Morgunblaðið - 26.09.2002, Qupperneq 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 19
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1550 og 545 1500
50% afsláttur
af völdum sportfatna›i
Tilbo›
fimmtudag,
föstudag, laugardag
og sunnudag
Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
88
72
09
/2
00
2
Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16
og
ÓÞEKKTIR byssumenn réðust inn í
hús í borginni Karachi í Pakistan í
gær og myrtu þar sjö kristna menn
og særðu einn til viðbótar. Fórnar-
lömbin, sem voru Pakistanar, voru
skotin í höfuðið en ítrekað hefur ver-
ið ráðist á kristna menn í Pakistan
frá því að Pervez Musharraf, forseti
landsins, lýsti stuðningi við herför
Bandaríkjanna gegn al-Qaeda-
hryðjuverkasamtökunum og talib-
anastjórn nágrannaríkisins Afgan-
istan fyrir ári.
„Þetta virðist hafa verið hryðju-
verk,“ sagði Syed Kamal Shah, lög-
reglustjóri í Sindh-héraði, en að sögn
fulltrúa lögreglunnar réðust morð-
ingjarnir inn í húsnæði góðgerðar-
stofnunar í skrifstofubyggingu í Ka-
rachi um kl. 9 í gærmorgun að
staðartíma, eða kl. 3 í fyrrinótt að ísl.
tíma.
Bundu þeir starfsmenn stofnunar-
innar fasta við stóla og röðuðu um-
hverfis fundarborð. Þá kefluðu
ódæðismennirnir fórnarlömb sín áð-
ur en þeir skutu þau í höfuðið af
stuttu færi. Eitt fórnarlambanna
fannst í sömu stellingu inni á salerni.
Líklega kunnugir
á skrifstofunni
Ekki komst upp um ódæðið fyrr
en klukkustundu síðar þegar Rahim
Bux Azad, einn af starfsmönnum
stofnunarinnar, kom til vinnu. Er
talið fullvíst að sex fórnarlambanna
hafi dáið samstundis en einn dó ekki
fyrr en á spítala. Áttundi maðurinn
var alvarlega særður.
Háttsettur lögreglumaður sagði
ljóst að árásin hefði verið vel skipu-
lögð. Ódæðismennirnir hefðu vitað
hversu margir yrðu á skrifstofu góð-
gerðarstofnunarinnar, sem berst
fyrir rétti undirmálsfólks í Karachi,
og hefðu þekkt þar til.
Lawrence Saldanha, kaþólskur
erkibiskup í Lahore-borg, kenndi
öfgasinnuðum stuðningsmönnum
talibana og al-Qaeda um ódæðið og
fordæmdi þá fyrir að ráðast gegn
góðgerðarstofnun eins og þessari.
Sagði Saldanha, sem áður var
stjórnarformaður stofnunarinnar, að
þar hefði verið barist fyrir betri hag
allra sem minna máttu sín í Karachi,
engu máli hefði skipt hvort um krist-
ið fólk eða múslimi væri að ræða.
Morðingjunum hefði verið fullkunn-
ugt um þetta.
Reuters
Ættingjar fólksins sem hryðjuverkamennirnir myrtu létu sorg sína í ljós í gær.
Morð á kristnu fólki í Karachi
Herskáir mús-
limir grunaðir
um verknaðinn
Karachi. AFP.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins hefur lagt til við
aðildarríki sambandsins að ekki
verði farið út í það að svo stöddu að
setja sérstaka tolla á innflutning
stáls frá Bandaríkjunum. Áætlanir
þar að lútandi höfðu verið uppi til
að svara þeirri verndartollastefnu
sem Bandaríkjastjórn ákvað fyrr á
árinu.
Heimildarmenn í Brussel sögðu
að Pascal Lamy, sem fer með versl-
unar- og viðskiptamál í fram-
kvæmdastjórninni, hefði mælst til
þess að aðildarríki ESB reyndu að
draga úr neikvæðum áhrifum
ákvarðana Bandaríkjastjórnar þar
til eftir að Heimsviðskiptastofnunin
(WTO) hefur úrskurðað í málinu í
mars 2003, en ESB hefur kært
ákvörðun Bandaríkjamanna þang-
að.
Samþykki aðildarríkin tilmæli
Lamys er líklegt að utanríkisráð-
herrar ESB staðfesti ákvörðun þar
að lútandi á fundi nk. mánudag.
ESB fresti
tollum á stál
Brussel. AFP.
FRANSKIR og bandarískir her-
menn komu í gær til bjargar 200
trúboðskennurum og nemendum,
þ.á m. 100 bandarískum börnum,
sem lokast höfðu inni í borginni Bo-
uake á Fílabeinsströndinni er
mannskæð uppreisn var gerð í
landinu. Börnin eru á aldrinum
fimm til átján ára, veifuðu banda-
rískum fánum er hermennirnir
fluttu þau á brott. Fólkið hafði ekki
getað yfirgefið borgina síðan á
fimmtudaginn í síðustu viku.
Engan mun hafa sakað í hópnum,
en skotbardagar hafa geisað í ná-
grenninu. Bouake er næststærsta
borgin á Fílabeinsströndinni, og í
gær höfðu uppreisnarmenn mið-
borgina á valdi sínu, en skólinn er í
útjaðri hennar.
Börn trúboða
Flestir nemendurnir í skólanum
eru börn trúboða í Vestur-Afríku,
flest frá Bandaríkjunum en um tíu
frá Kanada og Hollandi. Franskir
embættismenn sögðu að starfsfólk
skólans hefði ekki beðið um að
nemendur og kennarar yrðu fluttir
á brott, en frönsku hermennirnir
gætu séð um slíkan brottflutning
yrði þess óskað.
Átökin í Bouake brutust út í kjöl-
far uppreisnar óánægðra her-
manna í þremur borgum á fimmtu-
daginn. Stjórnarherinn braut
uppreisnarmenn í höfuðborginni,
Abidjan, á bak aftur og kostaði það
tæplega 300 manns lífið og annar
eins fjöldi særðist. En uppreisnar-
menn héldu áfram Bouake og Kor-
hogo, tveimur helstu borgunum í
norðurhluta landsins, þar sem íbú-
ar eru flestir múslimir.
Ríkisstjórn Laurents Gbagbo for-
seta segir uppreisnina vera bylting-
artilraun og dagblað stjórnar-
flokksins sagði að Blaise Bompa-
ore, forseti nágrannaríkisins
Burkina Faso, væri maðurinn á bak
við byltingartilraunina.
Mótmæli í Abidjan
Mikil mótmæli brutust út í Abidj-
an í gær og var ráðist á sendiráð
Burkina Faso í borginni. Einnig var
mótmælt fyrir utan franska sendi-
ráðið, en þar hefur leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar leitað skjóls síðan
uppreisnin hófst í síðustu viku.
Flestir þeirra sem að mótmæl-
unum stóðu voru ungir menn er
höfðu orðið við tilmælum öfgasinn-
aðra stjórnmálaleiðtoga er flutt
voru í útvarpi. Bandaríkjastjórn
sendi um 200 hermenn á vettvang í
gær og Bretar hugðust einnig
senda nokkurt lið.
Skóla-
börnum
borgið
Yamoussoukro, Bouake, Abidjan
á Fílabeinsströndinni. AP, AFP.