Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 42
KIRKJUSTARF 42 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ BREYTIST messutíminn í Bú- staðakirkju frá og með 15. sept- ember. Barnamessur verða klukk- an 11 og almennar guðsþjónustur kl. 14. Þannig breytir starf kirkj- unnar um takt þegar haustar og fleiri liðir verða virkir í safn- aðarstarfinu. Kirkjan er sameining- artákn hverfisins og er opin öllum íbúum og eru sóknarbörnin hvött til þess að taka þátt í starfi hennar. Hér á eftir er minnt á nokkra þætti í starfi Bústaðakirkju. Barnamessur eru haldnar hvern sunnudag kl. 11. Hér er gott tæki- færi fyrir alla fjölskylduna að eiga innihaldsríkar stundir saman í hópi með öðrum fjölskyldum. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, um- ræður og leikir við hæfi barnanna. Í barnamessum annast organisti ásamt hópi ungra hljóðfæraleikara allan tónlistarflutning og söfnuður- inn syngur. Foreldrar, afar og ömmur eru sérstaklega hvött til þátttöku með börnunum. Hljómsveit ungmenna mun spila í messunum og er stjórnandi og org- anisti í barnamessum Guðmundur Sigurðsson, sem nú hefur tekið við starfi organista Bústaðakirkju. Leiðtogar í starfinu verða Helena Marta Stefánsdóttir, Sara Helga- dóttir og Ásrún Atladóttir og Bára Elíasdóttir, sem leitt hefur starfið undanfarin ár ásamt sóknarpresti. Almennar guðsþjónustur eru hvern helgan dag kl. 14. Kirkjukór Bústaðakirku og organisti annast tónlistarflutning og einsöngvarar munu syngja. Guðsþjónustan er þungamiðja safnaðarins. Þar kem- ur söfnuðurinn saman til þess að lofsyngja Guð og syngja saman. Í messunum er flutt tónlist sem er bæði ný og svo hinir hefðbundnu sálmar og er hvatt til almennrar þátttöku kirkjugesta. Foreldramorgnar er samvera foreldra og barna alla fimmtudags- morgna milli kl.10 og 12. Þá er skipst á skoðunum og er þetta kær- komin samvera þeim, sem eru heimavinnandi. Boðið er upp á veitingar, te og kaffispjall hjá foreldrunum, ásamt margskonar fræðslu meðan börnin dunda sér við leiki og létt gaman. Þá er helgistund með þátttöku allra auk fræðsluerinda. Fyrsta sam- veran verður fimmtudaginn 19. september. Umsjón með for- eldramorgnum hefur Lovísa Guð- mundsdóttir. TTT æskulýðsstarf fyrir tíu til tólf ára er mikilvægur liður í safn- aðarstarfinu. Undir stjórn hæfra leiðtoga munu börnin vinna að margskonar verkefnum. Farið verður í kynnisferðir og börnunum kynntar ólíkar aðstæður fólks í líf- inu. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér þennan þátt starfsins, sem er máttugur vaxtarbroddur í kirkjulegu starfi. Foreldrar eru því velkomnir að koma og vera með. Samveran verður á þriðjudögum kl. 17. Umsjón með starfinu hafa Bára Elíasdóttir og Elfa Björk Ágústsdóttir. Æskulýðsstarf mun tengjast kórastarfi meira en áður þar sem unnið verður að sérstökum verk- efnum. Samvinna við Félagsmið- stöðina Bústaði, Víking, Skátafé- lagið Garðabúa og skólana í hverfinu hefur verið sterk undir merkjum samtakanna Betra líf í Bústaðahverfi. Markmiðið er að efla jákvæða og heilbrigða unglingamenningu þar sem boðskapur Jesú Krists er tek- inn með í daglegum aðstæðum lífs- ins. Starf aldraðra er á hverjum mið- vikudegi. Þá koma aldraðir saman í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar bíður þeirra hópur kvenna, sem annast hina öldruðu bæði hvað varðar veitingar, hannyrðir og fé- lagslíf. Við höfum nefnt þennan hóp kærleikshópinn, því starf þeirra er sannarlega vel þegið og metið. Nú er Sigrún Sturludóttir í forsvari fyrir kærleikshópinn. Á hverri sam- veru er helgistund og einnig koma margir gestir og flytja boðskap sinn í máli, myndum og tónlist. Fyrsta samvera í starfi aldraðra verður miðvikudaginn 25. sept- ember. Þá verður farið í haustlita- ferð og sem fyrr er ákvörð- unarstaður ókunnur þar til lagt verður af stað kl. 13 frá kirkjunni. Á leiðinni verður áð á góðum stað og notið góðra veitinga. Skráning í ferðina er hjá kirkjuvörðum í síma 553 8500 alla daga til þriðjudagsins 24. september. Kvenfélag Bústaðasóknar er öfl- ugt félag, sem hefur unnið kirkj- unni betur og meira en flestir aðrir. Fundir félagsins eru annan mánu- dag í hverjum mánuði og fyrsti fundur 14. október. Dagskrá fundanna er fjölbreytt og metn- aðarfull. Félagskonur taka virkan þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar og er það einn af grundvallarþáttum í starfi þeirra. Þær aðstoða meðal annars við messur annan hvern mánuð, taka á móti kirkjugestum og sjá um upphafsbæn og ritningarlestra. Formaður félagsins er Hafdís Sigurbjörnsdóttir. Kammerkór, stúlknakór, barna- kór og englakór verða starfandi í Bústaðakirkju í vetur og hafa þeir verið að eflast á undanförnum ár- um. Starfað verður í 5 hópum í vetur. Englakórinn æfir á mánudögum kl. 16 og er fyrir 5-6 ára börn, sem hafa ekki sungið áður í kirkjunni. Barnakórinn æfir kl. 17 á mánu- dögum og er fyrir 6-9 ára börn. Stúlknakórinn æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16 og er fyrir 10-12 ára stúlkur og kammerkór æfir á þriðjudögum og fimmtudög- um kl. 17 og er fyrir 13-17 ára stúlkur. Stjórnandi þessara kóra er Jó- hanna V. Þórhallsdóttir, sem er kunn fyrir frábær störf, meðal ann- ars á vettvangi Léttsveitarinnar og undirleikari er Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Bjöllukór hefur verið starfandi í Bústaðakirkju um árabil og hefur hann haldið tónleika víða um land. Unglingarnir spila einnig á önnur hljóðfæri og syngja, sem gefur starfinu aukið gildi og fjölbreyttari möguleika. Nú hefur fjórði aldurs- hópurinn tekið við af hinum eldri og æfir á mánudögum kl. 18. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhalls- dóttir. Kirkjukór Bústaðakirkju syngur við guðsþjónustur og kirkjulegar athafnir og æfir á þriðjudags- kvöldum kl. 20. Kórfélagar eru áhugasamir og hafa lagt mikið af mörkum til þess að söngur og tón- list verði virk og sterk í helgihald- inu. Í vetur verðið unnið að nýjum og metnaðarfullum verkefnum undir stjórn hinas nýja organista, Guðmundar Sigurðssonar, sem í vor lauk framhaldsnámi í Banda- ríkjunum. Formaður kórsins er Jón Helgason. Einstaklingar, sem eru áhuga- samir um þátttöku í starfi kórsins, eru beðnir að snúa sér til organista kirkjunnar og formanns kórsins. Kvennakórinn Glæður hefur starfað í Bústaðakirkju undanfarin ár og er að stofni til skipaður kon- um úr Kvenfélagi Bústaðasóknar. Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir og hefur kórinn komið saman til æfinga á fimmtudagskvöldum og sungið víða við margvísleg tækifæri. Fermingarstarfið er nú að hefj- ast og stendur skráning ferming- arbarna yfir í kirkjunni. Börn úr Réttarholtskóla hafa þegar verið skráð en önnur börn eru beðin að skrá sig í kirkjunni. Foreldra- fundur, þar sem starfið verður kynnt, verður í kirkjunni fimmtu- dagskvöldið 19. september kl. 20. Hjónakvöld eru haldin í kirkjunni og þar er starfandi hjónahópur, sem kemur saman nokkrum sinnum á vetri. Þá eru flutt fræðsluerindi um hjónabandið, heimilislífið eða samskipti hjóna og barna. Einnig hefur verið fjallað um lögfræði hjónabandsins og spurninguna hvað karlar viti um konur. Nú þegar er allstór hópur, sem tekur þátt í þessu starfi, og fá með- limir bréflega fréttir um starfið. Aðrir, sem hafa áhuga á þátttöku í slíku starfi, geta skráð sig hjá kirkjuvörðum. Fyrsta samvera vetrarins verður fimmtudaginn 24. október en þá mun Ólafur Þór Æv- arsson geðlæknir fjalla um efnið: Álag, streita og kulnun. 12 spora starf hefst í haust í kirkjunni. Þetta er ný og öflug nálgun við grundvallaratriði krist- indómsins og umsjón með þessu starfi hafa Þórunn Stefánsdóttir og Brandur Gíslason. Starfið verður á fimmtudagskvöldum kl. 20 og verð- ur upphaf starfsins auglýst sér- staklega. AA-starf fer fram í þremur öfl- ugum deildum, sem koma saman í safnaðarheimili kirkjunnar á laug- ardögum kl. 11, miðvikudögum kl. 20, sem er sporafundur, og á föstu- dögum kl. 20. Það er von sóknarnefndar og sóknarprests að sóknarbörn standi saman að öflugu starfi í Bústaða- kirkju og efli þannig betra mannlíf undir kjörorðinu: Betra líf í Bú- staðahverfi. Pálmi Matthíasson sóknarprestur. Barnastarf Selfosskirkju BARNASTARF hefst að nýju næsta sunnudag 15. september kl. 11. Foreldrar, afar og ömmur og/ eða aðrir aðstandendur eru beðnir að koma með börnin til kirkjunnar laust fyrir kl. 11. Þá hefst messa, en að lítilli stundu liðinni fara börnin í fylgd leiðbeinenda sinna í safn- aðarheimilið þar sem haldin er barnaguðsþjónusta. Þeir sem koma með börnunum til kirkju geta þá valið um það hvort þeir hlýða á messu í kirkjunni eða fara með börnunum afsíðis. Í barnaguðsþjónustunni er guð- spjall dagsins skýrt í myndum og máli, en auk þess eru börnunum kenndar bænir, sögur sagðar og söngvar sungnir. Barnaguðsþjónustur: Á sunnu- daginn kemur fá börnin í hendur Kirkjubók haustsins, sem jafnframt er litabók, sem þau hafa með sér heim, en í messu fá þau svo mynd, sem límd er inn í bókina. Einnig fá þau stimpil frá kirkjunni á hverja litaða mynd. Sr. Gunnar Björnsson, sókn- arprestur, prédikar og þjónar fyrir altari, kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Glúms Gylfa- sonar, en barnaguðsþjónustan er í umsjá djákna Selfosskirkju, Eygló- ar I. Gunnarsdóttur, og nýtur hún dyggrar aðstoðar þeirra Berg- lindar Ó. Ásbjörnsdóttur og Elísu G. Brynjólfsdóttur. Morguntíð í Selfosskirkju. Þriðjudaga til föstudaga kl. 10 er sungin morguntíð í kirkjunni. Þá er og beðið fyrir sjúkum og sorg- mæddum. Eftir bænastundina er boðið upp á morgunkaffi og með- læti. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Eftir messu í Sel- fosskirkju er jafnan reiddur fram léttur hádegisverður í sal safn- aðarheimilisins. Þá setjast kirkju- gestir niður, fá sér hressingu og spjalla. Þykir mörgum þetta ánægjulegur endir kirkjugöng- unnar. Það er enginn vafi á því að börn- in hafa bæði gagn og gleði af þess- um samverustundum, sem sér- staklega eru ætlaðar þeim. Þegar farið er með gott orð við börnin öðl- ast þau styrk og innri ró, sem aldrei verður frá þeim tekin og kemur sér vel síðar á ævi. Hitt er jafnvíst að kirkjuganga á borð við þessa færir ekki síður fullorðnum ánægju, blessun og uppbyggingu. Vonandi sjá sem flestir sér fært að lyfta sér upp og koma með börn í Selfosskirkju á sunnudaginn kem- ur. Upphaf vetrarstarfs sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju NÆSTKOMANDI sunnudag ýtir sunnudagaskóli Hafnarfjarð- arkirkju úr vör með hátíð í kirkj- unni. Hefst hátíðin á fjölskyldu- guðsþjónustu kl.11. Þar munu allir leiðtogar sunnudagaskólanna sem Hafnarfjarðarkirkja starfrækir taka þátt. Hljómsveit leiðtoganna leikur undir söng. Barna- og ung- lingakór kirkjunnar syngur en stjórnandi hans, Helga Loftsdóttir, mun líka taka alla kirkjugesti í smá söngkennslu. Barn verður borið til skírnar í upphafi stundarinnar. Það verður líka farið í leiki og sagðar sögur og nýir félagar (brúður og menn) í starfinu verða kynntir til sögunar. Öll börn fá líka afhenta möppu sunnudagaskólans. Prestar eru þau sr. Þórhallur Heimisson og sr. Þór- hildur Ólafs. Eftir guðsþjónustuna heldur há- tíðin áfram í safnaðarheimilinu, en þar verður boðið upp á „nammi“ og hressingu. Strætisvagn sunnudagaskólans ekur að venju eftir leiðarkerfi sem dreift hefur verið í öll hús. Sunnu- daginn 22. september byrjar síðan starfið í Hvaleyrarskóla og safn- aðarheimilinu Strandbergi. Hittumst heil í Hafnarfjarð- arkirkju. Prestarnir. Kirkjuhátíð Digraneskirkju KIRKJUHÁTÍÐ Digraneskirkju verður haldin sunnudaginn 15. september. Hátíðin stendur frá því kl. 11- 15:30. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla aldurshópa. Markmið há- tíðarinnar er að kynna vetr- arstarfið á nýstárlegan hátt með „karnival“-stemmningu og hefst með stuttri guðsþjónustu í kirkj- unni. Heimasíða Digraneskirkju verð- ur opnuð með formlegum hætti (www.digraneskirkja.is) Eldri borgarar sýna senior-dans. Kaffi- hús. Veitingar. Hestar og útileikir. Helgistundir. Kjartan Sigurjónsson organisti segir frá orgelinu og kynnir möguleika þess. Þorvaldur Halldórsson leiðir „létta stund í helgri alvöru“. Allir starfsþættir verða kynntir. Þar á meðal: Safnaðarfélagið, hjónaklúbburinn, Alfa-námskeið, foreldramorgnar, starf eldri borg- ara og ÍAK, Höklarnir hennar Guð- rúnar Vigfúsdóttur. Á neðri hæð verður sunnudaga- skólastarfið og börn og unglingar í starfi KFUM & KFUK Digra- neskirkju: Andlitsmálun, leikir, föndur, fót- boltaspil, borðtennis, tveggja hæða „Lundúnavagn“ með Play Station o.fl. Við hlökkum til að sjá ykkur. www.digraneskirkja.is Digraneskirkja – kirkjan þín. Tólf sporin – andlegt ferðalag – kynningarfundur KYNNING verður mánudaginn 16. september nk. kl. 20 í Hallgríms- kirkju á tólf spora námskeiði vetr- arins. Hver maður verður fyrir áföllum á lífsleiðinni sem honum tekst misvel að vinna úr og margir sitja eftir með sár sem hafa ekki gróið. Margir hafa líka alist upp við erfiðar aðstæður. Námskeiðið Tólf sporin – andlegt ferðalag er ætlað þeim sem í ein- lægni vilja bæta tilfinningalega og andlega líðan sína og leita styrks í kristinni trú. Allir hjartanlega velkomnir. Sameiginleg guðsþjónusta SAMEIGINLEG guðsþjónusta allra safnaða Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 15. september kl. 20. Guðsþjónusta er í umsjá presta og starfsliðs Fella- og Hólakirkju og héraðsnefndar prófastsdæm- isins. Kaffiveitingar verða í boði prófastsdæmisins eftir messuna. Er þess sérstaklega vænst að prestar, djáknar, sóknarnefnd- arfólk, organistar, kórfélagar og annað starfsfólk safnaðanna taki þátt í guðsþjónustunni sem markar upphaf vestrarstarfsins í prófasts- dæminu. Sr. Gísli Jónasson prófastur. Svala djákni kveður Langholtssöfnuð VIÐ messugjörð í Langholtskirkju sunnudaginn 15. september kl. 11 mun Svala Sigríður Thomsen djákni kveðja söfnuðinn. Svala var vígð til djáknaþjónustu við Langholtssöfnuð fyrir rúmum 5 árum og hefur á þeim tíma komið að og haft umsjón með margþættu starfi, sérstaklega sálgæslu og fræðslu. Við messuna mun Svala flytja hugvekju og henni verða þökkuð fórnfús og farsæl þjónusta fyrir söfnuðinn. Sjálfboðaliðar, sem Svala hefur haft umsjón með í starfinu, munu taka þátt í þjónustunni. Um leið og Svala verður kvödd mun nýtt starfsfólk verða boðið velkomið til starfa. Barnastarfið hefst einnig í kirkj- unni kl. 11 en síðan fara börnin í safnaðarheimilið og eiga þar stund. Leikmannaskóli kirkjunnar hefur starf sitt MÁNUDAGINN 16. september hef- ur Leikmannaskóli kirkjunnar starf sitt með námskeiði um Tóm- asarguðspjall. Námskeiðið hefst kl. 20 og er kennt í Háskóla Íslands, aðalbygg- ingu. Á námskeiðinu verður stuðst við bókin Tómasarguðspjall sem kom út í flokki Lærdómsrita Bók- menntafélagsins. Kennari á nám- skeiðinu er dr. fil. Jón Ma. Ágeirs- Vetrarstarf í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Arnaldur Bústaðakirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.