Morgunblaðið - 26.09.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.09.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGIÐ fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hafa 178 fulltrúar frá 105 sveitarfélögum þar seturétt. Þinginu lýkur á morgun, föstudag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður sambandsins setti þingið og gerði yfirskrift þess að umtalsefni. Hann sagði að með henni væri vísað til þriggja mikilvægra viðfangsefna í störfum sveitarfélaga, grundvallar- atriða sem ráða mundu mestu um hlutverk og stöðu ís- lenska sveitarstjórn- arstigsins og þróun byggðar í framtíð- inni. „Ríki og sveitar- félög bera sameigin- lega mikla ábyrgð á framvindu búsetu, lífsgæða og lýðræðis í landinu,“ sagði Vil- hjálmur og að þessa þætti yrði að hugsa í samhengi. Traust og virkt lýðræði, auk eðlilegra lífsgæða, væri forsenda öfl- ugra byggða. Vilhjálmur nefndi að með vaxandi þétt- býli, auknum skyldum sveitarfélaga og skýrari verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga ætluðust íbúarnir til meiri og betri þjónustu á sem flest- um sviðum og kröfunum væri oftast beint að sveitarstjórnarmönnum. Ábyrgð þeirra væri því mikil og sí- fellt að aukast, en þar kæmu m.a. til fleiri og vandasamari verkefni, meiri kröfur um vandaða stjórnsýslu og aukin samskipti við íbúana. Ljóst væri, sagði Vilhjálmur, að minni ár- angur hefði náðst í hagsmunamálum sveitarfélaganna hefði ekki komið til öflug samstaða þeirra innan sam- bandsins. Hlutdeild í opinberum rekstri sífellt að aukast Þá yrðu menn að horfa til fram- tíðar og spyrja á hvern hátt þeir vildu sjá hagsmunum sveitarfélag- anna og íbúanna best borgið. „Sam- tímis verðum við að beina augum al- mennings að mikilvægi þess að viðhalda sveitarstjórnarlýðræðinu og þeirri baráttu sem sveitarstjórnir verða að heyja til að tryggja efna- hagslega stöðu og sjálfsforræði sveitarfélaganna,“ sagði Vilhjálmur. Hann nefndi einnig að hlutdeild og ábyrgð sveitarfélaga í opinberum rekstri ykist sífellt og að þau hefðu breytt áherslum sínum hvað varðar framkvæmdir, þjónustu og sam- skipti við íbúana. „Þessi þróun er af- leiðing breyttra viðhorfa í opinberri þjónustu, kröfu um nýja og breytta stjórnarhætti opinberra aðila, nýrra laga og reglugerða um vandaða stjórnsýslu, m.a. jafnræði og upplýs- ingaskyldu. Nýir og breyttir stjórn- unarhættir eru einn þáttur þeirra breytinga sem sveitarfélögin hafa verið að horfa til og þróa í þeim til- gangi að ná fram aukinni hagkvæmni og betri árangri í nýtingu fjármuna, hvort sem er í rekstri eða fram- kvæmdum,“ sagði Vilhjálmur. Um- ræðan hefði á hinn bóginn að litlu leyti snúist um stjórnskipulega stöðu sveitarfélaganna, stöðu þeirra gagn- vart ríkisvaldi, íbúum og lýðræðis- legum vinnubrögðum. „Í því sam- hengi er nauðsynlegt að auka frelsi sveitarstjórna til að hafa meiri möguleika á að laga starfsemi sína að staðháttum á ýmsum sviðum,“ sagði hann og nefndi að sjálfstæði þeirra og sjálfsforræði fælist ekki í fjölda verkefna heldur fremur sveigjan- leika og það væri úrlausnarefni sem ríki og sveitarfélög ættu að vinna að. Sveitarfélögin væru lýðræðislegur rammi fyrir þau málefni sem snertu íbúana og því væri þýðing- armikið að þeir væru vel upplýstir um hlutverk og störf sveitarstjórnanna. „Óhætt er að full- yrða að góð og opin samskipti milli sveit- arstjórnar og íbúa efli skilning þeirra á þeim margvíslegum verkefnum og þjón- ustu sem sveitar- félögunum er ætlað að sinna. Gott upplýsingastreymi og samskipti við íbúana auðveldar sveit- arstjórnarmönnum að sinna hlut- verki sínu.“ Frjáls sameining farsælli en þvinguð Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði sveitarfélögin verulegan þátt í því sem menn kölluðu „hið op- inbera“ eða um 27% og væru starfs- menn þeirra yfir 15 þúsund. Sveit- arfélögin hefðu tekið við ýmsum málefnum frá ríkinu og ljóst að þau gætu sinnt þeim jafnvel eða betur en ríkið, „en í sumum tilfellum verða þau talsvert dýrari hjá sveitarfélög- unum þar sem þau greiða a.m.k. ófaglærðum hærra kaup. Það getur tafið þá þróun að færa verkefni til sveitarfélaga,“ sagði Páll. Um sameiningu sveitarfélaga sagði ráðherra að frjáls sameining væri farsælli að sínu mati en þving- uð, slík sameining væri neyðarkostur að sínu mati. Sveitarfélögum hefði fækkað um 67 frá því hann kom í ráðuneytið og væru helmingi færri en þegar þau voru flest. Fram hafi komið tillögur um að fækka þeim enn meira, eða niður í 30–50 en þær eru til umræðu á þinginu nú.„Þar tel ég of langt gengið,“ sagði Páll. Þá hefði sveitarstjórnarmönnum fækkað um allt að 330 og væri það galli og stefndi ekki í átt að auknu lýðræði. „Færri koma að ákvarðanatöku og sveitarstjórnin verður fjarlægari einhverjum hluta íbúanna.“ Einkennilegt hve margir sækja ekki húsaleigubætur Páll ræddi einnig um félagslegt húsnæði og skort á leiguhúsnæði, sem einkum væri verulegur á höfuð- borgarsvæðinu og einnig nefndi hann miklar umræður um leiguverð á því svæði að undanförnu. Fjöldi leiguíbúða í Reykjavík væri um 8.900, þar af um 6000 á almennum markaði. Heildarfjöldi þeirra sem fengju húsaleigubætur væri um 2.800 talsins þannig að tæpur þriðj- ungur leigjenda fengi húsaleigubæt- ur. Þær næmu um 900 milljónum króna í ár. Þær urðu skattfrjálsar um síðustu áramót. „Einkennilegt er að allir sem eiga rétt á húsaleigubót- um skuli ekki sækja eftir þeim. Það er líka sérkennilegt hve margir virð- ast vilja spenna upp leiguverð, líka leigjendur,“ sagði Páll. Þrír framsögumenn, Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ejgil W. Rasmus- sen formaður danska sveitarfélaga- sambandsins og Styrmir Gunnars- son ritstjóri Morgunblaðsins fjölluðu um hlutverk og framtíð sveitar- stjórnarstigsins á landsþinginu. Fjármunir fylgja ekki alltaf auknum verkefnum Í máli Jónu Valgerðar kom fram að verkefnum sveitarfélaga hefði fjölgað, ríkið legði þeim stöðugt fleiri skyldur á herðar. Verkefnin væru flóknari að umfangi og aukinn kostn- aður fylgdi í kjölfarið. Ýmist væri um að ræða nýjar skyldur með valdboði eða verkefni sem ríkið hefði áður sinnt. „Þeim verkefnum hafa ekki alltaf fylgt þeir fjármunir sem þurfti til framkvæmda,“ sagði Jóna Val- gerður og nefndi m.a. að félagsþjón- usta yrði sífellt fjár- og tímafrekari, fráveitumál væru að sliga mörg sveitarfélög og rekstur grunnskól- ans væru víða stærsti útgjaldaliður sveitarfélaga. Aukin þjónusta kallaði á aukið fjármagn og skuldir margra sveitar- félaga sýndu að þau reyndu að verða við kröfum íbúanna um aukna þjón- ustu. Það væri verkefni sveitar- stjórnarmanna að forgangsraða verkefnum, en slíkt væri oft erfitt og óvinsælt verk. „Það er eins og íbú- arnir vilji ekki alltaf skilja það að fjármunir eru takmarkaðir og þeim finnst það merki um framtaksleysi að verkefnin eru ekki framkvæmd hér og nú,“ sagði Jóna Valgerður. Aukin verkefni kölluðu á markviss og vönduð vinnubrögð sem og um- ræðu um samvinnu sveitarfélaga um úrlausn verkefna. „Hvort sem mönn- um líkar betur eða verr eða eru á öndverðum meiði um þann ávinning sem sameining sveitarfélaga skilar, þá hefur sameining sveitarfélaga skilað því að hægt er að nýta betur þá fjármuni sem til skiptanna eru,“ sagði Jóna Valgerður. Aukin umræða um velferðarmál Ejgil W. Rasmussen fjallaði um sveitarfélög framtíðarinnar í erindi sínu og sagði framtíð sveitarstjórn- arstigsins undir því komna að þau stæðu undir verkefnum sínum. Fram kom í máli hans að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að skipa stjórnskipunarnefnd sem skila á áliti fyrir lok næsta árs. Ástæða þess að stjórnskipun og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri komin á dag- skrá væri m.a. að velferðarmálin í Danmörku væru í auknum mæli við- fangsefni í hinni pólitísku umræðu á landsvísu og velferðarumræðan hefði beinst að verkefnum sveitarfé- laganna, ekki hvað síst hvort þau stæðu undir verkefnum sínum. Á síð- ustu þremur áratugum hefðu vel- ferðarmálin breyst úr því að vera stjórnað með framboði í að vera stjórnað með eftirspurn, sveitar- félögin ættu nú að láta í té þá þjón- ustu sem borgararnir óskuðu eftir. Nálægð, svigrúm til ákvarðana, réttur til að velja mismunandi lausn- ir og ábyrgð og hæfni voru helstu markmið breytinga á sveitarstjórn- arskipaninni árið 1970 og sagði Ejgil þessi markmið enn í fullu gildi en for- sendur hefðu breyst. Nú sættu borg- ararnir sig ekki við að verkefni væru leyst með mismunandi hætti og þá hefði uppýsingatækni og veraldar- vefurinn gefið landfræðilegri ná- lægðarreglu nýja merkingu. Hinn al- menni borgari óskaði nú eftir að hafa aðgang að sveitarfélaginu allan sól- arhringinn óháð stað og tíma en slíkt opnaði líka nýja möguleika í sam- skiptum þeirra og kjörinna fulltrúa. Útboð sagði hann hafa breytt við- horfum manna á þann hátt að aðrir en sveitarfélagið sjálft gætu nú leyst ýmis verkefni á þess vegum þó ábyrgðin væri sveitarfélagsins. Ejgil sagði stjórnun ríkisins á sveitarfélögunum hafa aukist hin síð- ari ár, m.a. með því að setja nákvæm- ar reglur á ýmsum sviðum sem þeim er gert að fara eftir. Við það yrði svigrúm sveitarstjórna orðin tóm og það drægi úr staðbundnu lýðræði. Að nokkru leyti mætti segja að sveit- arfélögin væru tekin úr pólitísku sambandi og til lengri tíma litið fæli það í sér hættu á að þau byðu upp á staðallausnir sem ríkið hefði skil- greint og pantað. „Slíkt er varla svarið á tímum þegar hinn almenni borgari krefst þesss að tekið sé tillit til einstaklingsins,“ sagði Ejgil. Einstakt tækifæri til að verða í röð fremstu lýðræðisríkja Styrmir Gunnarsson sagði að fyrir því væri hægt að færa rök að Íslend- ingar hefðu ekki lifað í sæmilega eðli- legu samfélagi nema í rúman áratug. Þjóðin hefði á fyrstu 50 árum lýð- veldisins verið klofin í tvær andstæð- ar fylkingar sem tókust á í harðvít- ugum pólitískum deilum, m.a. um afstöðuna til kalda stríðsins, aðildar að Atlantshafsbandalaginu, varnar- samnings við Bandaríkin og baráttu- aðferða í þorskastríðum. Þessi grundvallarágreiningur hefði smitað út frá sér til annarra átakamála og því ekki við því að búast að athyglin hefði beinst að marki að sveitar- stjórnarmálum. Þær breytingar sem orðið hefðu á síðasta rúma áratug hefðu orðið til þess að vægi sveitarstjórnarstigsins hefði aukist og fólk veitti þeim mál- um sem á því stjórnstigi væri fjallað um meiri gaum, leik- og grunnskóla- málum, félagslegri þjónustu, heil- brigðisþjónustu og vekti athygli hversu mikinn áhuga fólk hefði á skipulagsmálum. Eftir að þjóðfélag- ið færðist í eðlilegt horf sagði Styrm- ir að á Morgunblaðinu hefðu menn merkt aukinn áhuga lesenda á sínu nánasta umhverfi. Þeim áhuga hefði verið mætt með sérstökum síðum í blaðinu fyrir staðbundnar fréttir. „Fyrst og fremst endurspeglar þessi staðbundna fréttastarfsemi þá trú okkar að það sem gerist á vettvangi sveitarfélaganna skipti fólk nú meira máli en áður, veki meiri athygli og áhuga en áður og sé þar af leiðandi betra lesefni en áður,“ sagði Styrmir. Hann sagði tölvu- og tæknibylt- ingu síðustu ára hafa opnað nýja ver- öld fyrir sveitarfélögin í samskiptum við íbúana og geri þeim í raun kleift að opna íbúum aðgang að öllum þeim upplýsingum sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa með milli- göngu Netsins. Þá vaknaði sú spurn- ing hvort íbúarnir, sem hefðu aðgang að sömu upplýsingum og kjörnir fulltrúar, gætu ekki orðið beinir þátttakendur í ákvörðunum um stór mál. Slík mál vefðust stundum fyrir kjörnum fulltrúum, m.a. vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum, en slíkum þrýstingi væri ekki í sama mæli hægt að beita hinn breiða fjölda. Hvað mælir gegn því, spurði Styrmir, að vel menntuð og upplýst þjóð sem hefur aðgang að sömu upp- lýsingum og fulltrúar hennar taki hinar stóru ákvarðanir sem varða líf hennar en eftirláti það ekki fámenn- um hópi fólks? Hann rifjaði upp um- fjöllun Morgunblaðsins um milliliða- laust lýðræði á síðustu árum, en blaðið hefði hvatt til þess að hug- myndin yrði skoðuð nánar. Hann sagði Íslendinga hafa ein- stakt tækifæri til að verða í fremstu röð lýðræðisríkja heimsins, sem tæki sér fyrir hendur að þróa lýðræði 21. aldarinnar í þá átt að hinn almenni borgari taki sjálfur fullan og milli- liðalausan þátt í ákvörðunum um þau málefni sem mestu skipta, hvort heldur væri á vettvangi sveitar- stjórna eða á landsvísu. Hyggilegra væri að þróa þessa stjórnarhætti á sveitarstjórnarstiginu og slípa af þeim vankanta áður en lengra væri haldið. Eftirsóknarvert væri að byggja upp þjóðfélag þar sem fólk hefði völdin, ekki bara á fjögurra ára fresti heldur í öllum stærstu málum sem um þarf að fjalla. Hvatti hann þingfulltrúa til að grípa tækifærið og huga að þessum hugmyndum. „Ég hvet ykkur til að gerast boðberar þessara miklu hugsjóna. Það eru fá þjóðfélög í veröldinni sem hafa jafn- mikla möguleika á að hrinda þeim í framkvæmd og einmitt við Íslend- ingar,“ sagði Styrmir. 17. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri Traust og virkt lýðræði forsenda öfl- ugra byggða Búseta, lífsgæði og lýðræði er yfirskrift 17. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hófst á Akureyri í gær. Margrét Þóra Þórsdóttir fylgdist með þingstörfum. Morgunblaðið/Kristján Frummælendur, f.v. Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Ejgil W. Rasmussen formaður Danska sveitarfé- lagasambandsins, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sveitarstjóri og Styrmir Gunnarsson ritstjóri. Skagamennirnir Jón Gunnlaugsson, Gísli Gíslason og Gunnar Sigurðs- son á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son setur landsþingið. maggath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.