Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Keflvíkingar verða
meistarar / B4
Tökum yfirlýsingar Skota
ekki alvarlega / B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
Morgunblaðinu
í dag fylgir aug-
lýsingablaðið
„Sjónvarps-
dagskráin“
frá Sonet ehf.
Blaðinu verður
dreift um
allt land.
Faglegt samstarf heldur áfram / C1
Góðir starfsmenn skapa góðan vinnustað / C4
Hagsmunaárekstrar í fjölþættri… / C6
Fjölskrúðugt skemmtanalíf / C8
11 þúsund tonnum meiri þorskafli en… / C12
Þorskseiðaeldi hefst í Vestmannaeyjum / C16
Sérblöð í dag www.mb l . i s
ÚTLIT er fyrir að a.m.k. 40% fleiri
japanskir ferðamenn komi hingað til
lands á þessu ári en í fyrra. Eyþór
Eyjólfsson, sem rekur fyrirtækið
Viking, sem er umboðsaðili fyrir
Flugleiðir í Japan, gerir ráð fyrir um
40% aukningu og jafnvel enn meiri.
Fyrirtækið Viking var stofnað í mars
á síðasta ári, Eyþór á 60% í fyrirtæk-
inu og Flugleiðir 40%. Áður var um-
boðssalan í höndum japansks at-
hafnamanns.
Mjög mikilvægir ferðamenn
Eyþór segir að Japanar séu mjög
mikilvægir ferðamenn. Langflestar
þjóðir ferðist aðallega á sumrin, en
Japanar komi hingað á öllum tímum
ársins. Þá dvelji þeir lengur á landinu
en margir aðrir ferðamenn, kaupi
mikið af minjagripum og gisti á hót-
elum, en margir Evrópubúar gisti
mikið í tjöldum. „Ég tel ekki fjarri
lagi að meðal-Japani eyði um 9–10
sinnum meira en meðal-Þjóðverji og
því er mikilvægt að aðilar í ferðaþjón-
ustu hér heima geri sér grein fyrir
því hvað þetta er gífurlega mikilvæg-
ur hópur,“ segir Eyþór.
Hann segir að margt við Ísland
heilli Japani, t.d. norðurljósin og
heitu hverirnir. Þá sé Ísland mjög
framandi land. „Margt af þessu fólki
sem kemur til Íslands hefur farið til
allra helstu landa heims og margir
eru að leita að nýjum áfangastöðum.“
16–17 milljónir Japana fari til útlanda
á hverju ári. Eyþór segir einnig að
frá því að íslenskt sendiráð var opnað
í Japan síðasta haust, hafi sendiherr-
ann verið mjög duglegur við að koma
Íslandi á framfæri í fjölmiðlum. Þá
hafi einnig mikið fé verið lagt í mark-
aðsstarf, t.d. hafi japönskum ferða-
heildsölum verið boðið til landsins.
Eyþór segir að nú komi 2.500–
2.700 japanskir ferðamenn árlega til
Íslands á vegum Viking. Hann vonist
til að eftir þrjú ár verði þessi tala
komin upp í 10.000. Hann segir að í
dag séu þó ekki nógu margir jap-
önskumælandi leiðsögumenn á Ís-
landi og hvetur því fólk til að læra
japönsku. Þá þurfi einnig að byggja
upp glæsileg hótel á landsbyggðinni
þar sem Japanar vilji dvelja á góðum
hótelum.
Ferðamönnum gæti
fjölgað um 40%
Mikill áhugi fyrir Íslandsferðum í Japan
VÖRÐUR – fulltrúaráð sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík samþykkti
í gær tillögu stjórnar á almennum
fulltrúaráðsfundi að haldið verði
sameiginlegt prófkjör fyrir bæði
kjördæmin við val frambjóðenda á
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
víkurkjördæmunum fyrir alþingis-
kosningarnar næsta vor. Fjöl-
menni var á fundinum og var
tillagan samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum, að sögn Mar-
geirs Péturssonar, formanns
stjórnar Varðar.
Skv. tillögunni fer sameiginlegt
prófkjör í báðum Reykjavíkurkjör-
dæmunum fram dagana 22. og 23.
nóvember næstkomandi.
Frambjóðendur í 1. og 2. sæti
skipi 1. sæti hvors lista
Þátttaka í prófkjörinu er heimil
öllum fullgildum meðlimum sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík sem
þar eru búsettir og náð hafa 16 ára
aldri síðari prófkjörsdaginn og
ennfremur þeim stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins, sem eiga
munu kosningarétt í Reykjavík 10.
maí 2002 og undirritað hafa inn-
tökubeiðni í sjálfstæðisfélag í
borginni fyrir lok kjörfundar.
Verði niðurstaða í sameiginlegu
prófkjöri Reykjavíkurkjördæm-
anna bindandi samkvæmt taln-
ingareglum skal kjörnefnd gera
tillögu til fulltrúaráðsfundar í
Reykjavík um að frambjóðendur
skipi sæti á framboðslistum
Reykjavíkurkjördæma þannig að
þeir tveir frambjóðendur sem
verða í fyrsta og öðru sæti í próf-
kjöri skipi fyrsta sæti hvors lista.
Þeir sem hljóta þriðja og fjórða
sæti verði í öðru sæti hvors lista
og þannig koll af kolli. Draga skal
um á hvorum framboðslistanum
þeim sem hlotið hefur fyrsta sætið
skuli skipað og ræður það fram-
haldsröðun.
Á kjörskrá eru nú um 16.000
flokksbundnir sjálfstæðismenn í
Reykjavík. Síðast fór fram próf-
kjör fyrir alþingiskosningar hjá
Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík
haustið 1994 og fyrir borgarstjórn-
arkosningar haustið 1997.
Fundur Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Samþykkt að halda
sameiginlegt prófkjör
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölmenni var á fundi Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær. Fyrir miðri mynd má sjá
Margeir Pétursson, formann stjórnar Varðar, og Loft Má Sigurðsson, formann Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi.
HAFIN er vinna við niðurrif gamla
Ullarhússins svonefnda í Að-
alstræti 4 í Reykjavík, en borg-
aryfirvöld hafa samþykkt að fjar-
lægja húsið vegna áætlana um
uppbyggingu á svæðinu við Að-
alstræti. Í húsinu í Aðalstræti 4,
sem stendur við hlið gamla Morg-
unblaðshússins, var Tryggvi
Ófeigsson með sinn rekstur á sín-
um tíma. Húsið gekk lengi undir
nafninu Ullarhúsið og þar var
einnig rekin ísbúð um árabil.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for-
maður skipulags- og bygging-
arnefndar Reykjavíkur, segir að
fyrir liggi beiðni um nýbyggingu á
þessum stað. ,,Húsið var ekki til
mikillar prýði þarna í götumynd-
inni,“ segir hún.
Morgunblaðið/Kristinn
Verið er að rífa gamla Ullarhúsið við Aðalstræti 4.
Ullarhúsið við Aðalstræti rifið
MEÐ úrskurði Héraðsdóms Reykja-
víkur í gær var tekin til greina krafa
um að fyrirtækið Markaðstorg ehf.
sem hefur umsjón með rekstri Kola-
portsins verði borið út úr Tollhúsinu
við Tryggvagötu.
Í úrskurðinum kemur fram að fyr-
irtækið hefur ekki greitt leigu skv.
samningi sem gerður var við Þróun-
arfélag miðborgarinnar í mars 2001.
12. júní sl. krafðist Þróunarfélagið að
fyrirtækið greiddi fyrir leigu vegna
apríl, maí og júní sl. auk „eldri eft-
irstöðva“. Fyrir hönd Markaðstorgs
var því mótmælt að Þróunarfélagið
gæti krafist útburðar þar sem félag-
ið væri ekki eigandi húsnæðisins. Á
það féllst Páll Þorsteinsson héraðs-
dómari ekki og tók útburðarkröfu
Þróunarfélagsins til greina. Guð-
mundur G. Kristinsson, stjórnarfor-
maður Markaðstorgsins ehf., sagði í
gær að ekki yrði truflun á starfsemi
Kolaportsins vegna úrskurðarins.
Verið væri að ræða við Þróunar-
félagiðs usm sættir.
Markaðs-
torg verði
borið út úr
Tollhúsinu
Á ekki að trufla
rekstur Kolaportsins
GENGI bréfa deCODE hefur lækk-
að um fjórðung það sem af er þessari
viku og var lokagildið í gær 1,67
Bandaríkjadalir. Þetta er tæplega
9% lækkun frá fyrra degi, en lægst
fóru bréfin í 1,60 Bandaríkjadali í
síðasta mánuði. Sérfræðingur í
greiningu fyrirtækja hjá Raymond
James & Associates sagði í gær að
lyfjafyrirtækið Merck, sem de-
CODE gerði samning við, kynni að
þurfa að senda frá sér afkomuvið-
vörun í byrjun desember, en fyrir-
tækið mótmælti því í gær.
DeCODE
hefur lækkað
um fjórðung í
vikunni
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦