Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 11

Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 11
FLUGSLYSIÐ Í SKERJAFIRÐI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 11 JÓN Ólafur Skarphéðinsson og Friðrik Þór Guðmundsson, feður tveggja pilta sem fórust eftir flugslysið í Skerjafirði í ágúst árið 2000, hafa sent Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra athugasemdir við skrif Rannsóknar- nefndar flugslysa (RNF) vegna skýrslu tveggja breskra sérfræðinga. Í bréfi til ráðherra segja þeir rangfærslna og hugsanlega misskilnings ef ekki útúrsnún- ings gæta um háalvarlegt efni. Bréfinu fylgir ítarlega greinargerð með athugasemdum við skrif RNF sem birt er í heild sinni hér á eftir: „Hér að neðan er að finna athugasemdir aðstandenda við skrif Rannsóknarnefndar flugslysa vegna skýrslu þeirra Frank Taylor og Bernie Forward varðandi TF-GTI. Til auðveldunar eru athugasemdirnar sett- ar inn fyrir neðan þau skrif rannsóknar- nefndarinnar sem þær eiga við (og eru alla jafna með feitu letri - innsk. Mbl.). Hér er ekki tekin afstaða til skýrslu Taylor og Forward heldur einungis verið að leið- rétta augljósar rangfærslur sem fram koma í athugasemdum nefndarinnar við hana. ______________ Hér byrja tilvitnuð skrif rannsóknarnefnd- arinnar: Svör við athugasemdum varðandi niður- stöðu skýrslu tveggja breskra fyrrverandi flugslysarannsakenda, þeirra Bernie For- ward og Frank Taylor, dags. 16. september 2002. Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) vill benda á neðangreind atriði er varða athuga- semdir á hendur rannsókn RNF. Athuga- semdirnar er að finna í endurskoðun skýrslu og kringumstæðna varðandi banaslys flugvél- arinnar Cessna 210 TF-GTI hinn 7. ágúst 2000. Tekið skal fram að ábendingar um rang- færslur eiga einungis við um athugasemdir sem snúa að RNF. Bernie Forward og Frank Taylor eru hér eftir nefndir skýrsluhöfundar. Á nefndarfundi RNF hinn 2. október 2002 þar sem farið var yfir ofangreint skjal kom fram að rangfærslur eru í athugasemdum á skýrslu RNF um slysið. Því telur RNF rétt að taka saman neðangreint: 1. Gæði skýrslunnar og rannsóknarinnar. Í athugasemd er vitnað í ratsjárgögn og sagt að það taki um 1 mínútu og 50 sekúndur að taka tiltekinn hring fyrir lendingu og því gagn- rýnt að um krappan hring hafi verið að ræða (blindflugsaðferðir eða flug í skýjum miðast við 2 mín.). Þetta er rangt þar sem fyrirliggjandi rat- sjárgögn sýna að um 1 mínútu tók fyrir TF- GTI að fara tiltekinn hring. Þessi gögn voru lögð fyrir Forward og Taylor en hafa því miður ekki skilað sér réttilega í þeirra athugasemd. ___________ Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknar- nefnd flugslysa má sjá að lengd flugferils TF- GTI, þegar vélin tók hring skv. fyrirmælum flugumferðarstjóra skömmu fyrir brotlend- ingu hennar, var u.þ.b. 2,16 sjómílur eða 4 kílómetrar. Sé miðað við eðlilegan aðflugs- hraða flugvélarinnar tæki það um 1 mínútu og 48 sekúndur að fljúga slíkan hring. Til að fljúga sama hring á 1 mínútu yrði flughraði flugvélarinnar að vera u.þ.b. 130 hnútar, sem er ekki fjarri farflugshraða TF-GTI. Í skýrslu Frank Taylor og Bernie Forward segir í niðurlagi 7. töluliðs: „Í fyrri upplýs- ingum frá RNF var sagt að þegar Dornier- vélinni var veitt lendingarheimild hafi [G]TI verið 1,6 sjómílur fyrir aftan hana. Við síðari beiðni höfunda barst það svar að lágmarks ferilfjarlægð milli flugvélanna tveggja var u.þ.b. 0,9 sjómílur þegar Dornier-vélin var um það bil að lenda. Ef [G]TI hefur ekki verið að fljúga á algjörlega óraunhæfum hraða eru þessar tölur ósamrýmanlegar og þess vegna er ljóst að þörf er á algjörri endurskoðun rat- sjárgagna til að leysa þennan afbrigðileika.“ Af framangreindu má ljóst vera að mis- ræmis gætir í þeim upplýsingum, sem Rann- sóknarnefnd flugslysa hefur látið frá sér fara og því er ljóst að þörf er á algjörri endur- skoðun ratsjárgagna til að leiða þessa at- burðarás til lykta, en í skýrslu Forward og Taylor kemur fram að fráhvarfsflugið hafi verið þýðingarmikið atriði í atburðarásinni rétt fyrir slysið. Rétt er að benda á að í upptökum flug- turnsins í Reykjavík kl. 20:43:30 mánudags- kvöldið 7. ágúst 2000 má heyra flugumferð- arstjórann, er stjórnaði flugumferðinni þetta örlagaríka kvöld, segja: „Ég púllaði hann upp, hérna, Dornierinn var svo lengi að rýma“ og aftur kl. 20:47:30 segir flugumferð- arstjórinn: „Hann var svo lengi að fara út, Dornierinn, ég gat ekki réttlætt að púlla hon- um ekki upp. Ha.“ Staðfestar heimildir eru fyrir því að þáver- andi formaður Rannsóknarnefndar flugslysa, Skúli Jón Sigurðarson, hlustaði á upptökur samskipta við flugvélina TF-GTI og aðrar flugvélar þriðjudaginn 8. ágúst 2000 ásamt starfsmanni Flugmálastjórnar. Vegna mót- mæla Félags íslenskra flugumferðarstjóra voru upptökur þessar spilaðar öðru sinni mið- vikudaginn 9. ágúst 2000 og var þá fulltrúi flugumferðarstjórans viðstaddur. Greinilegt er að hlustun rannsóknarnefndarinnar á þessar upptökur hefur verið takmörkuð og einungis náð örfáar mínútur fram yfir þann tíma er vélin fórst. Það var ekki fyrr en aðstandendur hlustuðu á upptökur þessar, með skriflegu leyfi Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra, að framangreind frásögn flugumferðarstjórans kom í ljós. Þetta var eftir að lokaskýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa birtist 23. mars 2001. Flugmaður flugvélarinnar TF-GTI kallaði á flugturninn kl. 20:33:49 þegar flugvélin var u.þ.b. að koma yfir Hljómskálann, eða í um 750 metra fjarlægð frá brautarendanum og sagði: „Teitur Ingi yfir tjörninni núna“ (flug- maður GTI var að minna á sig og láta vita að hann væri kominn nærri brautarenda til lend- ingar) og flugumferðarstjórinn svarði um hæl „Teitur Ingi númer eitt“, það vill meina að allt væri í lagi og að flugmaðurinn ætti að halda áfram og vænta lendingarheimildar skömmu síðar. Á þessari stundu taldi flugumferðarstjór- inn ekkert athugavert við staðsetningu TF- GTI, enda hefði hann varla farið að tilkynna flugmanni vélarinnar að halda áfram ef eitt- hvað hefði verið óeðlilegt þegar hér var kom- ið. Aðeins 20 sekúndum eftir að flugumferð- arstjórinn gaf flugvélinni TF-GTI fyrirmæli um að halda áfram til lendingar hafði eitt- hvað breyst á flugbrautinni því hann gaf TF- GTI fyrirmæli um að hætta við [lendingu] og fljúga umferðarhring. Eins og að framan greinir hafði flugum- ferðarstjórinn síðar orð á því í tvígang að þetta hafi verið vegna þess að Dornier-flug- vélin hafi verið svo lengi á flugbrautinni. Ef taka ætti mark á orðum Rannsóknar- nefndar flugslysa um að TF-GTI hafi verið of nærri Dornier-vélinni í lokakafla aðflugsins hlýtur það að vekja undran hvers vegna nefndin fjallaði ekki um það af hverju flug- umferðarstjórinn gaf flugvélinni TF-GTI fyr- irmæli um að halda áfram þegar flugumferð- arstjórinn hefði klárlega átt að grípa til ráðstafana, t.d. að segja Dornier-vélinni að hraða akstri, eins og hann hafði gert nokkr- um mínútum áður vegna Fokker-flugvélar á vegum Flugfélags Íslands til að auðvelda lendingu flugvélar, sem á eftir var. ___________ Á bls. 3. Niðurstaða 3.1. Í athugasemd segir að taka verði niðurstöðuna um lofthæfiskírteini með varfærni. RNF telur þetta sérkennilega athugasemd þar sem RNF gagnrýnir útgáfu lofthæfiskír- teinis. ___________ Í frumskýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa koma fram athugasemdir við útgáfu lofthæfiskírteinis fyrir flugvélina TF-GTI og segir þar meðal annars í niðurstöðukafla 3: „Flugvélin var ekki lofthæf samkvæmt reglum sem um það gilda.“ Þá komu einnig fram í frumskýrslu nefndarinnar athuga- semdir við gögn þau er Flugmálastjórn not- aði til grundvallar útgáfu lofthæfiskírteinis fyrir flugvélina TF-GTI. Óskað var eftir þeim gögnum, sem Flug- málastjórn lagði til grundvallar útgáfu lofthæfiskírteinis TF-GTI, með vísan til upp- lýsingalaga. Við skoðun á þeim gögnum kom fjölmargt í ljós sem hefði átt að stöðva útgáfu skírtein- isins. Sum atriðin voru þess eðlis að útgáfa lofthæfiskírteinis hefði aðeins tafist tíma- bundið, en önnur voru mun alvarlegri. Allt hefði þetta átt að kalla á frekari athugun flugöryggissviðs Flugmálastjórnar á gögnum vélarinnar svo og henni sjálfri. Sum þessara atriða komu fram í frumskýrslu Rannsónar- nefndar flugslysa. Eftir að Rannsóknarnefnd flugslysa bárust athugasemdir Þorgeirs Pálssonar flugmála- stjóra og Péturs K. Maack frkvstj. flugörygg- issviðs Flugmálastjórnar 5. febrúar 2001 hurfu þessar athugasemdir og aðeins kom fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa að flugvélin hafi haft gilt lofthæfiskír- teini og að álykta mætti að skoðun flugvél- arinnar hefði átt að vera ítarlegri þegar lofthæfiskírteinið var gefið út 15. júní 2000. Rétt er að benda á að TF-GTI var ekki eina flugvélin á vegum LÍO ehf. sem fékk útgefið vafasamt lofthæfiskírteini þennan sama dag því einnig var gefið út lofthæfiskírteini fyrir flugvélina TF-GTX. Annar hreyfill þeirrar flugvélar var kominn langt yfir leyfðan gang- tíma þegar lofthæfiskírteini var gefið út og hefur Flugmálastjórn ekki getað gert grein fyrir þeim gjörningi þrátt fyrir tilraunir. Það er alveg ljóst að það eru himinn og haf- sjór milli þess að flugvélin TF-GTI hafi ekki verið lofthæf, eins og Rannsóknarnefnd flug- slysa hafði komist að í upphafi, og þess að segja einungis að flugvélin hafi haft gilt lofthæfiskírteini ... eftir að Flugmálastjórn hafði komist í frumskýrsluna. ___________ Niðurstaða 3.4. Athugasemd: Orðalag um blindflugsheimild hefði mátt vera nákvæmara. Skoðun RNF: TF-GTI gerði sjónflugsáætl- un en óskaði eftir blindflugsheimild á meðan flogið var yfir Hellisheiði og afþakkaði eftir um 5 mínútna flug. Um þetta er getið í skýrslunni í kafla 1.1. um flugið og aftur í kafla um grein- ingu þátta. Deila má um hvort orðalag hefði átt að vera nákvæmara en RNF mat það svo að þetta hafði ekki áhrif á slysið. ___________ Það er með ólíkindum að Rannsóknarnefnd flugslysa skuli láta hafa eftir sér að deila megi um hvort orðalag hefði átt að vera ná- kvæmara þegar nefndin sagði í lokaskýrslu sinni að flugið hafi verið „sjónflug í þjónustu- flugi“, en vitað var að flugvélinni TF-GTI hafði einnig verið flogið blindflug í þessu ör- lagaríka lokaflugi. Í fyrsta lagi er óheimilt með öllu að nota einshreyfils flugvélar til blindflugs með borg- andi farþega. Í öðru lagi höfðu siglingatæki flugvélarinnar ekki verið prófuð (kvörðuð) og mátti hún því ekki fljúga neitt blindflug, ekki einu sinni í einkaflugi. Þá hafði flugrek- andinn áður notað þessa einshreyfils flugvél til blindflugs með farþega gegn gjaldi, síðast á laugardeginum fyrir brotlendingu flugvél- arinnar. Það er alveg ljóst að Rannsóknarnefnd flugslysa átti að fjalla sérstaklega um þetta atriði í skýrslu sinni þar sem flugrekandinn var að nota flugvélina með óleyfilegum hætti, ekki einungis í þessu flugi, og því fáránlegt að tala um orðalag, sem deila megi um. Þess- ar upplýsingar nefndarinnar hefðu átt að kalla á tillögur í öryggisátt. Ef flugrekandinn og flugmaður flugvélar- innar hefðu virt reglur hefði flugvélin að öll- um líkindum orðið að lenda á Selfossi. ___________ Niðurstaða 3.10. Athugasemd er gerð þess eðlis að mögulega hefði verið gerður farþega- listi þótt hann hefði ekki komið fram. Stað- reynd er að flugrekandinn gerði ekki farþega- lista samkvæmt reglum þennan dag og farþegalisti fyrir TF-GTI kom ekki fram fyrir umrætt flug. ___________ Sé að marka þessa yfirlýsingu Rannsókn- arnefndar flugslysa þá hlýtur staðreyndin að vera sú að farþegalisti fyrir TF-GTI hafi ekki komið fram, en ekki sú að hann hafi ekki ver- ið gerður. Það hlýtur því að vera ætlan að hann hafi ekki verið gerður. ___________ Niðurstaða 3.11. Athugasemd er gerð við að flugið þennan dag var óvenjulegt þar sem um mörg stutt flug var að ræða og því hefði skrá um eyðslu og eldsneytisáfyllingar haft litla þýðingu fyrir flugmanninn við mat á eyðslu vélarinnar í lokaflugi sínu. RNF ítrekar að engar eldsneytis- og olíu- skrár voru haldnar frá því að vélin var tekin í rekstur hjá flugrekandanum og hafði flugmað- urinn enga haldbæra viðmiðun um eyðslu vél- arinnar í flugum hennar, hvort sem um stutt flug væri að ræða eða löng. Í afkastatöflu úr flughandbók vélarinnar er hægt að reikna út eyðslu vélarinnar við mis- munandi aðstæður. Útreikningar RNF sam- kvæmt flughandbók sýndu 72 ltr meðaltals- eyðslu í flugi milli Vestmannaeyja og Selfoss. Niðurstöður útreikninga um meðaltalseyðslu þennan dag frá framleiðanda flugvélarinnar og einnig frá framleiðanda hreyfils voru í sam- ræmi við útreikning RNF. ___________ Rannsóknarnefnd flugslysa segir að olíu- skrár hafi ekki legið fyrir, en rannsóknarað- ilum datt hvergi í hug að athuga olíueyðslu flugvélarinnar þann tíma sem hún var í notk- un hér á landi. Olíueyðsla bulluhreyfla í flug- vélum getur verið mjög mismunandi og hreinlega takmarkandi þáttur í flugþoli véla á stundum. Ekki verður fjallað hér um eldsneyt- iseyðslu flugvélarinnar að öðru leyti en að vísa í skýrslu Frank Taylor og Bernie For- ward. ___________ Niðurstaða 3.12. Athugasemd er gerð við að RNF hafi ekki sannanir fyrir því að flugmað- urinn hafi gengið úr skugga um eldsneytis- magnið í tönkum vélarinnar. RNF reynir ekki að sanna þetta þar sem það er ekki mögulegt en dregur þessa ályktun meðal annars út frá því hversu stutt stoppið var í Vestmannaeyjum fyrir síðasta flugið, staðsetning flugvélarinnar á flughlaðinu og gerð flugvélarinnar. ___________ Í niðurstöðukafla lokaskýrslu Rannsóknar- nefndar flugslysa segir orðrétt: „Flugmaður- inn virðist ekki hafa gengið úr skugga um hvert eldsneytismagnið á tönkum [flugvélar- innar] var fyrir brottförina frá Vestmanna- eyjum, en þá hafði flugvélin mun minna flug- þol en hann áætlaði.“ Þetta taldi nefndin vera meðal líklegra orsakaþátta og stjörnumerkti þessa niðurstöðu sína því í lokaskýrslu sinni um slysið skv. ábendingu Flugmálastjórnar (sjá umfjöllun hér að framan). Nefndin staðhæfir í skýrslunni að flugþol flugvélarinnar hafi verið mun minna en flug- maðurinn hafi áætlað en bætir nú við hér að nefndin hafi dregið þá ályktun að flugmað- urinn hafi ekki gengið úr skugga um elds- neytismagnið fyrir brottför frá Vestmanna- eyjum meðal annars vegna þess hve stutt flugvélin staldraði við á flugvellinum í Eyjum fyrir síðasta flugið. TF-GTI lenti í Vestmannaeyjum skv. skrá flugturnsins þar kl. 19:48 og tók á loft aftur kl. 20:03. Þetta sýnir að flugvélin stöðvaði í Vestmannaeyjum í heilar 15 mínútur. Rann- sóknarnefnd flugslysa segir þetta of stuttan tíma til þess að flugmaðurinn hafi getað kannað eldsneytið, en fram hefur komið hjá nefndinni að 6 mínútur dugðu á Selfossi ekki aðeins til að kanna eldsneytismangið heldur taka eldsneyti og sinna farþegum og far- angri, aka inn eftir lendingu og út til flug- taks. Þá má benda á að hreyfla eins og þann er var á TF-GTI skal láta ganga í nokkrar (3) mínútur eftir lendingu áður en drepið er á þeim. Þetta er gert til þess að kæla hverf- ilforþjöppu þessara hreyfla. Hvergi kemur nokkuð fram í lokaskýrslu nefndarinnar um að forþjappa flugvélarinnar hafi verið athug- uð. ___________ Niðurstaða 3.13. Athugasemd er gerð við ályktun RNF um að flugmaðurinn hafi van- metið eldsneytiseyðslu og ofmetið eldsneytis- magn fyrir flug og vilja skýrsluhöfundar meina að ályktunin sé aðeins gild ef flugvélin hafi raunverulega orðið eldsneytislaus frekar en að hún hafi orðið fyrir eldsneytisskorti vegna mis- beitingar stjórnbúnaðar eldsneytiskerfis. Hér virðist vera um útúrsnúning að ræða en nið- urstaða RNF var sú að eldsneyti hafi gengið til þurrðar á þeim eldsneytistanki sem stillt var á. ___________ Í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa vegna brotlendingar TF-GTI segir orðrétt í 3.13 í niðurstöðukafla: „Flugmaðurinn virðist haf vanmetið eldsneytiseyðslu flugvélarinnar og ofmetið eldsneytismagn í tönkum hennar fyrri brottförina frá Vestmannaeyjum, en þá hafði flugvélin mun minna flugþol en hann áætlaði.“ Þessi niðurstaða nefndarinnar er stjörnumerkt sem líklegur orsakaþáttur. Það er augljóst að þessi niðurstaða á ein- ungis við ef flugvélin varð í raun eldsneyt- islaus og vísast í skýrslu Frank Taylor og Bernie Forward hvað þetta varðar. ___________ Niðurstaða 3.14. Athugasemd er gerð við þá niðurstöðu að ekki fundust bilanir við rann- sókn slyssins og því haldið fram að engin alvar- leg tilraun hafi verið gerð til að kanna aðrar mögulegar orsakir tapaðs afls. Í lokaskýrslu RNF var ítarlega gerð grein fyrir rannsókn RNF á hreyflinum og á íhlutum hans. ___________ Augljósar rangfærslur í at- hugasemdum nefndarinnar Tveir feður pilta sem fórust eftir flugslysið í Skerjafirði senda ráðherra bréf vegna greinargerðar RNF Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.