Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 61 Hljómsveitin JAPONIJAZZ mun halda jazz tónleika í SALNUM, Kópavogi sunnudaginn 15. september kl. 21.00 í boði Sendiráðs Japans. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. AÐGANGUR ÓKEYPIS. Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 HULTET bambusbakki Nýr vörulisti - nýjar vörur - nýjar hugmyndir 990 kr. MÁNUDAGINN 4. nóvember mun Björk Guðmundsdóttir gefa út tvö verk sem spanna feril hennar til þessa. Fyrra verkið er platan Greatest Hits en um lagaval á hana sáu net- tengdir aðdáendur Bjarkar, sem voru beðnir um að velja þau lög hennar sem þeim þættu best og/eða endurspegluðu list hennar best. Þetta var gert í gegnum opinberu heimasíðuna www.bjork.com. Nið- urstaða kosningunnar var athygl- isverð, þar sem vinsælustu lögin toppuðu ekkert endilega lista aðdá- endanna. Á meðal laganna eru t.d. „All Is Full of Love“, „Play Dead“, „Human Behaviour“ og „Venus As a Boy“. Síðara verkið ber titillinn Family Tree og er öllu veigameira að allri gerð og innihaldi. Um er að ræða kassa, sem inniheldur sex geisla- diska; einn venjulegan fimm tomma disk og svo fimm smádiska sem eru þrjár tommur að breidd. Venjulegi diskurinn mun innihalda tólf lög sem eru bestu lög Bjarkar að henn- ar mati en hinum diskunum er skipt upp í eftirfarandi söfn: Roots, Beats og Strings. Roots er dreift á tvo diska og inniheldur tíu lög, meðal annars nokkur Sykurmolalög en einnig lagið „Síðasta ég“ sem hún samdi á flautu er hún var fimmtán ára. Beats er á einum diski og inniheld- ur fjögur lög. Þar eru á ferðinni fyrstu tæknópælingar Bjarkar sem hún vann með 808 State-liðanum Graham Massey og LFO-liðanum Mark Bell. Að síðustu prýðir Strings tvo diska en þar eru á ferð- inni nokkur af lögum Bjarkar í „sí- gildum“ búningi. Kassinn verður úr gegnsæju plasti, skreyttur rósrauð- um lit. Meðfylgjandi verður m.a. sextán síðna textabók. Hönnun verður í höndum ’M/M’ frá París og teikningar og ljósmyndir eru eftir Gabríellu Friðriksdóttur. Tvær safnplötur frá Björk Björk Guðmundsdóttir verður með tvær safnplötur í haust. TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, opnaði á fimmtudag spænska kvikmyndahá- tíð í Regnboganum sem standa mun til 22. september. Opnunarmyndin var nýjasta mynd Pedros Almódovars, Hable con ella (Ræddu málin), en Almódovar er talinn með fremstu leikstjórum Spánar fyrr og síðar. Á hátíðinni verða sýndar um fimmtán nýlegar spænskar kvikmyndir, sem ekki hafa verið sýndar hér áður, auk nokkurra heimilda- mynda og stuttmynda. Fjölmenni sótti þessa frumsýningu og var hátíðarbragur yf- ir Regnboganum; boðið var upp á spænskar veitingar auk þess sem nemendur í spænsku við Menntaskólann í Hamrahlíð sáu um að skreyta kvikmyndahúsið. Spænsk kvikmyndahátíð settOpnað með Almodóvar Morgunblaðið/Golli Hér má sjá Þórhall Sigurðsson leikstjóra, lista- mennina Baltasar og Kristjönu Samper og Sjöfn Pálsdóttur, konu Þórhalls. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Eduardo Garrigues López-Chicheri, sendiherra Spánar, og Javier Cámara, heiðursgestur og aðalleikari í Ræddu málin. Með þeim eru Gréta Hlöðversdóttir og Hrönn Marinósdóttir hátíðarstýrur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.