Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241 Fax 5 444 211 Netf.: netsalan@itn.is Opið mán. - fös. kl. 10:00 - 18:00, lau. 10:00 - 12:00 OVERLAND og LIMITED 2003 ÁRG. ER KOMIN JEEP GRAND CHEROKEE NETSALAN Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir að sam- kvæmt upplýsingum frá öryggis- fulltrúa Knattspyrnusambands Skotlands séu um 2.000 Skotar væntanlegir til landsins vegna landsleiksins, en heimilt sé að hleypa 7.000 manns í stúkur Laugardalsvallarins. Samið hafi verið um milli knattspyrnu- sambanda þjóðanna, sem séu í riðlinum, að aðkomulið gæti feng- ið að lágmarki 10% aðgöngumiða á hverjum leik, en KSÍ hafi komið til móts við óskir Skota og fái þeir um 1.500 miða á leikinn, þ.e. 1.400 vegna stuðningsmanna og um 100 vegna sérstakra gesta Knattspyrnusambands Skotlands. Þá hafi um 70 skoskir fjölmiðla- menn boðað komu sína. Ljóst er að fjöldi Skota kemur til landsins án þess að eiga mögu- leika á að komast á völlinn. Geir segir að það ætti ekki að skapa vandamál, því gera megi því ÚTLIT er fyrir að um 2.000 til 2.500 Skotar komi til landsins vegna landsleiks Íslands og Skot- lands í undankeppni Evr- ópukeppni landsliða, sem verður á Laugardalsvelli á laugardag, en leiknum verður m.a. sjónvarpað beint til Skotlands og Þýskalands. Allt gistirými á höfuðborgarsvæð- inu er fullt og er gert ráð fyrir að Skotar skilji eftir að minnsta kosti 60 milljónir króna í landinu. Mikill viðbúnaður er vegna komu Skotanna til landsins og vinna Knattspyrnusamband Ís- lands og lögreglan í Reykjavík saman að öryggismálum eins og venja er við svona aðstæður. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að mikill viðbúnaður sé í gangi vegna öryggisgæslu á vell- inum sem og fyrir og eftir leik. Aldrei hafi fleiri útlendingar komið til landsins vegna knatt- spyrnuleiks, en aldrei hafi verið leiðindi í kringum skoska knatt- spyrnuáhugamenn og engin ástæða sé til að ætla að þeir bregði út af vananum. Hins vegar verði að gera ákveðnar ráðstaf- anir og vegna fjöldans verði öfl- ugri löggæsla í borginni og á vellinum en vegna knattspyrnu- leikja til þessa. Jóhann Kristinsson vallarstjóri segir að hann verði með um 90 starfsmenn á Laugardalsvellinum á laugardag, en á uppseldum bik- arúrslitaleik væri gert ráð fyrir um 40 manns. Auk þess verði gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að miðalausir komist inn á svæðið. Hins vegar væri ekki sérstaklega gert ráð fyrir óþægindum vegna skosku gestanna því Skotar séu þekktir fyrir að koma vel fram. skóna að þeir fylgist með leiknum í beinni útsendingu sjónvarps og komi til landsins vegna þess að þeir vilji vera í stemmningunni. Mikill áhugi er á leiknum og er þýska sjónvarpsstöðin ARD t.d. að setja upp myndver á Laug- ardalsvelli, en Þjóðverjar eru í riðli með Íslendingum og Skotum og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu í Þýskalandi. Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu hjá Sjónvarpinu og í Skotlandi auk þess sem Euro- sport sýnir frá honum. „Það er ekki oft sem leikir okkar fara beint á markað í Þýskalandi,“ segir Geir og bætir við að skosku gestirnir eigi örugglega eftir að setja mikinn svip á Reykjavík á morgun og laugardag og efla verslun og viðskipti. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að allt gistirými í Reykjavík og nágrenni sé yf- irfullt nú í vikulok, m.a. vegna komu um 2.000 til 2.500 Skota. Hún segir að Skotarnir hafi örugglega góð áhrif á verslun og viðskipti og þeir skilji eftir í landinu um 60 milljónir króna að lágmarki vegna vallarmiða, gist- ingar og fæðis fyrir utan skemmtanir og kostnað sem þeim fylgi. Mikill viðbúnaður vegna leiks Íslands og Skotlands í undankeppni EM Ekki und- ir 60 millj- ónum króna frá Skotum Morgunblaðið/Golli Þýska sjónvarpsstöðin ARD er að setja upp myndver á Laugardalsvelli vegna Evrópuleiks Íslands og Skotlands. HJÁLMAR Árnason alþingismaður hefur verið valinn til að taka sæti í 20 manna vinnu- hópi í Evrópu, sem hefur það hlutverk að leggja fram mótaðar tillögur um vetnisvæð- ingu Evrópu. Í vinnuhópnum eiga m.a. sæti stjórnarfor- menn og forstjórar stærri fyrirtækja í samgöngum og orku- málum í Evrópu s.s. Renault, Benz, Shell og Norsk Hydro og er Hjálmar eini stjórn- málamaðurinn í hópn- um. Ákvörðun um skipun vinnu- hópsins var tekin af tveimur yfirmönnum innan framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, sem fara með orkumál og samgöngumál í framkvæmdastjórninni. Tillögurnar lagðar fyrir Evrópuþingið og einstök ríki ,,Hlutverk vinnuhópsins er að móta tillögur á næstu mánuðum um aðgerðir til þess að vetnisvæða Evrópu. Tillögurnar verða síðan lagðar fram innan einstakra landa og á Evrópuþinginu,“ segir Hjálm- ar í samtali við Morgunblaðið. Hjálmar er þeirrar skoðunar að hann hafi verið beðinn um að taka sæti í vinnuhópnum vegna þess starfs sem unnið hefur verið hér á landi að undanförnu að vetnis- málum, og vakið hefur mikla athygli í öðrum löndum. ,,Við höfum tekið ákveðna forystu Íslendingar á þessu sviði. Orkunefnd Evr- ópuþingsins kom hing- að fyrir ári til þess að kynna sér þessi mál og hingað hafa komið 80 til 90 fjölmiðla- menn. Ég hygg að þarna sé um óbein áhrif að ræða af því sem við höfum verið að gera hér á Íslandi, sem smitar til Evrópu,“ segir Hjálmar. Eiga að skila tillögum sínum innan sex mánaða Fulltrúar í vinnuhópnum tilnefna einnig hver um sig sérstaka aðstoð- armenn vegna verkefnisins. Hjálm- ar tilnefndi Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóra Íslenskrar Ný- Orku ehf., sem aðstoðarmann af sinni hálfu. Vinnuhópurinn kemur svo saman á morgun til síns fyrsta fundar í Brussel. ,,Á fimmtudaginn förum við á okkar fyrsta fund þar sem farið verður yfir vinnuplanið en nefnd- inni er ætlað að skila beinum til- lögum innan sex mánaða um hvern- ig skynsamlegt sé að vetnisvæða Evrópu sem hraðast,“ segir Hjálm- ar. Vinnan hér á landi er farin að smita út frá sér ,,Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég hlakka mjög til að glíma við þetta. Mér finnst mjög ánægjulegt að finna hvernig það starf sem unnið hefur verið að hér á landi á síðustu árum er farið að smita skemmtilega út frá sér. Við buðum Ísland fram sem tilrauna- vettvang á sviði vetnisvæðingar og ég lít svo á að sú ákvörðun að bjóða okkur þátttöku í þessum vinnuhópi sé í rauninni viðurkenning á því,“ segir hann. Hjálmar gerir sér vonir um að vinnuhópurinn muni leggja fram beinharðar tillögur um hvernig og hvenær ráðast eigi í það verkefni að vetnisvæða Evrópu. Hann telur einnig að sú ákvörðun að setja þessa vinnu af stað og ætla henni svona skamman tíma sýni að menn vilji flýta þróun þessara mála og hún verði einnig lyftistöng fyrir alla þróun á þessu sviði. ,,Ég trúi því einnig að þar sem við höfum boðið Ísland sem til- raunavettvang fyrir hina nýju tækni þá verði þetta til þess að við fáum enn meiri tækni hingað en strax á næsta ári fer að verða sýni- leg sú undirbúningsvinna sem unn- in hefur verið að undanförnu.“ Falið að móta tillögur um vetnisvæðingu Evrópu Hjálmar Árnason Hjálmar Árnason valinn í 20 manna vinnuhóp á vegum yfirmanna í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákveðið að höfðu samráði við dóms- málaráðherra að fela lögreglustjór- anum í Kópavogi daglega stjórn um- ferðardeildar ríkislögreglustjórans, að því er fram kemur á lögregluvefn- um. Ríkislögreglustjóri fer áfram með yfirstjórn deildarinnar og hefur eftirlit með verkefninu. Um tilrauna- verkefni er að ræða frá 1. nóvember 2002 til 1. júní 2003. Áhersla er lögð á aukið umferðareftirlit á höfuðborg- arsvæðinu auk eftirlits sem umferð- ardeildin hefur sinnt á þjóðvegum landsins í nánu samstarfi við lög- reglustjórana og samkvæmt sam- starfssamningi ríkislögreglustjóra og vegamálastjóra um umferðareft- irlit frá 12. desember 2000. Eins og verið hefur er gert ráð fyrir að um- ferðardeildin sinni óskum um sér- stakt umferðareftirlit frá lögreglu- embættunum í tengslum við stærri lögregluverkefni eða skipulagt sam- starf lögregluliða úr fleiri en einu umdæmi. Lögreglumenn deildarinn- ar sinna eingöngu umferðarmálum. Markmiðið með umræddri ráð- stöfun er að auka samstarf lögreglu- stjóranna á höfuðborgarsvæðinu í umferðarmálum, sem leiða á til meiri löggæslu þar og á þjóðvegunum. Rekstur umferðardeildarinnar mun sem fyrr vera á kostnað ríkislög- reglustjórans og Vegagerðarinnar. Þjóðvegaeftirlit á landsvísu var endurvakið af dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra árið 1998 eftir þriggja ára hlé. Umferðardeild ríkislögreglustjóra er skipuð sjö lögreglumönnum, auk þess sem ein stöðuheimild er nýtt til sumarafleysinga. Umferðardeildin starfar m.a. með Vegagerðinni við þjóðvegaeftirlit um land allt. Umferðardeild ríkislögreglustjóra Lögreglan í Kópavogi tek- ur við dag- legri stjórn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.