Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ SKÓLASKRIFSTOFAN er eins konar miðstöð fyrir skólastarfið á Suðurlandi,“ segir Kristín Hreins- dóttir, forstöðumaður skrifstofunn- ar, sem er til húsa hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga á Austur- vegi 56 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi hafa fulla aðild að skrif- stofunni nema tvö sem nýta hluta þjónustunnar auk þess sem Vest- mannaeyjar eru með eigin skrif- stofu. „Það er núna komin sex ára reynsla á starfsemina og okkur finnst að kominn sé tími til að festa skrifstofuna enn frekar í sessi og auka á sveigjanleika hennar til að bregðast við nýjungum,“ segir Kristín ennfremur og leggur áherslu á að sveitarfélögin nýti sér vel þá þjónustu skrifstofunnar sem í boði er. Starfsemi Skólaskrifstofu Suður- lands tók við af Fræðsluskrifstofu Suðurlands og starfar samkvæmt stofnsamningi sem sveitarfélögin gerðu um starfsemina. Kristín segir starfsemina skiptast í sálfræðisvið, kennsluráðgjöf og almennan hluta sem er gagnasafn, endurmenntun og ráðgjöf til skólanefnda og sveit- arstjórna. Á skrifstofunni vinna sex starfsmenn auk Kristínar, þrír sál- fræðingar, tveir kennsluráðgjafar og einn talkennsluráðgjafi. Góð samvinna „Þannig koma margir sérfræðing- ar oft að sama málinu og það gerir okkur sterk hérna hvað starfsmenn vinna vel saman. Það er mikil teym- isvinna þar sem fólkið vinnur saman og kemur með mismunandi sjónar- horn og reynslu að hverju máli sem á þátt í að gera lausnina betri og grundvallaðri. Þrátt fyrir þessa samvinnu getur hver og einn verið með sitt sérsvið svo sem varðandi einelti, hagnýta atferlismótun og á fjölskyldusviði. Hver einasti skóli á Suðurlandi hefur tengilið á skrifstofuna sem þekkir vel til sinna skóla. Þetta skapar að okkar mati gott trúnaðar- traust sem byggist á góðum kynn- um. Engu að síður er ákveðin fjar- lægð milli aðila sem einnig er nauðsynleg þegar veita á ráðgjöf,“ segir Kristín og leggur áherslu á að það sé tvímælalaust styrkur skrif- stofunnar að innan hennar hefur skapast ákveðið og örvandi starfs- umhverfi fyrir þá sérfræðinga sem þar vinna, en það væri ekki fyrir hendi ef á skrifstofunni væri ekki sú fjölbreytni sem þar ríkir. Vilja sinna leikskólunum betur „Mér finnst við geta sinnt leik- skólanum betur en við gerum, enda skylda sveitarfélaganna hvað það varðar skýr í lögum. Leikskólaráð- gjafi yrði góð viðbót við sérfræð- ingahópinn og leikskólarnir njóta góðs af því. Leikskólaráðgjafinn myndi þá hafa yfirsýn yfir alla leik- skólana á Suðurlandi, veita ráðgjöf á faglega sviðinu og varðandi rekst- ur,“ segir Kristín sem hvatti sveit- arstjórnarmenn á aðalfundi SASS um mánaðamótin síðustu til þess að auka þjónustu skrifstofunnar á sviði leikskóla. „Þetta myndi hjálpa sveit- arfélögunum að uppfylla lagalegar skyldur sínar, efla samstarf leikskól- anna og styrkja þá faglega. Full ástæða er til að reyna að koma auga á þau börn sem hugsanlega þurfa aukna aðstoð sem allra fyrst, helst áður en inn í grunnskólann er kom- ið, og hefja markvisst starf með þeim strax í leikskóla. Okkur á að bera gæfa til að hlúa að því sem reynst hefur vel. Skrifstofan hefur reynst vel þau sex ár sem hún hefur starfað og með því að efla hana styrkjum við það sem hefur reynst vel. Óhætt er að segja að þetta fyr- irkomulag er að svínvirka,“ sagði Kristín Hreinsdóttir, forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands. Skólaskrifstofan er miðja skólastarfs Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kristín Hreinsdóttir, forstöðumað- ur Skólaskrifstofu Suðurlands. Selfoss LAUGARDAGINN 31. ágúst var haldið upp á 10 ára afmæli sund- laugar Stokkseyrar. Af því tilefni ákváðu starfsmenn laugarinnar að bjóða sundlaugargestum upp á grillaðar pylsur og ís. SS bauð upp á pylsurnar, Másbakarí pylsu- brauðið og Kjörís bauð upp á ís- inn. Ágætis mæting var og komu meðal annars 70 þýskir læknar sem voru í kajakferð með ferða- þjónustunni Suðurströnd á Löngudæl, en sund er innifalið í þeirra ferðum. Hafa sundlaugin og Suðurströnd með sér gott sam- starf og leggur Suðurströnd með- al annars til einn starfsmann í laugina yfir sumarmánuðina sam- kvæmt samningi þar um. Sundlaug Stokkseyrar 10 ára Stokkseyri Morgunblaðið/Gísli Gíslason Börn njóta sín í vaðlauginni, en sundlaugin er orðin tíu ára. ÓLAFUR Áki Ragnarsson, sem verið hefur sveitarstjóri á Djúpavogi í sex- tán ár, hefur tekið við starfi bæjar- stjóra í Sveitarfélaginu Ölfusi. Hjör- leifur Brynjólfsson, oddviti bæjarstjórnar, afhenti honum lykla að skrifstofum bæjarfélagsins til merkis um að hann hefði tekið form- lega við starfi. Ólafur Áki fæddist á Djúpavogi 1955 og ólst þar upp. Hann er vél- fræðingur að mennt, útskrifaðist úr Vélskóla Íslands 1978 og lauk sveins- prófi í vélvirkjun 1982. Ólafur Áki stundaði sjómennsku frá Reykjavík. Árið 1982 flutti hann aftur til Djúpavogs og stundaði sjó- mennsku þaðan. Ólafur Áki er kvæntur Freyju Friðbjarnardóttur, kennara og fyrr- verandi skólastjóra á Djúpavogi, hún starfar í dag hjá Rauða krossi Ís- lands. Þau eiga þrjár dætur; Regínu, 22 ára, og 18 ára tvíbura, Rögnu og Höllu. Fjölskyldan flutti til Danmerk- ur og bjó þar í á annað ár frá 1984– 1986. Árið 1986 var Ólafur Áki efstur á lista óháðra við sveitarstjórnarkosn- ingar á Djúpavogi og náði listinn hreinum meirihluta, sem hann hefur haldið síðan. Ólafur hefur þar til nú starfað sem sveitarstjóri á Djúpavogi. Ólafur sagði þegar hann tók við starfinu að hann hefði fengið viku til að kynnast starfinu og staðnum í sumar og sér litist mjög vel á sig, staðurinn væri aðlaðandi, íbúarnir vingjarnlegir og samstarfsfólkið hefði tekið sér vel þannig að hann hlakkaði til að takast á við verkefnin framund- an. Ólafur sagðist koma frá stað þar sem aðhald hefði verið í peningamál- um og bæjarfélagið ekki skuldsett, að því leyti væru þessir tveir staðir áþekkir. Hann sagði að þegar menn hefðu verið sextán ár í svona starfi á sama stað væri kominn tími til að reyna eitthvað nýtt og því hefði hann ákveðið að sækja um stöðu í Þorláks- höfn þegar hann sá auglýsinguna. Hann sagðist þakklátur fyrir það traust sem sér hefði verið sýnt með því að velja hann til starfsins, um- sóknir um það voru fjörutíu. Nýr bæjarstjóri tekur til starfa Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti Sveitarfélagsins Ölfuss, afhend- ir Ólafi Áka Ragnarssyni, ný- ráðnum bæjarstjóra, lyklana að skrifstofum bæjarins. Ölfus ÍSLANDSBANKI tekur við rekstri innlánsdeildar Kaupfélags Eyfirð- inga í næstu viku, eða 20. september. Samkomulag þessa efnis var undir- ritað í gær milli KEA, Kaldbaks og Íslandsbanka. Ingi Björnsson, útibússtjóri Ís- landsbanka á Akureyri, sagði að við- skiptavinum innlánadeildar KEA yrði boðið að koma og nýta sér þjón- ustu bankans, en þeir hafa frest til að gera upp hug sinn til 1. febrúar næstkomandi. Alls eru um 1.110 við- skiptavinir hjá innlánsdeild KEA nú og nemur innstæða þeirra um 470 milljónum króna. „Ég vona að sem flestir eigendur sparifjár í innláns- deildinni muni þiggja okkar boð,“ sagði Ingi. Í samkomulaginu kemur fram að Íslandsbanki muni bjóða eigendum innlánanna sambærileg kjör og þeir hafa notið hjá KEA. Benedikt Sigurðarson, stjórnar- formaður Kaldbaks, sagði að inn- lánastarfsemi hefði í um 90 ára skeið verið mikilvægur hluti af starfsemi KEA, en þess konar starfsemi væri ekki lengur í takt við hlutverk félags- ins. „Bankastarfsemi er ekki lengur hluti af okkar starfsemi,“ sagði Benedikt. Starfsemi Íslandsbanka á Akur- eyri er umfangsmikil og hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Bankinn rekur útibú á tveimur stöðum, í Skipagötu og Hrísalundi, en veitt er alhliða bankaþjónusta fyrir einstak- linga, fyrirtæki og félög, s.s. inn- og útlánastarfsemi, verðbréfaviðskipti, gjaldeyrisviðskipti, fjárfestingalán og fleira. Jafnframt því sem fulltrúar Íslandsbanka, KEA og Kaldbaks rit- uðu undir umrætt samkomulag hafa Íslandsbanki og Kaldbakur einnig gert með sér samning um langtíma- lán. Morgunblaðið/Kristján Samningur Íslandsbanka og KEA undirritaður, f.v. Jón Þórisson, Ingi Björnsson, Benedikt Sigurðarson og Halldór Jóhannsson. Íslandsbanki tekur við inn- lánsdeildinni ÞAÐ verður mikið um að vera hjá knattspyrnumönnum Þórs næstu daga en þrír flokkar félagsins eru að fara spila úrslitaleiki á Íslandsmóti og í bikarkeppni, í dag, laugardag, á morgun, sunnudag, og á mánudag. Fimmti flokkur Þórs leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Breiðabliki í dag í Kópavogi, meist- araflokkur félagsins leikur gegn Grindavík í Símadeildinni á morgun á Akureyrarvelli og annar flokkur leik- ur til úrslita í bikarkeppni KSÍ á mánudag, gegn KR á Akureyrarvelli. Í fimmta flokki mætast bæði A- og B-lið Þórs og Breiðabliks en í þeirri baráttu ræður sameiginlegur árang- ur úrslitum, þar sem 2 stig fást fyrir sigur í B-liðum en 3 stig fyrir sigur í A-liðum. Leikirnir fara fram á Kópa- vogsvelli og hefst leikur B-liðanna kl. 12.00 í dag en leikur A-liðanna kl. 12.50. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Þór leikur til úrslita um Íslands- meistaratitilinn í þessum aldurs- flokki. Úrvalsdeildarlið Þórs mætir liði Grindavíkur í Símadeildinni á morg- un á Akureyrarvelli kl. 14.00 og er þarna um úrslitaleik að ræða fyrir Þór. Með sigri á liðið enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni, svo framarlega sem öðrum liðum í botn- baráttunni hlekkist á. Tapi Þórsarar leiknum eru þeir fallnir í 1. deild. Annar flokkur Þórs mætir KR í úr- slitum bikarkeppni KSÍ og fer leik- urinn fram á Akureyrarvelli á mánu- dag kl. 17.15. Leikið verður um farandbikar sem verið hefur í gangi frá því keppnin fór fyrst fram árið 1964. Þórsarar hafa aldrei leikið til úrslita í þessum aldursflokki en KR- ingar hafa þrisvar hampað bikarnum, síðast 1988. Lokabarátta á knattspyrnumótunum Þrír flokkar Þórs í eldlínunni ÞRÍR kórar starfa við Akureyrar- kirkju og taka virkan þátt í helgihald- inu auk þess að koma fram á tónleik- um. Inntökupróf fyrir Kór Akureyrar- kirkju verður 16. september, kl. 17– 19, en Björn Steinar Sólbergsson gef- ur nánari upplýsingar. Vetrarstarf Barnakórs Akureyrarkirkju hefst 19. september. Inntaka nýrra félaga verður kl. 15.30 í Safnaðarheimili. Börn á aldrinum 8–11 ára eru velkom- in. Nánari upplýsingar gefur stjórn- andi kórsins, Petra Björk Pálsdóttir. Unglingakór Akureyrarkirkju hefur sína starfsemi sama dag. Inntaka nýrra félaga verður kl. 16.30 í Safn- aðarheimili. Stjórnandi kórsins í vet- ur verður Eyþór Ingi Jónsson. Kórar við Akureyrarkirkju Vetrar- starfið hefst ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.