsréttar í hvívetna. Það sem er aðalatriði þessa máls, er að ég sótti rétt minn án aðstoðar STEFs og í framhaldi af þeirri vinnu, ákvað ég að segja mig úr fyrrnefnd- um félögum, þ.e. STEFi, Tónskálda- félagi Íslands og Íslenskri tónverka- miðstöð. Reykjavík 12. september, 2002. Jón Ásgeirsson.“ Að gefnu tilefni Yfirlýsing vegna úrsagnar undir- ritaðs úr STEFi Jón Ásgeirsson BÍLL, rúm og þræddur kjallari er viðfangsefni listamannanna Kimmo Schroderus og Charlottu Mickels- son sem opna sýningu í Gallerí Skugga í dag kl. 17. Á jarðhæð, í aðalsal og bakatil, sýnir Kimmo skúlptúra sem bera yfirskriftina „Tilfinningar“. Þar er annars vegar um að ræða verkið Sweet Dreams, járnslegið rúm með klæðningu, og hins vegar skúplptúrinn If not Today, then Tomorrow en þar leggur Kimmo út frá skandinavíska draumabílnum Volvo PV 544, 62 ár- gerð. Verkin hefur Kimmo sýnt áð- ur á stærri sýningum, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi verk eru sýnd ein saman, en bæði fela þau í sér járnslegna umgjörð um drauma og tilfinningar. Charlotte nefnir verk sitt í kjall- ara gallerísins Kjallari, en þar um- breytir hún rýminu með gagn- sæjum gúmmíþráðum. Í Klefa gallerísins hefur Charlotte einnig unnið verk sem varð óvænt til í samhengi við rýmið. Kimmo Schroderus býr og starf- ar í Helsinki í Finnlandi. Hann lauk meistaragráðu við Listaakadem- íuna í Helsinki árið 1998. Hann hef- ur þó starfað að list sinni frá árinu 1989 og hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýn- ingum. Kimmo vinnur fyrst og fremst með skúlptúrformið, og fjallar hann þar um og ögrar viðteknum viðhorfum til þess sem „karllegt“ og „kvenlegt“ telst í listum. Í verkunum sem Kimmo sýnir í Skugga eru umfangsmiklir og járn- steyptir skúlptúrarnir að mynd- hverfingum fyrir tilfinningalíf manneskjunnar. Charlotta Mickels- son starfar í Stokkhólmi en hún lauk námi við Listháskólann þar í borg árið 1999. Hún hefur haldið sýningar í galleríum og listastofn- unum á Norðurlöndum og í Þýska- landi. Í verkum sínum vinnur hún með afmörkuð rými, og leitast við að skapa rof í skynjun áhorfandans með hárfínum innsetningum, sem virka á sjónræna skynjun hans. Sýningin stendur til 29. október og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Járnslegin umgjörð um drauma og tilfinningar Morgunblaðið/Þorkell Kimmo Schroderus í verki sínu sem er járnslegið rúm með klæðningu. MÁLÞING um Halldór Lax- ness verður haldið í Háskólan- um í London í dag og er þingið þegar fullbók- að með 95 gestum. Þor- steinn Pálsson sendiherra setur þingið en erindi flytja Halldór Guð- mundsson, Ástráður Ey- steinsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Magnús Magnús- son, Joe Allard, Christopher MacLehose og Ásta Sighvats Ólafsdóttir. Það er Skandinav- íudeild háskólans sem stendur fyrir þinginu ásamt sendiráði Íslands í London og er þingið styrkt af Sjóði Egils Skalla- grímssonar. Málþing um Laxness í London Halldór Laxness SPÆNSK kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Regnboganum. Morg- unblaðið kynnir hér sex myndanna sem þar eru sýndar. Jóhanna brjálaða Jóhanna brjálaða (Juana la Loca) er eftir Vicente Aranda. Sögusviðið er Laredo 1496. Floti yfirgefur höfn- ina með stefnuna á Flandur. Til- gangurinn er að færa prinsessuna Jóhönnu til hirðarinnar í Brussel, þar sem hún mun giftast þeim sem seinna verður kallaður Filippus hinn fagri. Þeirra fyrstu kynni eru rafmögnuð. Milli þeirra kviknar þrá og aðdáun sem verður til þess að þau gleyma skyldum sínum. Hins vegar hafa örlaganornirnar spunn- ið annan vef. Byggð á sönnum at- burðum. Aðalhlutverk: Pilar López de Ayala, Daniele Liotti og Manuela Arcuri. Sýnd: 14.9, 16.9, 18.9, 21.9. Apar eins og Becky Apar eins og Becky (Monos Como Becky) er í leikstjórn Joaquíns Jordá og Núríu Villazán. Fyrir sjö- tíu árum var portúgalski tauga- sérfræðingurinn Egas Moniz stadd- ur á sálfræðiráðstefnu í Lundúnum. Þar kynnti bandarískur líffræð- ingur skemmtilegan apa að nafni Becky og sýndi myndbandsupptöku af sama dýri, þar sem það hagaði sér eins og óargadýr. Líffræðing- urinn útskýrði fyrir skelkuðum ráð- stefnugestum að hann hefði fjar- lægt svokallaðan miðgeira úr heila apans og við það hefði villidýrið breyst í meinlausa skepnu. Prófess- or Egas sneri heim til Portúgal staðráðinn í að beita þessari aðferð til að lækna geðklofa sjúklinga. Aðalhlutverk: Joao Maria Pinto og Marian Varela. Sýnd: 15.9, 17.9, 19.9, 20.9. Byggt upp á nýtt Byggt upp á nýtt (En Construción) er eftir José Luis Guerin. Gripið er niður í líf íbúa í blokkahverfi. Ákveðið er að byggja eina blokkina enn á svæði sem börnin í hverfinu spila fótbolta á. Fylgst er með því hvaða áhrif þessar framkvæmdir hafa, bæði á landslag og mannlíf. Helstu hlutverk: Juana Todrígu- ez, Iván Guzman, Juan López og Antonio Atar. Sýnd: 14.9, 16.9, 17.9, 21.9. Smitaður Smitaður (Positivo) er eftir Pilar García Elegido. Myndin lýsir til- finningum manns sem uppgötvar að hann er sýktur af alnæmi. Smitaður er 30 mínútur að lengd en jafnframt verða sýndar stutt- myndir í boði spænska kvikmynda- sjóðsins. Sýnd: 14.9, 18.9, 20.9. Elskhugar við heimskautsbaug Elskhugar við heimskautsbaug (Los Amantes del Círculo Polar) er gerð af Julio Medem. Frá átta ára aldri hafa leiðir Önnu og Ottós leg- ið saman. Ferðalagið tekur svo óvænta stefnu mörgum árum síðar við heimskautsbaug. Aðalleikendur: Najwa Nimri og Fele Martínez. Sýnd: 15.9, 17.9, 20.9, 21.9. Pau og bróðir hans Pau og bróðir hans (Pau I El Seu Germá) er eftir Marc Recha. Álex sem vinnur í Barselónu ákveður einn daginn að halda til Pýrenea- fjalla. Þegar móðir hans og Pau bróðir hans fá fréttir um að hann hafi fyrirfarið sér, fara þau í þorpið sem hann bjó í til að afla upplýs- inga. Við það opnast heimur Álex fyrir þeim á annan hátt en þau bjuggust við. Helstu hlutverk: David Selvas, Nathalie Boutefeu, Marieta Orozco. Sýnd: 15.9, 17.9, 18.9. Spænsk kvikmyndahátíð í Regnboganum Stilltur api, þrá, fram- kvæmdir og alnæmi Úr kvikmyndinni Jóhanna brjálaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.