Morgunblaðið - 26.09.2002, Side 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 15
www.merkur.is
Skútuvogi 12a s. 594 6000
Hjóladagar
Gerið
góð
kaup!
!
"
#
$
#
%
&
#
&
MIKIÐ var um dýrðir á lokahófi
knattspyrnumanna í Grindavík en
það fór fram í félagsheimilinu Festi
á laugardagskvöldið, að lokinni síð-
ustu umferð úrvaldsdeildarinnar.
Mikið var lagt í að hafa kvöldið
sem eftirminnilegast, í mat,
skemmtiatriðum og danshljómsveit,
og skemmti fólk sér vel.
Hápunktur kvöldsins var valið á
besta knattspyrnumanni í meist-
araflokki karla og kvenna. Hjá kon-
unum var G. Sunna Gunnarsdóttir
kjörin best og hjá körlunum var það
Sinisa Kekic sem var hlutskarp-
astur. Þá voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir mestu framfarir og
markakóng. Hjá konunum þótti
Brynhildur Tyrfingsdóttir sýna
mestu framfarir og Karen Penglase
var markahæst. Hjá körlunum var
Alfreð Jóhannsson sá sem þótti sýna
mestar framfarir og markakóngur-
inn var að sjálfsögðu markakóngur
Íslandsmótsins, Grétar Ólafur Hjart-
arson. Sinisa Kekic og G. Sunna
Gunnarsdóttir voru valin knatt-
spyrnumenn ársins í Grindavík.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Sinisa
Kekic
talinn
bestur
Grindavík
GRINDAVÍKURBÆR hefur ákveð-
ið að taka tilboði verktakanna Heim-
is og Þorgeirs í Kópavogi í gang-
stéttir og lagnir í nýju hverfi,
Lautarhverfi.
Skipulagðar hafa verið lóðir fyrir
38 íbúðir í Lautarhverfi, við gamla
leikskólann, í eldri hluta Grindavík-
urbæjar. Gatnagerðin var boðin út
og bárust sjö tilboð, á bilinu 25,5
milljónir til 37,7 milljóna.
Þrír lægstu bjóðendurnir voru
beðnir um að leggja fram upplýsing-
ar um fjárhagsstöðu, starfsmenn,
tækjabúnað og fyrri verk. Það gerðu
einungis Heimir og Þorgeir sem áttu
þriðja lægsta tilboðið, 30,1 milljón,
sem er 800 þúsund kr. undir kostn-
aðaráætlun ráðgjafa Grindavíkur-
bæjar. Byggingafulltrúi bæjarins
lagði til að tilboði þeirra yrði tekið og
samþykkti bæjarráð það á fundi í
vikunni.
Framkvæmdir hefjast á næstunni
og á þeim að ljúka fyrir vorið.
Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri
reiknar með að eftirspurn verði eftir
lóðum í Lautarhverfi því allar lóðir í
bænum séu uppseldar og mikil eft-
irspurn eftir húsnæði.
Gatnagerð
að hefjast
í Lautar-
hverfi
Grindavík
SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, skoðaði kap-
ellu slökkviliðsins á Keflavíkur-
flugvelli í gær þegar hún var á
ferð um Suðurnes. Auk heimsókn-
arinnar til slökkviliðsins kom ráð-
herra við hjá sýslumanninum í
Keflavík og skoðaði prestssetrið á
Útskálum í Garði.
Kapella slökkviliðsins þjónaði
áður varnarliðsmönnum á Stokks-
nesi og í ratsjárstöðinni Rockville
á Miðnesheiði en var flutt í
slökkvistöðina og endurnýjuð fyrir
atbeina slökkviliðsmanna og var
framlag þeirra og varnarliðsins til
Kristnihátíðar árið 2000. Biskup
Íslands vígði hana í desember það
ár.
Haraldur Stefánsson slökkviliðs-
stjóri og Dean M. Kiyohara kaft-
einn, yfirmaður flotastöðvar varn-
arliðsins, tóku á móti Sólveigu
Pétursdóttir í kapellunni og þökk-
uðu henni stuðning við framtakið
á sínum tíma. Í ávarpi lýsti Sólveig
Pétursdóttir ánægju sinni með
kapelluna og sagði að slökkviliðs-
menn gætu verið stoltir af henni.
Myndin var tekin þegar ráð-
herra ritaði nafn sitt í minning-
arbók um þá sem fórust í hryðju-
verkaárásunum í Bandaríkjunum
11. september 2001, að við-
stöddum Haraldi Stefánssyni
slökkviliðsstjóra, sem sýndi henni
kapellu slökkviliðsins.
Kirkjumálaráðherra skoðar
kapellu slökkviliðsins
Keflavíkurflugvöllur
Ljósmynd/Hilmar Bragi
FJÖLSKYLDU- og félagsmálaráð
Reykjanesbæjar hefur lagt til við
bæjarstjórn að sótt verði um lán hjá
Íbúðalánasjóði til að kaupa eða
byggja 25 félagslegar leiguíbúðir á
næsta ári. Er í samþykkt ráðsins vís-
að til þriggja ára áætlunar ráðsins.
Fram kom á fundi fjölskyldu- og
félagsmálaráðs í vikunni að alls eru
76 einstaklingar á biðlista eftir fé-
lagslegum leiguíbúðum í Reykja-
nesbæ. Þar af eru 35 sem óska eftir
einstaklingsíbúð, 39 sem óska eftir
2–3 herbergja íbúð og 2 á biðlista eft-
ir stærri íbúð. Leggur ráðið til að
byggt verði eitt 6–8 íbúða hús sér-
staklega fyrir einhleypa öryrkja og
að byggðar verði eða keyptar 10–12
tveggja til þriggja herbergja íbúðir.
76 á biðlista eftir fé-
lagslegu leiguhúsnæði
Reykjanesbær