Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 18
Sumarblíða í Skaftholtsréttum MENN voru léttklæddir í blíðviðr- inu í Skaftholtstréttum í Gnúp- verjahreppi í gær enda fór hitinn hátt í tuttugu stig um hádaginn. Bændur í hreppnum muna vart aðra eins blíðu og svitinn bogaði af þeim sem harðast gengu fram við að draga féð í dilka á meðan skyldulið og gestir nutu veðurblíð- unnar á réttarveggjunum og létu fleyga og sögur ganga. Ungviðið var hins vegar upptekn- ara af ferfætlingunum, bæði innan og utan réttar. Og allt fór fram í spekt og gleði enda hefur ekki ver- ið slegist í Skaftholtsréttum í meira en tuttugu ár að sögn kunnugra. Engin hætta á að menn verði innkulsa „Ég hef aldrei áður verið í svona góðu veðri hér, þetta er óvenjulegt. Menn verða ekki innkulsa þótt þeir fái sér of mikið neðan í því og deyi úti undir vegg,“ sagði Bjarni Ein- arsson, fyrrum oddviti og bóndi á Hæli, en hann var um ríflega tveggja áratuga skeið réttarstjóri í Skaftholtsréttum, síðast í fyrra. „Ég á engar skepnur lengur og er því algerlega áhrifalaus. Dóttir mín og tengdasonur hafa tekið við af mér, ætli þau séu ekki með um 250 fjár af fjalli núna. Jú, það er alltaf færra og færra fé, ætli hér sé ekki rekið að um fimm þúsund fjár því við fáum að draga úr austurleitinni svokallaðri eða Skeiðasafninu, ætli séu ekki svona 2.500 fjár í hvoru safni. En það kemur fleira og fleira fólk þannig að þetta er engan veginn al- slæmt. Fyrir tveimur áratugum var þetta allt öðruvísi og féð hefur þá verið hátt í þrisvar sinnum fleira. Stærsta búið nú í Gnúpverjahreppi er kannski með svona hátt í 300 ær. Sauðfjárbúskapur er eiginlega hvergi aðalatvinnugreinin hjá mönnum.“ Elstu réttir sem vitað er um Bjarni segir meðalaldur bænda í sveitinni vera frekar lágan þannig að búskapur sé fráleitt að leggjast af. „Hér er mjög öflugur kúabú- skapur. Ég efast um að það sé að finna nokkurs staðar í annarri sveit eins marga unga kúabændur sem hafa byggt eins mikið upp og hér. Þeir spjara sig bara vel sýnist mér.“ Bjarni segir Skaftholtsréttir vera elstu réttir á Íslandi, sem vitað sé um, þ.e. elsta réttarstæðið. „Það er vitað að hérna var réttað á tólftu öld. Réttirnir voru miklu stærri, það er búið að teikna þetta upp. Allt hérna megin Hvítár var réttað hérna á sínum tíma. En réttirnar hrundu í skjálftanum í fyrra og það er búið að hlaða upp aftur en bara innri hringinn.“ Meira rekið af þrjósku en viti Eiríkur Eiríksson, bóndi í Sand- lækjarkoti, var að búa sig undir að draga í sinn dilk. Hann segist vera með aðeins fleira fé en í fyrra, eða um hundrað kindur og hann ætli ekki að fækka sínu fé en reyni svona að halda í horfinu. Eiríkur segir að raunar hafi ver- ið svipað margt fé í Skaftholts- réttum undanfarin ár en það verði væntanlega einhver fækkun nú. „Þetta er nú meira rekið af þrjósku en viti núorðið. Aukabúgrein? Þetta er nú dálítið erfið spurning. Menn geta komist allra sinna leiða á Trabant en sætta sig ekki við það ef þeir vilja vera á dýrum Benz. En þau eru orðin fá búin hér þar sem sauðfjárræktin er aðalatvinnugreinin.“ Eiríkur segist telja svipað margt af fólki við réttirnar nú, því fjölgi þó frekar en fækki. „Ég er fæddur hérna þannig að ég hef komið í þessa rétt frá því elstu menn núlif- andi muna. Það er alls konar fólk sem kemur hingað, vinir og vensla- fólk.“ Færi ekki félaus í réttirnar Eiríkur segist ekki myndu fara í réttir ef hann ætti ekki kindur. „Það er alveg á hreinu, mér fyndist það svo tilgangslaust. Ég hugsa að ég færi bara upp á Heklu og yrði þar þann daginn. Ég myndi gera það að árlegum réttardegi að vera á Heklu. Annars er náttúrlega rétt- arball í Árnesi í kvöld og á Hesta- kránni á laugardagskvöldið. Rétt- arböll hafa verið haldin hér á hverju ári í áratugi, það er líklega talið í mannsöldrum samanber Skeiðaréttarballið forðum daga sem haldið var nóttina fyrir rétt- irnar. Ég veit ekki betur en sýslu- mannsembættið hafi gengist fyrir því að það yrði lagt niður. Nei, það gekk ekkert illa að draga, það var ýmislegt annað sem ekki var ætlast til að fólk væri að gera í réttunum sem skilaði sér eft- ir ákveðinn tíma.“ Eiríkur segir að menn hafi vissu- lega áður fengið prýðisdaga í rétt- unum. „En það er óvenju hlýtt núna. Það er búið að vera svona veður síðustu fjóra daga eða allt upp 18 stiga hita og þurrt að mestu leyti. Það er óskapar blíða núna. Þetta hlýtur að boða eldgos eða eitthvað, það er svo gott veður.“ Það var tilkomumikil sjón þegar féð rann inn í réttina enda mikill fjöldi á ferð. Morgunblaðið /RAX Menn voru léttklæddir í blíðviðrinu og sumir höfðu brjóstbirtu við hönd. Gnúpverjahreppur Laust eftir hádegi hófu menn upp raust sína eins og alsiða er í réttunum. LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.