Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 47 ✝ Ragnheiður Þor-geirsdóttir fæddist 5. maí 1909. Hún lést á St Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi 4. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þor- geir Jónasson og Ingibjörg Björns- dóttir. Ragnheiður átti fimm systkini, eitt er látið. Ragn- heiður giftist 14. júlí 1933, Hinrik Jó- hannssyni frá Drápuhlíð. Þau eignuðust sjö börn og ólu upp einn dótturson. Börn þeirra eru: 1) Auður, f. 28. apríl 1934, maki Axel Andrés- son, látinn, þau eiga sjö börn. 2) Ingibjörg, f. 28. október 1936, maki Friðrik Hermannsson, hún á 4 börn. 3) Birgir, f. 25. maí 1940, maki Fjóla Gísladóttir, þau eiga fjögur börn. 4) Hjörtur, f. 1. febrúar 1944, maki Kristrún Guð- mundsdóttir, látinn, þau eiga sjö börn. 5) Gunnar, f. 11. nóvember 1946, maki Benedikta Guðjónsdóttir. 6) Sjöfn Hinriksdóttir, f. 5. janúar 1948, maki Jónatan Sig- tryggsson, þau eiga þrjú börn. 7) Har- aldur, f. 12. júní 1952, maki Halla Júlíusdóttir, þau eiga tvö börn og tvö stjúpbörn. 8) Brynjar, f. 13. nóvember 1954, maki Guðný Lúðvígsdóttir, þau eiga þrjú börn. Afkomendur Ragnheiðar eru 81. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Helgafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku mamma mín. Nokkur orð langar mig að skrifa til minningar um þig, en þú andaðist 4. september 93 ára að aldri. Margt kemur upp í hugann en aðeins hluta þess festi ég á blað, annað geymi ég í minningunni um hógværa konu sem ekkert mátti aumt sjá hvort sem voru menn eða málleysingjar. Þú varst í þeirri aðstöðu að annast stórt heimili, eignaðist sjö börn. Auk þess ólstu upp minn elsta son, þig munaði ekkert um að bæta einu við. Oft var vinnudagurinn langur, mikið um gestagang, svo og ættingjar og vinir sem komu til lengri og skemmri tíma, en allt fór þér vel úr hendi. Allt- af var sjálfsagt að veita vel enda varstu gestrisin svo af bar, enginn fór svangur frá þínu heimili. Þá fóru skepnurnar þínar ekki varhluta af þinni umhyggju, þær fengu sitt. Eitt sinn er ég var stödd heima á Helgafelli komst þú labbandi utan af túni og spurði ég hvað þú hefðir verið að gera. Æ, ég var bara að gefa hrafninum, hann á hreiður fyrir norð- an fell og er víst svangur. Þarna er þér best lýst. Helgafell skipaði stóran sess í lífi ykkar pabba, þið tókuð við jörðinni, byggðuð hana upp og gerðuð að nota- legu heimili. Þar áttum við systkinin öruggt skjól. Minnug varstu með af- brigðum og hafðir mikinn áhuga á mönnum og málefnum enda oft til þín leitað því viðkvæðið var, hún Ragna á Helgafelli man það, og það voru orð að sönnu. Fyrir rúmum tveim árum varðst þú að fara á sjúkrahús og áttir ekki þaðan afturkæmt. Erfitt var fyr- ir okkur systkinin að sjá hvað þér hrakaðir ört, en fram að þeim tíma varstu afar heilsuhraust og eftir að þið pabbi fluttuð í Stykkishólm var oft farið upp að Helgafelli því þar dvaldist hugur ykkar umfram allt, var þá sest upp í litla bláa bílinn og ekið af stað. Ekki get ég látið hjá líða að þakka öllum sem önnuðust þig og eiga þær systur mínar Auður og Sjöfn stóran hlut að máli svo og aðrir ættingjar. Vegna fjarlægðar minnar var mér ekki unnt að koma til þín eins og ég hefði gjarnan viljað. Mamma mín, nú hafið þið pabbi sam- einast á ný eftir aðeins fimm mánaða aðskilnað og komin aftur að Helga- felli á þann stað sem ykkur var kær- astur. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert. Að endingu vil ég þakka starfsfólki sem annaðist þig á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi sér- stakan hlýhug og umhyggjusemi. Með þessum litlu ljóðlínum kveð ég þig. Ég trúi á ljós, sem lýsi mér, á líf og kærleika, á sigur þess, sem sannast er, og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt, sem fagurt er, á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér. (Ólafur Gaukur.) Þín dóttir, Ingibjörg. Komið er að kveðjustund. Í dag fer móðir mín sína hinstu ferð heim að Helgafelli. Hún kvaddi þennan heim aðfaranótt 4. september eftir rúma tveggja ára legu á sjúkrahúsi, síðustu vikurnar voru erfiðar. Á kveðjustund koma margar minningar upp í hug- ann. Á æskuárum mínum var mamma alltaf til staðar þegar á þurfti að halda, alltaf nýbakað brauð og kökur og heitur matur kvölds og morgna. Hún var húsmóðir fram í fingurgóma. Helst áttu allir sem komu á Helgafell að koma í kaffi, því- lík var gestrisnin. Það kom í hennar hlut að sjá um kirkjukaffið, hvort sem það voru messur eða jarðarfarir. Mamma var hlý, ákveðin og skemmtilegur persónuleiki, sem sagði alltaf sína meiningu og dró ekk- ert undan. Það var erfið stund þegar þú þurft- ir að fara á sjúkrahús og alltaf var gleðin mikil þegar pabbi kom til þín í heimsókn, þá var margt spjallað um gamla daga, þegar þið voruð að kynn- ast, fara á hestbak, hittast í berjamó og staðinn ykkar, Helgafell, sem þér þótti svo vænt um. Þið voruð svo háð hvort öðru, enda búin að vera saman í tæp 69 ár. Það eru fimm mánuðir síð- an pabbi dó, nú hafið þið hist á nýjum stað þar sem ykkur líður vel. Ég vil að lokum þakka þér, mamma, allar góðu stundirnar. Ég var í þeirri aðstöðu að annast þig ásamt fleirum síðustu árin, oft fórum við saman með faðirvorið. Þín verður sárt saknað. Ég sendi systkinum mínum og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur og þakka starfsfólki sjúkrahússins góða umönnun og hlýju. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Matthías Jochumsson.) Þín dóttir. Sjöfn Hinriksdóttir og fjölskylda. Í dag er amma mín og nafna kvödd frá Helgafellskirkju. Það er skrýtið að hugsa til þess að þið afi skuluð nú bæði vera farin yfir móðuna miklu. Þið sem voruð svo sterkur punktur í tilveru okkar. Þið voruð alltaf svo samrýnd og einhvern veginn hvarflaði að mér að ekki yrði langt á milli ykkar. Enda varð sú raunin, því það eru rétt rúmir fimm mánuðir frá því að afi dó. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég var svo lánsöm að alast upp í nálægð við ykkur og á ég því hafsjó minninga frá þeim tíma. Þegar við systkinin vorum að alast upp og pabbi hafði keypt sinn fyrsta bíl þá voru þær ekki svo fáar ferðirnar sem farnar voru upp að Helgafelli í heim- sókn til ykkar. Þessar ferðir kölluð- um við krakkarnir sætaferðir, vegna þess hve oft var farið. Í þessum ferðum var margt sér til gamans gert og um leið hjálpað til við heyskap, farið í berjamó og brugðið á leik. Að áliðnum degi var svo sest nið- ur við matborðið sem alltaf var hlaðið kræsingum. Amma mín, þú varst svo mikil húsmóðir. Amma mín var mjög sérstök kona, hreinskilin og góð. Hún hafði sér- stakan hátt á því að svara, en með sínum léttleika. Hún amma var sér- staklega skapgóð kona og aldrei sá ég hana skipta skapi. Á Helgafelli hefur alla tíð verið mikill gestagangur. Þegar vel viðraði til þess að ganga á fellið komu nokkr- ar rútur dag hvern. Ætíð gekk amma út á hlað til þess að bjóða gestina vel- komna, segja þeim hvernig ætti að ganga á fellið og þær reglur sem giltu um þá göngu og endaði mál sitt oft með því að bjóða í kaffi eða að selja ferðafólkinu lopapeysu, sem hún prjónaði ansi margar. Og má því segja að hún amma hafi verið nokk- urs konar ferðamálafulltrúi síns tíma. Ég hafði það alltaf að sið að fara til afa og ömmu á Helgafelli til að kveðja, þegar ég fór til útlanda. Alltaf sagði amma mín þá, „passaðu þig á þessum útlendingum, þú kemur kannski ekki aftur ef þú ferð,“ en þá sagði afi, „heldur þú að hún komi til með að sitja á sömu þúfunni alla sína tíð eins og þú, góða mín?“ Þá sagði amma, „ég skil ekki þessa útþrá í þessum stelpum hans Axels, þetta hlýtur að vera allt frá honum komið.“ Svona áttu þau það til að grínast við mig. Afi og amma bjuggu á Helgafelli alla sína búskapartíð. Aldrei gat mað- ur merkt annað en að þau væru þar fullkomlega sátt við sinn hag og má maður margt af því læra. Elsku amma, ég kveð þig og þakka þér samfylgdina um leið og ég votta aðstandendum samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragnheiður I. Axelsdóttir. Fallin eru frá hjónin á Helgafelli, langamma okkar Ragnheiður og Hinrik langafi sem lést hinn 8. apríl síðastliðinn. Líf þeirra var um margt merki- legt, sennilega eru þau fá hjónabönd- in sem hafa verið jafnlöng og farsæl og þeirra. Langafi sagði frá því þegar hann varð skotinn í ömmu en það var á fermingardaginn hennar. Hann var þá vinnumaður á Þingvöllum hjá Kristjáni bróður sínum og fór til kirkju á Helgafelli. Þar sá hann lang- ömmu og varð ástfanginn. Rúmlega tvítugur fór langafi í Hvítárbakka- skóla og vann svo fyrir sér í Borg- arfirðinum í eitt sumar. Eftir það fóru þau saman til Reykjavíkur, hún í vist hjá kaupmanni og hann vann í fiski. Þar voru þau í eitt ár en fóru svo að búa í Stykkishólmi og giftu sig þar 14. júlí 1933. Fyrsta barn þeirra, Auður, fæddist svo ári seinna. Eftir þriggja ára búskap í Hólm- inum fluttu þau upp á Helgafell og fóru að búa á móti foreldrum Ragn- heiðar, þeim Þorgeiri og Ingibjörgu. Búskapurinn á Helgafelli hefur alltaf verið sérstakur vegna ferða- mannastraums, en fólk kemur til að ganga á fellið og skoða kirkjuna. Frá fyrstu tíð hafði langamma mikil sam- skipti við ferðamennina, hún bauð þeim inn í kaffi, seldi þeim lopapeys- ur og talaði við þá hvort sem þeir voru frá Reykjavík eða Japan. Það var svo merkilegt að þrátt fyrir að hún væri nánast óskólagengin gat hún talað við alla. Kirkjan á Helgafelli var ávallt hjartans mál þeirra hjóna. Langafi var meðhjálpari við kirkjuna og tók við því embætti af tengdaföður sín- um. Langamma sá um að þrífa hana og halda henni fínni. Þau létu sig líka varða allt viðhald kirkjunnar, jafnvel eftir að þau hættu að búa á Helga- felli. Langafi og langamma voru miklar félagsverur, langamma var í orlofs- nefnd húsmæðra og fór sjálf í orlof á þeirra vegum. Þau ferðuðust líka mikið saman og langafi lét sig ekki muna um að keyra landshornanna á milli langt fram á efri ár. Hann reyndar keyrði bílinn sinn P 92 allt fram til ársins 2000 (en þá var hann 95 ára gamall). Árið 1991 fluttu þau frá Helgafelli í þjónustuíbúð dvalarheimilisins í Stykkishólmi. Þar bjuggu þau allt þar til langamma veiktist og var lögð inn á St. Fransiskusspítalann þar sem hún dvaldist til æviloka. Langafi bjó áfram á dvalarheimilinu en heim- sótti hana reglulega á sjúkrahúsið og ekki hafði ástin kólnað því honum varð stundum að orði „enn hefur þú fríkkað“ og kallaði hana litlu stelpuna sína. Fjöldi afkomenda þeirra hjóna er yfir 80 manns, enda lifðu þau að sjá afkomendur í fimmta ættlið. Hjá okkur afkomendum þeirra lifir minningin um merkileg hjón sem áttu langa og farsæla ævi. Auður Björgvinsdóttir og Arnþór Ingi. Mig langar til að skrifa nokkur kveðjuorð til elsku ömmu minnar. Þú varst mér svo góð, ég gat alltaf leitað til þín, mér leið svo vel í kringum þig. Ég var svo heppin að fá að alast upp í næsta húsi við þig og afa á Helgafelli. Nú sit ég og hugsa til þín og afa hversu skrítið það sé að þið séuð farin frá okkur. Þið tilheyrðuð okkur systkinunum alltaf frá barnæsku og fram á síðasta dag. Mér finnst eins og þið ættuð alltaf að vera hér en nú, elsku amma mín, ertu komin til afa sem þér þótti svo vænt um. Þið voruð alltaf svo náin. Ykkar er sárt saknað, elsku amma og afi. Þín sonardóttir, Ástríður og fjölskylda. Það er eitt víst í þessum heimi, að það líf sem okkur er gefið endar með því að við deyjum. Hversu langt líf okkar verður, farsælt eða þyrnum stráð veit enginn. Amma og afi á Helgó, eins og við systkinin kölluðum þau, bjuggu langt í burtu frá okkur í Víkinni. Vanalega var haldið í pílagrímsför einu sinni á ári vestur á Snæfellsnes- ið. Þess var beðið með óþreyju að komast til ömmu og afa. Amma og afi á Helgó höfðu á sér nokkurn ævin- týrablæ. Til að komast til þeirra þurfti að ferðast lengi lengi í bíl, ferð- in ætlaði hreinlega aldrei að taka enda, eða það fannst litlum mann- eskjum að minnsta kosti. Og svo bjuggu amma og afi við ævintýrafjall, fjall sem hægt var að óska sér á. Amma og afi bjuggu á þeim sögu- fræga stað Helgafelli. Margir hafa farið um hlaðið á Helgafelli, gengið á fellið og fengið um leið notið gestrisni þeirra hjóna. Amma bauð upp á kaffi og með því og saman forvitnuðust þau um ætterni og hagi þessa fólks. Já þær hafa sko verið margar kaffi- könnurnar sem hún amma hefur hellt upp á. Og svo þegar messað var komu flestir kirkjugesta í kaffi á Helgafelli. Amma og afi höfðu mjög gaman af því að spjalla við allt þetta fólk og var þetta stór hluti af lífi þeirra. Kirkjan, sem stendur á hlaðinu á Helgafelli, var þeim ömmu og afa sömuleiðis mjög hugleikin. Þau sinntu henni af mikilli natni. Amma og afi eignuðust sjö börn og ólu þar að auki upp eitt barnabarn. Það má því rétt nærri geta hvort ekki hefur verið í mörg horn að líta á stóru heimili við að sinna barnauppeldi, heimilisstörfum og búskap og metta alla þessa munna. Maður hugsar oft um það í dag hvernig amma hafi komist yfir þetta allt saman án ým- iskonar nútíma þæginda sem þekkj- ast í dag. Amma var húsmóðirin sem þjónaði öllum skaranum og hljóp eft- ir dyntum hvers og eins en afi var verkstjórinn utan dyra. Þau amma og afi voru gift í tæp 70 ár. Þó að gestkvæmt væri á Helgafelli og í mörgu að snúast var alltaf svo fínt hjá ömmu. Í minningunni er eins og amma þyrfti aldrei að hafa neitt sérstaklega fyrir hlutunum, hún bara gerði þá einhvern veginn fyrirhafn- arlaust án þess að nokkur tæki eftir því. Þegar amma og afi hættu að búa tók Hjörtur sonur þeirra við búinu. Síðar fluttu þau á Stykkishólm á elli- heimili. Aldurinn færðist yfir þau eins og okkur öll og ferðirnar vestur urðu færri og færri. Það varð ekki langt á milli afa og ömmu, afi dó 8. apríl síðastliðinn og amma 4. september. Við systkinin þökkum þeim samfylgdina. Anna Kristín, Kolbeinn, Gígja og Ragnheiður. Það er svo margs að minnast, þeg- ar maður sest niður og lætur hugann reika aftur í tímann, og margar minn- ingar sem koma upp í hugann. Afi sagði okkur oft frá því þegar hann sá þig á fermingardaginn þinn í ferm- ingarkjólnum, þá var hann farinn að gefa þér auga, og stuttu seinna varstu farin að hengja þvott út á snúru í fermingarkjólnum. Þannig var þér best lýst, því að þér féll sjald- an verk úr hendi. Ef þú varst ekki að elda eða baka, eða gera eitthvað ann- að, þá sastu með prjónana þína. Amma var mjög félagslynd og hafði gaman að taka á móti fólki, enda var oft gestkvæmt hjá ömmu og afa, og þannig vildu þau líka hafa það. Síðustu jól var ég að vinna á að- fangadagskvöld á sjúkrahúsinu, og kom afi upp á sjúkrahús til að geta verið með þér þetta kvöld, svo opn- uðum við jólapakkana saman, og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera með ykkur þetta kvöld. Þegar ég keyrði afa heim var hann svo ánægður að hafa fengið að eyða með þér aðfangadagskvöldinu. Ekki viss- um við þá að þetta yrðu síðustu jólin sem þið ættuð saman, og að svona stutt yrði á milli þess að þið yfirgæf- uð þennan heim. Elsku amma, nú ertu komin til afa sem ég veit að tek- ur ánægður á móti þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Amma mín, þakka þér fyrir allt í gegnum tíðina. Blessuð sé minning þín. Jóhanna Kristín. RAGNHEIÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.