Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 61

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 61 Hljómsveitin JAPONIJAZZ mun halda jazz tónleika í SALNUM, Kópavogi sunnudaginn 15. september kl. 21.00 í boði Sendiráðs Japans. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. AÐGANGUR ÓKEYPIS. Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 HULTET bambusbakki Nýr vörulisti - nýjar vörur - nýjar hugmyndir 990 kr. MÁNUDAGINN 4. nóvember mun Björk Guðmundsdóttir gefa út tvö verk sem spanna feril hennar til þessa. Fyrra verkið er platan Greatest Hits en um lagaval á hana sáu net- tengdir aðdáendur Bjarkar, sem voru beðnir um að velja þau lög hennar sem þeim þættu best og/eða endurspegluðu list hennar best. Þetta var gert í gegnum opinberu heimasíðuna www.bjork.com. Nið- urstaða kosningunnar var athygl- isverð, þar sem vinsælustu lögin toppuðu ekkert endilega lista aðdá- endanna. Á meðal laganna eru t.d. „All Is Full of Love“, „Play Dead“, „Human Behaviour“ og „Venus As a Boy“. Síðara verkið ber titillinn Family Tree og er öllu veigameira að allri gerð og innihaldi. Um er að ræða kassa, sem inniheldur sex geisla- diska; einn venjulegan fimm tomma disk og svo fimm smádiska sem eru þrjár tommur að breidd. Venjulegi diskurinn mun innihalda tólf lög sem eru bestu lög Bjarkar að henn- ar mati en hinum diskunum er skipt upp í eftirfarandi söfn: Roots, Beats og Strings. Roots er dreift á tvo diska og inniheldur tíu lög, meðal annars nokkur Sykurmolalög en einnig lagið „Síðasta ég“ sem hún samdi á flautu er hún var fimmtán ára. Beats er á einum diski og inniheld- ur fjögur lög. Þar eru á ferðinni fyrstu tæknópælingar Bjarkar sem hún vann með 808 State-liðanum Graham Massey og LFO-liðanum Mark Bell. Að síðustu prýðir Strings tvo diska en þar eru á ferð- inni nokkur af lögum Bjarkar í „sí- gildum“ búningi. Kassinn verður úr gegnsæju plasti, skreyttur rósrauð- um lit. Meðfylgjandi verður m.a. sextán síðna textabók. Hönnun verður í höndum ’M/M’ frá París og teikningar og ljósmyndir eru eftir Gabríellu Friðriksdóttur. Tvær safnplötur frá Björk Björk Guðmundsdóttir verður með tvær safnplötur í haust. TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, opnaði á fimmtudag spænska kvikmyndahá- tíð í Regnboganum sem standa mun til 22. september. Opnunarmyndin var nýjasta mynd Pedros Almódovars, Hable con ella (Ræddu málin), en Almódovar er talinn með fremstu leikstjórum Spánar fyrr og síðar. Á hátíðinni verða sýndar um fimmtán nýlegar spænskar kvikmyndir, sem ekki hafa verið sýndar hér áður, auk nokkurra heimilda- mynda og stuttmynda. Fjölmenni sótti þessa frumsýningu og var hátíðarbragur yf- ir Regnboganum; boðið var upp á spænskar veitingar auk þess sem nemendur í spænsku við Menntaskólann í Hamrahlíð sáu um að skreyta kvikmyndahúsið. Spænsk kvikmyndahátíð settOpnað með Almodóvar Morgunblaðið/Golli Hér má sjá Þórhall Sigurðsson leikstjóra, lista- mennina Baltasar og Kristjönu Samper og Sjöfn Pálsdóttur, konu Þórhalls. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Eduardo Garrigues López-Chicheri, sendiherra Spánar, og Javier Cámara, heiðursgestur og aðalleikari í Ræddu málin. Með þeim eru Gréta Hlöðversdóttir og Hrönn Marinósdóttir hátíðarstýrur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.